Ísafold - 07.05.1884, Page 2

Ísafold - 07.05.1884, Page 2
74 Verzluiiarsamninguriiin við Spán var til umræðu á ríkisþinginu þegar póst- skip fór frá Khöfn. Stjórninni hafði reikn- azt tollgjaldamissirinn fyrir ríkissjóð Dana eptir samningnum eitthvað rúml. £ milj. kr. á ári; en sumir hagfræðingar á fólksþinginu (Tauher, C. Hage) vildu halda að hann mundi nema heilli miljón eða vel það jafnvel. Hið helzta sem í móti kemur beinlínis frá Spán- verja hendi er lækkunin á fiskitolliuum, sem ætlað er á að muni nema eitthvað 170 þús. kr. á ári, og nýtur Island þar af fram undir 1£ hundrað þús. kr.; en formælendur samn- ingsins telja houum til gildis mikla hags- muni óbeinlínis, einkum miklu fjörugri al- menn verzlunarviðskipti milli Danmerkur og Spánar. J>að telja aðrir valt á að ætla, og eptir því sem hljóðið var í vinstrimönnum, má helzt búast við að þingið aðhyllist ekki samninginn. f>að ér og einn höfuðagnúi á málinu, að hin mikla lækkun á víntolli, sem Spánverjar fara fram á, fer í þveröfuga átt við þá stefnu þingsins hin síðari árin, að hækka en lækka ekki aðflutningsgjald á munaðarvöru, þar á meðal vínföngum fyrst og fremst. Einn þingmaður, C. Hage, stakk upp á að láta heldur Island og Pæreyjar fá dálítið tillag úr ríkissjóði í notum toll- hækkunarinnar á fiskinum og í þann streng tekur Monrad biskup í grein einni í Morg- utíbl., nema hvað honum lízt bezt að hafa það svo, að bæta þeim sem fiskinn selja til Spánar, upp hallann sem þeir bíða á toll- gjaldinu eins og það er nú. Tíðarfar. Einmunatíð til landsins er að frjetta úr öllum áttum. Ejenaður geng- ur undan vetri í óvanalega góðu standi, og heyfyrningar eigi all-litlar víða. Aflahrög'ð. Byrjaður dágóður afli við ísafjarðardjúp í vikunni fyrir páska. A Gjögri (á Ströndum) allgóður hákarls- afli í vetur. Undir Jökli látið vel af afla- brögðum. En hjer við Faxaflóa enn sem fyr að eins sárlítill reytingur. Lög um fiskiveiðar í landhelgi. --»«-- þegar stjórn annarstaðar leggur lagafrumv. fyrir löggjafarþing, er þeirri reglu fylgt, að stjórnin fyrirfram leitar umboðslegs álits yfirvalda og kunnugra manna um það mál- efni, sem gefa þarf lög um. f>á fyrst er frumvarpið samið og lagt fyrir löggjafar- þingið. Hjer virðist stjórnin í fiskilagamálinu ætla að hafa nýja aðferð. f>að er ekki að sjá af athugasemdunum við frumvarp til laga um fiskiveiðar hlutafjelaga í landhelgi við íslandi (Alþ.tíð. 1883, C. 36—38), að á- lits yfirvaldanna hafi verið leitað, áður en lagafrv. var samið. f>ess er að eins getið, »að stjórnin, eptir tilmælum landshöfðingja, «hafi tekið til íhugunar, hvort eigi mundi vera •ástæða til, að gefa aðrar, ákveðnari og ýtar- «legri reglur, en nú eru, umþað, með hverjum «hætti útlendingar geti orðið danskir þegnar, «og með því fengið að taka þátt í fiskiveiðun- um», sem og að «stjórnarráðið hafi álitið að «ástæða gæti verið til, að verða við óskum «þeim, er að því, sem stjórnarráðinu er «kunnugt, eru mjög almennar á Islandi, og «fara fram á, að landsmönnum verði leyft að «nota útlendinga til hjálpar sjer við stund- #un fiskiveiðanna*. Með þessum undirbúningi lagði stjórnin frumvarp það fyrir alþingi 1883, er vjer prentum af höfuðgreinina (1. gr.) við hlið- ina á tilsvarandi grein í frvarpi þingsins til samanburðar:— Stjnrnarfrumvarpið: Frumvarp alþingis: I. gr. Fiskiveiðar i I. gr. Að eins bú- landhelgi skulu að eins settir menn á Islandi og vera heimilar dönskum innlend hlutafjelög hafa þegnum, eins og hingað rjett til að fiska með til. pó er hlutafjelögum opnum bátum í landhelgi; heimilt að reka fiskiveið- þóer hlutafjelögum heim- ar þessar, þó ekki sjeu ilt að reka þar síldar- allir fjelagsmenn danskir veiðar, ef meir en helm- þegnar, ef að minnsta ingur fjelagfjárins er eign kosti helmingur fjelags- þegna Danakonungs, og fjárins er eign slíkra fje- stjórn fjelagsins hefir að- lagsmanna og stjórn fje- setur sitt á Islandi og ev lagsins hefir aðsetur sitt skipuð mönnum sem hjer á IslandieðaíDanmörku. á landi eru heimilisfastir. Landstjórnin, ráðherrann, stjórnarráðið virðist vera treg á að ráða konungi til að staðfesta þessi lög. Ekki getur það verið landshöfðingjanum að kenna, því í það eina skipti, sem hann talaði á þingi í þessu máli (Alþ.tíð. 1883, B. 110—-111), var hann í öllu verulegu tillögum þingsins samþykkur. En eigi að síður er nú sú skipun útgenginfrá landshöfðingjadœminu til sýslumanna lands- ins og bcejarfógeta, að gefaeptir áálit sitt um, hvort lögin, eins og þau komu frá þinginu, muni á hverjum stað, þar sem fiskiveiðar eru reknar í landhelgi, vera landsbúum hag- anleg. Stjórnin setur eins konar nýtt um- boðslegt ráðgjafa- og aukaþing yfir og ofan í löggjafarþing landsins, til þess að sitja dóm um það, hvort löggjöf þingsins sje land- inu holl. Oss er ómögulegt að trúa því, að landshöfðinginn, sem sjálfur er þingmaður, og þar á ofan í þessu máli var þinginu sam- þykkur, hafi tekið þettaúrræði upp hjásjálf- um sjer. Svo Ijómandi skriffinnskubragð getur varla verið runnið annarstaðar frá, en frá íslenzku blekbyttunni í Kaupmanna- höfn, og má vissulega vorkenna landsh., að hann, eptir stöðu sinni, verður að láta brúka sig til annars eins hjegóma og verkleysu. f>ví það er vafalaust, að allir sýslu- menn landsins og bæjarfógetar , sem nokkur greind og einurð er í, verða al- þingi samdóma, að minnsta kosti allir hin- ir íslenzku. Og þó að sýslumeunirnir á Isa- ( firði, Barðaströnd og Vestmannaeyjum væri á öðru máli, þá ætti það lítið að geta vegið upp á móti öllum hinum. Hverjum Is- lendingi gétur verið þægð eða hagur í því að lieut. Trolle, Eæreyingar og aðrir dansk- ir þegnar, sem ekki eru hjer heimilisfastir og ekkert gjalda til opinberra þarfa, fiski hjá oss upp í landsteinum á opnum bátum, þvert ofan í gömul og gildandi lög (tilsk. 13. júní 1787 II. kap. 3. gr. og III. kap. saman- bornum við tilsk. 1. apr. 1776, 2. gr.). Hvar á byggðu bóli erútlendingum eður þeim sem í öðru landi eru búsettir heimiluð hluttekn- ing með jafnrjetti i atvinnuvegum þess lands, þar sem þeir engan þátt taka í neinni fje- lagsbyrði eða fjelagsskyldu? Geta þessar álitsumleitanir því ekki orðið til annars en þess, að draga málið og má ske valda því, að brjefaskriptirnar og bræðslan á svörum yfirvaldanna verði ekki um garð gengin fyrir næsta þing 1885; en þá er lagafrumvarpið fallið burt, samkvæmt stjórnarskránni. En hvernig sem fer, treystum vjer sýslu- mönnum vorum og bæjarfógetum tíl þess, að ganga fast eptir því, að fyrirmælum gild- andi laga urn þetta efni (tilsk.13. júní 1787), sje ýtarlega framfylgt 1 hinum góða íslenzka anda þess manns, er þau samdi þau, Jóns Eiríkssonar, og að þeir hvorki líði yfirgang Norðmanna, nje danskra þegna, sem ekki eru hjer búsettir, á fiskistöðvum vorum í landhelgi, og að þeir ekki þoli þessum mönn- um néina báta- nje lóðaveiði upp í land- steinum. Sjáum svo, hvort meira má sjer, Trolle, Færeyingar og stjórnarráð íslands, eða lög, rjettur og dómstólar.— porskabítur. Nokkur orð um ferð Flosa til brennunnar. Sigurður fornfræðingur Yigfússon hefir skrif- að mikið í «Isafold» um rannsóknir sínar í Rangárþingi í sumar er leið. Hann gerir sjer mikið far um, að finna hvaða leið Flosi hafi komið á þríhyrningshálsa, þá er hann fór til brennunnar. Jeg, sem er kunnugur landslagi og allri afstöðu, leyfi mjer að gera nokkrar athugasemdir við það atriði. Jþetta Goðaland, sem nú er kallað, gerir alla villuna í þessari ferð Flosa. Jeg verð að lýsa fyrst sfstöðu þess og landslagi. Landnáma segir: «Bjór lá ónuminn fyrir austan fljót, millum Krossár ok Oldusteins; um þat fór Jörundr eldi ok lagði til hofsins». Nú verðurað lesa þetta ofurlítið í málið og segja: »Millum Krossár ok Jökuls til Oldu- steins»; annars verður það ekki skilið, því

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.