Ísafold - 24.09.1884, Síða 4
152
Sagt er að stjórnin sje að taka rögg á sig,
og hún hafi ýms mikilræði fyrir stafni, og
það með að senda allmikið lið til Egipta-
lands, sem eigi að sækja suður eptir til Sú-
dans Gordon til fulltingis. Ef það er áreið-
anlegt, sem seinast hefir frjetzt, þá heldur
hann enn vörn uppi í Khartum.
því fer ekki með öllu fjarri, að dregið
hafi til missættis með Englendingum og
þjóðverjum út af því, að þjóðverjar hafa
helgað sjer nýlendustað á vesturströnd
Afríku, þar sem Angra Pequena heitir.
Englendingar gerðu sem bráðastan bug að
því að taka undir sig strandlendin á báðar
hliðar, fyrir norðan og sunnan, og vildu með
því marka hinum svæði. Margir ætla, að
þeir hljóti hjer að hliðra til, ef vel á að fara.
Fkakkland. það er að segja af ófriðn-
um við Kínverja, að eptir aðfarirnar á For-
mosa ljetu Frakkar flotann halda til þeirr-
ar hafnarborgar á meginlandinu, sem Fút-
sjú heitir. Hún iiggur við skipgenga á, er
Min nefnist, en höfnin fyrir utan er flota-
stöð Kínverja og við hana kastalar með
miklum vopnabúrum og öðrum hergögnum.
þegar ekki vildi saman ganga með erind-
rekum hvorratveggja, í Sanghai, hófu Frakk-
ar skothríð að virkjunum og þeim herskip-
um Kínverja sem á höfninni lágu, og eptir
4 stundir var hvortveggja lagt í eyði. þessi
tíðindi gerðust 23. ágúst, en síðustu frjettir
segja, að Frakkar hafi að eins látið 6 meDn
í sókninni, en haldið flota sínum ósköddum.
Slíkt mun Frökkum auðvelt að vinna á öðr-
stöðum með ströndum fram, en hitt er ó-
efað, að þeir þurfa miklu til að kosta með
liðsendingar á austurslóðir, éf Kínverjar
þreyta vömina á landi og senda mikið lið
suður á Tonkin, sem flestir ætla.
Frakkar hafa nú endurskoðað ríkislögin,
sem til stóð; en breytingin varð þó minni,
en til var stofnað í fyrstu, og öldungadeild-
in heldur heimildum sínum óskerðum gagn-
vart hinni deildinni, hvað fjárveitingar og
skatta snertir. þeirri grein var hleypt inn
í lögin, að engum skal leyft að hreifa við
breytingum stjómarskipunar Frakklands
(afnárni þjóðveldisins), og þeim skal öllum
stíað frá forsetadæmi þjóðveldisins, sem eru
af ættum hinna fyrri drottna á Frakklandi.
Kólera er nú í rjenun á Suður-Frakk-
landi, þó hún hafi færzt út til fleiri borga
og hjeraða. Pestvarnir Itala hafa að engu
haldi komið, þó strengilega hafi verið á hald-
ið, og á Norður-ítalfu verður um þessar
mundir allmikið tjón af drepsóttinni á hverj-
um degi.
Amebíka. það hefir komizt upp, þótt
leynt ætti að fara, að þeir Greely norðurfari
og fjelagar hans sex, er lifi hjeldu, hafa
upp á síðkastið lagt sjer til fæðu fjelaga sína
þá, er dóu, og treint í sjer lífið með því móti
vikum saman. Einn þeirra, er með lífi
fundust í tjaldi Greely’s, var með óráði og
tautaði án afláts : »Jeg vil ekki láta skjóta
mig og jeta mig, eins og gert var við hann
Hinrik«. Hinum þótti þetta samt grun-
samt og var farið til og grafið upp dysið, er
líkin lágu undir, bak við tjaldið, þótt Greely
hefði orð um að hann kynni ekki við að láta
raska ró hinna framliðnu. þar fundust 12
lík eða rjettara sagt beinagrindur, því allt
hold var nagað að beinum, nema andlit og
hendur ósnert á sumum. Nú voru binir
yfirheyrðir, og komst þá hið sanna upp.
Höfðu þéir fjelagar eigi haft annað til að
nærast á vikum saman en selskinnssnepla,
örsmáar marflær og þang. Suma hafði
kalið á höndum og fótum, svo taka varð af
limina; þessa limi lögðu hinir sjer þegar til
matar og þótti hnossgæti. Hinrik þessi, er
maðurinn nefndi, hafði verið skotinn, að
boði foringjans, 6. júní, fyrir þá sök að hann
varð uppvís að því að hafa stolið af matar-
forða þeirra fjelaga, þegar hungrið þrengdi
að honum. Hann var síðan jetinn upp til
agna. Af þeim 17, er dánir voru, er hjálp-
in kom, höfðu 3—4 látizt af skyrbjúg, og
voru það hinir einu, sem ekki höfðu verið
jetnir.
HITT OG þETTA.
Til lwers peningarnir fara. Skozkt blað hefir
komið nýlega með yfirlit yfir, til hvers pen-
ingar fara á Englandi, Skotlandi og írlandi.
Hjer er ágrip af þeirri fróðlegu skýrslu:
1. það er eytt nærri því helmingi meira fyrir
áfenga drykki en fyrir brauð.
2. það er eytt nærri þvi fjórfalt meira í á-
fenga drykki en fyrir smjör og ost.
3. það er eitt 4*/2 sinni eins miklu í áfénga
drykki og í mjólk.
4. það er eytt 5 sinnum meira í áfenga
drykki en i sykur, og nærri þvi 7 sinnum meira
en í kaffi, te og súkkulaði.
5. það er eitt meiru í áfenga drvkki heldur
en fer í leigu eptir öll hús og allar jarðir í
konungsríkinu.
6. það er eytt hjer um bil hclmingi meiru í
áfenga drykki heldur en í allskonar vefnað,
hvort heldur er úr ull, hör eða bómull.
7. Fyrir utan þennan geysilega kostnað til
áfengra drykkja beinlinis hefir nautn þeirra í
för meö sjer stúrkostlegan kostnað til fátækra-
framfæris og lögreglu- eða vegna vitfirringar,
glæpa, flakks og iðjuleysis, slysa, veikinda, vinnu-
missis, skammlífis o. s. frv., og nemur það alls
að minnsta kosti 2 miljörðum króna á ári, svo
að áfengir drykkir kosta þjóðina að öllu sam-
töldu 41/* miljarð króna á ári, eða hjer um bil
heilum miljarð (1,000 milj.) fram yfir hin ann-
áluðu útlát Frakka til þjúðverja eptir ófriðinn
síðasta, sem að eins var eitt skipti fyrir öll.
„Svona fara peningarnir á Bretlandi hinu
mikla og írlandi, og þess vegna er það, að það
er svo lítið fjör í verzluninui“, segir þar enn
fermur, og loks eru tilgreind í tölum útgjöld-
in til hinna helztu nauðsynja (og ónauðsynja)
þjnðarinnar á ári:
Áfengir drykkir . . 2,470,000,000 kr.
Brauð ,.............. 1,271,000,000 —
Smjör og ostur . . 636,000,000 —
Mjölk................ 545,000,000 —
Sykur................ 454,000,000 —
Kaffi, te og súkkulaði 363,000,000 —
t
Alvarleg áskorun til Islendinga,
þar sem sú tíð fer i hönd, að sauð-
kindum er slátrað, þá vil jeg alvarlega
skora á alla að gæta þess vandlega,
að hnndar nái eigi í sulli eða sollin
innýiii. Hver, sem af hirðuleysi kast-
ar sullum fyrir hunda, gjörir sig ef til
vill sekan i dauða annars. Enginn ætti
að liða að hundar séu við, þegar slátr-
að er. 2%’84 J. Jónassen Dr.
Inir heiðruðu ritstjórar hinna blaðanna
éru beðnir að taka þessa áskorun í blöð sín. '
AUGLÝSINGAR
isamfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a.) hveri orá 15 stata frekast
m. ó5ra lelti eía setninj 1 kr. Ijrir þumlungf dálks-lengdar. Borjnn út í hönd.
þeir, sem þegar hafa eignazt Lækningabók
míha, eru beðnir að leiðrjetta þessar villur:
bls. 459 og 467: króntonolía les krótonolía; bls.
472 (í „húsapótékinu") Hydratocarb. magnes. les:
Bicarb. natric; bls. 473 Bals. terebinth. comm.
les: œtherol. therebinthin; bls. 456: 3 lóð af
muldum saltpjetri les J/2 lóð o. s. frv. y;
Rvík ÍJ/9 84. J. Jónassen.
Iðnnn, 2.—4. hepti (5.—14. örk), er nú
út komin. Efni: Sigrún á Sunnuhvoli (nið-
urlag). Unnið virkið, eptir Prosper Mérimée.
L’Arrabiata, eptir Paul Heyse. Monitor
Jóns Eiríkssonar. Eyjarskeggjar á Pittcaim.
Karfan. Kvceði.
líarnaskóla-vitnisburðarbækur,
nýjar, á 20 a. bundnar, fást á afgreiðslustofu
ísafoldar.
Til leigu fást tvö herbergi á Hlíðarhúsastíg,
með húsgögnum. Ritstjóri ávísar.
Heysala. Maður einn í Reykjavík, sem ritstj.
vísar á, vill fá keypta og borga vel í peningum
nokkra hesta (io—15) af góðri töðu eða töðugæfu
útheyi vel verkuðu.
Kartöflur og lauk
bjóðum vér að senda hvert sem óskað er, livort
heldr meira eðr minna afþessu, fyrir lægsta verð,
sem hægt er að fá það fyrir í hvert sinn, móti
borgun við móttöku (Efterkrav), og ábyrgjumst beztu
vörur. O. Hansen, L. Kongensgade 39, Kjoben-
havn. [o—6483]
Ritstjóri Björn Jónsson, caiul. phil.
Prentsmidja ísafoldar.