Ísafold - 22.04.1885, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.04.1885, Blaðsíða 2
70 Nokkur orð um verðlagskrár. í ísafold XI 12. (19. marz 1884) eru (iFáein orð um verðlagskrár«, og er þar sýnt, hversu óhafandi það fyrirkomulag er, sem nú er á undirstöðu verðlagsskránna, að því leyti sem hún getur orðið gjörræðisfull. Síðan hefi jeg ekki sjeð neitt um það mál ritað í blöðunum, nema hvað prófasturinn í Kjalarnesþingi, síra þórarinn Böðvarsson, svaraði tjeðri grein, og er auðsjeð á svari hans, að honum líkar fyrirkomulagið vel (!); en að öðru leyti er ekki mikið á þeirri grein að græða, þar sem hún sannar ekk- ert af því, sem höf. ætlaði sjer að sanna. En þó verðlagsskráin yrði sannur mæli- kvarði hins gildandi gangverðs, þd er það vist, að hún stígur æ hærra, því meiri sem dýrtíðin er, eptir þeim reglum, sem hún er gefin. Nú er ekki haft neitt tillit til henn- ar í neinum kaupskap. Hún er einungis til vegna almenningsgjalda, en þau mætti líklega heimta á allt eins rjettlátan og hag- kvæman hátt með öðru móti, og því held jeg sje kominn tími til að hætta við allar verðlagsskrár. Mjer sýnist, að öll þau gjöld til landsjóðs, sem nú eru tekin eptir verðlagsskrá, megi ákveða í krónutali, svo sem t. d. afgjöld af þjóðjörðum. Abúðar- og lausafjárskatt ætti að af- nema, en leggja í þess stað toll á einhverja vörutegund, t. d. glysvarning. En svo eru það gjöld til prests og kirkju, sem líklega verður torveldara að gefa regl- ur fyrir, hvernig gjaldast ættu. Jeg vil stinga upp á nefskatti, þannig, að gjöldin öll nema aukaverk, en það eru tí- undir, dagsverk, lambsfóður og offur, verði lögð á hvern verkfæran mann, karla og kon- ur, frá 20 — 60 ára, og gjaldi karlmenn helmingi meira en kvennmenn. f>að ætti að telja saman öll prestsgjöld á landinu, og má þá sjá, hversu mikið kemur á hvern mann. Jeg hefi gert það lauslega í nokkr- um sveita-prestaköllum, og telst mjer gjald- ið þar mundu verða 1£ til 2 kr. á mann verkfæran, og verða það 9 til 12 kr. gjald frá því heimili, þar sem hið vinnandi fólk á tjeðum aldri er sex að tölu (á að gizka 12 manns í heimili alls). í sjávarsveitum, þar sem dagsverk eru mörg að tiltölu, yrði gjaldið nokkuð meira. Hreppsnefndin gefur skýrslu um tölu verk- færra manna í hverjum hveppi, en sóknar- nefndin heimtar saman gjaldið og skilar prestinum gegn venjulegum umboðslaunum. A sama hátt vil jeg láta taka kirkjugjöld, tíund, ljóstoll og legkaup, — það mundi kirkjunum nægja til viðhalds og viðreisnar ef fjármál þeirra kæmust aöfnuðunum í hendur, og fje þeirra, sem sjálfsagt væri, yrði sett á vöxtu. Sumum kann að virðast það lítill jöfn- uður að leggja jafnt gjald á alla, sem eru á þessum aldri, hvað sem líður efnahag þeirra. En er það samt ekki nokkuð meiri jöfnuð- ur en það sem nú viðgengst ? f>ar sem all- ir gjalda heytoll jafnt, hvort sem eiga hálft kvígildi eða mörg hundruð fjár, og offur fellur á menn einungis eptir þeirri tilviljun, að tíund þeirra verður 20 hndr. í staðinn fyrir 19J. Allir menn gjalda nú orðið skatt í landssjóð af eign sinni eður tekjum, og að leggja gjald á menntil almennra þarfa, svo að þeim ríka verði eins erfitt að greiða það og þeim fátæka, er regluleg jafnaðarkenn- ing. Og þó öllum gjöldum væri ljett af þeim, sem eru fátækir vegna óreglu, leti og ráðleysu, yrðu þeir fátækir samt. Eg ætl- ast til, að húsbændur gjaldi fyrir hjú sín, og þá verður gjaldið hæst á þeim, sem flest hefir vinnandi fólk; en enginn hefir vinnu- fólk nema til að vinna fyrir fjenaði, eða til að stunda einhverja arðberandi vinnu, og því hljóta þeir að hafa nokkuð gjaldþol. En þeir sem kjósa heldur lausamennsku en að vera í vist er rjett að leggi nokkuð til almennra þarfa. |>eir þurfa að nota kirkjú og prest allt eins og búandi menn. Að undantekningar frá þessu gjaldi eigi sjer stað um þá menn, sem eitthvað eru að læra og sem þess vegna væru ómagar, þótt þeir væru komnir yfir tvítugt, kunna menn að álíta sanngjarnt. En jeg er hræddur um, að margur mundi þá sleppa við að gjalda og að það helzt yrðu embættismanna og rík- ismanna synir og dætur. f>ó jeg nefni hjer verkfæra menn, þá vil jeg ekki undanskilja fína herra og dömur, sem ekkert vinna, ef það fólk hefir ekki heilsubrest, sem varni því að vera í tölu verkfærra manna. Sama er um embættis- menn eða aðra þá, er vegna stöðu sinnar gera meira en bjarga sjálfum sjer. En að jeg vil ljetta gjaldinu af mönnum um sex- tugt, kemur til af því, að jeg álít ellina ósjálfbjarga, að sínu leyti eins og æskuna. þetta er nú ekki nema lausleg bending, og vona jeg að einhver mjer færari taki mál- ið til frekari íhugunar. Elliðakoti 12. jan. 1885. Guðm. Magnússon. Búnaóarskóli Suðuramtsins. Seint gengur með búnaðarskólastofn- anina á Hvanneyri. Hvað er orðið af því málefni ? Er það alveg dottið úr sögunni eða hvað ?-—Svona munu marg- ir vilja spyrja, því að þetta er áhuga- málefni fyrir marga, einlcum fyrir okk- ur hjer nærsveitis. Jeg, sem er sýslubúi hjer í Borgar- firði, er allvel kunnugur þessu málefni og skal þess vegna gera þeim grein fyrir hvernig á stendur, sem ekki eru hjer kunnugir. Jeg álít mig skyldugan til þess, þar eð ókunnugir munu ann- ars kenna þetta seinlæti okkar Borg- firðinga. það er kunnugt, að þegar Oddgeiri heitnum Stephensen buðust kaupendur að Hvanneyri sumarið 188 r, ætlaði hann að láta Suðuramtið fá að ganga fyrir að kaupa jörðina undir búnaðar- skóla, sem opt hafði verið álitið nauð- synlegt að koma á fót. í þessu skini bauð hann þá amtsráði Suðuramtsins að standa fyrir kaupunum. Til allrar ógæfu hafnaði amtsráðið þessu boði, svo að jörðin þess vegna gekk úr greipum hins opinbera, sem aldrei skyldi verið hafa. Nokkrir af nærsveitungum Hvann- eyrar tóku sig þá saman (þennan stutta tíma sem þeim gafst þá ráðrúm), um að reyna hvað þeir gætu til þess að ná jörðinni. þ>eir fengu þá Björn búfræð- ing Björnsson frá Vatnshorni til þess að fara suður til Reykjavíkur og kaupa jörðina, í von um samþykki sýslunefnd- arinnar síðar meir. Sumir af þessum mönnum lánuðu þá Birni jarðir sínar í veð til þess að geta fengið peningalán úr landssjóði til jarðakaupanna. J>essi sendiför Björns tókst æskilega, þannig að hann fékk keypta Hvanneyrina fyr- ir 15000 kr.; einungis mátti Björn þar að auki bæta við 300 kr. til þeirra tveggja manna, er þá höfðu fengið á- drátt um kaupin hjá eigandanum. f*ann- ig gekk allt æskilega hingað til. Sýslunefnd Borgfirðinga hjelt þar- næst fund með sjer 8. september 1883; gekk hún þá að því boði Björns bú- fræðings (því að nafninu stóð hann fyr- ir kaupum jarðarinnar), að kaupa jörð- ina fyrir hið sama verð og hann hafði keypt hana, 15,300 kr. J>etta boð af hendi Björns skyldi svo standa í næstu 10 ár, til 1893. Sumarið 1884 gaf svo amtsráðið i Suðuramtinu sýslunefndinni leyfi til að ganga að þessum kaupum. Nú skyldu menn ætla, að allt væri á bezta vegi; en það fór á aðra leið. Birni búfræðing, sem hafði verið til- kynnt að sýslufundur ætti að vera á Leirá 14. október og að þar ætti að geru út um kaupin á Hvanne^-rinni, leizt ekki að koma þangað, heldur sat kyr heima. Var þess vegna maður gerður gagngert á stað af fundinum til

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.