Ísafold - 20.03.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 20.03.1885, Blaðsíða 3
61 núsvo, semhr. J.Ó.segir, þá sannarþað lítið; það eru þá nú liðin 29 ár síðan; hversu margar af þeim 29 vertíðum hafa ékki verið skemmdar og eyðilagðar með netabrúkun- inni? Og hvað hefir ekki kostað netaút- gerð manna í þau 29 ár hjer við Flóann ? Svo spyr nú hr. J. Ó., hvort fiskurinn muni ekki leita til grunns til að gjóta. Jú, hr. J. Ó., það er alveg rjett tilgáta hjá yð- 1 ur, og ef þjer haflð ekki vitað það fyrri, þá hefðuð þjer getað lært það af grein minni í ísafold; einnig tók jeg þar fram, að niður- '1 burður væri nauðsynlegur á grunnmiðum, til þess að fiskurinn því fremur næmi þar staðar. f>etta hafið þjer líka eptir. En þá furðið þjer yður á, að samþykktin hafivilj- að leyfa að leggja netá grunnmið, oghrekja fiskinn með þeim af grunninu, og sýnið þjer fram á þá óskemmtan, sem af því leiddi, ef menn með netunum fældu fiskinn af grunn- inu út á djúpið, úr höndum landsmanna og í greipar hinna útlendu fiskimanna. par § ' eruð þjer á því, að netin fæli fiskinn á grunn- 1 miðum. Ejett á eptir segið þjer, að síðan farið hafi verið að brúka net i Garðsjó, hafi fiskur opt gengið til grunns (gjörði hann það aldrei fyrri ?), en ekki staðið þar við, af því að hann hafi vantað æti. En svo segið þjer, að fiskur hafi staðið við á Vogahrauni þrátt fyrir fleiri hundruð net, sem þar hafi verið lögð, af því að menn hafi við haft þar nið- urburð; en þá segið þjerað hafi sótt þangað menn af Strönd, Vogum, Njarðvíkum og Keflavík (ekki af Inn-nesjum), og »brást þá varla nokkru sinni fiskur þar«, segið þjer. þjer sannið með þessum orðum yðar, hve nauðsynlegt það var fyrir sunnanmenn að fá samþykkt þeirra staðfesta. Á þessum tíma, sem þjer hjer talið um, voru brúkuð marg- falt færri þorskanet en nú, og netalagnir á djúpmiðum áttu sjer þá naumast stað. Eíns og þjer sjálfir segið, fengu sunnanmenn þá leyfi til að búa að sínum veiðistöðvum að mestu leyti einir. Meðan það var, játið þjer sjálfir, að varla hafi brugðizt fiskur þar. jþjer játið þarna, að meðan netabrúkunin þar syðra var margfalt minni en nú, og áð- ur enlnn-nseingar fóruaðfleygja netastöppu sinni út á móti fiskinum á hinum dýpstu miðum, svo að hann fengi ekki næði til að ganga inn á grunn, þá hafi naumast brugð- izt fiskur í þeim veiðistöðvum, sem sunnan- menn nú hafa verið að biðja yfirvöldin að vernda fyrir sig fyrir ágengni og ásælni að- komandi manna. ]?að stemmir, Jón Ólafs- son! Svo eruð þjer lengi vel samdóma mjer um niðurburðinn á grunnmiðum, og um það að binda niðurburðinn ekki við vissan dag; allt það var jeg búinn að taka fram í minni grein. En nú skal jeg segja yður, þó jeg sje ekki sjómaður: það er hættulegast fyrir fiski- gönguna, að fara út á móti henni með »grjótka8ti og kúlukasti«, og öllum illum látum vestur í Garðsjó, vestur á Setur og takmarkalaust, eins og nú er farið að tíðk- ast. það er það hættulega og skaðlega, að mæta fiskinum með netastöppu meðan hann er í göngu. f>jer segið að reynslan sýni, að netin hamli ekki fiskigöngunni á djúpmið- um; en jeg segi jú, þau gjöra það, og jeg hef skýrt frá ástæðunni, sem er ljós, óhrakin og óhrekjandi, jafnvel fyrir hr. J. Ó. Bæði forn og ný lög sýna og sanna, að allir skyn- samir menn hafa kannast við þetta. Miklu síður er að óttast, að fiskur fælist á grunni af netum, ef niðurburður er viðhafður sam- hliða, því bæði er það, að ef að fiskurinn hefir náð að brjótast inn fyrir netastöppuna og inn á grunnið, þá er það eðli hans að nema þar staðar til að hrygna, og svo mundi niðurburðurinn gjöra sitt gagn, ekki einung- is til að gjöra fiskinn rólegan, heldur einnig til þess að hæna ungviðið aptur upp til sama staðar næsta ár. En, ef fiskur er nú kom- inn upp á grunn og tekur þar æti, til hvers er þá að brúka þar net ? Er það til ann- ars en að reyna sitt ýtrasta til að gjöra sjer aflann sem dýrastan og stopulastan ? En fyrst að höf. nefndi Vogahraun, veit hann þá ekki sem sjömaður, að afli þar hefir ávallt gengið úr sjer og verið áþreif- anlega æ minni og stopulli, eptir því sem netabrúkun hefir farið í vöxt í Garðsjó og Leirusjó og á öðrum djúpmiðum ? Og veit hann ekki mörg dæmi til þess, að fiskur hefir verið hrakinn burtu með netum ? |>á veit jeg þau, þó jeg ekki sje sjómaður. Jeg hef í grein minni í lsafold skýrt frá ástæð- unum, hvers vegna netin sjeu svo skaðleg. Hr. J. Ó. hrekur þær ekki með einu orði. Gjöri hann það ef hann getur. Jeg hef aldrei sagt, að netin væru í sjálfu sjer farartálmi fyrir fiskigönguna. þvert á móti sagði jeg í grein minni, að þau væru það ekki, ef þau fengju að liggja kyr; en það er nú ekki meiningin með þau. |>að er «grjótkastið og kúlukastið», ónæðið og skarkalinn, sem fælir fiskinn, og hrekur hann af braut sinni upp á grunnmiðin, þeg- ar netin eru dregin upp og lögð aptur á hverjum degi; og þegar þau reka fyrir vindi og straumi með meiru eður minna af dauðum fiski í hingað og þangað vestur um allan Flóa, þá eltir fiskurinn þau, og fjar- lægist grunnið. Ef fleiri eða margir Inn-nesingar ala í brjósti sjer líkan huga til Sunnanmanna, eins og hr. J. Ó. virðist láta í ljósi, þar sem hann er að tala um »slóðana«, þá borga þeir sunnanmönnum illa fyrir sig. Sunnan- mönnum væri vorkunn, þótt þeir freistuð- ust til að launa slíkar línur því, sem þcer eiga skilið. f>á held jeg komi nú það, að hr. J. Ó. veit ekki, hvaða köllun jeg hefi til að koma fram sem fiskifræðingur. Jeg hef aldrei ætlað mjer að koma fram sem fiskifræð- ingur; jeg hef Ifka í 2. tbl. Isafoldar þ. á. skýrt frá, að jeg væri ekki sjómaður og ekki fiskimaður, svo að hr. J. Ó- gat sparað sjer þá yfirlýsingu, en jeg ték fram í nefndu blaði, hvaða köllún jeg hefði til að skrifa um fiskiveiðar, og getur hann lesið um það þar, ef hann vill. Jég óskaði þar, að ein- hverjir af fiskimönnum vorum, sem betur þekktu til, vildu ræða þetta mál, og gladd- ist jeg því í fyrstu, er jeg sá í þjóðólfi, að hr. J. Ó. hafði tekið til máls, og bjóst jeg við að fánýjar og fróðlegar upplýsingar. En þessi von brást mjer alveg. Á grein hans er hreint ekkert að græða. Hann hrekur ekki eitt orð af því, sem jeg hef skrifaðjum þetta mál. Ef þeir sem aðra skoðun hafa á þorskanetum, en jeg, hafa ekki annað fram að bera þeim til varnar, en hr. J. Ó., þá er það bagalegt fyrir land og lýð, að amt- maður vor skuli hafa neitað hjeraðsfundar- frumvarpinu um staðfestingu sína. Má jeg spyrja : á hverra atvinnuveg hefði verið lagt óþolandi band, ef Sunnanmenn hefðu fengið samþykki amtsins til þess, að takmarka netabrúkun í þeirra eigin veiði- stöðvum, í því skyni að efla færafiskiveiði hjá sjer? Nei, hr. Jón Olafson. |>etta dugarekki; þjer eigið bágt með að forsvara netabrúk- unina eins og hún nú er orðin. |>jer meg- ið betur ef duga skal. Til er jeg. þjer drápuð á þilskipaútgjörð mína, og að hún hafi ekki verið talin nein fyrirmynd. Fyrst og fremst eru nú þilskip óviðkom- andi þorskanetaútgjörð ; svo hef jeg aldrei ætlazt til að útgjörð mín væri talin fyrir- mynd. Samt skal jeg segja yður þetta: jeg hef með þilskipaútgjörð minni veitt talsvert rnörgum mönnum atvinnu, og eng- inn þeirra manna mun herma upp á mig, að jeg ekki hafi borgað þeitn það sem um hefir verið samið. Allt annað skipið áhrær- andi, er sök, sem engan getur snert nema sjálfan mig, en hvorki yður nje aðra. Jeg hef ekki lærða formenn; það er alla daga satt; en þeir eru samt fremur góðir sjómenn. Aldrei hafa þeir t. a. m. hlaupið kjökrandi undan stýrinu, þótt kaldað hafi drjúgan. þeir eru líka fremur kunnugir sjóleiðum; þannig hafa þeir t. a. m. aldrei enn þá siglt þilskipum upp á alkunn sker um hábjartan dag, sízt á stórhátfðum. þjer sjáið, að jeg »forlánga« ekki mikið af þeirn ! Jeg er þá óvart kominn út fyrir efnið; en

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.