Ísafold - 24.09.1884, Qupperneq 3
151
hefi safnað til þess, og til þess þarf nokkurn
tíma. Jeg leyfi mjer því að eins að ávarpa
almenning með þessum línum, af því að
jeg veit, að margir óska að fá að vita dálít-
ið um, hvernig mjer hefir litizt hjer á.
Jeg skal fúslega verða við þessari ósk, með
því að lýsa því yfir, að laxár og vötn þau
sem nú eru hjer á landi, má vissulega gera
landinu töluvert arðsamari,—þótt áraskipti
hljóti að verða að því eptir veðráttufari,—
ef lögð er sú rækt við þau og umönnun, er
þau þarfnast og eðli fiskjarins krefur, og
þar að auki eru allar líkur til, að fá megi
með tímanum aptur lax í ár og vötn, sem
áður hefir verið laxgengd í, en nú er engin
veiði í, með laxaklaki, ef því er vel fyrir
komið og eptirlitið nægilegt. En það skyldi
enginn gjöra sjer í hugarlund, að laxveið-
ar geti tekið verulegum framförum hjer á
landi, ef þeim verður eigi hagað öðru vísi
eða eptir öðrum meginreglum, en fylgt er í
núgildandi lögum. f>að hefir farið hjer á
landi um laxveiðar eins og svo víða annar-
staðar, og ástandið getur orðið enn lakara
en þetta, nema ráð sje í tíma tekið. Hjer
hafa menn nú þau miklu hlunnindi, að
geta byggt upp aptur með þéirri þekkingu,
er nú er fengin í öðrum löndum í þessari
grein.
það var reyndar ásetningur minn, aðkoma
nú þegar með ýmsar skýringar um laxveiða-
málið í íslenzkum blöðum, og stöku leiðbein-
ingu um meðferð afians, sem og um aðra
veiði í ám og vötnum, sem að minni hyggju
getur einnig tekið talsverðum framförum.
En jeg vil heldur bíða og láta það koma í
ferðaskýrslu minni, svo að það verði allt á
einum stað og vonandi í því sniði, að það megi
birta það á prenti.
Jeg læt mjer því nægja hjer, jafnframt
og jeg fyrst og fremst votta mínar hjartan-
legar þakkir fyrir þá greiðvikni og alúð, er
jeg hefi fttt að mæta hjá öllum,—að biðja
menn að afsaka, að jeg hefi ekki getað kom-
ið því við að finna alla þá, sem jeg veit til
að þess hefðu óskað. Jeg bið þá að senda
mjer sem fyrst fyrirspurnir sínar og þær
skýringar, er þeir kynnu að geta í tje látið
viðvíkjandi laxveiði og öðru þar að lútandi,
til Kaupmannahafnar; öðruvísi þarf ekki
að skrifa utan á. Jeg skal ekki láta þá
þurfa að bíða lengi eptir svari.
Til fróðleiks þeim, sem hafa óskað vitn-
eskju um tilraun þá til laxaklaks, er gerð
verðurnú á þessuári, skal þess getið, að til-
raun þessi verður gerð við Laxá í Kjós, hjá
alþm. síra þork. Bjarnasyni á Beynivöllum,
er leggur mikla alúð við það mál, og verður
aðstoðarmaður minn hjá honum. Vona jeg,
að þar, á Keynivöllum, geti menn fengið að
I
sjá hið fyrsta laxaklak af manna völdum á
íslandi, frá nóvember til marz-loka.
Staddur í Beykjavík 20. sept. 1884.
Arthur Feddersen.
Utlendar frjettir.
K.höfn j8. ágúst 1884.
Danmökk. Eins og til stóð, hefir Kaup-
mannahöfn verið samfundastaður lækna frá
þremur heimsálfum, enda varð mannkvæmd-
in mikil og mannfögnuðurinn ekki minni.
það var á læknafundinum í Lundúnum 1881,
að læknarnir mæltu mót með sjer í Kaup-
mannahöfn, og það var sjer í lagi Panum
prófessor, sem með skörungskap og óþreyt-
andi kappsmunum hefir gengizt fyrir að búa
allt svo undir, að viðtökurnar yrði — sem
nú reyndist — Danmörk til sæmda. það
voru margir, sem báru kvíðboga fyrir, að
Kaupmannahöfn yrði ofvaxið að taka við
fundarmönnum eptir Lundúnir, svo stór-
fengilegt sem það allt var, sem þessi drottn-
ing heimsborganna átti til að bjóða, og þó
má trúa, að það hafi allt verið af heilum
hug mælt, sem hinir útlendu skörungar töl-
uðu í gildunum Dönum og höfuðborg þeirra
til lofs fyrir gestrisni, þjóðmenntun, fram-
farir og þrifnað í vísindum og því öðru, sem
gerir þjóðirnar þyngstar á metum á vorum
tímum. því sama, sem svo var lofað, var
síðar á lopt haldið í útlendum blöðum. Tala
hinna útlendu gesta var hátt á ellefta hundr-
að, eða nokkuð yfir tölu þeirra, sem sóttu
Lundúnafundinn. þar að auki voru 350
danskir læknar á fundinum. Hann var sett-
ur 10. ágúst í sýningarhöll iðnaðarfjelags-
ins í viðurvist konungs vorg og drottningar,
Georgs Grikkjakonungs og hans drottning-
ar, auk fjölda annars stórmennis. Panum
hjelt höfuðræðuna og var kjörinn til forseta
fundarins. Heiðursforsetar urðu allir höfuð-
skörungarnir frá útlöndum. það yrði til
of lítils fróðleiks að telja hjer nöfn fram, en
minna má ekkivera en að nefna fáeina, sem
bæði eru víðfrægir menn, og mest þótti á
béra og að kveða : Esmarch frá Kiel,
Virchow frá Berlín, Pasteur og Verneuil frá
París, James Paget og William Gull frá
Lundúnum og Crudeli frá Ítalíu. Crudeli
er á ríkisþingi Itala, álfka og Virchow í Bcr-
lín, og hefir verið í herförum Garíbaldis á
Italíu. Tyrkjar og Japansmenn höfðu sent
hvorir um sig tvo lækna til fundarins. Við
fundarsetninguna kom Panum við það, að
vísindin hefðu stefnt mönnum hjer til móts,
og því mætti þar einskis þjóðlegs ágreinings
kenna eða þjóðgreiningar, og Virchow fór
um sama efni fögrum orðum í svararæðu
sinni. Pasteur vildi því ekki á móti mæla,
að vísindin væru alþjóðleg í eðli sínu, en
bað menn ekki gleyma, hver uppörfun það
væri fyrir vísindamanninn, að sá árangur,
sem hann ynni fyrir mannkynið, yrpi um
leið geislum frægðarinnar á fósturland hans.
Allt fór vel með öllum á fundinum; en síðan
mátti finna á ummælum 1 þýzkum blöðum,
sem þjóðverjum þyki, að Danir hafi haft
meira við Pasteur og fleiri frakkneska menn
en við þeirra skörunga. Mest var talað á
frakknesku, bæði á aðalfundum og á déilda-
fundum.
Af stórgildunum sem gestunum voru hald-
in skal nefna: veizlu forsetans í Hotel
d’Angleterre, veizlu borgarinnar í nýjum
skrautskála á tollbúðarflötinni, og heimboð
konungs í Kristjánshöll. Enn fremur fund-
argildi úti á Krónborg og dansveizlu f
skemmtihöllinni »National«, hvort tvéggja á
kostnað fundarmanna. Auk þeirra mörg
deildargildi og heimboð hjá helztu læknum
og auðmönnum Hafnar.
Pundurinn stóð f viku. Næsta fund (hinn
9.) ætla læknar að halda í Washington, og
mun það hafa ráðið nokkru um kjörið, að
Ameríkumenn eða fulltrúar þeirra buðu ó-
keypis flutning yfir hafið bæði fram og aptur.
í lok júlímánaðar ferðaðist Jóhann Sver-
drúp, stjórnarfoseti Norðmanna, til Dan-
merkur og gisti nokkra daga í Kaupmanna-
höfn. Hinn mikli þjöðskörungur var öll-
um frelsismönnum í Daninörk mesti fagn-
aðargestur, og því tóku þeir sig saman að
halda honum heiðursgildi á afmælisdag
hans, 6. ágúst. Veizluna sóttu, úti á Skoðs-
borg, flestir þingmenn í vinstri manna liði,
og fjöldi annara bæði frá hjeruðunum og
höfuðborginni, eða alls nær 600 manna. Is-
lenzkir stúdentar sendu Sverdrúp hrað-
skeytiskveðju út á veizlustaðinn, og var hún
lesin upp í veizlunni ásamt fleirum slíkum.
Sverdrúp tók henni feginsamlega, og svar-
aði henni í eiginhandarbrjefi daginn á eptir
með ljúflegum hugðarorðum og heillaóskum
íslendingum og íslandi til handa.
Að boði konungs var gengið á þing 14.
ágúst, en þar fór ekki annað fram enn kjör-
próf hinna nýju þingmanna og kosningar
forseta og annara embættismanna þingsins.
Berg endurkjörinn forseti fólksþingsins.
þrjár kosuingar í liði hægri manna bíða
nánari rannsókna.—þeir Estrúp standa enn
svo *steigurlega í stígreipunum», sem liðs-
munurinn væri þeirra megin, og ekki hinna.
England.—Erindrekafundur stórveldanna
lyktaði við endileysu,eða með þvf.að hin stór-
veldin vildu ekki fallast á uppástungu Eng-
lendinga, að leigugjaldinu af skuldum Egipta
skyldi hleypt niður. Englendingar verða
nú fyrst um sinn einir um hituna á Egipta-
landi, en hinir horfa á seyðinn, eins og Loki.