Ísafold - 01.10.1884, Síða 1

Ísafold - 01.10.1884, Síða 1
^eiuur át á mlBvikudagsmorjna. íerí árjanjsins (5Ö arka'i 4 kr.: erieniis 5 kr. Borgist [jrir auíjan júlimiraí. ISAFOLD. öppsójn (skrifl.) irandin við áramót. 6- jild nema komin sje lil úlg. fjrir 1. okt. Mgreiðslustota ' lsaloldarprentsE i. sal. XI 39. Reykjavik, miðvikudaginn 1. októbermán. 1884. 153. Innlendar í’rjettir m. m. (banatilræði við hreppstjóra, barnaskólinn á Reynivöllum, þurfamannaflutningur, enn um Reykja- nes-eyna, nýtt verzlunarfyrirtækí nyrðra, manntjón afslysförum, laxaklakið á Reyni- völlum,gjörræði póstskipsformanns, o. s.fr.) 155. Yetrarhugvekja. -j- J>órður próf. J>órðar- son (kvæoi). 15A_Auglýsingar^__^_^_^______ Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 útlán md„ rr.vd. og Id. kl. 2—3 Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd og ld. 4 5 Veðurathuganir í Reykjavík, eptir Dr. J. Jónassen Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. Sept. ánóttu|um hád. fm. em. fm. em. M. 24. + 3 + 8 29.5 29,2 A h b Sa h d F. 25- + 2 + 6 28,8 28,5 A h b N h b F. 2b. + 5 28,4 28,5 Sv hv d V h d L. ->7. 4 1 + 2 28,6 28,7 V h d Sv h d S. 28. 0 + ( 28,8 29 Nv h d N hv d M. 29. + 1 + 4 29.1 29,3 N hv b N h d í*. 30. -r* I + 6 29.3 29,4 N h b N h b Umliðna viku hefir vetrarbragur verið i veðri; h. 25. snjóaði talsvert í öll fjöll hjeðan að sjá og hefir þessu haldið áfram daglega; Skarös- heiði alhvít og Akrafjall sömuleiðis og ,snjór niður á bæi a Kjalarnesi, einkum h. 27. 1 dag Reykjavík 1. okt. 1884. Straiulferðaskipið Tliyra komst eigi af stað hjeðan fyrir illviðrum fyr en sunnu- daginn að var 28. f. m. Með því fóru með- al annara þeir Arthur Feddersen fiskifræð- ingur og þorvaldur kennari Thóroddsen til Khafnar; mag. Benidikt Gröndal norður að Möðruvöllum; prestar þrír nývígðir til brauða sinna o. s. frv. Banatilræði við hreppstjðra. f»or- steinn kaupmaður Guðmundsson á Akranesi hafði í sumar þvergirt götu þar í verzlunar- staðnum heimildarlaust og vildi eigi láta að boði yfirvalds að taka upp girðinguna; hafði að sögn jafnvel í hótunum að skjóta á þann sem gerði það eða reyndi það að sjer nauð- ugum. Loks var þó þvergirðing þessi tekin upp 20. f. m. af hreppstjóra eptir skipun yfirvalds. Var þá hleypt af 2 byssuskotum á eptir hreppstjóra og hans mönnum. Hrepp- stjórann sakaði eigi, nema fjekk litla skeinu neðan við eyrað. Annar maður fjekk 3 högl í lærið, en er þegar góður orðinn. Málið er undir rannsókn sýslumanns. Barnaskólinn á lteynivðlluin. Sum- arið 1881 var stofnaður og byggður hjer að Reynivöllum barnaskóli, eptir að hrepps- bændur höfðu samþykkt það með 35 atkv. gegn 3 á almennum sveitarfundi 26. júní 1880. Skólinn, sem er torfbær í tveim hús- um, hefir kostað um 1800 kr., ogerbygð- ur á kostuað hreppsbúa, þannig, að sveitin tók að láni 1000 kr. úr landssjóði, sem borg- ast eiga á 28 árum, en bændur lögðu hitt til að mestu leyti með vinnu á torfverki og flutningi á efni. Samkvæmt 8. gr. skólareglugjörðarinnar eiga þau börn, sem sökum fjarlægðar ekki geta gengið í skólann, að búa í honum, og hafa þar fæði og þjónustu ásamt kennaran- um, og hefir þetta verið svo þá 3 vetur, sem skólinn hefir haldinn verið. Hefir stúlka verið ráðin til að þjóna og matbúa; á hún og kennarinn að hafa sama fæði og börnin og matast með þeim. Er ráðskon- unni ætlað jafnmikið í fæði og barni hverju, en kennaranum hálfu meira. Foreldrarnir og aðrir, er sem að börnunum standa leggja til matvæli, hver eptir ástæðum, en sveitin sumt, en yfir allt ér reikningur haldinn, og kostnaði að lokum jafnað niður eptir til- tölu. Bömunum er að eins reiknað það, sem til fæðis gengur og eldiviðurinn, en eigi kostnaðurinn við matartilbúninginn nje þjónustu, því ráðskonan er á skólans kostn- að. Handa ráðskonunni og barni hverju kostaði fæðið 34 aura um daginn veturinn 1881—82; 34£ e. veturinn 1882—83; 42 a. í vetur er var; en fæði kennarans var reikn- að tvöfalt. Fyrir hvert barn, nema á sveit sje, er kennslueyrir 15 kr. fyrir skólatímann, frá 1. okt. til 1. marz, en öll hin fátækari börn hafa fengið kennslueyri og sum jafnvelnokk- um fæðisstyrk af Thorhilliisjóði, og er það fátæklingum hin bezta hjálp. Eptir 2. gr. í reglugjörð skólans, má ekki taka neitt barn í hann fyr en það hefir lært barnalærdóminn og er orðið nokkurn veginu læst, því að það er ekki tilgangur skólans að kenna börnunnm það sem allir foreldrar geta sjálfir kennt. þau börn, ér tomæm eru hafa að eins lært skript, reikning og biflíu- sögur auk upplesturs í kveri og æfingar í lestri. þau sem greindari þykja, einkum éf þau eru fleiri en 1 vetur í skólanum, læra auk hins fyrtalda, dönsku, landafræði, mannkynssögu og rjettritun, og 5 börnin hafa lært 50 tíma í Hundrað tíruum 1 ensku eptir J. Eibe. Tvo seinni veturna var börnunum kendur söngur 2 tíma í viku. Fyrsta árið voru í skólanum 14 börn, 2. árið 10 og 3. árið 11. Sú hefir raun á orðið, að þau börn, sem búið hafa í skólanum, hafa haft miklu bétri framfarir en hin sem gengið hafa af næstu bæjum. Kennslustundir hafa daglega verið 5 klukkutímar. Prófdómari var 1. árið síra þorvaldur Böðvarsson í Saur- bæ, en síðan síra Jens Pálsson á þingvöll- um. það sem kennslueyrir fyrir börnin og styrkur úr landssjóði eigi hrökkur, borgast úr sveitarsjóði; var sá kostnaður 1. árið 264 kr., 2. árið 224 kr., en reikningur skól- ans er eigi enn gjörður fyrir síðast liðið ár. þetta er að vísu mikið fje af fátækri sveit; en þeir sem stofnað hafa skólann vona að það borgist óbeinlínis með tímanum marg- faldlega. Reynivöllum og Hálsi 23. ágúst 1884. — þorkell Bjarnason, þórður Guð- mundsson. þurfamannaflutningur. Hreppstjór- inn í Bæjarhreppi í Strandasýslu hefir beð- ið Isafold fyrir svo látandi athugasemd : •Hingað kom 28. júní næstliðinn stúlku- barn á 8. ári, að nafni Sigþrúður þórðar- dóttir, og fylgdi þvf vegabrjef frá sýslu- manninum í Gullbringu- og Kjósarsýslu, og var þar skipað svo fyrir að barnið skyldi flytja úr Garðahreppi í Gullbr.sýslu, eins og lög gera ráð fyrir, hrepp úr hrepp norður í Glæsibæjarhrepp i Eyjafjarðar- sýslu. þegar hingað kom var það búið að vera 18 daga á leiðinni og flækjast um 14 hreppa ; hingað kom barnið vestan úr Dala- sýslu. Hjer var það látið hvfla sig í 3 daga, þvegin föt þess og hreinsaður af því óþrifn- aður, sem á það var kominn. þessi munaðarleysingi var orðin utan við sig eða hálf-ærð eptir þenna mikla hrakn- ing ; það nærðist lítið eða ekkert fyrsta sól- arhringinn, sem það var hjer, og óttaðist alla karlmenn er það leit; en með köflum bráði af því, og var það auðsjáanlega af því, að barnið gleymdi þá hörmum sínum. Allir, sem jeg átti tal við, álitu þessa meðferð á barninu illa og skaðlega. Var því brugðið út af því sem lögin fyrir skipa og fengin kona til að flytja það beinlínis norður í Glæsisbæjarhrepp. En þá vildi svo vel til, að herra Sumarliði póstur og kona hans tóku góðfúslega að sjer flutn- ing á því alla leið norður. Hvað flutning- urinn kostar, veit jeg ekki fyr en Sumar- liði gerir reikning fyrir honum ; en jeg er fullviss um að kostnaðurinn verður marg- falt minni hjeðan til Glæsibæjarhrepps en frá Garðahreppi hingað, og mun þó vera lík vegalengd. Sú tilhögun væri bezt og nauðsynleg, að geta haft not af póstgufuskipunum til slíkra flutninga ; þvi nú t. d. í júní- og júlímánuð- um áttu þau að fara úr Reykjavík norður

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.