Ísafold - 22.04.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 22.04.1885, Blaðsíða 3
að sækja Björn; en hann mat það ekki að neinu; hann vildi hvergi fara, en skrifaði einungis skæting til sýslunefnd- arinnar; kvaðst með ótrúlegri þolin- mæði hafa beðið eptir hentugleikum hennar; nú fengi sýslunefndin að bíða um stund eptir hentugleikum sínum. (Honum þótti sem sje þessi sýslufund- ur vera haldinn of seint). pegar ekki var hægt að hafa tal af Birni, kusu fundarmenn 3 menn til að fara seinna á fund hans og semja út um kaupin. J>egar þessir menn svo fundu Björn seinna, vildi hann ekki ganga að nein- um boðum ellegar láta jörðina af hendi; kvað sýslunefndina hafa enga heimt- ingu á jörðintii, þvi að samningurinn væri ógildur, sem varla nokkrum gat fundizt nema honum. Af hendi sýslu- nefndarinnar voru Birni boðnar, auk kaupverðs jarðarinnar, 2000 krónur í ómakslaun, en að þessu kostaboði vildi hann ekki einu sinni ganga. — En jeg efast ekki hins vegar um, að Björn muni þykjast hafa rjettinn sín megin, og nógar afsakanir fyrir sjálfum sjer. Sáttafundur var síðan haldinn í þessu máli hinn 9. marz i vetur; en öll þau boð, er Björn ljezt bjóða, voru þannig úti látin, að ómögulegt var að ganga að þeim, og til þess mun hann hafa ætlazt; málinu var siðan vísað til dóms og laga. þ>etta búnaðarskólamál er nú orðið og hefir verið almennt áhugamál hjá okkur Borgfirðingum; en þegar það er komið svona, þá liggur það 1 augum uppi, að okkur er ómögulegt að fara þess á flot við aðrar sýslur, að ganga í samfjelag við okkur til að stofna bún- aðarskóla á þeirri jörð, sem vjer ekki vitum hvort vjer nokkurn tíma fáum yfirráð yfir eða ekki. þ>að getur hver maður skilið.— Hins vegar hefir lika verið óskiljan- legur dráttur á þessu máli heima i hjeraði, fram yfir það hvað þurft hefði að vera. Tveir af þeim mönnum, er lánuðu Birni jarðir sínar í veð, eru nú að byrja mál við hann útafþvi, að hann ekki hefir haldið loforð sín gagnvart þeim um að láta jörðina af hendi undir bún- aðarskólastofn u n. Svona stendur á því, að búnaðarskóla- málið á Hvanneyri liggur í dái nú um tíma. I aprílmánuih 1885. Borgfiröingur. 71 Hin fornu Fiskivötn. Eptir Sigurð Vigfússon. A árinu sem leið hef eg mist mikinn tíma, því eg lá veikr allan fyrri hluta sumars, og var þó ekki vel heill um veturinn áður; nú er ég þó fullkomlega búinn að ná mér aptr, og er því ekki vanþörf á að taka aptr til óspiltra málanna um þau efni, sem mestu þykir varða og orðið bafa að bíða í þagnar- gildi. Eitt af þessu, sem betr þurfti að skýra, ér nú um Fiskivötnin í Njálu. Að sönnu gat eg ekki farið aptr austr í sumar, eins og til stóð; en það mál vildi eg sízt hafa undir höfuð lagt. því af staðarlegum Iýsingum í sögunni var það bæði hið torveldasta við- fangs og þó hið þýðingarmesta fyrir söguna; menn hafa einmitt haft þetta atriði sem sjerstakt dæmi bæði í ritum og ræðum, til að sýna, hvað sagan væri varúðarverð og vart að trúa. Eg er hræddur um að ein- hverjum hefði þótt »skarð fyrir skildi* í vor- um mikla og merka sagnaflokki, hefði það sannast, að sú fríðasta meðal íslands dætra, Njála, hefði haft stórkostlegri og meiri villu í sjer fólgna en nokkur af þeim 13 eða 14 merku sögum, sem þegar er búið að rann- saka meira og minna. það er ekkert um- talsmál, þótt smá- missagnir kunni að koma fyrirí sögum, en þessi vitleysa um Fiskivötn- in er svo stórkostleg, að hefði engin Fiski- vötn fundizt önnur en þau, sem nú eru svo kölluð, og eru langt norður á öræfum upp af Landmanna-afrjetti og fyrir norðaniTungna- á, þá hefði mátt segja, að það sýndi ljóslega, að höfundar Njálu hefðu énga verulega hug- mynd haft um, hverju þeir voru að lýsa ; og það hefir lengi verið svo, að þegar eitt stórt skarð cr komið í virkisvegginn, þá er auð- veldara til aðsóknar. Hjer var því nauðsyn að komast að einhverri rjettri niðurstöðu. í ísafold 1883 (X 26., 28., 29. og 39.) hef eg nokkuð skýrt frá rannsókninni í Bangár- þingi, og þar hefi eg (bls. 110, 115, 122, og 123) sjerstaklega talað um þetta efni, sem hjer ræðir um. það er því ekki hjer þörf að taka það upp. Jeg skal einungis geta þess, að eg tók það þar fram, jafnvel þó eg ekki hefði komið á staðinn, að þau vötn, sem Njála nefnir, hefði verið austnorðan til við Eyjafjallajökul, og enda þótt þau fyndust þar ekki nú, þá hefðu þau samt hlotið að vera þar, og að þau hefðu þá heitið Fiski- vötn. þetta hvorttveggja hefir og fullkomlega sannazt eptir áreiðanlegum skírteinum. En það sem eg hjer vildi einkanlega skýra frá, ér það, að tiltaka nákvæmar, hvar vötnin liggja, og að gjöra grein fyrir þeim sönnun- um,sem eg hefi fundið fyrir því, að þau hjetu Fiskivötn áður. Eptir um haustið, þegar eg kom að aust- an, skrifaði eg í ýmsar áttir og jafnvel til annara landa, þeim mönnum, er eg hugsaði bezt til fallna að gefa skýrslur um þetta efni, og fjekk þær þegar frá mörgum. En eg skal hjer einungis nefna tvær skýrslur, sem einkanlega tóku af tvímælin í þessu máli. þær voru alveg samhljóða, og var þó önnur skrifuð suður í Kaupmannahöfn, en hin austur í Skaptártungu. þeir sem hafa mestan hug á lagt að gefa mjer skýrslur í þessu Njálu-máli og útvega mjer upplýsingar um þá staði, sem eg héfi ekki komið á, eru þeir herra þorsteinn Erlingsson stud. jur. og herra Jón þorkelsson stud. mag. báðir í Kaupmannahöfn, er annar er fædd- ur og uppalinn í Fljótshlíð, en annar í Skaptártungu, eru því manna kunnugastir, og það sem mest er um vert, skilja orð og anda sögunnar. Hinn síðarnefndi skrifar mjer 11. jan. 84, á þessa leið : »Fyrir norð- an Bláfjall við Ófæru hina syðri — þær renna báðar í Skaptá (Eldvatn) —eru Álpta- vötn, það er sunnarlega á Tungumanna af- rjetti, og þó austarlega». þar með lýsir hann og greinilega landinu í kring og byggð- inni niður frá. Hann nefnir og örnefni, sem er auðsjáanlega úr Njálu, en er þó ekki nefnt þar; í því er góð upplýsing fyrir söguna. I brjefi til mín 1. marz s. á. styrk- ir hann aptur þetta mál, og svarar þannig upp á þessa spurningu mina: »Eru ekki Alptavötnin á svæðinu milli Svartahnúks- fjalla að vestan og Bláfjalls að austan og þá fyrir sunnan syðri Ófæru?«, að hann seg- ir: »Hjer hefi jeg ekki annað að gjöra en segja já og amen til, að því undanskildu að Bláfjall er nokkuð sunnanhallt við vötn- in«. Herra Jón Eiríksson í Hlíð í Skapt- ártungu, sem jeg er þakklátur fyrir margar góðar upplýsingar, hann skrifar mjer um þetta efni þannig 31. jan. s. á.: »Alptavötn- in eru fyrir austan Hólmsá (Hólsá) nokk- uð langt, rjett austan undir Svartahnúks- fjöllum, rjett norðan undir Bláfjalli. Vötn- in eru 2, sem nefnd eru ytra og eystra Alptavatn ; spottakorn vegar á milli, og er það brunnið land, og sömuleiðis allt um- hverfis þau. Frá Svartanúp (sem er efsti bær í Skaptártungu) og til Álptavatna mun vera nokkuð á aðra mílu (danska). Vötnin bæði eru lítil; þó er það eystra nokkuð stærra«. í brjefi frá 18. marz talar hann enn nákvæmar um leg vatnanna : »Álpta- vötnin eru norðaustan til við BláfjalU; sjá um þetta Uppdrátt íslands,helzt þann stóra, þar á eru þessi örnefni: Bláfjall, Svarta- hnúksfjöll, Syðri-Ofæra og Hólmsá. Skýrslur þessár eru svo líkar, að þær bera

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.