Ísafold - 22.10.1884, Blaðsíða 4

Ísafold - 22.10.1884, Blaðsíða 4
168 getið er um í fyrsta brjefinu; úr þeiin sjást gufumekkir við og við; að öllum líkindum eru það þessir gígir, sem gusu 1717 ; nú koma þaðan að eins vatns- og brennisteins- gufur. Gos þau, sem nýlega urðu í Vatna- jökli, hafa hvergi verið norðan f jöklinum, heldur sunnarlega í honum, líkiega nálægt Grímsvötnum, sem opt eru nefnd, en eng- inn veit með vissu hvar eru. I fyrra dag ætlaði jeg að reyna að ganga upp á Kverk- fjöll, þó varla væri það tiltækilegt sökum illviðra, sem allt af voru á jöklinum við og við. Við risum úr rekkju (ef svo skal kalla) kl. um morguninn og fórum síðan á stað, því æðilangt er hjeðan úr Hvannalindum upp ájökul. Veður var allgott, en þung regn- ský hjer og hvar á lopti. Riðum við 3 tíma suður með Kverkfjallarana austanverðum og svo upp f ranann í beina stefnu á klauf- ina í Kverkfjöllum; var loptið allt af að verða dimmra og dimmra og svartir ský- flókar hjengu á fjallatoppunum. þegar við vorum komnir töluvert inn á milli tinda- raðanna, fór að snjóa og varð skæðadrífan þjettari og þjettari; bundum við þá hestana í laut og gengum upp á einn hnjúkinn til þess að bíða þar þangað til upp rofaði og litast um; en bylurinn varð svartari og svartari og hitinn varð eigi meiri en + C. Uppi á hnúknum biðum við rúma klukku- stund, en snerum svo við aptur, þvf þegar var komin ófærð af snjó milli syðstu hnjúk- anna og ekkert hægt að rannsaka í slíku veðri; litlu síðar birti aptur upp dálitla stund, svo við vorum komnir á fremsta hlunn með að reyna enn að komast upp á jökul- inn, en þá skall aptur á með það illviðri, að við urðum fegnir að flýta oss heim að tjaldi. Loptvogin hafði fallið mikið (12221) og um nóttina var sannkallað manndrápsveður. Við höfðum borið stórgrýti á tjaldskörina, annars hefði allt fokið; alla nóttina var grenjandi stórhríð, 4—5°frost, og bálviðrið svo mikið, með ringjum og rykkjum, eins og tjaldið ætlaði að tætast sundur í pjötlur. Verst var illviðri þetta fyrir hestana, því hjer í Hvannalindum er mjög htið um skjól. Kl. 2 um nóttina leit jeg út úr tjaldinu; byl- urinn var þá í mesta ofsa, allt mjallahvítt af fönn og klakagaddur yfir öllu, ekkert upp úr nema hvannstóð á stöku stað; tveir hest- arnir höfðu leitað sjer skjóls undir tjaldinu, stóðu þar í keng og voru frísandi og skjálf- andi að krafsa snjóinn ofan af; hinir höfðu leitað undir melbarð litlu fjær. Um morg- uninn var farið að lægja, en klaki var yfir öllu og snjór hjer nærri £ fet á þykkt, öll fjöllin mjallahvít og skafrenningur og jelja- gangur á milli. þegar leið á daginn hitnaði svo, að mestallur snjór bráðnaði af sljett- unni, en öll fjöll voru hvít og stórkostlegt illviðri á jöklinum og niður í miðjan Kverk- fjallarana. Um vegagjörð. í>ar eð jeg hefi optsinnis orðið þess var, að vegagjörð er ekki svo vel af hendi leyst hjer í bænum, sem óskandi væri, þá vil jeg hjermeð benda á, að aðalskilyrði fyrir því, að vegir þeir sem gjörðir eru að nýju, verði endingargóð- ir, er, að undirstaða og ofaníburður sje vel vandað; að vegurinn sem lagður er sje vel fylltur með grjóti hæfilega stóru; að því sje vel raðað, að enginn steinn liggi á huldu, að grjótið sje allt jafn- hátt, svo ekki beri hærra á einum stein- inum en öðrum; og að þessi flórlegging sje vel barin niður með svo þungum á- slætti, að hæfilegt sje fyrir 2 menn að lypta honum, og þjappa að flórnum. petta grjótlag ætti ekki að vera hærra en svo, að það væri 6 þml. lægra um miðjuna en brúnir vegarins, þannig, að það sje bogadregið niður á við frá báð- um hliðum, og að hver hola sem er á milli flórsteinanna, sje fyllt með smærra grjóti, og það barið niður á sama hátt og hið áður nefnda. í>egar flórlegging- unni erlokið, ætti að bera góðan ofani- burð ofan á grjótið, en hafa hann ekki meiri en svo, að hann sje jafnhár hleðsl- unni á brúnum vegarins, (t. d. eins og nú hefir verið gjört við Svínahraunsveg- inn), láta svo þennan ofaníburð troðast i ár, og svo endurbæta veginn með nýj- um og góðum ofaníburði á næsta ári. þessi ofaníburður þyrfti að vera vel jafn, ekki með stórum malarsteinum innanum sandmoldina, eins og opt hef- ir verið brúkað. Reyndar eru menn nú farnir að vanda meir ofaníburð en áður, með því að tína stærsta grjótið úr með höndunum um leið og mokað er upp i vagninn. En þetta er seinlegt verk, og verður því kostnaðarsamt, ef það er vandlega gjört. Hefir mjer því komið til hugar, að nauðsynlegt væri að hafa rimlagrind úr járni með hæfilegu millibili á milli teinanna. Grindin ætti að vera 2V2 alin á lengd og 1 */* alin á breidd, með trjeumgjörð og sívöíum járnteinum eptir endilöngu. Ætti grindin að standa hall- fleytt upp á endann og styðjast við 2 bakstuðla ; flytjast svo þangað sem of- aníburðurinn er tekinn úr jörðunni, og jafnóðum og hann er losaður upp, þá að moka honum á grindina; fellur þá hið smærra öðrumegin, en það stóra, sem ekki kemst í gegnum, hinumegin, og álít jeg þenna aðskilnað á ofaníburðin- um fljótlegri, og þess vegna ódýrari, en þann sem nú er við hafður. Svona tilbúnir vegir ætla jeg að muni geta enzt lengi með góðri hirðingu, einkum sem þjóðvegir. Ení Reykjavík. urbæ geta vegir, sem fylltir eru með moldarkenndu efni, naumast orðið end- ingargóðir, sem eðlilegt er, vegna hinn- ar miklu umferðar af hestum og vögn- um. Væri því æskilegt að stræti bæj- arins væru brúlögð með grjóti. En brúlegging hefir mikinn kostnað í för með sjer, og margir munu álíta það ofætlun fyrir bæinn, einkum eins og nú er ástatt, að byrja á því fyrirtæki. En hefðu bæjarbúar byrjað á að brú- leggja bæinn fyrir 20—30 árum síðan, og lagt kafla á ári hverju, en sparað að bera ljelegan ofaníburð í göturnar með ærnum kostnaði, þá væru þær vissulega betri yfirferðar en þær eru nú. En til þess að geta byrjað sem fyrst á þessu þarfa verki, þá hefir mjer kom- ið til hugar, að rjettast væri, svo fram- arlega sem hin heiðraða bæjarstjórn sæi fært að útvega nokkra peninga, að nú ( haust og vetur yrði byrjað á að und- irbúa grjót til brúleggingar, svo stræti bæjarins gæti tekið verulegum umbót- um, og líka til þess, að veita fátæk- um verkamönnum í bænum atvinnu, því útlit er fyrir að margir muni þurfa að fá styrk til lífsviðurhalds í vetur af fátækrasjóði bæjarins. Ef nú sumum þeim mönnum, sem þarfnast kynnu slíks styrks, væri í þess stað veitt atvinna við grjótverkið undir umsjón dugandi manns, sem vit hefði á að segja fyrir þess konar verkum, og halda reikning því viðvíkjandi, þá finnst mjer vera tvennt unnið: fyrst það, að útvega mönn- um vinnu fyrir þá peninga, sem þeir annars kynnu að fá til láns úr bæjar- eða fátækrasjóði, og sem þeir, ef til vill ekki gætu endurborgað fyr en seint og siðarmeir, vaxtalaust, og hitt, að fá unn- ið eitt hið þarfasta verk, sem bæjarfje- lagið i þessu tilliti nokkurn tíma getur gert. Af því jeg hefi nokkuð kynnt mjer brúleggingar erlendis, einnig tekið ept- ir hvað mikið hver faðmur af brúlegg- ingagrjóti mundi kosta hjer til búinn, þá er jeg fús til að veita þær upplýs- ingar þessu viðvíkjandi, sem mjer er framast unnt, ef á þyrfti að halda, og byrja ætti á verkinu. Rvík I6/10 1884. Helgi Helgason. AUGLYSINGAR samieldu máli m. smálelri kosla 2 a. (þakkaráv. 3a.) hvert orJ 15 stala frekast m. ö5ra letri e5a selninj 1 kr. ijrir þumlung dálks-lengdar. Borgun ntí tónd' Eldhús-stúlka, viljug og dugleg, getur fengið vist í góðu húsi hjer í bænum. Nánari vísbend- ingar á afgr.stofu Isafoldar. 1k\ þ. m. mistust heiman frá mér 4 lömb, leðr- -hf spjöld ómerkt hnýtt í hvert, mark: tvístýft, biti fr. hægra; sýlt, standfj. aft. vinstra —og I ær; mark : miðhlutað li„ hálftaf aft. v. Beðið að halda til skila gegn borgun. pórÖr Jónsson, Gróttu, Seltjarnarnesi.___________________ Kitstjóri Björn Jónsson, cand. phil. Prentsmiðja Isafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.