Ísafold - 02.07.1884, Page 3
107
sjóskaðar og áþreifanleg nauðsyn verði nú
nóg til þess að almenningur og einkum allir
sjóróðramenn, geri nú eitthvað til að auka
þessa áminnztu sjóði og þar með bæta hag
hinna bágstöddu, sem við þeirra missir verða
opt að munaðarleysingjum. Til að auðga
þessa styrktarsjóði, virðist mjer endilega
þurfi að útvega þeim einhverjar fastar tekj-
ur og held jeg meira með «fisk af hlut» eða
»fisk af róðri» eða «að skipta hlut«, en minna
með að borga af afla sínum eða eitt-
hvert gjald er greiða skyldi af hverju fari,
eða toll af tolli; allt þess háttar mundi
verða bæði tilfinnanleg útlát og hætt við
undanbrögðum. Jeg held mest með að
skipta hlut af hverju fari, á hverri vertíð,
tiltekinn dag eða næsta róðrardag eptir hann;
hver formaður eða húsbóndinn ætti að verka
hlutinn og hafa »trosið« af honum í staðinn
og gjöra að verzlunarvöru eptir því sem
hreppsnefndin þar segir honum fyrir uin,
sem svo ætti að verja honum í peninga.
þessi útlát hafa mjer lengi virzt ekki tilfinn-
anleg og ekki svo líkleg til undanbragða og
vanskila, en mundi þó draga drjúgum, ef vel
væri á haldið. »Fisk af hlut« er tilfinnan-
legra og við fleiri um að eiga. »Eisk af
róðri« væri gott að fá, en hann mundi þykja
of daglegur skattur. Shka ákvörðun og eiu-
hverja þessa sýnist mjer að fiskimenn hjer
á suðurlandi ættu að gjöra að »samþykkt«,
líkt og um veiðiaðferð á opnum skipum, sem
fengi síðan lagalega staðfesting. Hrepps-
nefndirnar ættu að láta sjer vera umhugað
um þetta mál; það er þeirra skylda að
koma í tíma svo mikið sem mögulégt er í
veg fyrir öll sveitarþyngsli; en hversu opt
veldur ekki drukknun fjölskyldumannsins,
óbærilegr byrði sveitarfjelagsins, þegar kon-
an og krakkarnir verða fyrir fátæktar sakir
að tætast í sundur og takast út á sveitina;
auk þess sem það er miklu mannúðlegra að
geta styrkt hina syrgjandi ekkju,svo að henn-
ar munaðarlausu börn mættu njóta hinnar
móðurlegu aðhlynningar, með því að geta
goldið þeirri fyrirvinnu, er fengizt gæti, full-
komið árlegt kaup, af styrktarfje, svo lengi
sem hagur ekkjunnar ekki breyttist eða
batnaði.
H. J.
Hitt og þetta.
Hógvœrö. — Swift sagði einu sinni á stólnum:
„{•að er þrenns konar dramb eða stærilæti, kæru
tilheyrendur, sem maður verður að varast: ættar-
dramb, fjedramb og gáfnadramb. petta síðast-
nefnda dramb þurfum vjer nú ekki að fara mörg-
um orðum um, þvi enginn yðar getur átt við þaö
að stríða“.
Raunin er ölygnust. — Hátiginn höfðingi nokk-
ur vitjaði einu sinni sjúkra á spitala. í einu rúm-
inu lá maður þungt haldinn af taugaveiki. „Hrn,
hm“ segir hann: „taugaveiki! það er ljóta veikin!
Maður deyr ætið af henni, eða maður verður fá-
bjáni. Jú, jeg held jeg þekki það; jeg hefi reynt
það sjálfur".
Kyss þú þaö sem eptir er! — Einu sinni var
kóngur á ferð og kom i borg, þar sem yngis-
meyjar staðarins höfðu verið látnar skrýðast snjó-
hvitum búningi og skipað i tvisetta fylkingu við
brautarstöðvarnar til þess að fagna konungi,—þeim
fallegustu í fremri röðina, hinum, sem ekki voru
út af eins töfrandi, í þá aptari. Konungur gengur
á röðina fremri og kyssir meyjarnar allar á kinn-
ina, hvora af annari; ætlar siðan að gera hinni
röðinni sömu skil. En þá sjer hann muninn, kall-
ar á förunaut sinn og segir: „Heyrðu, Hoppe!
kyss þú það sem eptir er!“ (Nut.)
— Athuganir eptir reyndan lœkni um þœr sex
aöferöir, er sjúklingur getur haft til aö láta sjer
batna. (Úr Fl. Bl.).
1. Sjúklingurinn sendir ekki eptir lækni, og
batnar þó.
2. f>að er sent eptir lækni, en hann kemur ekki
og sjúklingnum batnar.
3. f>að er sent eptir lækni, hann kemur, en ráð-
leggur ekkert,—og sjúklingnum batnar.
4. pað er sent eptir lækni, læknirinn kemur,
ráðleggur eitthvað, en meðalsins er ekki vitjað,—
og sjúklingnum batnar.
5. pað er sent eptir lælcni, læknirinn kemur,
meðalið er sótt, en sjúklingurinn tekur það ekki,—
og honum batnar.
6. pað er sent eptir lækni, læknirinn kemur,
ráðleggur eitthvað, meðalið er sótt, sjúklingurinn
tekur það,—og batnar líka stundum.
AUGLYSINGAR
i samfeldu máli m. smálelri tosta 2 a. (þakkaráv. 3a.) hverl orí 15 stata frekast
m. 5Sra letri eía setninj 1 kr. fjrir jmmlnnj dálks-lengdar. Borjnn nt í hönd.
Föstudaginn hinn 4. júlí kl. 12 m. d. verð-
ur á bœjarþingsstofunni haldinn skiptafund-
ur í bíii Hlutafjelagsverzlunarinnar og verð-
ur þar meðal annars borið undir atkvœði
skiptafundarins, hvort samþykkja skuli boð
það, er gert hefir verið 24. f. m. í hús nefndr-
ar verzlunar í Austurstrœti hjer t bœnum.
Bœjarfógetinn í Beykjavik h. 1884.
E. Th. Jónassen.
Auglýsing
Irá
stjórn J»jóðvinafjelagsins.
petta ár, 1884, fá pjóðvinafjelagsmenn
fyrir tillag sitt, 2 kr., þessar bœkur :
pvfjel.-almanak um árið 1885.......kr 0.50
Andvara, X. ár.......................— 2.00
Um uppeldi barna og unglinga, eptir
Herbert Spencer...................— 1.00
kr 3.5Ö
Bœkur þessar voru sendar frá Bvik á flest-
ar hafnir umhverfis landið með strandferða-
skipinu Laura 1. júli, til útbýtingar meðal
fjelagsmanna, sem nú eru að verða þetta ár.
í Almanakinu eru myndir af Cavour og
Garibaldi með œfisögum þeirra.
í Andvara, sem er 13\ örk, eru þessar rit-
gjörðir: ferðir á suðurlandi sumarið 1883,
eptir porvald Thoroddsen; um að safna fje,
eptir Eink Briem; alþýðumenntun, eptir
Torfa Bjarnason; um súrhey, eptir sama;
um áburð, eptir sama.
Nýir fjelagsmenn geta fengið framan-
greindar bœkur á þessum stöðurn :
1 Bvík hjá bokaverði fjelagsins, Birni Juns-
syni ritstjóra;
á tsafirði hjá hjeraðslœkni porvaldi Jónssyni;
- Akureyri hjá bókbindara Frb. Steinssyni;
- Seyðisfirði hjá verzlunarstjóra Sigurði Jóns-
syni;
í Khöfn hjá forseta fjelagsins, Tryggva kaup-
stjóra Gunnarssyni.
Enn fremur hefir ýmsum öðrum umboðs-
mönnum fjelagsins verið send nokkur exem-
plör af bokunum aukreitis, til miðlunar við
nýja fjelagsmenn.
Nefndir herrar hafa 6g til lausasölu ýmsar
eldri bækur pvfjelagsins, flestar með niður-
settu verði, sjá kápuna um þ. á. pjóðvinafje-
lagsalmanak.
pessa árs bœkur fjelagsins eru og til lausa-
sölu bceði hjá þeim og ýmsum óðrum umboðs-
miinnum fjelagsins, og Almanakið auk þess
hjá flestum kaupmónnum og bóksölum lands-
ins.
Jeg hefi orðið þess vis, að Mansfelld
Bullner & Lassen hafa sent íslendingum
aðvörun í 5. tölublaði myndablaðsins Heim-
dalls, og leyft sjer að reyna til að vekja
vantraust hjá þeim á
liinuin eina ekta Branialífsessens,
að likindum í von um, að jeg mundi eigi
fá vitneskju um það; en jeg bíð hjer sem
annarstaðar rólega dóm3 almennings; af
þessari vöru minni hefir selzt svo mikið
út um víða veröld, að það er hin bezta
sönnun þess, að fleiri en þeir Mansfeld
Biillner & Lassen geti búið til beiska ess-
ensa, sem að dómi alþýðu eru að minnsta
kosti fullt eins góð vara og auk þesa odýr-
ari en bítter þeirra fjelaga.
J>að er eins og herra Bullner sje það á-
skapað, að fara með missagnir; hvort hann
vantar vit eða vilja til þess, að finna sann-
leikann, skal jeg láta ósagt. J>ar sem hann
minnist á mig sem „kaupmann nokkurn i
Kaupmannahöfn“, þá skal jeg gefa honum
þá upplýsingu, að mín borgaralega staða
er; efnfræðislegur fabrikant, og þar sem
hann segir enn fremur um nefndan „kaup-
mann“, að hann hafl allar klær úti til á-
vinningB, hafi farið að blanda bittertilbún-
ing, sem hann áður hafi reynt að selja i
Danmörku á 1 'þ kr. pottinn og kallað
Parisarbitter, og þegar það eigi hefði tek-
izt, en varan reyndist vond, reyni hann nú
til að lauma henni inn hjá íslendingum
fyrir lægra verð“ o. s. frv.—, þá skal jeg
að eíns svara honum því, að jeg hjer um
bil i 12 kr hefl búið til ýmsa „bittra“ og
meðal annars einnig þann, er jeg hef kall-
að Farísarbitter og sel á l‘/2 kr. heila flösku;
er þetta líka alkunnugt i Danmörku, þvi
bitter þessi hefir selzt þar mæta vel. Að
Mansfeld Búllner kallar vöru mína vonda
er einungis ljós vottur þess, að hann heflr
ekkert vit á bittsr, þvi Parísarbitterinn
selst æ betur og betur.