Ísafold - 15.10.1884, Page 2

Ísafold - 15.10.1884, Page 2
162 betra mundi vera fyrir sig að stjórna bar- daganum af landi. f>egar kvöld var komið, var eigi annað eptir af skipaflota Kínverja en logandi trjáflekar, sem var að reka á fljótinu. A sunnudaginn voru herforðabúr Kínverja þar við fljótið, margra miljóna virði, lögð í eyði, og næstu dagana voru kastalaborgirnar skotnar niður. Síðan hefir ekkert gerzt til tíðinda þar eystra, en sagt er að Kínverjar láti eigi jafn ófriðlega og áður, og að sendiherra þeirra í Berlín hafi beðið Bismarck að miðla málum. England. Englendingar hafa eigi átt miklu láni að fagna á Egiptalandi; eru sum- ir komnir á þá trú, að þeir muni eigi miklu betra að hafa Egiptaland, en forðum var að eiga hringinn Andvaranaut, sem þau um- mæli voru um, að hann skyldi verða hverj- um höfuðsbani er ætti. Nú er þó heldur farið að rætast úr. I byrjun mánaðarins sendi Gladstone Wolseley hershöfðingja, hinn sigursæla, til Egiptalands; ætlar hann að halda frá Kairo í dag (27. sept.) á skip- um upp eptir Níl, til þess að frelsa Gordon, þar sém hanu situr í Khartum, um kringd- ur af óvinum. íhaldsmenn á Englandi gátu fátt verra fundið Gladstone til saka, en síðan Wolseley fór, hefir verið eins og stungið upp í þá steini. f>ar að auki eru nú nýlega komnar frjettir frá Gordon um, að hann hafi uunið mikinn sigur á Sudans- mönnum 30. ágúst, og hafi þeir þá orðið að hætta umsátinni um Kartum. Baráttan um kosningarlögin heldur stöð- ugt áfram. I byrjun þessa mánaðar lagði Gladstone sjálfur af stað og hjelt til Skot- lands ; hann er nú 75 ára gamall, en samt ern og frískur enn þá. Hvað sem á dynur verður honum aldrei missvefna, kalla menn svefn hans gullsvefn, þvi að hann getur tek- ið sjer svefndúr hvenær og hvar sem hann vill. Á öllum járnbrautarstöðvum á leið- inni var múgur og margmenni saman komið til þess að sjá garnla Villa sinn ; allir vildu taka í hendina á honum, eða þá að minnsta kosti sjá hann svo nálægt sem auðið væri; á einum stað urðu þrengshn við vagnin svo mikil, að gluggarnir í vagninum stóðust eigi og brotnuðu. J>á er hann kom til Edinborg- ar varð viðtakan eigi síður ; hann ók upp eptir hinu breiða og fagra Princes stræti; manngrúinn var fjarskalegur á strætinu og fólk í öllum gluggum og á húsaþökunum og alstaðar hvar sem tyllt varð fæti. Á eptir hjelt hann ræðu fyrir 5000 manna í kaup- mannasamkundunni. «Vertu eigi allt af að jagast, hefir Gladstone sagt, en ef þú tekur til máls, þá láttu vita af þjer». Mótstöðu- menn hans fengu hjer orð í eyra, og sjald- an kvað silfurrödd Gladstones hafa hljómað betur en í þetta sinn. Segja menn að hann muni viss um að hafa kosningarlög sín fram, og stendur hann nú fastari á fótum en uokkru sinni áður. Belgía. |>ar eru miklar óeirðir um þess- ar mundir. Við kosningarnar í sumar varð klerkaflokkrinn ofan á, og hafði meiri hluta í báðum deildum. Konungur skipti þegar um ráðaneyti. það var hið fyrsta verk hins nýja ráðaneytis að reyna að fá prestum og munkum aptur í hendur kennslu barna og ungmenna. Sunnudaginn 7. sept. höfðu klerkar boðið sínum mönnum til fundar í höfuðborginni Bryssel. Framfaraflokkur- inn var ákaflga æstur og rjeð borgarlýður á klerkaflokkinn og tvístruðu honum. Hundrað manns urðu sárir og surnir hættu- lega ; lögregluliðið handsamaði 185. þegar klerkaflokkrinn fór heim til sín urðu enn óeirðir á járnbrautarstöðunum út um landið. Hinn 17. þ. m. sendu 820 bæja- og sveita- stjórnir til konungs og báðu hann um að samþykkja eigi hin nýju kennslulög; en konungur kvaðst mundi styðja þingræði og vera bundinn til þess með eiði. Oeirð- irnar hafa haldið áfram en ýmsir forvígis- menn framfaranna hafa skorað á fólk að hlýða lögunum. Hinn 15. og 16. þ. m. áttu þeir keisar- arnir þrír, Rússa, Prússa og Austurríkis- manna, mót með sjer í litlum bæ í Póllandi, Skiernievice, til þess að taka ráð sín saman gegn sósíalistum og nihilistum. Á heimleið- inni kom Bússakeisari við í Warschau, tók lýðrinn á móti keisaranum með fagnaðar- ópi; var þar mesti fjöldi af hermönnum til þess að gæta þess, að gleðin snerist eigi í hryggð. Danmökk. I upphafi þessa mánaðar var hjer í bænum prestastefna mikil víðsveg- ar af mörgum löndum; máttu þann fund sækja kennimenn allra kristinna safnaða, að kaþólskum einum fráskildum. Ekki var þessari samkomu tekið nærri því eins vel og læknafundinum ; 85 prestar, helzt af Grundtvigsflokki, rituðu prestasamkomunni brjef og kváðust eigi vilja vera með, af því þeim fyndist þar vanta næga einingu í bandi friöarins. Enn situr við sama keip stjórnmála- stappið hjer. Estrúp hefir aukið enn nýj- um manni í ráðaneyti sitt. Sá heitir Bahn- son og fer með hermál, er Ravn hefir haft að undanförnu jafnframt flotamálunum. Ekki þarf þess að geta að Bahnson þessi er rammur hægrimaður, og Estrúp samhentur. Dáuir eru hjer nýlega þessir merkis- menn: 19. þ. m. Melchior stórkaupmaður, einn meðal helztu kaupmanna hjer í bænum. Tveim dögum síðar Fenger geheimeráð; hann var meðal hinna frægustu danskra lækna, og hafði haft mörg embætti á hendi, verið háskólakennari í læknisfræði, spítala- læknir, síðan fjármálaráðgjafi ; borgineistari o. fl. Hinn 25. þ. m. Bruun etazráð, er hafði verið þingmaður lengi og írmaður landsþingsins fyrir 1870. Kóleran — er um garð gengin á Frakk- landi að miklu leyti, en geysar nú á Ítalíu. I Neapel sýktust þetta fram undir 1000 manns á sólarhringnum um eitt skipti fram- an af þessum, og dóu 3—400. Nú er hún þó í rjenun þar. I Bóm hefir hún og gert vart við sig. Páfinn hefir gefið 2 milj,- franka til að koma upp kóleruspítala nærri höll sinni. Reykjavík 15. okt. Hraðfrjett frá Kaupmannahöfn til Eng- lands, er náði í Craigforth þar, 2 dögum á eptir Lauru, segir Christiansborgar-höll í Khöfn hafa brunnið gjörsamlega föstudag 3. okt., nema hvað nokkru af hinu mikla myndasafni, er þar var geymt, á að hafa orðið bjargað. Höll þessi var kennd við Kristján konung VI., er ljet smíða hana árin 1733—40, upp úr »Kaupmannahafnar-höll«,er þar stóð áð- ur og lengi hafði verið konungsbústaður, frá því á dögum Kristófers af Bajern. Höll þessi brann 26. febr. 1794; hafði verið einhver hin fegursta og veglegasta konungs- höll í Norðurálfu. Hin nýja höll, sem nú brann, var fullger 1828, með almennum samskotum að nokkru leyti. Hún var ó- fegurri en hin eldri, en ákafléga mikið hús og rammgjört, f fjórum álmutn. Framhlið- in var 180 álnir á lengd og 46 á hæð. Höllin var nú ekki konungssetur, heldur að eins notuð af konungi til að halda þar stór- veizlur. En ríkisþingið hafði þar aðsetur, báðar deildir, svo og hæstirjettur. Stjórnin og þingið. Eptir J. * - » tí <-*♦ H.1 En nú kunna menn að segja : Viti menn! Stjórnin, sem er svo menntuð, og getur haft öll nauðsynleg föng í hendi sjer, hefir samið lagafrumvörp, sem hvorki hafa þótt hyggi- legri nje haganlegri fyrir þjóð vora heldur en frumvörp þau og uppástungur, sem komið hafa frá einstökum mönnum ; vjer verðum því að ætla að stjórnina hafi vantað ann- aðhvortvit eða góðan vilja eða máske hvort- tveggja. — Jeg get nú ekki neitað því, að nokkuð muni satt í þessu. En jeg segi: hafi stjórnina vantað vit, þá hefir það mest komið af því, að hún sat í öðru landi og var því ekki nógu kunnug sjerstökum stað- háttum og þjóðháttum Islands, og þó hún hafi fengið til undirbúnings skýrslur og á- lit hjerlendra manna, þá hefir hún stund- um virzt fara meira eptir almennum dönsk- um grundvallarreglum heldur en eptir á- liti og tillögum lslendinga; svo er ekki ör- 1) 8já 37. tulubl.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.