Ísafold - 09.07.1884, Blaðsíða 2

Ísafold - 09.07.1884, Blaðsíða 2
110 Um súrhey. það eru mörg ár síðau sú fóðurverkun koinst á gang í öðrum löndum. En þrátt fyrir miklar og margvíslegar tilraunir og svo mikið sem búið er að rita um þessa fóður- verkun—liún lieitir ensilage á ensku og öðr- um útléndum tungum—þá má þó svo að orði kveða, að hún sje enn á reynslustigi, enda fremur óalgeng víðast enn. En það eru fáir hlutir, sem búmenn og búfræðingar í öðrum lönduin, einkum á Englandi og í Ameríku, leggja meiri hug á að umbæta og koma í svo gott lag, að óyggjandi sje í alla staði. þeir þykjast geta staðhæft, að lán- ist það til lilítar, muni búnaðarhagir manna taka þeim framförum, sem fæstir geri sjer í hugarlund. það er með öðrum orðuin, að mál þettaerliklega einnaefst ádagskráaf búnað- arframfaramálum víðaumlönd. f>að erfullt af skýrslum og leiðbeiningum því viðvíkjandi í útlendum blöðum og tímaritum, og malið er stöðugt umræðuefni á búfræðingafundum og þess konar samkomum. Síðast í vor stýrði prinsinn af Walcs einum þess konar fundi í Lundúnum, þar sem þetta mál var eina umræðuefnið, og fór hann þar mörgum orðum um, hve mikilsvertþað væri; en nafn- keundur búfræðingr enskur, Woods að nafni, hjelt aðalfyrirlesturinn um það, og sem er prentaður i Times. það er því sjerlega vel til fallið, er ein- hver hinn reyndasti og greindasti af búfræð- inguni voruin, herra Torfi Bjarnason í Olafs- dal, hefir nú ritað um mál þetta í þ. á. And- vara ýtarlegar en gjört hefir verið áður á íslenzku. Hann segir fyrst frá tilraunum, sem hauu gerði sjálfur með þessa fóðurverkun í fyrra suinar, og sem tókst mikið vel, og gjörir síð- an grein fyrir því, sem búfræðingar viti enn sem komíð er frekast um, hver aðferð sje bezt og óbilugust til að fá gott súrhey. Bezt er að lesa greinina sjálfa rækilega. Handa þeim, sem ekki gera það eða þá gera það ekki nógu snemma til að hafa þess not í sumar, leyfum vjer oss að setja hjer helztu atriðin, með hliðsjón á fyrirlestri þeim eptir Woods, sem fyr var getið. Bjettast mun vera aö gjöra ekki súrhey úr töðu eða engjaheyi, nema í miklum ó- þurrkum eða í óþurrkaplássum. |>ar á móti ráðlegast að hugsa ekki til annars en að gera súrhey úr ýmsum vandþurrkuðum fóð- urtegundum, svo sem há og hafragrasi eða öðru sáðgrasi, sem vanalega er slegið svo seint, að ávallt er tvísýnt, að það geti þorn- að vel. Sá sem hugsar sjer að gera súrhey, ætti að afráða sem fyrst, eptir að grasið er slegið, hvort hann gerir súrhey úr því eða ekki; því aðgætandi er, að sje grasið einu sinni orðið hrakið, hafi rignt og þannig misst mikið af næringarefnum, þá fær það ekki þann missi bættan, þótt súrhey sje gjört úr því. Helzt á að súrsa kraptmesta heyið, því skaðinn mestur, ef það hrekst til lengdar. það er aðalatriðið við þessa heyverkun, að búa svo um, að hvergi komist lopt að heyinu nje vatn. þar til þarf tveunt : að þjappa heyinu sem fastast saman, fergja það, og að hafa það í loptheldu og vatns- heldu byrgi, sem falh fast að því á alla vegu. Báðið er þá að búa til gryfju fyrir heyið, helzt í þurru barði eða hól, þar sem hægt er að veita vatni frá og ekki er hætt við uppgönguvatni. Gryfjan á að vera 6—8 fet á dýpt og 8—10 fet á bréidd; lengdin fer þá eptir því, hversu mikið súrheyið á að verða. það þykir reynt, að súrheyið verði ekki eins gott, ef gryfjan er grynnri eða mjórri en þetta. Hlaða skal grjóti iunan í gryfjuna og steinleggja botninn og sljetta svo allt saman með sementi. |>essi umbún- aður er langtraustastur og varanlegastur. Hann kostar að vísu mikið í upphafi, en sllkar gryfjur geyma líka heyið svo, að eng- in tugga skemmist, ef vel er búið um að of- an. Höf. telur þó líklegt, að komast megi af með að hlaða gryf juna innan með rótgóðu torfveggjaefni, en hafa þá samt vegginn tví- hlaðinn. Bezt er grafa ekki dýpra en svo að veggirnir standi svo sem 2 fet upp úr jörðu. Veggirnir þurfa að vera vandlega hlaðnir, sljettir vel að innan, og flá lítið eitt jafmY neðan frá gólfi, hjer um bil 1—2 þuml. á alin. Hornin á tóptinni innan ekki hvöss heldur bogadregin. I þjettri og leirborinni jörð mun duga að gjöra ekki annað við botn- inn en að tyrfa hann með þurru torfi eða jafnvel láta lag af þurrum rudda undir; annars leggja þykkt lag af leir (smiðjumó) á botninn, troða það fast og steinleggja svo yfir, svo sljett sem unnt er, og þjetta einnig milli steinanna með leir, og tyrfa svo þar á ofan. Ef minnsti grunur getur verið um, að vatn komi upp í gryfjunni, er sjálfsagt að leggja djúpt lokræsi utan með í henni áður en byrjað er á að hlaða veggiua, svo lokræsið verði undir þeim. þess verður einnig að gæta, að vatn ekki geti hlaup- ið ofan með hleðslunni og sigið svo inn um hana inn í heyið. Heytóptin má og vera ofan jarðar, en þá er miklu erfiðara að byrgja heyið með moldinni. Dyr skulu vera á gryfjunni, fram úr barðinu, og skal hlaðið vandlega upp í þær, þegar heyið er látið í bana, en tekið úr þeim þegar byrjað er að eyða úr henni aptur. Bezt er að gólfinu halli lítið eitt að dyrunum og að þær snúi undan veðra-áttinni. Hirða rná grasið í gryfjuna hvernig sem veður er, þótt þurrviðri sje bezt til þess; betra er að gera það í vætu en að láta heyið hrekjast. Skal leggja það í jöfnum þunn- um lögum (6—8 þuml.), og troða sem allra fastast um leið, t. d. með því að láta ríða hesti fram og aptur um gryfjuna ávallt með- an verið er að fylla hana, og stundarkorn á eptir. Heldur mun það bæta en spilla að salta heyið, hvert lag jafnóðum, en ekki um of; höf. hafði 1 pd. af salti í 150— 200 pd. af hafragrasi, en Woods telurf pd. mátulegt í 100 pd. af heyi. þegar búið er að kúffylla gryfjuna, er hún þakin fyrst til bráðabyrgða með blautu torfi, meðan er að síga í henni og hitna. ]?egar orðið er snarp- héitt í heyinu, en ekki seinna, skal bæta ofan á hana og kúffylla, en troða vel áður það sem fyrir er. Byrgja síðan til fulls og alls fyrst með torfi og þar á ofan 1—2 feta þykku lagi af feldinni mold, sem troðin sje niður eða barin svo fast sem unnt er. Fylla vel allar sprungur, sem koma kunna í mold- arlagið eptir á, einkum með veggjunum um leið og sígur, og troða vandlega, svo hvergi komist lopt inn. Höf. telur 400—800 punda þunga & hverri ferhyrningsalin hæfilegan þunga á heyið, til þess að það pressist nóg ; Woods segir, að þar um sjeu skiptar skoð- anir, en að hjer sem optar sje meðalhófið bezt og að ekki muni hollt að hafa þungann meiri en 150 pd á hvérri ferh.alin af yfir- borði heysins í gryfjunni. Höf. telur og gott ráð, til þess að koma sem mestu í gryfjuna, að byrgja hana fyrst með tvöföldu torfi og svo miklu grjóti, að þyngslin verði nóg, og lofa að síga í henni svo sem vikutíma, taka svo ofan af og fylla á ný og byrgja nú aptur með torfi og mold. Svo þarf þar á eptir að búa enn betur um fyrir haustið, svo ekki sje hætt við að vatn komizt ofan í heyið að vetrinum : það þarf að gera kúf upp af gryfjunni, svo vatni steypi vel af henni, og bezta ráð til þess mun vera að bera saman lausagarðshey ofan á gryfjunni, eptir að hættir að síga til muna í henni, og búa svo um það sem vanalegt er. Að vetrinum, þegar farið er að eyða súrheyinu, má eyða lausagarðsheyinu jafnframt. það er athugavert, að þegar farið er að eyða úr súrheysgryfjunni, má raunar gjarn- an taka upp meira en til eins dags í einu, en mjög mikið ekki, því þá vill hitna í hey- inu og við það versnar það. Höf. segir, að vísindalegum rannsóknum beri ekki saman um það, hvort heyið gangi mikið eða lítið úr sjer við þessa fóðurverk- un, og eins um hitt, hvort svirhey meltist eins vel eða betur en sömu jurtir þurrkaðar; en að margir eptirtektasamir búmenn, sem gjöra árlega mikið af súrheyi, álíti að það gangi ekki meira úr sjer við verkuniua en

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.