Ísafold - 30.07.1884, Page 2
122
þégar slysið varð, og mun það þó hafa verið
góðri stund fyrir háttatíma. Ararnar af
bátnum rak í Laugarnesi daginn eptir og
lausafjöl úr skutnum, en annað ekki, hvorki
líkin nje bátinn. Larsen heitin kvað hafa
verið syndur, en hvorugur hinna.
f Sigurður Signrðarson adjunkt var
fæddur 11. nóv. 1849, bóndason af Mýrum.
Að tilsfoiðlun sira Stefáns prófasts |>orvalds-
sonar í Stafholti og fleiri góðra manna var
hann settur til mennta, lærði undir skóla
hjá síra Sveini prófasti Níelssyni á Staðar-
stað, kom í Reykjavíkurskóla 1866, og út-
skrifaðist þaðan 1872 með fyrstu einkunn.
Var síðan heimiliskennari á Isafirði í tvö ár,
sigldi síðan til Khafnar háskóla og stundaði
þar málfræði, en var við verzlun á sumrum,
fátæktar vegna. Sumarið 1879 tók hann
embættispróf í málfræði, með fyrstu ein-
kunn, og var samsumars settur kennari við
latínuskólann í Reykjavík; en veitt það em-
bætti árið eptir. f>að ár, 1880, um sumar-
ið, ferðaðist hann til Frakklands, með styrk
úr landssjóði, til að auka þekkingu sína í
franskri tungu og bókmenntum, er var hans
aðalkennslugrein við skólann.
Auk nokkurra smáritgerða í útlendum
tímaritum er hið helzta sem eptir Sigurð
heitinn liggur af ritstörfum þýðing á Upphafi
allsherjarríkis á Islandi eptir dr. Konrad
Maurer. í handriti er til eptir.hann frönsk
mállýsing langt komin, er átti að verða
skólakennslubók.
Sigurður heitinn var maður ágætlega gáf-
aður, einhver hinn fjölhæfasti meðal hinna
yngri menntamanna hjer á landi, þótt hon-
um væri sjér í lagi sýnt um tungumál. Gáf-
um þessum var samfara mikil starfsemi og
reglusemi, sem mundi eflaust hafa borið
mikinn ávöxt, ef honum hefði enzt aldur til.
Hann var einkarvel látinn af lærisveinum
sínum og öðrum, er kynni höfðu af honum.
f L. Larsen rerzlunarstjóri var á
líkum aldri, 34 ára, ættaður frá Khöfn;
hafði verið nokkur ár við verzlun á Eyrar-
bakka, og tók við verzlunaríorstöðu fyrir
Thomsen kaupmann hjer í Reykjavík eptir
fráfall Einars Jafetssonar. Hann hafði
kynnt sig að reglusemi, ráðdeild og dugnaði,
lipurð og samvizkusemi í sinni stöðu.
Kirkjusidir og utanþjóðkirkjumenn.
í ísafold XI 9—-10 hefir einhver þjóð-
kirkjuprestur framsett skoðun sína um
»kirkjusiði og utanþjóðkirkjumenn* og viljað
hrekja það er jeg hafði sagt í grein minni í
Fróða (119. og 120.). Mjer þykir vænt um,
að »þjóðkirkjupresturinn« lætur svo lítið að
eiga viðtal við rnig til að sannfæra mig utn
villu mína; en hann má þó heldur eigi taka
mjer . illa upp, þó jeg verji. sanufæringu
mína, og bendi á, hvar honum hefir mis-
tekizt að þræða götu sannleikans.
I grein minni í Fróða hafði jeg kornizt
svo að orði: sannleikurinn í þessu efni er
auðsær, bæði af eðli hlutarins og einnig af
stjórnarskránni, sá sannleikur, að sjerhverj-
um manni á Islandi er frjálst, hvort hann
vill vera í þjóðkirkjunni eða ekki. þessi
setning þykir þjóðkirkjuprestinum »mjög í
villu leiðandi fyrir alþýðu eða hvern þann,
sem ekki er fær um sjálfur að gera sjer
grein fyrir, hvað eðli hlutarins er og hvað
stjórnarskráin segir í þessu efni«.
Yið hvaða röksemdir styður hann þennan
dóm sinn? Jeg skal láta hann sjálfan tala:
»Hin évangeliska hiterska kirkja skal
vera þjóðkirkja á Islandi og hið opinbera
skal að því leyti styðja hana og vernda«.
»þetta segir stjórnarskráin (45. gr.) og
það er í eðli hlutarins af því, að hvort
mannsbarn á Islandi er skírt og uppfrætt í
þessari trú, og allir þeir, sem náð hafa aldri
til þess, hafa heitbundizt henni með ferm-
ingunni«.
Hjer þykir mjer þjóðkirkjupresturinn gera
lítið úr skírninni, ef hann álítur að hiin bindi
mann við nokkra sjerstaka grein hinna
kristnu trúarbragða. Skírnin er almennt
kristileg, en alls eigi sjerstaklega evangel-
isk-lútersk, eins og hver maður ætti að
vita, hvað þá presturinn (Ertu fræðari í
ísrael o. s. frv. ?). Sama er að segja um
fermingarheitið; það er staðfesting skírn-
arheitisins, almennt kristilegt heit, stíl-
að eptir hinni almennu kristilegu trúar-
játningu. f>að er því algerlega rangt og
• ábyrgðarhluti fyrir þá sem betur eiga að
hafa vit á því, að leiða fáfróða í villu með
að telja þeim trú um«, að skírnar- og ferm-
ingarheit þeirra bindi þá við þann sjerstaka
skilning hinna kristnu trúarbragða, sem
þeim hefir kenndur verið; og bótin er að
eins, að fæstir munu svo fáfróðir, að þeir
sjái ekki þessa villu, sem þjóðkirkjuprestur-
inn gerir sig sekan í, og sem er enn verri
fyrir það, að hann gerir engan mun á ev.-
lúterskri trú og ev.lúterskri þjoðkirkju, svo
að kristnir menn ættu að hans meiningu að
vera með skírn og fermingu heitbundnir
þeirri stjórn og þeim siðum, sem eiga sjer
stað í sjerstakri deild hinnar sýnilegu kirkju,
í stað þess að þeir eru heitbundnir hinni
ósýnilegu kirkju, sem er »samneyti heilagra«
og finnst innan allra flokka kristninnar.
f>að er vitaskuld, að enginn ætti að or-
sakalausu að ganga úr því kirkjufjelagi, sem
hann er »uppfræddur« í; en ef einn söfn-
uður hefir þá sannfæringu, að hann muni'
efla andlegt líf sitt með því að gerast frjáls
söfnuður, þá er það fullkomin orsök, og þá
hefir hann ekkí einungis samkvæint stjórn-
arskránni leyfi til þess, heldur einnig sam-
kvæmt sinni æðri ákvörðun beina skyldu til
þess, svo framarlega hann sjer sjer það fært.
jpessi innri orsök — hvort sem hún er sprott-
in af mismun í hinum eiginlegu trúaratrið-
um eða einhverju öðru (t. a. m. mismunandi
skoðun á kirkjustjórn og siðum) — er and-
leg lífshreyfing, sem lýtur engu ytra dóms-
valdi; það er sannfæring þeirra manna, sem
í andlegum efnum eiga að vera frjálsir og
finna sig frjálsa og hafa að lögum (eptir
stjórnarskr.) leyfi til að vera frjálsir; og
fyrir því álít jeg eins rjett það sem jeg hefi
sagt, að hverjum manni á Islandi sje frjálst
hvort hann vill vera í þjóðkirkjunni eða ekki,
eins og hitt er barnalegt, sem þjóðkirkju-
presturinn segir, að »það verði þess vegna
að vera skylda þeirra, sem úr henni vilja
ganga, að fá til þess samþykki kirkjustjórn-
arinnar«. f>að væri dálaglegt trúarbragða-
frelsi, ef kirkjustjórnin ætti að skera úr,
hvort þeir er vilja úr þjóðkirkjunni ganga,
hafi »rjettarkröfu« (þ. e. innri orsök) til þess.
Fær þjóðkirkjupresturinn eigi sjeð, til hvers
þetta hlyti að leiða?
Hann virðist viðurkenna, að trúarbragða-
mismunur gefi heimild til að ganga úr þjóð-
kirkjunni. Nú geta sumir kallað trúar-
bragðamismun það sem aðrir kalla ekki svo.
Setjum nú svo, að kirkjustjórnin ætti að
skera úr, hvað væri trúarbragðamismunur
(o: hvað gæfi »rjettarkröfu« til að ganga úr
þjóðkirkjunni), og skæri svo úr, að það væri
ólík skoðun á þrenningarlærdómnum, end-
urlausnar-, friðþægingar-, helgunarlærdómn-
um, á gildi bókanna í ritningunni, sakra-
mentunum, o. s. frv., væri þá ekki innan
handar fyrir þá, sem úr þjóðkirkjunni vildu
ganga, að hafa eða látast hafa ólíka skoðun
því semí þjóðkirkjunnier kennt umeinhverja
af þessuin greinum?
En það er ekki til neins að berja það
fram, að það þurfi að vera mismunur í hin-
um eiginlegu trúaratriðum, til þess að heim-
ild sje til að ganga úr þjóðkirkjunni, því að
stjórnarskráin bindur þessa heimild að eins
við »að þjóna guði með þeim hætti sem
bezt á við sannfæringu hvers eins«, og það
getur komið til greina í fleiru en mismun-
andi skilningi á lærdómsgreinum eða trúar-
atriðum kristindómsins.
Úr því jeg nú hlýt að vona, að hinn heiðr.
höf. verði mjer samdóma um, að hvernig
sem maður veltir fyrir sjer »stjórnarskránni
og eðli hlutarins«, þá er (eins og ráðgjafinn
hefir úrskurðað) ekki hægt að banna mönn-
um að mynda . kirkjufjelög utan þjóðkirkj-
unnar ; þá voua jeg einnig að hann verði
mjer samþykkur um, að það sje fullkomlega
samkvæmt eðli hlutarins, að menn »leysist
fyrir slíkan fjelagsskap« undan skyldum við