Ísafold - 22.10.1884, Blaðsíða 3
167
hraun fallið þaðan bæði austur og vestur
úr 7 löngum gígaröðum.
Brún jökulsins er hjér öll með urðarnybb-
um og svörtum strýtum með snjó innan í,
sumstaðar standa smá móbergsfell við jök-
ulröndina.
f>egar við komum austur undir Kistufell
var orðið bálhvasst, með sandroki, svo smá-
mölin og sandurinn buldi á oss. Voru bylj-
irnir niður úr jökulskörðunum við fellið
fjarska harðir. f>að er auðsjeð, að hjer
gengur opt mikið á: harðar blágrýtisklappir
eru núnar með djúpum hvylftum og géil-
um eptir sandrokið og grjótflugið, sem hjer
kemur í sunnanveðrum. Hvergi er þar sting-
andi strá alla leið frá Gæsavötnum að Jök-
ulsá, ekki svo mikið sem eitt puntstrá eða
víðirlauf; allt eintóm öræfi, hrikaleg og
gróðurlaus. f>ó fundum við kindarbein við
Kistufell; hefir kindin villzt þangað og orð-
ið úti.
Milli Kistufells og Kverkfjalla er breið
lægð í Vatnajökul, og hefir þar fallið niður
á sljettuna einn samfelldur skriðjökull,
eflaust einhver hinn mesti á landinu. Varla
er hægt að hugsa sjer ófegri sjón en að líta
yfir þenna jökul. Bnginn skyldi f fyrstu
ætla að þetta væri jökull, því að svo mikið
hefir hann borið fram af möl, sandi, urð
og grjóti, að hann er allur hið neðra svartur
og tilsýndar eins og hroðalegt brunahraun.
Brattast hefir verið rjett austan við Kistu-
fell. Jökulrandirnar eru þverbrattar, kol-
svartar, sundurtséttar með ótal giljum, gljúfr-
um, hyldýpissprungum og gjám; á jöklinum
er hver strýtan við aðra, og jökulgljúfur á
milli; eru þær hundrað fet á hæð, og enn
meir, og allar svartar af þykku malarlagi,
og um þær stráð heljarbjörgum. Allt er
hjer umturnað eins og bæjarrústir eptir land-
skjálfta, kolsvart og mósvart, eins og kaffi-
korgur. Austar er jökullinn flatari; þar eru
strýturnar eigi eins glæfralegar, en þó er
allt sundur sprungið, svartir ískambar og
smástrýtur hver upp af annari, allt hulið
urðarrústum, leir og heljarbjörgum, í hverri
dæld gulmórauðir forarpollar, leirinn f dæld-
unum sökkvandi grautur og rennur í straum-
um niður á við, sumstaðar vatnssytrur, bláar
jökulsprungur og smáfossar, sem hverfa í
undirdjúpin í kolsvörtu myrkri. Pyrir aust-
an Kistufell rákum við oss á stóran urðar-
háis, bunguvaxinn, ogfórum eptir honum.
Fyrir austan hann fellur jökullinn niður á
sljetta aura og sanda, og er því nær alveg
flatur; ótal kvíslir falla frá honum og hyerfa
flestar á söndunum. Sumstaðar hafði jök-
ullinn dregizt aptur og þar voru melöldur og
hólar fyrir framan hann með stórgrýtisbjörg-
um ofan á; voru melhólar þessir svo líkir
þeim, sem víða eru í sveitum síðan á ísöld-
inni, að eigi væri hægt að þekkja þá f sund-
ur. Miðja vegu milli Urðarháls og Jökuls-
ár er allmikið hraun á miðjum söndunum;
nær það fast upp að jökli og langt norður;
er það ákaflega illt yfirferðar, og kölluðum
við það Holuhraunr. Haun þettahefir kom-
ið úr gígahrúgurjettvið jökulröndina, heppn-
aðist oss að komast milli hrauns og jökuls,
j þó þar væri mjög illt vegna jökulkvísla og
sandbleytu. þegar við vorum komnir að
norðurtanga jökulsins var orðið dimmt, og
settumst við því þar að, því að eigi þótti
oss tiltækilegt að fara austur yfir Jökulsá
í myrkri. Yið tjölduðum upp á sjálfri jök-
ulröndinni, til þess hafa skjól milli íshnjúk-
anna. f>að væri synd að segja, að tjald-
staðurinn hafi verið fallegur, en við lftið
má bjargazt í vandræðum. Nepjukuldi var
um kvöldið og harðir byljir niður skörðin á
milli klakanybbanna. Kalt var og hvasst
um nóttiua, og smámölin lamdist á tjaldinu.
Hestunum gáfum við hey og deig og bund-
urn þá svo. í kaffið, sem við hituðum okkur
höfðum við ekkert annað en kolmórautt
jökulvatn.
Um morguninn var kuldanepja, og hest-
arnir hríðskulfu og voru glorhungraðir, og
fengu það sem eptir var af heyinu. Síðan
fórum við á stað, og riðum sanda og leirur
austur að Jökulsá. Falla hjer 3 kvíslar
undan jöklum í ána. Við Jökulsá sáum við
nokkrar eyrarrósir og Ólafssúrur, og voru
það fyrstu grös, sem við sáum frá því við
Gæsavötn. Jökulsá var lítil, riðum við hana
í mörgum kvíslum og var engin dýpri en í
kvið; en mjög er hún þung á og straumhörð.
f>etta ér eina vaðið á Jökulsá milli fjalls og
fjöru; rennur hún ofar og neðar í einum
strokk. Árið 1880 var vatn um alla sand-
ana eins og haf. Jökulkvíslarnar hjer norð-
an við Vatnajökul breytast árlega. Fyrir
austan Jökulsá taka við hraun úr Kverk-
fjallarana. Kverkfjallarani er einhver hinn
undarlegasti fjallgarður hjer á landi; það
eru ótal tindaraðir jafnhliða, og standast
skörðin hvergi á. Tindarnir eru 12—1800
fet á hæð, og svo margir sem Vatnsdals-
hólar. Hnjúkar þessir eru allir úr móbergi
og umturnaðir af jarðeldum ; hnúkarnir eru
flestir eins og reglulegar keilur, sumstaðar
sagyddar raðir hver við aðra, eins og skafl í
hákarli ; sumstaðar hamrabrúnir, kúlur,
drangar og strókar; milli þeirra ótal lautir,
hvylftir, bollar og daladrög, smáar sandflatir
og gil. Bldgígir eru þar svo hundruðum
skiptir, rauðar gjallhrúgur og úfin hraun í
hverri dæld. f>að er því mjög örðugt að
komast yfir þenna rana, og leiðin verður
fjarska krókótt og sýnist aldrei ætla að taka
enda. Melhnausar eru hjer og hvar austan
í rananum, eu enginn gróður að vestan.
Nokkrú eptir miðjan dag komum við að
Lindakeilir, enda var þá mál komið að fá
haga handa hestunum.
Hjer í Hvannalindum höfum vjer dvalizt
3J dag. Hjer er haglendi mjög víðáttumikið,
þó eigi sje það vel sprottið nú; er gróðurinn
fram með smálindum og vatnskerum og sum-
staðar töluverður hestahagi; upp með Linda-
á er og hagaræma langt suður eptir. Hvann-
stóð eru hjer fjarska mikil, eins og lágur
skógur fram með lækjarbökkunum, og
hvannarætur væri hægt að fá á marga hesta.
Fyrsta daginn skoðaði eg Hvannalindir og
næstu fjöll. Sljettan nær hjer upp í jökul,
smáhallandi og er eiginlega áframhald af
sljettunum við Herðubreið og af Mývatns-
öræfum. f>ar er þó miklu minni útsjón en í
Herðubreiðarlindum, því að fjallahryggir og
melöldur skyggja á. Milli Hvannalinda og
Kreppu er allhár hryggur (Kreppuhryggur),
og takmarkar hann lindarnar að austan, og
fellur Lindaá norður með honum. Kreppa
er hjer í óteljandi smákvíslum og leirur á
milli, þar er eina vaðið á henni, en mjög er
þar hætt við sandbleytu. Hraun úr Kverk-
fjallarana takmarkar lindarnar að vestan,
og annar hraunstraumur langur og mjór
hefir runnið syðst úr rananum beint norður
með Lindaá. Við norðurenda þessa hrauns
eru hagarnir einna mestir og þar höfðum
við tjaldað í hraunviki.
Litlu austar, í norðurröndinni á þessu
hrauntagli, rjett austur viðKreppuhrygg, eru
rústirnar af kofum útilegumannanna, sem
fundust 1880, og er þeim alveg rjett lýst
í Norðlingi. Kofarnir eru svo byggðir, að
varla er hægt að greina þá frá hrauninu í
kring fyrri en komið er rjett að þeim; lík-
lega hafa fleiri menn en einn starfað að
byggingunni. Harðindalegt hefir samt verið
að búa í þessum kofum, þó gott hafi verið
til aflafanga, því nóg sjest hjer af kinda-
og hrossabeinum í hraunholum inn af veggj-
unum; silungur er hjer í lindunum, og
hvannarætur eru alstaðar nógar.^ Æði
mun ljelegra er hreysi Fjalla-Eyvindar í
Herðubreiðarlindum, sem enn sjást f linda-
botnunum; hann hafði t. d. hrosshrygg fyr-
ir mænirás, og var tág dregin gegn um lið-
ina. Eigi getur verið ýkjalangt síðan menn
höfðust við í kofunum í Hvannalindum, lík-
lega á fyrri öld. Hvannalindir voru ókunn-
byggðarmönnum þangað til Pjetur bóndi
Pjetursson á Hákonarstöðum fann þær, líkl.
um 1830, og 1838 kom Björn Gunnlaugsson
þangað, eptir leiðarvísi Pjeturs.
Kverkfjöll eru eins og geysimikill höfði
norðan í Vatnajökli, meira en 5000 fet á
hæð, og norður og niður af þeim er Kverk-
fjallarani, sem áður var getið; í þeim vest-
antil, uppi í jökulröndinni, eru gígir, sem