Ísafold - 22.10.1884, Blaðsíða 1

Ísafold - 22.10.1884, Blaðsíða 1
[ernur úl á m.iðvikudagsiiiorgna. íeí irgangsms (50 arka) 4 kr.: erlendis 5 kr. Borgist tjnr miðjan jál;mánu. ISAFOLD. Uppsögn (skrifl.) bundin riJ áramót, 5- gild Bema komin sje lil útg. tjrir l si:!. Atgreiðslusiota i Isafoldarprentsm. L sal. XI 42. Reykjavik, miðvikudaginn 22. októbermán. 1884. 165. Innlendar frjettir. Stjórnin og þingið. 166. Brjef úr Ódáðahrauni IV. 168. Um vegagjörð. Auglýs. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I 2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 útián md., mvd. og ld. kl. 2—3 Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd og ld. 4—5 Veðurathuganir í Reykjavík, eptir Dr. J. Jónassen Okt. Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. ánóttuum hád. fm. em. fm. em. M. 15. + 3 + 5 29,9 29,8 V h b 0 d F. 16. + 3 + 5 29.5 29,6 Sv hv d Sv hv d F. 17. + 2 + 4 29,7 29.7 A h d A h d L. 18. 4- 2 + 4 29,4 29.7 Sv hv d Sv hv d S. 19. + 3 + 5 29,8 29,8 Sv h d Sv h d M. 20. + 3 + 9 29,5 29,1 S h d S h d 1>. 21. + 2 + 4 29,1 294 Sv hv d Sv hv d Umliðna viku hefir veður verið optast af suðri (úts.) opt með talsverðum brimhroða og hryðjum, og stundum hefir rignt mjög mikið með köflum; optast hefir verið hvasst; þótt lygnt hafi stundum að kveldi, hefir sama hvassviðrið byrjað aptur að morgni og þá optast af útsuðri með brimi. I dag 21. útsynningshroði, hvass í hryðjunum. Reykjavik, 22. okt. Póstskipið Laura—komst eigi aí' stað hjeð- an fyr en í fyrra dag, til Khafnar. J>að fór með aliermi og marga farþega. Brauðaveiting. (irundarþing veitt í gær síra Jónasi Jónassyni á Stóruvöllum. Leiðrjetting.—Síra Snorri Norðfjörð átti að rjettu lagi ekki að teljast með umsækjendum um Borg um daginn, með því að bönarbrjef hans kom of seint. J>ar á móti sótti síra Jón Bjarnason í Skarðsþingum, um fram þá sem nefndir voru í síðasta blaði. Prestvígður—sunnudag 18. þ. m. cand. theol. Arni Jónsson, til Borgarprestakalls. Amtsráðskosning nyrðra. ístað síraArnljóts Olafssonar, er nú skyldi ganga úrá þessu ári, var kosinn dbrmaður Benidikt Blöndal i Hvammi, með 35 atkv. Vara-amtsráðsmaður varð cand. phil. Páll Vigfússon á Hallorms- stað, með 25 atkv. Síra Arnljótur hlaut 8 atkv. Sá sem eptir sat í amtsráðinu er alþingismað- ur Einar ÁsmundsBon í Nesi. Laugarneseignin. Bæjarstjórn Reykjavikur hefir ályktað á fundi 16. þ. m. að kaupa Laugar- neseignina handa bænum fyrir 10,200 kr. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurbæjar 1885 er nú fram lögð til sýnis á bæjarþingstof- unni. Áætlunin nemur alls rúmum 24000 kr. f>essar eru tekjugreinaruar hinar helztu ; tekj- er af eignum kaupstaðarins 2100 kr.; sjerstak- ar tekjur fátækrasjóðs tæpar 1000 kr.; vænt- anlegir skólapeningar 1300; lóðargjald 3750; niðurjöfnun eptir efnum og ástæðum 15,900 (í fyrra 16,500; í hitt eð fyrra 15,700). Htgjöldin eru þessi hin helztu: fátækrasjóð- urinn 8370; barnaskólinn 4020, þar af yfirkenn- arinn alls 1300, annar kennari 500, aukakennsla 1300; vextir og afborganir af lánum 3350. Enn fremur til vegabóta, aðgjörða á strætuni o. fl. 1200; til þrifnaðar, snjómokstra, klakahöggs og renna 700; til að lýsa götur bæjarins 700; til vatnsbólanna 500; slökkvitól bæjarins og slökkvilið 300. Bæjargjaldkeri 300; lögreglu- þjónarnir 540 sá eldri, og 500 hinn; nætur- vörður 520; aukanæturvarzla 260; yfirsetu- konur rúm 400. Stjórnin og þingið. Eptir J. m. (SíðaBti kafii). f að er eins og þinginu, sem samþykkti launalögin, hafi gleymzt að geta þess að lög- um sem samþykkt eru af alþingi og konungi, verður eigi breytt aptur nema með samþykki konungs.eðameð öðrum orðum,ekki nemameðgóðum viljaráðgjafans; en þó mönn- um hafi máske ekki verið þetta fullljóst áð- ur, þá eru menn víst orðnir sannfærðir um það nú, ér þéir hafa sjeð neitun konungs um að samþykkja lagafrumvarp það frá síð- asta þingi, sem fór fram á að lækka laun og eptirlaun nokkurra embættismanna. Og á- tyllan fyrir neitun þessari var ekki einung- is sú, að ekki væri lífvænt við þau laun og eptirlaun, sem þingið fór fram á, — og virð- ist þó sú röksemd hefði átt að duga, ef hún hefði verið sönn og sönnuð með greinileg- um ástæðum, — heldur hugkvæmdist ráð- gjafanum önnur einkennileg ástæða, og hún var sú, að landssjóðurinn væri ekki svo fátækur eðaillaávegi staddur.aðþörfværi áað fallast á þessa launalækkun. — f>ví verður ekki neitað, að slík ástæða sem þessi síðari virð- ist koma miður vel við, þegar hún kemur frá þeirri stjórn eða þeim stjórnstefnumönn- um, sem hafa sagt eða segja, þegar þjóð og þing stinga upp á að leggja fram fje af landssjóði til einhverrar þjóðlegrar mennt- unarstofnunar, svo sem innlends lagaskóla, eða til einhvers fyrirtækis, er greitt geti fyr- ir innlendum viðskiptum og eflt innlenda atvinnu, svo sem til landsbanka: «Lands- sjóður er svo fátækur og illa á vegi stadd- ur, að það má ekki þröngva að hag hans með slíkum fjárframlögum». Jeg er ekki þeirrar skoðunar, að það sje hyggilegt eða hagfræðislegt, að svelta skyldurækna og dug- andi embættismenn, því að launa slíkum mönnum sómasamlega álít jeg jafn hyggi- legt, eins og að lauua góðum ráðsmönnum vel; en það álit jeg óhyggilega ósamkvæmni, að sumir vinni baki brotnu í alþjóðlegar þarfir fyrir alls ekki neitt, sumir fyrir langt of lítið, en að fáeinir menn hafi hærri laun én hæfilegt er. Fjárveitingarvald þingsins er, eins og lög- gjafarvaldið yfir höfuð, næsta takmarkað, því að vald þetta er hjá þinginu og stjórn- inni í sameiningu. f>að væri ekki óeðlilegt, þó að stjórnin sem hefir að annast alla framkvæmdina yfir höfuð, og á að hafa fyr- irleikinn að stinga upp á sjerhverju þvf, sem þjóðinni horfir til framfara og sannarlegra þjóðþrifa, jeg segi það sje eðlilegt, þó að stjórnin vildi á stundum fá meira fjárfram- lag til framkvæmda sinna, heldur en þinginu þykir góðu hófi gegna, af því að þinginu sýnist, að slíkur tilkostnaður baki þjóð- inni meiri útgjöld, heldur en hún hafi gjald- þol til að bera; það er því áríðandi fyrir stjórnina að haga þannig uppástuugum sín- um og framkvæmdum, að þjóðinni aukist gjaldþohð sem mest smátt og smátt. f>á mundi líka þingið smátt og smátt verða fúsara til þeirra fjárframlaga, sem stjórnin stingur upp á. Jeg held líka það verði varla annað sagt, en að fá þing hafi verið örari til fjárútláta en alþingi síðan það fjekk hlutdeild í fjárforráðum, og að óvíða muni nokkur stjórn hafa verið óheimtufrekari en vor, að fráteknum, eptir sumra skoðun, launum fáeinna embættismanna. En það er ekki svo að skilja, að jeg telji þessa óheimtufrekju stjórninni til gildis; mjer þykir hún miku fremur bera vott um, að stjórnin hafi ekki verið því lík sem hún átti að vera og ekki gert það sem hún átti að gera þjóðinni til framfara og farsældar, Mér sýnist það koma nokkuð öfugt við það sem vænta mætti og vera ætti, ef þjóð og þing segir: Vjer viljum láta gera þetta eða hitt þjóðinni til framfara og hagsbóta; en ef stjórnin skyldi þá segja: Nei! þjer eruð svo fátækir, að þjer megið ekki við þeim kostnaði, sem það hefir í för með sjer; það

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.