Ísafold - 08.04.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 08.04.1885, Blaðsíða 3
63 arstigi almennings, svo sem áður er sýnt, þá eiga hinir þvert á móti að vera sem fœst- ir, og stœrstir og fullkomnastir að kcnnslu- kriiptum og áhöldum, og samsvara peim kröf- um, sem sanngjamlega verða gerðar til þeirra skóla, er eiga að veita fullnœgjandi mennt- un i sjerstökum frœðigreinum, og með þvi gjöra menn fullhœfa til sjerstakrar stöðu. Að hafa þessa aðgreining á skólastofnun- um vorum ætla jeg muni bezt gegna, ef al- þýðumenntamálinu á að reiða vel af. Bézt hygg jeg væri, að allir skólar sjerstaklegs eðlis væru opinber eign, og stæðu beinlínis undir umsjón landsstjórnar, því með því ætti að fást bezt trygging fyrir því, að þeir yrðu vel úr garði gjörðir og gjörðu tilætlað gagn; en almennings-skólana ætti landssjóð- ur að styrkja til muna. Sumum finnst það vera hálft í hverju húsgangslégt, og ásælnislegt við landssjóð, að ætlast til, að hann leggi fram fje til al- mennrar ungmenna-ménntunar; en þessi skoðun er hleypidómur einn. f>ingið á með löggjöf sinni og fjárstjórn að efla heill þjóð- fjelagsins; ekkert málefni, sem varðar mjög heill þess og framfarir, og þingið má við ráða, er því óviðkomandi; að skipta sjer af þeim málum er þess skylduverk. — Sje það óhrékjandi sannleiki, að vaxandi menntun alþýðu sje höfuðskilyrðið fyrir vaxandi heill og hagsæld þjóðfjelagsins, þá er bert, að alþýðumenntun öll, og sjerstaklega almenn- ingsmenntun, ætti að vera þingsins mesta á- hugamál, þar sem farsæld þjóðarinnar er einkum kominn undir meðferð þess máls, stefnu þess og úrslitum. Nú er að líta á hið gamla viðkvæðið, að kostnaðurinn yrði landsjóði óbærilegur, ef hann ætti ýmist að styrkja eða kosta að öllu þá skóla, er þjóðin þarfnast. Jeg ætla, að vegna samkeppninnar sje nauðsyn að hafa tvo gagnfræðaskóla, þrjá búfræðisskóla, tvo sjómannaskóla og tvo kvennaskóla; jeg ætlast til, að skólar þessir sjeu vel úr garði gjörðir, og því dýrir. Jeg ætlast á að lands- sjóður mundi þurfa að leggja um 70,000 krónur til þeirra í fyrstu eða til að koma þeim á legg. f>að mælir flest með því, að Flensborgar- skólinn verði gagnfræðaskóli sunnanlands móts við Möðruvallaskólann norðanlands. Af kvennaskólunum er Beykjavíkurskólinn mestur, og þar næstur Laugalandsskólinn ; eru þeir líklegastir til að verða landskvenna- skólar. Allir þessir þrír skólar minnir mig að eigi sitt eigið hús, auk annara eigna, og efast jeg ekki um, að þeir væru falir, ef landssjóður tæki þá að sjer, og þeir yrðu landseign og landsstofuanir. Jeg gjöri saint ráð fyrir, að þurfa mundi að leggja svo sem 9,000 krónur til umbótar byggingum og viðbótar við áhöld þessara skóla. Nú gjöri jeg ráð fyrir 2 sjómannaskólum, öðrum á lsafirði eða Akureyri og hinum í Beykja- vík; jeg ímynda mjer að þeir þurfi ekki að vera svo sjerlega stórir í fyrstu, og ætla þeim 8000 krónur hvorum; þá gjörði jeg ráð fyrir þremur búfræðisskólum (1 vestan- lands, 1 nyrðra, 1 austanlands), látum hvern kosta 15,000 kr. — En setjum að all- ir þessir skólar kostuðu jafnvel 100,000 kr. í fyrstu; samt ætti að reisa þá, því þeir mundu vinna þjóðinni hið mesta gagn. Nú er sem heyri jeg suma segja: »Mik- ill feikna óbærilegur kostnaður yrði þetta«; en jeg segi: «Hvílíkt lítilræði er þetta fyrir land, sem á mikið fje í sjóði, og sem leggur upp stórfje íneð ári hverju ; til dæmis á fjárhagsárinu 1882—1883 græddust land- inu samkvæmt landsreikningnum 226,820 kr. 72 a. (sbr. ísaf. XI 48). En þá koma hin árlegu útgjöld til þess- ara 9 skóla ; gjörum ráð fyrir, að þau yrðu 54,000 kr.; og mun vel mega komast af með það, að minnsta kosti fyrst í stað. Nú var áður gjört ráð fyrir, að ungmennaskól- um fjölgaði svo, að þeir yrðu seinast 100, og væri hver styrktur með 200 kr. árlega, þá yrðu það 20,000 kr., en kostnaður til allrar alþýðumenntunar 74,000 kr. Nú eru veittar til alþýðumenntunar um 17,000 kr. árlega. Útgjöld landsins yxu þá með þessari tilhögun um hjer um bil 57,000 kr. eða um helming þeirrar upphæð- ar, sem nú græðist árlega og er lagt á kistu- botninn. En aptur kunna ýmsir að segja: »Dýr verður alþýðumenntunin með þessu fyrir- komulagi«. En þar til liggur það svar: Ef fyrirkomulag það, sem haldið er fram í grein þessari, bætir verulega úr menntaþörf þjóð- arinnar, þá er það mjög ódýrt, bæði í sam- anburði við gróða landssjóðs, og ekki síður með tilliti til þess, að ekkert hefir verið gjört nje verður gjört á Islandi, sem eins vel borg- ar sig og ber eins margfaldan ávöxt, eins og efling alþýðumenntunar, bœði almennrar og sjerstaklegrar, og að ekkert er eins dýrt,teins og vankunnáttan og menntunarleysið. Yms- um kann samt að þykja viðsjárvert, að leggja svo mikil bein árleg útgjöld á lands- sjóð ; en þá virðist mjer engin frágangssök, að hækka toll á brennivíni um svo sem 5 aura á potti hverjum, og á öðrum ölföngum eptir því. Jeg held, að þeim 5 aurum, sem drykkjumaðurinn eyðir fyrir pottinn fram yfir það verð, er annars væri á víninu, væri ekki betur varið til annars, en að mennta börnin hans eða annara, eða einhvern nýt- an ma-nn, sem getur orðið þjóðfjelaginu til uppbyggingar og sóma; og jeg held að hver rjettsýnn maður hljóti að álíta, að þorsti alþýðu í menntun sje rjettar-hærri til að fá svölun, heldur en þorsti drykkjumanna í vínið. Ý'sulóðin austanfjalls og hjer syðra m. íl. »Bóndi í Stokkseyrarhreppi« hefir í ísa- fold þ.á. 12. tölubl. viljað fræða menn um, hver afli og ágóði hafi orðið að ýsulóðanotk- un þar og í nærliggjandi veiðistöðum. Mjer kemur ekki til hugar að vefengja það, sem bóndi þessi segir um ýsulóðanotin þar, því eg er því ókunnugur. En af grein hans finnst mjer auðskilið, að það er ekki sjálfu veiðarfærinu, ýsulóðinni, að þakka, þó fiskur staðnæmist þar, fremur en áður, eða þó afli sje þar opt meiri síðan lóðin var tek- in upp, heldur eingöngu beitu þeirri, hrogn- unum, sem menn almennt viðhafa síðan. En, má jeg spyrja : Hver getur dæmt um það, hvaða áhrif það hefði haft á fiski- göngur austanfjalls, ef menn hefðu almennt beitt hrognum á handfæri sín, eða borið þau út ? Aður en ýsulóð var tekin upp á Eyr- arbakka mun hafa verið stunduð þar hand- færaveiði með berum önglum, eða máske verið beitt »tening« af fiskinum sjálfum. Ef menn í þess stað hefðu fyllt önglana með hrognum, þá er ekki óhugsandi, að þess háttar niðurburður á handfærum hefði, engu síður en á lóð, getað orðið til þess að stöðva þar fiskinn, og að í staðinn fyrir ýsuveið- ina, sem þar er nú stunduð, fengist, á vetr- arvertíðinni, eingöngu eða mestmegnis rosk- inn þorskur. Sjómenn, sem róið hafa á Stokkseyri eða Eyrarhakka margar vertíðir, hafa getið um tvennt, sem auðkennir þessar veiðistöður, síðan farið var að viðhafa ýsulóðina á vetr- arvertíðinni; en bóndinn minnist ekkert á það. Annað er það, að optastnœr um sum- armál, og stundum fyrri, er allur afti og öll aflavon þar á enda á hverri vertíð; hitt, segja sjómenn, er það, að þar fœst svo að segja enginn fiskur allt árið um kritig nema þennan stutta vetrarvertíðartíma, hvernig sem hann heppnast. þetta virðast mjer mjög eptirtektarverð atriði; því sje það satt, sem sagt er, að fiskur fáist þar ekki allt árið um kring nema sjálfa vetrarvertíðina, frá Góubyrjun til sumar- mála, þá lítur ekki út fyrir, að ýsulóðin hæni fiskinn að landinu eða stöðvi hann þar til lengdar. f>að er ennfremur aðgætandi, að þar (austanfjalls) koma fiskigöngurnar hver á eptir annari upp úr opnu úthafi og mæta engum farartálma fyrri en þær koma i grynnstu fiskileitir, og þá mun fyrsta gangau halda áfram vestur með landinu undan lóð- unum og önnur koma þegar á eptir sömu

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.