Ísafold - 18.06.1884, Síða 3
99
að neita því, að það sjéu margir í góðum
færum um að rita heima á íslandi, ekki
síður út um land en í Reykjavík; en þeir
eiga eins hægt með að gera það og koma út
ritum sínum, þótt tvær stjórnardeildir sje í
bókmenntafjelaginu, önnur í Höfn og hin í
Rvík; það tvennt stendur ekki í neinu beinu
sambandi hvað við annað. það hefir heldur
aldrei verið haft deildinni hjer til stuðnings,
að heima hefði engir »kraptar« verið; Hd
hefir einmitt gefið út mörg rit eptir menn
heima á Isl., t. a. m. Arbækurnar, Orðskviða-
safnið, Grasafræðina, Kloppstokkog Milton,
Prestatal og prófasta, ýmsar ritgerðir í Safni
til sögu íslands, Auðfræðina og margt fleira.
þess vegna getur tvískiptingin ekki komið
hjer til greina. Yjer höfum heldur ekki
heyrt talað um neitt merkisrit, er fyrir þessa
sök hafi verið gert apturreka. Og að Hd
hefir gert sjer far um að hvet.ja menn til
þess að rita, sýnir það, að hún hefir boðið
til verðlauna optar en einu sinni, þeim er
ritaði Islands sögu. Sbr. og »Um fram-
farir íslands*.
það er satt, það er hægra að koma bóka-
sendingum frá Beykjavík út um land síðan
gufuskipsferðirnar komust á heldur en áður
var; en þar fyrir er ekki víst að það sje
hægra þaðan en frá Ilöfn. það er hægra
einmitt frá Höfn, og það er það merkilega;
hjeðan eru nefnilega fleiri ferðir hingað og
þangað út úm land og enda hentugri heldur
en með gufuskipunum. það eru seglskipa-
ferðir, á ýmsar hafnir, sem gufuskipin koma
aldrei á, t. a. m. um allt Suðurland milli
Berufjarðar og Hafnarfjarðar, og víða ann-
arstaðar. En að senda stóreflis-bókabyrgðir
með póstum er kostnaður, sem munar um,
að fyrirhöfninni slepptri. þetta sýnir, að
enn er hægra að senda stóra bókaböggla
hjeðan, til ýmsra hluta íslands, en úr
Reykjavík, og jafnhægt til hinna, því að
hjeðan fara öll þau gufuskip, sem frá
Reykjavík fara.
«Tvískiptingin rýrir krapta fjelagsins*, af
því að samþykki beggja deilda þarf til, ef
ráðast skal í fyrirtæki, sem nemi meiru en
1000 krónum ; en má þá ekki breyta laga-
ákvæði þessu, og setja töluna hærri, t. a. m.
2000 kr., sem mun vera nærfellt helmingur
af tekjunum? þar að auki eru nú póst-
göngurnar milli Haftiar og Rvíkur svo tíðar,
að slíkt þarf í engu tilliti að hamla skjótum
aðgjörðum deildanna. þar að auki hefir
það aldrei gert það. En það er satt, til
þess að tvískiptingin þurfi ekki að verða
skaðleg, þá má engin óvinátta, enginn ýmu-
gustur, enginn rígur eiga sjer stað milli
deildanna (2. atr.); hann er drep hvar sem
hann kemst að. Um þenna ríg get jeg frætt
hvern sem vill um það, og sannað af skjöl-
um og brjefum deildanna, ef á þarf aðhalda,
að hann er fullt eins mikið að kenna «virð-
ingarmeiri# deildinni, og að þar eru upp-
tökin ; viðskiptasaga deildanna sýnir, ef hún
er rjett rakin, að aðferðin er heldur óhrein
og ósysturleg þeim megin. Jeg ætla mjer
ekki að fara út í þetta mál hjer, en að eins
taka eitt atriði til skýringar (auk þess til-
tækis, sem jeg gat um áður). þá er Rd.
gaf út Stafróf náttúruvísindanna I og II
(1879), sendi hún Hd. svo og svo mörg
exemplör, en skýrði ekkert frá verði bók-
anna í það sinn; nú stóð svo á hjer, að
Skýrslur og reikningar áttu að koma út;
voru svo bæklingar þessir verðlagðir hjer
eptir vanalegu verði; varð það þá 25 aurum
dýrara, en Rd. hafði ákveðið (reyndar af
því, að landshöfðingi hafði veitt fje til útg.
með því skilyrði, að bækurnar yrði ódýrari
en ella, en það vissi Hd. ekkert um); enþað
þurfti ekki meira : hvílíkur yfirgangur, hróp-
uðu allir, að taka ráðin af deildinni, «sem
skal fremri að virðingu*. En þess látið ó-
getið, að þetta var yfirsjón frá Rd. aðkenna,
en ekkert gjörræði frá Hd., og slíkt hefir
optar átt sjer stað. En það ér ekki þar með
búið. Rd. ritar svo Hd. leiðrjettingu í brjefi
þ. 19. marz 1880; «eins og vjer rituðum yð-
ur í fyrra», segir þar ; en það brjef, sem hjer
er skírskotað til.hafði aldrei borizt Hd f hend-
ur, og brjefsuppkastið finnst heldur ekki í
skjölum Rd., þ. e. þetta brjef hefir eptirþví
aldrei verið skrifað og því síður sent. Vjer
felum óvilhöllum lesanda að gefa þessari
aðferð hæfilegt nafn. þetta er nú einmitt
til þess að vekjaog eflaríg, en ekki aðsvæfa
hann.— Að taka nú þenna ríg sem ástæðu
fyrir því, að leggja niður Hd., er ekki vel
rjett; því að það má snúa því við, og ségja,
að hans vegna ætti að leggja niður Rd., og
mætti ef til vill segja það með meira sanni.
Hið eina rjetta, sem við hann er að gera, er
að eyða honum með góðu samkomulagi. það
væri mun sómasamlegra.
Enn var sagt, að tvískiptingin hefði í för
með sjer «skaðlegustu áhrif á alla reiknings-
færslu og skuldalúkningu*. Vjer skulum
síðar sjá, að þessu þarf ekki að vera svo far-
ið, að það er næsta auðvelt að komast hjá
því. Annars þekkjum vjer ekkert til þess-
ara skaðlegu áhrifa og ekki hefir það verið
sýnt með dæmum; því að menn viti ekki, til
hvorrar deildarinnar þeir eigi að borga, er
engin ástæða. Vjer vonum nú, að allir sjái
þegar, að flest af því, sem heimflutnings-
formælendur verja með sinn málstað, hefir
lítið sem ekkert að segja fyrir málið í heild
sinni.
En eptir ér þó eitt atriði enn, sem líklega á
að vera hvað mergjaðast; nefnilega það um
ættjarðarástina.
Vjer ætlum nú að sumum heimflutnings-
görpunum mundi eins hollt, að vera ekki
mjög háværir um ættjarðarástina, og ákalla
hana ekki allt of mikið, og því síður að
bendla aðra við föðurlandssvik, sem eru á
aunari skoðun ; það kann að hefna sín áður
en lýkur, og ekki hafa þeir ætíð látið blóðið
renna sjer til skyldunnar, þegar um sum
ekki lítilvæg ættjarðarmál hefir verið að
ræða, t. a. m. laga (eða lands- eða há-)skól-
málið á alþingi. Ef hægt er að sanna, að
það sjebetra og nytsamara fyrir bókmennta-
fjelagið að vera eins og það er, þá á það og
að vera það, þótt hitt væri fallegra — sem
enginn ber á móti — að það hefði óskipta
stjórn og hana í landinu sjálfu.
I fyrsta lagi erheimflutningurinn fjárskaði
fyrir fjelagið. Vjer höfum áður sýnt, að
mjög miklu ódýrari væri bókasendingar hjeð-
an til fjelaganna, en úr Reykjavík. I öðru
lagi hlyti fjelagið að hafa umboðsmann hjer
í Höfn, bæði til þess að annast bækurnar til
útlendra fjelaga, og til þess að sjá um ritun
og prentun þeirra bóka, sem eflaust yrði
prentaðar hjer framvegis, t. a. m. fornsögur
Islendinga, o. fl., aunast um sendingu þeirra
bæði heim (hvort sem það væri að eins til
Rv. eða til umboðsmanna út um land), og
til útlendra fjelaga; hann þyrfti því að hafa
æðimikið uinstang og húsrúm til þess að
geyma bækur og bókaleifar, kortaplötur o.fl.,
sem ékki getur komið til mála að fluttar
verði heim ; enn fremur hlyti hann og að
vera nokkurs konar innheimtumaður og
undirfjárvörður; en allt þetta myndi vist
enginn gera fyrir, jeg vil eigi segja ekkert,
heldur jafnvel ekki fyrir svo lítið. — Auk
þess gætum vjer vel ímyndað oss, að er-
lendum fjelögum fækkaði, ef til vill, en það
skulum vjer þó ekki taka hjer til neinna
greina.— Hvað bókaprentun snertir, þá veit
jeg ekki betur en að hún hafi hingað til
verið að öllu samtöldu bæði betur af hendi
leyst og ódýrari hjer en í Rvík.
Fjelagið á sem kunnugt er allmikið hand-
ritasafn, og auk þess mjög miklar bóka-
leifar; það hefir nú og hefir lengi haft
leigulaust húsnæði hjer, f Amalíuhöll; ef
deildin hjer yrði nú lögð niður þá yrði þetta
allt að flytjast heim ; en hvar er húsnæði
fyrir það, þar sem vel fer um það?
það þyrfti ekki minna en 4—5 herbergi og
þau ósmá; í húsum, sem eru landseign, er
aðþví 6r vjer vitum, ekki rúm fyrir það, og,
sje það ekki, yrði það að leigja húsnæði,
eykur það enn þá kostnaðinn.
Vjer sjáum því ekki annað, hvort sem
vjer lítum, en beinan óhag fyrirf fjelagið að
leggja Hd niður að sve stöddu; að það
kunni að koma þeir tímarnir, að það megi er