Ísafold


Ísafold - 24.09.1884, Qupperneq 2

Ísafold - 24.09.1884, Qupperneq 2
150 er líklegt að nokkuð íari saman um ísmegin þar og hjer við land, hefir hann viljað fræð- ast um það. Skýrsla herra |>orvaldar sýnir þá meðal annars, að þrír seinustu mánuðir ársins er sá tfmi þess, er jafnan er íslaust hjer við land eða því sem næst. Svo hefir það ver- ið alla þessa öld. í októbermánuði aldrei sjezt hjer nokkur ögn af ís á þessari öld. í verstu ísárum fer ísinn kring um höfuðdag eða laust fyrir þann tíma. Svo telst til, að ekki sje hafíslaust hjer við land nema 5. hvert ár. jpað sem af er þessari öld að eins 20 ár alveg íslaust. Ferðapistill frá Islandi. þ>að ea kunnugra en frá þurfi að segja, að vjer Is- lendingar höfum eigi farið varhluta af því meini fáþekktra og lítilsigldra þjóða, að verða fyrir missögnum, óhróðri og hleypi- dómum í ferðasögum útlendinga. Yjer þökkum meira að segja fyrir, ef ekki kennir líkra grasa jafnvel í því sem samlandar vorir, utanlands eða innan, bera á borð fyr- ir almenning í útlendum blöðum og bókum. Vjer erum svo vanir slíkum góðgjörðum, að vjer verðum harla Ijettbrýnir, þá sjaldan að einhverju er að oss bugað af öðru tagi. Af því tagi ér ferðapistill í Morgunblaðinu danska 20. f. m., dagsettur við Mývatn 28. júlí, og er varla um að villast, að hann muni vera eptir herra Arthur Feddersen fiskifræð- ing. Pistill þessi er að vísu eigi efnismikill, sem ekki er og ætlandi til af manni, sem ér nýkominn til landsins, enda brjefið auð- sjáanlega skrifað í flýti og eins og inngang- ur til einhvers meira. En það lítið sem þar er sagt um landið og landsmenn, er tal- að bæði af greind og góðu þeli. Hjer er éigi hægt rúmsins vegna að gera nema tína lauslega úr brjefinu fáeinar máls- greinar. Brjefritarinn byrjar á því, að með sæmi- legri eptirtekt þurfi ekki langa dvöl í land- inu til að reka sig á það, hvað lítið fólk í Danmörku þekki í rauninni til Islands, og hve skakka hugmynd menn gjöri sjer þar almennt um þjóðina og hagi hennar. þeim, Dönum, sje gjarnast að líta smáum augum á Island og Islendinga, svo sem eitthvað ó- merkilegt, sem eigi komi þeim neitt við í raun og veru. íslendingum sje því eigi lá- andi, þótt þeir sjeu tortryggnir við Dani og þótt þeir sem sjálfstæð þjóð sjeu þeirraa skoðunar, að ef vjer (þ. e. Danir) þykjumst geta verið án þeira, þá geti þeir líka lifað sjer og baukað sjer. »Og þetta hugarþel gagnvart Danmörku mun auk þess« segir hann »eiga sjer hinar dýpri rætur í fyrri tlma ójöfnuði, er stjórnin skoðaði Island nánast eins og skattland, sem ætti að reyna að hafa sem mestanarð af. Úr þeim rek- spöl, sem eigi var einsdæmi í fyrri daga, höfum vjer auðvitað verið seinir að komast; það hefir verið eins um það og svo margt annað. Hin fslenzka einokunarverzlun á- bataðist á Islandi og kom upp stóreflis-auð- mönnum í Danmörku, en þar fyrir utan var ísland látið eiga sig sjálft að mestu leyti í verklegum efnum. það er hin langa, ekki raunar eiginlega undirokunar-öld, heldur ó- myndugleika-ástand, sem nú kemur aptur niður á viðskiptunum við Danmörku, og það er líka það, sem gerir Islendingum svo örð- ugt fyrir að komast upp á það fjörspor, er þessi framfaraöld má eigi án vera. En það tekst með tímanum. f>að leynir sjer ekki á þeim meðal landslýðsins, er augun hafa opnazt á og sem eigi vilja láta sjer veiklast von um það, að Islandi megi auðið verða mikilla framfara. Árið 1874 fóru Islendingar að eiga með sig sjálfir; og annað fara þeir eigi fram á, þeir hafa því látið sjer fátt um finnast, er hin danska stjórn hefir þótzt þurfa að vera að gefa sig fram í íslenzk mál. |>eir þarfnast framfara og eigi tálmatia fyrir framförum«. A öðrum stað í brjefinu segir höf., að ept- ir allar þær reyfarasögur, sem maður hafi heyrt og lesið um landið, búizt maður eigi við góðu, og bregði því heldur en eigi í brún, er maður komi inn á fyrsta fjörðinn fyrir austan og sjái þar alskipað snotrum timbur- húsum og iðgrænar hlíðar allt umhverfis. *Maður hittir þar fyrir notaleg hýbýli, með öllum þeim þægindum, er nokkur danskur kaupstaður hefir fram að bjóða ; maður hitt- ir þar fyrir laglegt fólk, heyrir skynsamlegt tal og röskmannlegt, og verður var við öt- ula starfsemi, er margur smár N. N. . . . kaupangur mætti óska sjer. Á hinum næsta firði fer á sömu leið, og svo koll af kolli. Vjer yfirgefum verzlunarstaðina og ferð- umst bæ frá bæ; manni lízt allt af eins vel á sig. »Á jeg að trúa því, að það líti svona út á Islandi og hjá Isléndingum« segir maður við sjálfan sig. Hluturinn er sá, að menn hafa eigi viljað líta á ásigkomulagið eins og það er og eins og það hlýtur að vera; því það má til að meta Island eptir sjálfs þess mælikvarða og eigi eptir Khafnarmæli- kvarða og því síður enskum. Islenzk gést- ristni er mjög mikil. því hraparlegra er það, að svo margir ferðamenn, sem hafa orð- ið hjartansfegnir að leita sjer hælis undir íslenzku torfþaki og notið leiðsögu kunn- ugra manna um landið og þar með komizt hjá að fara margs á mis og jafnvel hjá hætt- um, hafa getað verið svo vanþakklátir að fara að »búa til« þannig lagaða lýsingu á líf- inu á Islandi, er þeim mátti sjálfum vera kunugast að þar með var illa goldið það sem þeim var af góðum hug í tje látið. Komi jeg á heimili manns og sje þar vel tekið, optsinnis langtum betur en jeg gat búizt við, þá er það ekki sjerlega vandað eða hyggi- legt sjálfs sín vegna að gleyma velgjörð- unum og fara í þess stað að fást um smá- vegis bresti eða ávirðingar veitandans, er gesturinn, sem hefir átt betra að venjast, þykist verða var við. Komdu til íslands þegar góð er tíð og blfð, eins og í sumar. Farðu á land af gufuskip- inu, fáðu þjer hesta, hnakka og klifsöðla og annað, er á þarf að halda, vertu þjer úti um duglegan fylgdarmann og legðu svo af stað upp 1 sveit og um fjöll og heiðar. Hver sá, sem hefir vit á náttúrunni, mun skjótt kom- ast að raun um, að hann saknar hvorki skóg- arins nje hinna svipfögru akurreina; hjer er annað, er augum hans er engu minna yndi. Og alla þessa dýrð sjer hann á Is- landi, hinu fátæka landi, er fáir gefa gaum, og þar sem menn hugsa sjer helzt að ekki sje annað en steinn við stein og stöku ýlu- strá innan um handa hungruðum rollum«... Póstskipið Eomny, er fór hjeðan 7. ágúst og kom 11. til Færeyja, hlekktist á þar þá um kvöldið skömmu eptir að það var komið af stað frá þórshöfn. það rak sig á í þoku við Nols- eyjartanga og lestist nokkuð, komst á flot apt- ur með flæði og inn á þórshöfn. þar gengu farþegjar af skipinu og fóru með Thyra, er kom þar daginn eptir, áleiðis til Khafnar. Ein- hverju var klínt í það sem bilað hafði á Romny á Færeyjum og komst skipið þannig til Skot- lands og var nú þar í viðgerð, er Thyra fór hjá hingað í leið. Kennarastörfum við Möðruvallaskóla gegnir Mag. Benidikt Oröndal í vetur í fjær- veru þorvaldar Thoroddsen. Aukalæknir á Seyðisfirði er kandídat í læknisfræði Bjarni Jensson frá 1. septbr., með 800 kr. styrk á ári eptir ijárlögunum. Málaflutningsmaður við yflrrjettinn var cand. juris Frans Siemsen settur frá 1. sept., í stað Skúla Thoroddsen, er þá tók við ísafjarð- arsýslu. Avarp frá hinum danska fiskifrceðing. Herra Arthur Feddersen hefir sent Isafold til birtingar eptirfarandi gréin : Eptir að jeg nú hefi dvalizt hjer á Islandi síðan í miðjum júlímánuði til þess eptir áskor- un landstjórnarinnar og samkvæmt fjárveit- ingu alþingis að rannsaka hið núverandi ástand laxveiðanna hjer og ásigkomulag laxánna og annara fiskivatna, hefi jeg nú orðið að hætta þessum rannsóknum, af því að jeg má ekki vera lengur að heiman. Jeg hefi þó komið að svo mörgum af hinum helztu fiskivötnum landsins og skoðað þau svo ýtarlega, að jeg, að því er snertir svæðið frá Mývatni vestur og suður um land að þingvallavatni, hefi getað gert mjer áreiðan- lega hugmynd um, hvernig þar hagar til. f>að er ekki ætlun mín að leggja nú þegar fram fyrir almenning almenna skýrslu um á- rangurinn af ferð minni; jeg verð að yfirfara betur og ganga vandlegar frá því sem jeg

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.