Ísafold


Ísafold - 23.07.1884, Qupperneq 2

Ísafold - 23.07.1884, Qupperneq 2
118 Púðursykur —»«— 0:30 Brennivín potturinn ................ 0:85 Neftóbak, pundið ................... 1:40 Munntóbak—»«— 2:00 Salt, tunnan ....................... 4:75 Steinkol, skippundið ............... 4:00 Steinolía, potturiun ............... 0’22 Saltfiskur, málsfiskur, skippundið... 50:00 Annar saltfiskur —»«—..... 35:00 Harðfiskur —««—..... 80:00 Ysa —»«—..... 25:00 Lýsi, soðið, tunnan ............... 30:00 Lýsi, hrátt, —»«— ................. 45:00 Hrogn —»«—................. 35:00 Sundmagar, pundið................... 0:90 Hvít ull, —»«—...................... 0:60 Mislit uíl, —»«— ................... 0:45 Æðardúnn, —»«— .................... 16:00 Lax, nýr, —««— ..................... 0:35 Lax, saltaður, stór, pundið......... 0:75 Lax, saltaður, minni en 5 pd., pundið 0:33 Hjá sumum mun hinn rýrari saltfiskur (»annar saltfiskur«) hafa komizt upp í 40 kr. og ýsa í 30 kr. Laxinn (saltaður) er nú farinn að falla í verði, um 10 aura eða svo, vegna þess að svo mikið kemur af honum í kaupstað, með því að laxveiði hefir verið afhragðsgóð í ár. Annars hefir verið mjög lítill munur á verðlagi í ár og í fyrra, nema á fiskinum fjarska mikill, og er hálfu tilfinnanlegri en ella vegna aflaleysisins. I fyrra var meðal- hlutnrhjér við Faxaflóa sunnanverðan áætl- aður 2 skpd, sem eptir fiskiverðinu þá nam 120—140 kr., en nú að sögn svo sem \ skpd eða vart það, sem samsvarar 20—25 kr. f>að er skiljanlegt eptir þessu, að hjer muni horfa til almennra bjargræðisvandræða, nema því betri afli komi í haust. Nýustu frjettir frá útlöndum segja ís- lenzkar vörur, einkum fisk, í sama hraki eins og áður. Frakkar búnir að leggja undir sig markaðinn á Spáni nær gjörsamlega. — Dáin hjer f Reykjavik 14. júlí merkiskonan Ingibjörg porsteinsdóttir, systir landlæknis Jóns Thorstensens, en tengda- móðir kaupmanns Geirs Zoega, rúmra 88 ára. Utlendar frjettir, Khöfn 1. júlí 1884. Danmörk. Kosningarnar fóru fram 25. júní, og gengu svo vinstrimönnum í vil, að þeir höfðu ekki við betra sigri búizt. Mest er í það varið, að Höfn er unnin, sem vinstri- menn kalla. Hjer sigruðu 4 af þeirra liði. Af þeim 2 sósíalistar, Holm og Hördum. Fyrir hinum fyrnefnda varð Goos prófessor að þoka, í 5. kjördæmi borgarinnar. Hinir eru þeir C. Hage og Hermann Trier. Hage er stórkaupmaður og dróst smámsaman í flokk viustrimanna á þinginu. Trier er kennslufræðingur og hefir ritað margt um uppeldi og skólamál. Fyrir honum varð Rimestad að lúta í lægra haldi, helzta for- usta hægrimanna í fólksþinginu. Pingel doktor, yfirkennarinn, sem stjórnin rak frá embætti fyrir rúmu ári, var kosinn í Arósi, og Nyholm, hæstarjettarassessor, áFriðriks- bergi. Vinstrimenn eru 82 að tölu, en binir 19. J>að er undir Færeyjakosningunni kom- ið, hvort þeir fá annan tuginn fullan. Hvað Estrúp tekur af, eða þá heldur kon- ungur fyrir hönd beggja og ríkisins, er bágt að vita. Hjer verður atburða að bíða, en spár hirðum vjer ekki að senda. Noregur. Hjeðan eru fegins tfðindi að flytja—og þó eigi önnur, en við mátti búast. Óskar konungur hefir nú látið undan til fulls, tekið sjer nýtt ráðaneyti af meiri- hlutamönnum og selt forstöðu þess Jóhanni Sverdrúp í hendur. Hins þarf ekki að geta að hjer hefir verið látið til skarar skríða í þeim atriðum, sem ríkisákæran reis af í gegn þeim Selmer. Jakob Sverdrúp, bróð- urson hins, er í ráðherratölunni. Fregnin kom til Kaupmannahafnar kosningadaginn, þegar lokið var, og þótti vel bera saman við sigur frelsismanna í Danmörk. Frá öðrun löndum. Stórveldin hafa nú gengið til fundar í Lundúnum til ráðagerð- ar um egipzka málið, eða um fjárhagsskipan á Egiptalandi, tilsjón af stórveldanna hálfu, hergæzlu Englendinga, og svo frv. Frá Gordon (í Khartum) hafa engar frjéttir bor- izt, en menn ætla, að hann gæti haldið vörn upp, þar til liðsendingum verður við komið. Ymsir geta þó annars til. Kólera er komin til Frakklandsj og hefir þegar orðið nokkrum mönnum að bana 1 Toulon og Marseille. |>að þykir óefað, að hún hafi fluzt til Toulon á herskipi, sem kom frá Saigun, í Kokinkína. f>ó til var- úðarráða og viðbúnaðar sje tekið í öllum borgun, bæði á Frakklandi og annarstaðar, þykjast menn vera góðrar vonar, að drep- sóttin rjeni, áður á löngu líður. I Belgíu hafa orðið ráðherraskipti, en það eru skörungar klerkaflokksins, sem í hinna sætihafakomizt. f>eirhöfðu lengibyrsins beð- ið, enda er sagt,að þeirhafilþegar tekið ræki- lega í taumana í kirkju- og skóla-málum, og engu frjálslegar en við mátti búast. Seinustu frjettir frá Bandaríkjunum í Norður-Ameríku hafa borið, að samveldis- menn hafi horfið aptur frá kosningu Blaines til forseta, því hann sje við sum ljót mál riðinn frá fyrri tímum. Nú er talað um landstjórann í New-York, sem Cleveland heitir, en honum fylgja að máli menn af báðum flokkum. Edinburgh 12. júlí 1884. England. Hin mikla kosningarrjettar- bót Gladstones, sem eykur tölu kjósenda til parlamentisins úr 3 miljónum upp í 5 milj- ónir eða þar um bil, gekk liðugt gegnum neðri málstofu; en í efri málstofunni hafa nú lávarðarnir færzt það ofræði í fang að hrinda frumvarpinu 8. þ. m., og það með miklum atkvæðamun, 205 atkv. gegn 146. Glad- stone ráðgerir að Ijúka nú þingi sem skjót- ast og stefna því aptur saman í haust og bera þar nýmælin fram á nýjan leik. Hann er ugglaus að hafa þau fram þá. Lávarð- arnir gugna jafnan, ef þeim er sýnt í tvo heimana. Kóleran í Toulon og Marseilles — víð- ar er hún ekki komin enn — verður æ skæð- ari dag frá degi. í Toulon dóu 12 á dag úr henni fyrstu vikuna, nú 25 á dag af 68. Dr. Koch, hinn mikli kólerulæknir frá Berlín, er kominn til Toulon. Hann hefir sagt við frjettaritara Times, að hann efaðist ekki um að hún mundi komast til þýzkalands ; úr því hún væri komin í annan eins bæ og Toulon mundi hún dreifast í allar átttir. Kínverjar hafa gengið á gjörva sætt og grið vió Frakka, eptir friðarsamninginn út af Annam. |>eir hafa ráðizt á franska setu- liðssveit þar eystra og fellt margt manna. Frakkar heimta bætur fyrir, nær 200 milj. króna. Hóta hernaði að öðrum kosti. í slandsráógj afmn. Nú er hjer um bil óhugsandi annað en að konungur skipti um rádaneyti einhvern- tíma fyrir haustið, áður en ríkisþingið kem- ur saman, eptir þá herfilegu útreið, sem stjómin og hennar flokksmenn fengu í kosn- ingunum um daginn, ofan á allt sem á und- an er gengið þessi 9 ár, sem þetta ráða- neyti hefir lafað við völd. Hvað verður þá um Islandsráðgjafann ? Hvað.Jánnað^n^.ð hann verði f jelögum sínum samferða. Eptir kreddum danskra stjórn- vitringa, hægrimanna að minnsta kosti, mega íslendingar ekki ætlasttil að þessisjér- stakastjórnþeirrasje tijþðruvísi enápappírn- um. f>að stoðaði ekki annað en láta það heita svo í stjórnarskránni, að Island hefði ráðgjafa út af fyrir sig. En þar við hefir líka verið látið lenda til þessa. Einn af dönsku ráðgjöfunum hefir verið látinn hafa hin íslenzku mál í hjáverkum alla tíð síðan 1874, eins og áður, alveg eins. þessi mað- ur, sem stendur fyrir íslenzkum málum hjá konungi, fer og kemur eptir atvikum, sem oss eru alveg óviðkomandi, hvort sem oss líkar betur eða ver.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.