Ísafold - 07.05.1884, Page 3

Ísafold - 07.05.1884, Page 3
76 að þetta land er á milli Krossár og Jökuls, en »til Öldusteins« táknar takmarkið, er snýr að Langanesi eða byggðinni. Móklettur er á aurunum í fljótinu, sem að vísu er af mörgum kallaður Lausalda, enþað er í hvers manns meðvitund, að það sje Oldusteinn, er Landnáma og Njála nefnir (Landn. hefir: »Jöldusteinn«), enda segja gamlir menn, að það sje ekki nema rangmæli, því sú rjetta Lausalda sjehóll einn, semer þar fyrir utan og ofan fljótið hjá Fauskheiði á Grænafjalli. Rjett áður segir Ldn., að Ásgerður hafi num- ið land millum Seljalandsmúla og Markar- fljóts, og Langanes allt upp til Oldusteins. þessi klettur er um 30—40 faðma á lengd, og um 2 mannhæðir á hæð, og er eins og á- völ alda, og er enn í dag hornmark frá Stórumörk, Íandnámi Ásgerðar. þessi um- töluðu lönd geta hvergi komið saman nema á hornunum í Oldusteini. En að álíta Stakk við Hvanná vera Öldustein, eins og Sigurður hyggur, nær engri átt, og var óþarfi að reka það ofan í Pál gamla í Ár- kvörn, sem var maður grundaður og gætinn. Tvær kvíslir falla úr jöklinum ofan í fljótið, og heita Jökulsá og Steinsholtsá, ákaflega straumharðar en vatnslitlar, ef eigi eru rign- ingar. Tungan þar á milli er kölluð Steins- holt; þar hlýtur Steinfinnur að hafa búið ; annarstaðar er eigi staður fyrir hann, þar 3 bæir voru á þórsmörk, og allir hjetu að Mörk, en enginn Steinfinnsstaðir. Svo er og nefnd Hoftorfa enn í dag, og er það sönnun fyrir, að bærinn hafi verið þar all- skammt frá. þessi landspilda, sem Jörund- ur fór eldi yfir, er einlægur klettafjallgarður með himinháum hnúkum og hengiflugum, sundurskorinn af gljúfrum, þvert og endi- langt. það, sem næst liggur Steinsholtsá, er nú kallað Stakkholt, og er afrjettur frá Stóradalstorfunni, er einmitt var eign og bústaður niðja Jörundar og annar Dalverja- goða, en innri hlutinn heitir nú Goðaland, og er afrjettarítak Breiðabólstaðarkirkju. En af Sturl. sjest, að Ormur breiðbælingur hafði af fje Kolskeggs hins auðga í Dal það er hann vildi. Vera má, að þetta svæði hafi allt verið kallað Goðaland, og það er nú dálítið skárra til að láta brennumenn ríða ofan í það, en hjer er ómögulegt að taka svo til orða, «að ríða ofan í Goðaland*, nema komið væri ofan af Eyjafjallajökli, en það er einungis einn hryggur, sem kall- aður er Morinsheiðarkambur, sem umtals- mál gæti verið að teyma hesta upp eða niður. Sú leið nær engri átt, þó sumir hafi getið þess til. Móti Goðalandi og Stakk- holti liggur nú þórsmörk, með skógarbrekk- um sínum og allri fegurð og yndi, sem allir útlendir ferðamenn sjer í lagi dást að og segjast aldrei sjeð hafa jafnfagurt landslag þess kyns eða tignarlegt, jafnvel ekki einu sinni í Sviss, þótt þar kunni að vera stór- kostlegra umhorfs sumstaðar. Dalur liggur á rnilli beint í austur, og er kallaður Kross- ársund, álíka víður og Vatnsdalur í Húna- þingi eða Bárðardalur, hjer um bil l^míla á lengd, en miklu dýpri en nokkur annar dal- ur á landinu, einkum við suðurbarminn; stór jökulkvísl rennur eptir dalnum, sem heitir Krossá, straumhörð og stórgrýtt, á- líka og Jökulsá á Sólheimasandi. Undir- lendið í dalnum er ekkert nema stórgrýtis- aurar, sem Krossá flóir yfir í jökulhlaupum og stórrigningum, svo þar er ekkert undir- lendi um að tala að sagt verði að ríða ofan í, nema sem skeiðsprett hjá Hvanná og Steinsholtsá. Hefði nú brennumenn komið niður fyrir austan fljótsgil, áttu þeir aldrei að fara suður yfir Krossá; til þess þurftu þeir minnst að fara tvisvar yfir um hana, en optast þarf þess fjórum sinnum, og hefði alveg verið óþarft og þar að auki töluverður krókur, enda er áin á sumurn þeim stöðum opt ófær, ef nokkur vöxturerí henni. Held- ur hefðu þeir átt að fara ofan í sporðinn á þórsmörk, sem kallaður er Rani og þar út yfir fljótið, það allra fyrsta eptir að það kemur fram úr gljúfrinu á móts við Húsa- dal eður þuríðarstaði, svo að þeir væri ekki f augsýn frá bænum þórólfsfelli. En frá fljótsgilinu niður fyrir fjallið þórólfsfell er það optast ófært meðan vöxtur er í vötnum. það er vatnsmikið á sumrum, en mesta flug í því á öllum árstímum þá er rigningar ganga. það liggur þröngt og er stórgrýtt og straumurinn gengur í boðaföllum, og í stuttu máli versta vatn þar um slóðir, sem jeg hefi beitt hésti í og hefi þó riðið flest öll stórvötn hjer á landi. Svo er þessi vegur slitróttastur af þeim þremur, sem liggja of- an af fjöllunum og ílengstur, og ekki þar með búið: fyrir innan eða norðan mörkina eru tvær jökulkvíslir, sem kallaðar eru Emstur- ár, og sú fremri eða syðri sjaldnast fær nema á jökultánni, sem hún fellur undan, en svo stutt, að hún er sem menn segja rúmt steinsnar, og rennur í djúpu gili ofan í fljótið. Af öllu þessu finnst mjer ljóst, að Flosi hafi ekki farið þessa leið, heldur fyrir vestan fljót, annaðhvort hjá Rauðnefsstöð- um og haft Tindfjallajökul á vinstri hönd; en jeg er með Sigurði á því, að hann hafi það ekki farið, það sjest bezt á leitinni að brennumönnum, og svo mátti hann búast við njósnum á Krókbæjunum á Rangár- völlunum.— En nú skulum við halda okkur að sögunni og bókstafnum, og sjá hvar höf- undur Njálu hugsar sjer eða kallar Goða- land. Flosi segir við Ketil úr Mörk: «Ek mun ríða upp ór Skaptártungu ok fyrir norð- an Eyjafjallajökul ok ofan í Goðaland»(Njála 1772, bls. 192). Um reiðina til brennunnar er sagt á bls. 196, 127. kap.: «Létu þeir þá Eyjafjallajökul á vinstri hönd ok svá ofan í Goðaland ok svá til Markarfljóts». Á bls. 207, 132. kap. er verið að leita brennu- manna, er «sumir fóru upp til Fljótshlíðar, en sumir hið efra til þríhyrningshálsa, ok svá ofan í Goðaland». Á öllum þessum stöðuin er þórsmörk ekki nefnd á nafn, sem ekki er heldur von, því þeir hafa ekki stigið fæti sínum þangað, eða í það Goðaland, sem nú er kallað. Mjer mun verða svarað, að hvorttveggja þurfti ekki að nefna; en hvers vegna ekki nú eins og við reið Sigfússona , sem þó er víst tveggja klukkustunda reið yfir þórsmörk, sem kölluð var til forna frá Emsturá og niður í Rana á mörkinni. Væri það Goða- laud sem nú er kallað er það svo sem 200 faðm. vegur, sem gæti heitið að ríða um Goðaland. Nú segir um ferð Sigfússona kap. 50. bls. 260: »Síðan riðu þéir til Skaptártúugu, ok svá fjall ok fyrir norðan Eyjafjallajökul ok ofan í Goðaland ok svá ofan í skóga í þ>órsmörk«. þar kemur sögu- ritarinn með mörkina, sem líka átti að vera, þegar Ketill úr Mörk var með frá innsta og nyrzta bæ norðan undir Eyjajöllum fyr- ir austan Markarfljót. þessi staður er nú sem Sig. Vigf. heldur að hafi orðið hausa- vixl á hjá söguritaranum, svo að hann hafi nefnt Goðaland á undan mörkinni, er átti að vera á eptir. það mætti hugsast, ef að annað vitui væri ekki órækt hinu til sönnun- ar í kap. 49. bls. 258 : »Kári lét Björn það segja nábúum sínum, at hann hefði fundið Kára á förnum vegi ok at hann riði þaðan upp á Goðaland ok svá norðr á Gásasand ok svá til Guðmundar ins ríka á Möðru- völlu«. þó þetta væri lygi úr Birni gerir ekkert til; hann til tók þá leiðina, sem ætti að fara norður í Eyjafjörð. Nú vil eg biðja þá vel að athuga, sem opin hafa augun, hvort það mundi tiltækilegast frá bæ Bjarn- ar, sem líkl. hefir verið fyrir innan þröngá, á norðanverðri mörkinni, að ætla sjer norður í Eyjafjörð og fara fyrst fram úr Höfðaskógi suður úr Langadal, og svo inn Krossársund, fara þrisvar yfir Krossá, teyma hestana á eptir sjer upp úr því Goðalandi sem nú er kallað upp Morinsheiðarkamb og upp á Eyjafjallajökul og eiga svo eptir að ríða allan jökulflákann, þveran og endilangan norður eða landnorður fullan af gjám og sprungum og líkl ófæran fyrir hesta. þetta sjá allir, að söguritarinn meinar ekki, heldur ætíð Goðaland fyrir norðan og innan þórs- mörk, sem nú er kallað Emstur og Laufa- leitir. þá stendur allt heima: yfir fljótið á króknum (eða Fitjunum), þar skiptast leiðir, önnur að Rauðnefsstöðum, sú er einna skemmst en munar litlu, hin niður Græna- fjall hjá Einhyrningi, yfir Tröllagjá og Fauskheiði, yfir Gilsá og upp Kanastaði, svo fyrir norðan þórólfsfell -—- þar erum við samdóma — út heiðar fyrir ofan Bleiksár- gljúfur og bæi alla í Fljótshlíð og svo á þrí- hyrningshálsa og bíður svo Sigfússona og annara Fljótshlíðarmanna, að menn álíta hentast á Klettaflötum. þetta er sú óhultasta

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.