Ísafold - 04.02.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 04.02.1885, Blaðsíða 3
23 ir heygjöfum og allri hirðingu og holdaíari á skepnum, og sjá um, að borið væri í fje til að verja það óþrifum og kláða m. fl. Samkvæmt tjeðum ákvörðunum fóru skoðanirnar fram og sendu skoðunarmenn fjelagsstjórninni nákvæma skýrslu um alla peningshirðingu og afkomu þess, ogúthlutaði fjelagsstjórnin verðlaununum samkvæmt skýrslunum til þeirra, sem hún á- leit hefðu skarað fram úr með hirðinguna: 2 verðlaunum fyrir fjárhirðingu og 2 verðlaunum fyrir hirðingu á nautgripum. Á fjelagsfundi að Stóradal i vetur voru hinir sömu skoðunar- menn endurkosnir til heya-og gripaskoðunar í vetur eptir sömu reglum sem í fyrra, og enn heitið 4 verðlaunum til þeirra, sem sýndu í vetur framúrskarandi peningshirðingu utan- húss sem innan. J>að var einnig samþykkt, að hver skoðunarmaður fengi i kaup 2 kr. um dag- inn meðan þeir væru við skoðunina, og áætl- að, að tíminn, sem gengi til þess, yrði 7—8 dagar í hverri ferð, og kostnaðurinn lykist af fjelagssjóöi, og eru fjelagsmenn sannfærðir um, að þe8si viðleitni beri góða ávexti með tíman- um, með betri pcningshirðingu og afnotum þess. J>að virðist auðsætt, að jarðabætur og kyn- bætur og vönduð peningshirðing ætti að vera samfara til að efla búnaðarlegar framfarir í landinu, því það stendur í svo nánu sambandi, að hvorugs má án vera, og sýnir reynslan bezt, hver munur er á þýfðu og illa ræktuðu túni eða sljettuðu og vel ræktuðu, með ávöxtínn sem það gefur; eins er að sínu leyti um lak- legt fjárkyn illa hirt móts við gott fjárkyn vandlega hirt og vel fram gengið: hið síðar- nefnda gefur tvöfaldan arð, og ættu því bún- aðarfjelögin o. fl. að uppörfa menn til að stunda tjeðar búnaðargreinir m.fl., er til fram- fara horfir í búnaði. Vjer viljum enn fremur geta þess, að eptir reikningum fjelagsins í fardögum 1884 átti það í sjóði 2173 kr. 71 a., sem safnazt hefir eins og áður er ávikið frá 1864, og hefir þó fjelagið varið miklu fje til ýmissa framfara á sama tíma, svo sem til verðlauna og verkfærakaupa, styrks til námspilta og búfræðingahalds. Að lyktum viljum vjer geta þess, að hið kon- unglega danska landbústjórnarfjelag gaf fje- lagi þessu 40 bindi af bókum fyrir 1856, við víkjandi jarðyrkju og búnaðarfræðí, sem aukið hefir þekkingu í ýmsum greinum, og landritari Jón sál. Jónsson gaf fjelaginu talsverða pen- ingaupphæð, því hann unni öllum sönnum fram- förum. Eins viðurkennum vjer, að búnaðarfje- lagið hefir á seinni árum notið talsverðs fjár- styrks af fje því, sem veitt er í fjárlögum til eflingar búnaðí. Hinn endurvakti áhugi og föst stefna fje- lagsmanna til þessara framfara hefir grundvall- azt á góðri einingu meðal þeirra, og að fjelag- ið hefir notið sömu forstöðu í undanfarin 30 ár, sem haldið hefir í horfinu, og á stundið orðið „að beita undir bliku“, eptir þvi sem byr hefir staðið. Fjelagsstjórnin. Hvitárbrú. |>að sjest meðal annars á vorum merku ornritum, að forfeður vorir hjer á landi; kunnu ýmislegt í verknaði, sem stórvirki mátti heita. J>eir byggðu t. d. haffærandi skip og stórhýsi heima hjá sjer, þó ekki væru þau af steini gjör. Að gjöra brýr á stór vatnsföll, hefir verið nokkuð algengt, og því segir Grágás Kb. bl. 130: »Smiðar þeir er hus gera or avströnom viðe. bruar vm ar þæreðavotn ernet næmir fiscar ganga i eða gera buðir a alþingi. þeir eigo cost at taca daga cavp vm engi verk«. Hjer er verið að tala um »heimilisföng«, og hafa þessir menn rjett fram yfir aðra, og mega vera lausir á sumrum og taka kaup, en Grágás tekur þó hart á lausainennsku, og það varðaði við lög, að hafa ekki vist. J>að sjest fyllilega á Sturlungu, að brú hefir verið á Hvítá í Borgarfirði, sem líklega var af mönnum gjör. Eins og kunnugt er, var sættafundurinn lagður við »Hvítárbrú« milli Kolbeins unga og Gissurar þorvalds- sonar og Órækju, út af vígi Snorra Sturlu- sonar; þar voru og biskupar báðir og ábóti og Sturlaþórðarson og fl. (Sturl.Oxford I. bl. 404—406); hjer er brúin svo oft nefnd, og brúarsporðarnir, að ekki er um að villast. |>egar jeg var á rannsóknarferð í sumar í Borgarfirði (þessi ferð viðkemur meira eða minna rannsókn 1 8 merkum sögum) gerði jeg mjer far um að ganga úr skugga um, hvar Hvítárbrú befði verið; en þetta liggur í augum uppi, þegar á staðinn er komið og borið saman við orð sögunnar. Jeg fór frá Beykjaholti 13. sept.ogfyrst út að Skáney. jpaðan yfir hálsinn, og út og niður að Hurðarbaki, sem stendur að sunn- anverðu við Hvítá. Skammt upp frá ánni, undan Hurðarbaki eða litlu neðar í stefnu heitir nú Kláffoss á Hvítá. Bjarni bóndi fylgdi mjer þangað. J>ar ganga klappir út í ána beggja megin, hvor á móti annari. Klöppin að sunnanverðu er lengri, og nær langt út í ána, en er lægri en sú að norðan- verðu. Áin fellur á þessum stað í þrengslum og eru þar klettar niðri í. Myndast þar af nokkur hallandi foss, fyrir neðan einkanlega slæráin sjermjögútaptur, og er þar ákaflega breiðjámilli klappanna hefir verið mælt með færiþegaráin var lögð ísi,og eruþaðl7 álnir. Hjer er því frá náttúrunnar hendi eitt hið hentugasta brúarstæði; er það því víst, að Hvítárbrú, sem Sturl. talar um, hefir verið hjer. Af orðum sögunnar er það líka nær á- kveðið, því Gissur sem kom að sunnan, var með flokk sinn að Hurðarbaki, sem er næsti bær að sunnanverðu við ána, sem fyr segir, en Órækja, sem að vestan kom, reið í Síðu- múla um kvöldið, sem er næsti bær fyrir ofan Síðumúlaveggi, en þeir eru nær því beint á móti Hurðarbaki fyrir norðan ána upp frá Kláffossi. I.Síðumúla bafa þeir Ó- rækja fremur verið, af því þar var meiri bærogbetrigistingarstaður, og þó allskammt. Kolbeinn reið í Keykjaholt og Sturla, sem var í gisling, og með þeim 2 menn; má vera að bann bafi átt þangað erindi. Daginn ept- ir riðu þeir allir aptur til brúar, biskupar gengu á milli og ábóti, vildi Órækja jafnvel að þeir Kolbeinn fyndust á brúnnl, en hún var mjó, Gissur ljest ekki vilja á hana ganga, loksins fengu þeir Órækju til að ganga suður yfir brúna, gekk hann með sveit manna, en Svartböfði fór ekki lengra en að brúarsporði; en þegar Órækja veik upp frá brúnni, hlupu þeir Gissur fyrir brúarsporð- inn með allan flokkinn, og var þá enginn kostur að fara yfir ána vestur eða suður, eins og sagan nefnir það; hjer er því allt skýrt ákveðið. þar sem Órækja ætlaðist til að þeir Kolbeinn og Gissur og hann mættust á brúnni, ásamt nokkrir menn með hverjum, sem hlutu að vera vottar við sættina, og þá fleiri er hjer áttu hlut að, þá befir þó brú þessi ekki verið svo all- mjó ; þeir hafa þó þurft töluvert rúm allir saman. Hjer var á síðari tímum hafður kláfur á ánni, og þar af er nafnið komið, sem síðan hefir haldizt ; en ekki hefir hann verið f þeirra manna tíð sem nú lifa. En til merkis eru sýndarbolur, semklappaðar hafa verið ofan í bergið og settir þar í járnbútar eða krókar til að festa í kaðlana. Eg sá 2 holur aö sunnanverðu, er mannaverk sýnd- ust á; að norðanverðu kom eg ekki, því ekki verður þar komizt yfir ána. Eg sá og í einum stað votta fyrir fornum götum, sem lágu þvert að ánni að sunnan frá. f>að er enn eitt, sem ræður úrslitum þessa máls: bvergi á þessu svæði er nokkurt brúarstæði á Hvítá nema á Kláffossi; til að sannfærast hér um, reið jeg niður með ánni að sunn- an allt niður að ármótum, þar sem Reykja- dalsá kemur í Hvítá. f>ar eru alstaðar melbakkar að ánni og flá melabörð, og áin breið, hvergi Jclappir eða þrengsli; sama er að segja upp frá Kláffossi og allt upp að Bjarnafossi, sem nú er kallaður í daglegu tali Barnafoss; þar er hvergi brúarstæði á ánni; það mun vera um £ þingmannaleið. Upp á Bjarnafossi er og gott brúarstæði; áin fellur þar í gljúfrum. f>ar var brú á 11. öld, (sjá Heiðarvígas. bl. 359); en munnmæli eru, að það hafi verið steinbogi, og er til um það saga. Má og vel vera, því Músa- Bölvérkur »veitti Hvítá í gegn um ásinm, að Landn. segir, bl. 67. Jeg skal enn geta þess, að Brúarreykir er næsti bær fyrir neð- an Síðumúlaveggi, og þó eigi allskammt niður með Hvítá. f>að er líklegt, að þeir sjeu kenndir við Hvítárbrú. Nú hafa Borgfirðingar tekið sig saman og ætla að brúa Hvítá, að því er jeg heyrði.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.