Ísafold - 10.12.1884, Side 1

Ísafold - 10.12.1884, Side 1
[emur út á niiSTihdajsmorjna. Verí árganjsins (5Q arka) 4 kr.: erlendis 5 kr. Borgist Ijrir aiicjan júlímánnd. ISAFOLD. öppsöjn (skrifl.) bundin viS áramót. 6- gild nema komin sje til úlg. íjrir 1. akt Mjreiöslustoia i Isaloldarprsntsm. 1. sal. XI 48. Reykjavik, miðvikudaginn 10. desembermán. 1884. 189. Innlendar frjettir m. m. (landsreikningurinn 1883; helgidagaveitingar; ný bók eptir meist- ara Jón Vídalín ; o. fl.). 190. Útlendar frjettir (niðurlag). 191. Gufubátsmál Isfirðinga. 192. Hitt og þetta. Auglýsingar._______’ Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2—3 Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd. og ld. 4—5 Veðvtrathuganir i Reykjavík, eptir Dr. J. Jónassen Nóv. Des. Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. ánóttu um hád. fm. em. fm. em. M. 26. 0 + 2 30 2Q,8 Sa hv d A h d F. 27. 0 + I 29,6 3° s h b N h b F. 28. 4- 3 4- 4 30.3 30,3 N h b Na hv d L. 29. 4- 8 4- 2 29,8 29.5 Na h d 0 d S. 3°- 4- 2 4- 1 29, S 29,2 Sv h b A h d M. 4- 1 + 4 28,5 28,7 Sa hv d Sv h b f>. 2. O 0 28,7 28,7 Sv h b Sv h b M. 3- 4- 2 4- 2 28,7 28,8 Sv h d A h d F. 4- — 2 0 28,9 29,2 Na h d 0 b F. 5- 4- 6 4- 1 :8,7 28,6 A h b N hv d L. 6. 4- 2 + 2 28,5 28,6 N h b 0 b S. 7- 4- 3 + 1 28,7 28,8 N h b N h d M. 8. + I + 3 28,9 29,1 N h b 0 b L. 9- 4- I 0 29.3 29.4 A h b A h b Fyrri vikuna var veður fremur óstöðugt; fyrst landsynningar með regni, svo norðangola, svo útsynningar. Nokkur snjór fjell hjer 29., en tók upp aptur daginn eptir. Síðari vikuna hefir hann verið optast við norður, hjer hægur, en hvass að sjá til djúp- anna; optast bjart veður. Loptþyngdarmælir hefir staðið lágt alla vikuna, og hækkar mjög tregt. Hjer er snjólaust, en glerungur á jörðu; mikill snjór að sjá til fjalla síðan um mánaða- mót. Misprentaö í ísafoldi9. nóv. miðdálki á fremstu bls.-2i. 1. a. o.: 6250 f. 5250. Og 26. nóv. í 1. d. á 2. bls. 29. 1. a. o.: mildu f. miklu. Reykjavík 10. des. 1884. LandsfeikningUrinn 1883. Fyrirgóð- fýai landshöfðingja á ísafold kost á að birta hjer nú þegar helztu atriðin úr þessum reikn- ingi, þótt hann sje óendurskoðaður. Sjá til samanburðar reikninginn 1882, sem á- grip er af í þ. á. ísafold nr. 24 (^). Afgangurinn eptir reiknings-árið hefir orðið stórmikill, eins og árið á undan, eða 108,227 kr. 36 a.; var fyrra árið 118,593 kr. 36 a. það verður samtals eptir allt fjárlaga- tímabilið 1882-1883 ; 226,820 kr. 72 a., í stað þess að fjárlögin gerðu ekki ráð fyrir nema 49 rúmum þús. kr. alls. í>að er brennivíns- og tóbakstollurinn, sem á mestan þátt í þessum gróða. Hann komst 48J þús. kr. fram úr áætlun ; varð 188,517 kr. 64 a., áætl. 140,000. Árið fyrir varð hann 166,804 kr. 40 a. þar næst hefir fiskitollurinn, þ. e. út- flutningsgjald af fiski og lýsi m. m., numið 51,645 kr. 23 a., í stað 25,000. Auk þess heimtust á árinu rúm 5000 kr. af spítala- gjaldseptirstöðvum frá f. á. Hinir tekjuliðirnir hafa einnig farið fram úr áætlun meira eða minna, nema ábúðar og lausafjárskatturinn orðið tæpum 2 þús. kr. minni eða 43,282 kr. í stað 45,000; og er furða, að skarðið skuli ekki hafa orðið stærra eptir felhrinn 1882. Alls varð tekju-upphæðin á árinu 530,435 kr. 75 a.; árið áður 540,458 kr. 30 a. Sam- tals bæði árin 1,070,894 kr. 05 a.; en áætl- að 852,986 kr. það er að segja: þetta voru þær tekjur, sem landssjóð bar á reikningsárinu (lögtekj- ur). Eins og vant er, var talsvert ógoldið í árslok, en hins végar galzt líka á reikn- ingsárinu töluvert af eptirstöðvum frá f. á., þannig að alls greiddist á árinu 1883 í land- sjóð 518,908 kr., en ógreiddar eptirstöðvar í árslok 1883 alls 103,814 kr.—þar á meðal af aðflutningsgjaldi af áfengum drykkjum og af tóbaki rúm 33 þús. kr. (árið fyrir 32 þús.), af ábúðar- og lausafjárskatti 24 þús. (20 þús.); af afgjaldi af umboðs.og klaustra- jörðum nær 15 þús. (13 þús.); af útflutnings- gjaldi af fiski og lýsi 11 þús. Upp í lán var borgað á árinu 20,763 kr. Gjöldin hafa allvíða orðið nokkuð lægri en áætlað var: alþingiskostnaður nær 3 þús. kr. lægri, laun umboðslegra embættismanna sömul. 3 þús. lægri (hálf amtmannslaun), eptirlaun 2 þús. lægri. Aptur hefir verið varið til fjallvega um 5J þús. kr. meira en áætlað var (aptur töluvert minna árið fyrir), og til póstflutninga 2 þús. kr. meira. Til frekari glöggvunar er eptirfarandi sam- anburður á fjárlaga-áætluninni og lands- reikningnum 1883, að því er snertir þá hð- ina, þar sem mestu munar — allt í heilum krónum : Fjárl. Reikn. Brennivíns- og tóbakstollur . 140,000 188,517 Fiskitollur................ 25,000 51,645 Ábúðar- og lausafjárskattur 45,000 43,282 Aukatekjur................. 14,000 25,344 Tekjuskattur............... 14,000 17,503 Tekjur af póstferðum . . . 10,000 14,157 Vitagjald.................. 3,500 6,448 Gjöld af fasteignarsölutp . . 600 3,455 Erfðafjárskattur........... 2,000 3,313 Óvissar tekjur............. 1,000 3,009 Alþingiskostnaður .... 33,600 30,930 Laun umboðsl. embættism. 20,000 17,000 Laun við latínuskólann . . 18,200 17,200 Til fjallvegabóta 14,000 19,545 Til sýsluvegahóta .... 6,000 4,646 Til póstflutninga 11,000 13,200 Til kvennaskóla . \ . 3,000 2,400 Til alþýðuskóla ..... 4,000 1,200 Tekju-aðalupphæðin og greiðsla þeirra bæði árin sjest á þessu yfirliti : 1882 1883 kr. kr. Lögtekjur 540,458 530,435 Greiddar tekjur (nokkuð frá f.á. 500,106 518,908 Ogreiddar eptirstöðvar i árslok 92,286 103,814 Aðalyfirlit yfir bæði árin 1882 3g 1883 samtals: Fjárl. Keikn. kr. kr. Tekjur ........ 852,986 1,019,014 Gjöld 803,819 792,193 Afgangur................ 49,167 226.821 Alþillgiskosiiillg. Landshöfðingi hefir fyrir skipað alþingismannskosning í Aust- ur-Skaptafellssýslu 1. júní 1885, í stað Stefáns heit. Eiríkssonar. Lyf|jabúð á tsaflrði. Lyfsalinn í Stykkishólmi, E. Möller, hefir fengið kon- ungsleyfi 17. okt. þ. á. til að hafa aukalyfjabúð á Isafirði. Helgidagavcitingar. Landshöfðingi hefir 12. nóv. svarað svo þar að lútandi fyr- irspurn frá amtmanninum fyrir norðan, að gestgjöfum og öðrum veitingamönnum sje óleyfilegt að veita mönnum áfenga drykki eða leyfa spil í húsum sínum alla sunnu- og helgidaga, á hvaða tíma dags sem er. Hjer að lútandi lagastaðir, er landshöfð- ingi vitnar í, er opið brjef 26. sept. 1860 og tilskipun 28. marz 1855 um sunnu- og helgidagahald á Islandi. í 4. gr. þeirrar tilskipunar segir svo : •Gestgjafar eða aðrir veitingamenn mega ekki, fyrri en eptir miðaptan, á sunnudög- um eða öðrum helgum, veita mönnum á- fenga drykki eða leyfa spil í húsum sínum, en veita mega þeir mat eða þess konar hressingu þó fyrr sje«. Áðurnefnt opið brjef breytir nú þessum fyrirmælum að því leyti, að það lætur veit- ingabannið ná til kvölds. þar segir svo : »f>au störf, skemmtanir og önnur fyrirtæki, sem eptir tilskipun 28. marz 1855 eru eigi léyfileg á sunnu- og helgidögum fyrri en eptir miðaptan, mega hjer eptir ekki heldur fram fara hinn tímann, sem eptir er til kvölds á þessum dögum«. — f>að var vissulega þarft verk af lands- höfðingja að mr*na á þessi lagafyrirmæli og skera úr um rjettan skilning á þeim, úr því að lögreglustjóra hjer á landi hefir greint á

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.