Ísafold - 08.04.1885, Blaðsíða 4

Ísafold - 08.04.1885, Blaðsíða 4
64 leið, því sú fyrri snýr ekki aptur til djúpsins á móti þeirri, sem á eptir kemur. Hjer í Eaxaflóa er þessu allt öðru vísi háttað. Undir eins og vart verður við fisk í Garðsjó, koma skip úr innri og ytri veiði- stöðunum, frá Seltjarnarnesi allt út að Garðskaga, svo hundruðum skiptir, hvert skip með 15—20 hundraða lóðir, leggja þar lóðir sínar á lítinn blett, — því Garðsjórinn má heita lítill blettur í samanburði við skipa- fjöldann, sem þangað sækir1, — hver lóðin leggst yfir og flækist í aðra og svo taka hin- ir stríðu straumar þær allar og bera þær vestur í flóamynnið á móti íiskigöngunni; það af fiski, sem ekki krækist á lóðirnar, hröklast og flýr undan þeim; kemur svo truflun á þann fisk, sem er, ef til vill að komast inn í flóamynnið, þegar hinn sem á undan var kominn, kemur aptur á móti honum, og eptir 2 eða 3 sjóveðursdaga er allur fiskur þaðan horfinn, sva að hans vérð- ur hvergi vart í venjulegum fiskileitum. þetta hefir árleg reynsla staðfést í mörg undanfarin ár. Á grunninu, þar sem straumar eru ekki eins stríðir og í Garðsjó, er lóðin engu síður hættulegt veiðarfæri, því þar dregur hún upp og drepur þann smáfisk, sem ekki er nærri hálfvaxinn, og þess vegna mikils til of ungur til að geta æxlast; en hvaða von geta menn gert sjer um aflabrögð framvegis, ef viðkoman er eyðilögð ? það var sannarlega hörmulgt að horfa á það smælki, sem menn veiddu hjer í haust á ýsulóðina á grunninu og að athuga um leið kostnaðinn, sem var til að afla þess, þegar 30 fiska hlutur rúm- aðist í einum sjóvetling og 70 tiska hlutur fyllti ekki 1 skeffumál; hvað skyldi hreinn ágóði hafa orðið mikill af slíkum afla ? það er vissulega ekki án orsaka, þó að vorir beztu fiskimenn og helztu útvegsbænd- ur álíti ýsulóð hjer innfjarðar um vetrartím- ann eitt hið hdskalegasta veiðarfœri fyrir fiskigöngur og eptirkomandi aflabrögð, enda er sú skoðun nú sem óðast að ryðja sjer til rúms, bæði hjér og á Inn-nesjum, ekki sízt síðan menn fóru að nota sild til beitu, því hún, síldin, mun verða aðgæzluverð beita, þegar framhða stundir, þó menn undan- farin ár hafi neyðzt til að nota hana vegna skorts á annari hentugri beitu. það þykir orðið sannreynt, að þar sem síld er beitt, einkanlega ef stríðir straumar eiga sjer stað, þá hvarfli fiskurinn burtu eptir fáa daga, og menn þykjast einnig hafa tekið eptir hjer í straumleysunni, að ef síld er beitt, fáist ekki fiskur á sama stað daginn eptir, sem hann fekkst nægur daginn áður. Eáð til þess, að gjöra síld sem hættuminnsta fyrir fiskigöngurnar, þó henni sje beitt, mun ekkert annað betra, en stöðugur niðurburður af þorskhrognum eða grásleppuhrognum, á meðan setið er ; þó hygg jeg slíkan niðurburð árangurslausan, þar sem stríðir straumar eru, t. d. í Garð- sjó eða utan Faxaflóa. Eg fer nú ekki hjer um fleiri orðum, en vona aðmjer reyndari og hyggnari sjómenn láti í ljósi skoðun sína í blöðum vorum um þetta síðasta atriði. Eitað í aprílmán. 1885. Bundi i Strandarhreppi. 1) A öllu því svæöi, sem er í milli þjórsár og Ölvesár, munu að eins ,rúm 60 skip stunda fiskiveiðar um vetrarvertíðina ; en hvað er það í samanburði við hinn mikla skipafjölda, sem sækir á hinn litla hlett, Garðsjóinn, þegar afla- von er þar? Sæluhúsvörðurinn á Kolviðarhól. — Að kvöldi hins 17. þ. m. kom jeg, hrakinn ferða- maður, í vondum byl að Kolviðarhól, sjálfur þreyttur og með mjög þreytta hesta. Jeg ætlaði þá að láta þar fyrirberast, ef auðið hefði verið, en það var ekki, því vertinn á Kol- viðarhól, sem jeg ekki veit betur en að sje launaður af almannafje, neitaði mjer harðlega um húsaskjól fyrir hross mín, og neyddist jeg því til að leggja á Hellisheiði i tvísýnu veðri. Jeg efast um, að jegþá nótt hefði náð manna- byggðum, hefði ekki JónJónssoná Kolviðarhól liðsinnt mjer og leiðbeint mikinn hluta af fjall- veginum, sem þá var fyrir hendi. Jeg auglýsi þetta ferðamönnum til aðvörun- ar, því háskalegt getur verið, að treysta slíku sæluhúsi í vetrarferðum. Jeg vonalíka, að sýslunefndir, sem ldut eiga að máli og aðrir málsmetandi menn. gefi sælu- húshaldinu betri gaum en útlit er fyrir að hing- að til hafi gert verið, og sjái svo um, að þessi þarfa og dýra stofnun komi að tilætluðum not- um, en verði ekki helzt til þess að tæla menn út í hættuna. Miðengi í Grrímsnesi 19. marz 1885. Guðm. Jónsson. AUGLÝSINGAR í samfeldc máli numáletri bsta 2 a. (þakkaráv. 3a.) hvert orí 15 slaia frekast m. bfim leiri eJa setninj 1 kr. íjrit þuinlung dálks-lengdar. Borjun út í höud* Tíl leigu tvö herbergi, góð, í húsi í miðjum bænum, með vægu verði, helzt handa einhleyp- um. Ritstj. ávísar. Til leigu tvö toptherbergi í nýju húsi á Vegamótastíg. Ritstj. ávisar. I. F. F. Lillieqvist Gothersgade II Kjöbenhavn selur alls konar leður og skinn með bezta verði til skósmíðis, söðlasmíðis, bókbands og töfflugjörðar. Almanak þjóóvinafjelagsins 1885 er enn til sölu á afgreiðslustofu ísafoldar. Kostar 50 aura. Til athugunar. Vjer undirskrifaðir álítum það skyldu vora að biðja almenning gjatda varhuga við hinum mörgu og vondu eptirlíkingum á Brama-lífs- elixír hra. Mansfeld-Búllner & Lassens, sem fjöldi fjárhuga kaupmanna hefir á boðstólum; þykir oss því meiri ástæða til þessarar aðvörunar, sem margir af eptirhermum þessum gera sjer allt far um að líkja óptir einkennismiðanum á egta glösunum, en efnið í glösum þeirra er elcki Brama-lífs-elixír. Vjer höfum um langan tíma reynt Brama-lifs-elixír, og reynzt hann vel, til þess að greiða fyrir meltingunni, og til þess að lækna margskonar magaveikindi, og getum því mælt með houum sem sannarlega lieilsusömum bitter. Oss þykir það uggsamt, að þessar óegta eptirlíkingar eigi lof það skilið, sem frumsemjendurnir veita þeim, úr því að þeir verða að prýða þær með nafni og einkenn- ismiða alþekktrar vöru til þess að þær gangi út. Harboöre ved Lemvig. Jens Christian Knopper. Thomas Stausholm. C. P. Sandsgaard. Laust Bruun. Niels Chr. Jensen. Ove Henrik Bruun. Kr. Smed Rönland. I. S. Jensen. Gregers Kirk. L. Dahlgaard Iíokkensberg. N. C. Bruun. 1. P. Emtkjer. K. S. Kirk. Mads Sögaard. 1. C. Paulsen. L. Lassen. Laust Chr. Christensen. Chr. Sörensen. 93r.] N. B. Nielsen. N. E. Nörby. TIL SÖLII á afgreiðslustofu ísafoldar: Gröndals Dýrafræði..................2,25 Gröndals Steinafræði................1,80 Islandssaga f>orkels Bjarnasonar . . 1,00 Ljóðmæli Gríms Thomsens .... 1,00 Um sauðfjenað, eptir Guðm. Einarss. 0,90 Undirstöðuatriði búfjárræktarinnar, eptir sama........................0,50 Erslevs landafræði, önnur útgáfa . . 1,25 Dönsk lesbók handa byrjöndum (S. H.) 1,00 Páls Melsteðs mannkynssögu-ágrip, 2. útg............................2,50 Bænakver og -sálma, eptir Ólaf Ind- riðason, bundið ...................0,25 Hættulegur vinur....................0,25 Landamerkjalögin....................0,12 Almanak pjóðvinafjelagsins 1885 . . 0,50 Um uppeldi barna og unglinga eptir Herbert Spencer....................1,00 tSsr’ Nærsveitamenn eru beðnir að vitja ísafoldar á afgreiðslustofu hennar, sem er í ísafoldarprentsmiðju, við Bakarastíginn, 1. sal; — nema Seltirningar i búð N. Zim- sens (Knudtzons verzlun), og Kjósarmcnn og Kjalnesingar í búð S. Johnsens. I ð u nn. Fyrir lok þessa mdnaðar kemur nt 3.—6. (síðasta) hepti annars bindis í einu lagi, þ. e. 13.—20. örk. Síðan er ætlast til að meiri hluti þriðja bindis, þ. e. stðara helmings af ánjangnvm, verði kominn út fyrir lok júnimánaðar. Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil. Erentsmiðja Isafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.