Ísafold - 02.07.1884, Blaðsíða 2
ÍOG
Reikningsskil og stjómarröggsemi.
Lögmálið hljóðar þannig, þ. e. reglu -
gjörðin frá 1873 um opinber reikningsskil
og heimtingu opinberra gjalda á Islandi,
8. grein :
»Ef reikningshaldari gjörir ekki reikning
í tækan tíma—þ. e- innan loka febrúarmán-
aðar næsta eptir lok reikningsársins, eptir
2. gr. sömu reglugjörðar—eða hann stendur
í skuld eptir reikningi þeim, sem fram er
kominn, má hann ekki halda áfram að
heimta saman opinber gjöld fyr en hann
hefir gjört tilhlýðilegan reikning eða borgað
skuld sína.
þegar þannig er ástatt, skal landshöfðingi
annaðhvort víkja hlutaðeiganda frá emb ætti
hans eða sýslu um stundar sakir, eða, ef
það kann að þykja hagfeldara í éinstöku
tilfelli, setja annan mann til þess fyrst um
sinn á kostnað reikningshaldarans að he imta
saman gjöld þau, sem greiða ber á næsta
eindaga, t a. m. skatt og gjöld á næsta
manntalsþingi, landskuld í næstu fardög-
um o. fl.«
þetta er strangt lögmál, og betur að sú
yrði ekki raunin á hjer sem optar, að því
strangari sem lög eru, því minna er hirt um
að hlýða þeim.
það er vitaskuld, að þeim, sem til þess
eru settir að fram fylgja lögunum og sjá um
að þeim sje hlýtt, er engan vegin ábyrgðar-
laust að vanrækja þá skyldu sína, sízt þegar
mikið er í húfi. En sú ábyrgö er því miður
opt nokkuð óákveðin og því hættu-
lítil í augum hlutaðeiganda. Hefði t. d. það
staðið líka í þessari reglugjörð, livað við
lægi.ef landshöfðingja *í einstöku tilfelli þætti
hagfeldara« að beita henni alls ekki, að
honum t. a. m. varðaði það embættismissi,
þá er ótrúlegt að vjer hefðum af að segja
öðru eins og dæmi og því sem uú skal greina:
Eyrir hjer um bil tveimur árum var einn
af sýslumönnum landsins orðinn svo brot-
legur gegn þessari reglugjörð, að landshöfð-
inginn, sem þá var, var búinn að hóta hon-
um afsetningu. það varð sýslumanninum
þá til líknar, að sá landshöfðingi fór frá
embættinu áður en að því kom að fram-
kvæma hótunina. því ekki bætti hann ráð
sitt, heldur munu vanskilin hafa farið vax-
andi eptir það og allt til þessa dags.
1 stað þess að borga gjöldin í jarðabókar-
sjóð eða aðalfjehirzluna jafnóðum og þau
eru heimt saman og láta fylgja skilagrein
um hvers kyns þau eru, sendir þessi sýslu-
maður einhverntíma og einhverntima eitt-
hvað og eitthvað, skilagreinarlaust, án þess
að hægt sje að hafa nokkra hugmynd um,
hvaö skilunum líður.
I stað þess að gjöra ársreikinginn innan
loka febrúarmánaðar, kemur hann ekki fyr
en missiri seinna eða þar um bil, eða ef til
vill enn þá seinna.
Aðrar áríðandi skýrslur vantar frá hon-
um svo árum skiptir.
Athugasemdum endurskoðanda ekki svar-
að svo árum skiptir.
Og annað eptir þessu.
Allt um það situr maðurinn í sínu em-
bætti í góðu yfirlæti, nema hvað hann fær
kannske sektarúrskurð með öðrum hvorum
pósti,—sektin takist af gjöldunum, sem
hann ekki stendur skil á!—, og svo hitt, að
launum hans hefir verið haldið inni í 8—9
mánuði. En í embættinu situr hann fastur
allt um það, og öll gjöld heimtar hann allt
um það sjálfur, eptirlitalaust, eins og allt
væri í bezta lagi.
Landstjórnin hlýtur að vita, að allt þetta
er komið í hámæli fyrir löngu síðan.
f>að lítur út fyrir að hún hafi ekki mjög
hitann í haldinu, fyrir alþingi t. a. m.
Hver veit nema henni verði líka að þeirri
trú sinni, að þar sje ekki mikinn háska að
óttast, allt hvað landssjóður bíður ekki því
meira fjártjón af. Meira að segja : hver
veit nema niðurstaðan verði sii, að lands-
höfðingi fái skjall fyrir mannúð sina við
hinn brotlega reikningshaldara, og að nán-
asti eptirlitsmaður reikningshaldarans, amt-
maðurinn, milliliðurinní landsstjóminni, sem
vjer vitum að farsæld lands og lýða liggur
við að ekki sje burtu kippt, verði svo kos-
inn aptur eins og síðast til yfirskoðunar-
manns landsreikninganna af þingsins hálfu,
kosinn til að yfirskoða reikninga sjálfs sín
og reikningshaldarans, sem hann hefir svo
röggsamlegt eptirlit með.
Enn um ekkjur og börn drukknaðra.
Ekknasjnður
drukknaðra manna í Borgarfjarðarsýslu
11. júní 1884
kr. a.
á í veðbrjefum einstakra manna með
vöxtum 4 af hundraði................ 720 00
- í veðbrjefum, þar sem allir véxtir
eru eptirgefnir................... 250 00
- í sparisjóði í Reykjavík með vöxt-
um 3J af hundraði ................ 434 00
síðustu ársvextir ................. 28 80
Til samans 1432 80
þessi litli sjóður, sem til er orðin handa
ekkjum drukknaðra manna í Borgarfjarðar-
sýslu af samskotum einstarka manna, var
11. júní 1876 1104 krónur í veðskuldabrjef-
um ýmsra manna með vöxtum 4 af hundraði.
Eptir það var farið að lána ýmsum ekkjum,
sem styrktar þurftu, nokkurt fje leigulaust,
svo viðgangur sjóðsins tafðist við það. í
fyrra vetur gjörðu menn hjer eina atlögu til
að auka hann og mæltust bæði til peninga-
samskota og að hver formaður skipti sjóðn-
um hlut af því fari, er hann reri á sumar-
daginn fyrsta (1883). Sumir tóku vel undir
þetta, lofuðu því og entu það ; aðrir lofuðu
líka og entu það ekki, og nokkrir gjörðu
hvorugt. I stuttu máli varð árangurinn sá:
að 2 skpd 90 pd af saltfiski söfnuðust frá 31
formanni og 45 kr. 50 a. í peningum frá 15
gefendnm innan og utan sveitar; þessir pen-
ingar voru strax lagðir við upphæð sjóðsins;
sömuleiðis 41 kr., sem heiðursmaðurinn
þórður á Leirá útvegaði þessum sjóði í vetur
eð var með samlögum nokkurra mama;
svo að nú var upphæð hans eins og að ofan
er sagt 1432 kr. 80 a. í áreiðanlegum skulda-
brjefum; þó eru 250 kr. á þeim stöðum, sem
ekki verður vaxta krafizt. En verðið fyrir
saltfiskinn er enn ekki komið í sjóðinn,
því til nokkurs af því var gripið við þenna
síðasta mannskaða, og svo er tilætlað, að
það verði brúkað til að bæta úr kjörum
munaðarley sin gj anna.
Akranesi, 20. júní 1884.
Hallgr. Jónsson.
* *
*
í£ins og þessi skýrsla mín sýnir, er nokk-
ur vísir til styrktarsjóðs handa ekkjum og
börnum drukknaðra manna hjer í sýslu, og
var byrjað að safna til hans fyrir 20 árum;
en því miður hefir áframhaldið verið lint,
engar stórgjafir hafa gefizt, og því síður að
fastar tekjur hafi náðzt. Sömuleiðis sjest
af skýrsln bæjarfógetans í Reykjavík f Isa-
fold XI 25, að í Kjalarnesþingi er ekki
svo lítill sjóður til, sem stofnaður er 1840
fyrir það hjerað ; þó lýsir það litlum áhuga
á að auka hann, að hann skuli enn ekki
vera orðinn nema 5577 kr., þar sem svo
fjölbyggt sjávarhjerað á hlut að máli, sem
öllGullbringu-og Kjósarsýsla erogReykjavík;
enda er ekki aðbúast við því, að slíkir sjóðir
aukist mikið við eintóm gjafa-samskot — f
fyrstunni verða menn almennt hrifnir af
nauðsyninni, og gefa þá margir nokkuð til
nýrra stofnana, en svo dregur vanalega úr
því, því leiðir verða langþurfamenn, og það
er líka leiðinlegt að vera að biðja umsama
hlutinn aptur og aptur og fá jafnan nei.
það er heppilegt og lofsvert, þegar aðrir eins
menn og Jón í Stöðlakoti gefa slíkumstofn-
unum allar eigur sínar, og er þeim á þann
hátt betur ráðstafað, en að útörfum verði
þær máske að missætti, og er hans dæmi
fagurt til eptirbreytni. f>að sýnist lfka ekki
eiga síður við að gefa «áheiti» sitt fátækum
munaðarleysingjum, heldur en fullríkri kirkju
(slíkt er hégómlegur hugsunarháttur og lík-
ist kaþólskum kreddum). |>að er vonandi,
að áskoranir blaðamanna ásamt nýorðnir