Ísafold - 30.01.1885, Blaðsíða 2

Ísafold - 30.01.1885, Blaðsíða 2
18 til þjóðlegrar viðreisnar og endurvöknunar í Danmörk og Norvegi, og hver múrbrjótur rit hans urðu á hjátrú og hleypidómum aldarinnar, hræsni hennar og hringlanda, og hvernig þau komu losi á svo marga and- lega hlekki. I konungsleikhúsinu var leik- inn um kveldið *Den Stundeslöset, og var Phister gamli þar meðal leikenda og þótti það ekki rýra góða skemmtan. Af minning- arritum var það stærst og fengmest, fróðleg- ast og snjallast, sem Georg Brandes hafði samið. Af þinglegum afrekum er ekki annað að segja en að fjárhagslögunum var helt ásáld- ið (ef svo mætti að orði kveða) eptir skamma umræðu, svo skamma, að fyr hafa eigi fund- izt dæmi til. Holsteinn greifi frá Hleiðru las það yfir höfðum ráðherranna og þeirra flokksinanna, sem yfir þá er vant að dynja, þegar hann segir þeim til syndanna og sval- ar skapi sínu. þegar hann hafði lokið máli sínu var og umræðan búin, og frumvarpið selt nefnd í hendur. Menn búast við, að mun færra sældist nú í gegnum greipar nefndarinnar, enn að undanförnu. Nálega öll önnur frumvörp stjórnarinnar hafa orðið apturreka þegar í byrjun fyrstu umræðu. Hvorutveggja gera nú ráð fyrir stórtíðind- um með vorinu ; og segjast líka vera við þeim búnir. Vjer ætlum hitt heldur, að hvorutveggja þoli enn þaufið um hríð, og stórræðum af hálfu vinstrimanna viljum vjer trúa, þegar þau koma fram, ef þeim verða boðin fjárhagslögin frá 1877 (bráðabirgðar- fjárlög). Að minnsta kosti ættu þeir að gera samheldi sitt traustara, en það þá reyndist, og hjer ber þó enn á nokkurri veilan. Syíaríki. Stokkhólmsbúar hafa nú kos- ið að nýju þingmenn sína, og að einum frá- teknum voru allir (19) endurkosnir, eða þeir sömu menn, sem frelsisnefndin hafði sett á sinn lista. fýzkalaild. Alríkisþingið hefir sýnt sig þverara en vandi er til móti sumum uppá- stungum Bismarcks, en það er miðflokkur- inn, eða kaþólski flokkurinn (með forustu Windhorsts), sem hefir riðið baggamuninn í atkvæðagreiðslunni. I andvíginu hefir Bismarck opt gyrt sig »megingjörðum mælsku sinnar« (eins og Krieger sagði um Lehmann sál. um árið), og þarf þess ekki að geta, að flestir urðu rýrir fyrir honum í orðaskiptunum. Bamt er ekki enu rætt til lykta, og ætla menn að hinir guggni við 3. umræðu,: en sumt er svo vaxið, að leið- rjetta má fyrir tilhlutun sambandsráðsins. Eitt deilumálið (sem enn bíður úrslita) var um laun handa nýjum aðstoðarmanni í stjórn utanríkismálauna. þvertæki þings- ins bakaði því óvinsæld og ámæli í flestum • blöðum ; en kansellerinn fjekk þakkarávörp hundruðum samau frá öllu þýzkalandi. Bíkjafundurinn um Kongólöndin byrjaði í Berlín 15. nóv. Menn halda að það dragi til samþykkta, sem enn veldur ágreiningi. Vjer skulum segja frá þeim, þegar allt er komið í kring, en getum þess nú, að jpjóð- verjar og Frakkar hafa fylgzt að á fundin- um. jpjóðverjar halda áfram að helga sjer landeignir á vesturströnd Afríku, og mikið mun tilhæft, er sagt er, að þeir hafi keypt land á austurströndinni, eða landið um- hverfis vík, er Lúsíuvík er kölluð, í landi Zúlúmanna. »Búar« (af hollenzku kyni) telja til landráðarjettar á landi Zúlu-manna, og kjósa þar heldur nástöð þjóðverja en Eng- lendinga, enda er svo mælt, að hjer hafi eitthvað verið undir búið, er sendimenn »Búa« heimsóttu Vilhjálm keisara áður en þeir hjeldu heim úr sendiförinni til Lun- dúna, og að Bismarck hafi heitið þeim vernd þýzkalands móti ofríki Englendinga. Nýlega hefir og borizt, að þjóðverjar hafi kastað eign sinni á ýms eylönd (ónumin) í Eyja-álfunni, og muni þar trauðir til að sleppa neinu, hvað sem Englendingar segja, eða nýlendur þeirra í Astralíu. Ellglaild. Gladstone hefir hlotið sigur í kosningamálinu, og er það nú um garð gengið. þó varð hann að slaka nokkuð til um framleggingu kjörþingafrumvarpsins, sem Tórýmenn kröfðust. En hann þarf nú að að sigra í fleiri málum, eða þeim er snerta aðgjörðirnar utanríkis, ef vel á að fara. það er sjerílagi egipzka málið, sem ætlar að verða stjórninni að fótakefli, og helzt af öllu fjár- hagur eða skuldamál Egipta, þar sem ná- lega öll stórveldin eru Englandi móthverf og hafna kostaboðum þeirra Gladstones og Granvilles, eða kalla til meiri rjettar en Englendingar vilja kannast við. Stjórnin á líka eptiraðkoma Gordon úr herkví og hættu, en nú hefir Wolseley, foringi fyrir atfaraliði Englendinga,fengið þau skeyti frá honum, að allt gangi bærilega í Khartum, og svo var forvarðarliðið komið á öræfaleiðina suður, eða 20 mílur suður frá Dongola, er síðast frjettist. En hvað hefir stjórnin í ráði, þeg- ar »spáraaðurinn« er kúgaður og höfðingjar Súdansmanna ? Eða hvernig ætlar hún sjer að snúast við tilkalli og tilhlutun stórveld- anna ? þessar spurningar og fleiri koma nú fram í blöðunum — um Tórýmannablöðin ekki að tala—á degi hverjum. Times talar mjög um hik og hvikræði stjórnarinnar, og ræður Gladstone að skila af sjer vanda sem fyrst, ef hann viti sjer engin einarðleg ráð undir rifjum, eða ef hann þorir ekki að beita harðtæki sæmd Englands til varuar, við hverja sem um er að eiga, hvort heldur í því máli eða öðrum. Síðasta illræðistilraun Fenía á árinu sem leið, var sú, að leggja spréngitundur undir Lundúnabryggju, 13. des. þetta tókst ekki sem til var ætlazt, enda mun heljarvjelin ekki hafa verið mögnuð til hlítar á móti þeim stólpagrip. Umferðarfólkið rauk reyndar um koll, vagnar á sömu leið, hestar ærðust, allt nágrennið titraði og þar sprungu allir gluggar í sundur, auk fl.; en bryggjan laskaðist lítið eitt, eða til engra muna. — Fyrsta tilræði Fenía á þessu ári var (1. eða 2. jan.) að eyðileggja eina undirbrautina í Lundúnum, álíka og reynt var til í október. Nokkur spell urðu af sprengikúlunni á vögn- unum og brautargöngunum, og nokkrir meiddust, er í vögnunum voru, en líftjón fjekk enginn. Frakklaild. »Vertú að, bölvaður, jeg er að líka!« sagði maðurinn í andófinu við vindinn. Svo kveða Sínlendingar nú við Frakka, og vilja ekki gefast upp, þó þeir beri ósigur af hverjum fundi. þeir vita, hve örðugt og kostnaðarsamt Frökkum verður að senda lið svo langar leiðir og ætla sjer að gera þá þreytta og leiða af leiknum. Ný- lega rjeðust þeir á sveitir Frakka á norðurjaðri Tonkins með 12 þús. manna, en urðu að hrökkva aptur eptir mikið manntjón. Um þessar rnundir senda Frakkar 5—6 þúsundir hermanna aust- ur, og mun þó meira þurfa, ef til þess kemur, sem sumir spá, að þeir verði að sækja höfuðborg Sínlendinga (Peking). Til þessa hefir Ferry tekizt að ná samþykki þingsins til framlaganna, en Frökkum þyk- ir þó nóg um, hvað í súginn gengur þar eystra, og hætt við apturkipp á þinginu, ef úrslitanna þarf lengi að bíða. Auðvitað er, að einveldisflokkarnir leggjast á eitt með óvinum stjórnarinnar yzt vinstri handar á þinginu, en þjóðveldismenn sjá, hver ógæfa það yrði landinu, að reka Ferry og hans sessunauta frá stjórninni, enda þykir öllum mikið koma til frammistöðu hans og skör- ungsskapar í stjórn utanríkismálanna. Nú er talað um, að kvatt verði til nýs stórvelda- fundar um egipzka málið (skuldamálið), og að hann að undirlagi Bismarcks skuli hald- inn í París. Maður er í liði vinstri manna á þinginu, Clovis Hugues að nafni. Konu hans hafði rægt einhver blaðasnápur, sem Morin hjet, vænt haua um ódyggð við mann sinn, en orðið fyrir bótum og varðhaldsdómi fyrir lygarnar. Hann vildi hefna sín og tók aptur að ljósta upp ■sögurn um frúna. Clo- vis stefndi honum að nýju og gengu hjónin saman upp í dóminn. Frúin hafði búið sig undir þann fund, og þegar út skyldi ganga, sá hún Morin í forsalnum. Hún dró þá upp marghleypu úr vasa sínum, og hleypti á

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.