Ísafold - 22.04.1885, Blaðsíða 1

Ísafold - 22.04.1885, Blaðsíða 1
íemur át i miívikudajsmorjna. Verf jrjanjsins (55-60 arh) 4b.: erlsnfe íkr. Borjisl tjrir miojan júliioinno. ISAFOLD. Dppsöjn (sknfl.) bundin vií JramóU- jild nema komin sje lil ótj. tjrir 1. okt. Mjreiísluslofa i Isatoldarprentsm. i. sal. XII 18. Reykjavik, miðvikudaginn 22. aprílmán 1885. 69. Innlendar frjettir. Útlendar frjettir. 70. Nokkur orð um verðlagsskrár. Búnaðarskóli Suðuramtsins. 71. Hin fornu Fiskivötn. 72. Fóðurstyrks-útbýtingin i Mosfellssveit. Auglýs. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I — 2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 útlán md., mvd. og ld. kl. 2—3 Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd. og ld. 4 — 5 Veðurathuganir í Reykjavík, eptir Dr. J. Jónassen April [ Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. ánóttu|umhád. fm. | em. ftr,. | em. M. iS. -r- 5 0 29,9 29,9 N b h 0 b F. 16. 4- 2 + 3 29.9 29,8 Na h d N h b F. 17. ~ 2 + 2 29,7 29,S Na h d A h d L. 18. + 2 + 5 ¦S9..1 29, ? N h b N h b S. 19. H- 2 + 3 29, S 29,4 0 b N h b M. 20. -h- 1 + 3 29,6 29Ó N h b N h b f.. 21. — 1 + 4 29-5 29,5 A h b A h b pessa vikuna hefir svo að kalla stöðugt blásið frá norðri, hvass til djúpanna en optast hægur hjer innfjarðar; veður hefir verið einstaklega bjart. Föstudaginn 17. snjóaði um hríð fyrri part dags, en rigndi lítið eitt síðari part dags. í dag, 21., hæg- ur austanvindur. Reykjivík 21. apríl 1885. Embætti. Kennara við latínuekólann Halldóri Guðmundssyni hefir konungur veitt lausn í náð frá embætti 19. f. m. frá 1. okt. þ. á. með eptirlaunum vegna lasleika. S. d. hefir konungur samþykkt brauða- skifti þeirra þórhallar prófasts Bjarnarsonar í Reykholti og síra Guðmundar Helgasonar á Akureyri. í gær hefir biskup skipað præp. hon. síra Jón Jónsson á Hofi í Vopnafirði prófast í Norðurmúlasýslu. Bókmenntatjelagið. Hafnardeildin hefir á ársfundi sínum 23. f. m. kosið sjer nýjan forseta, eand. juris Ólaf Halldórsson, assistent í íslenzku stjórnardeildinni, og nýj- an fjehirði, kaupmann Jón Guðmundsson frá Flatey, í stað þeirra Sigurðar L. Jón- assonar og Tryggva Gunnarssonar, er báðir höfðu færzt undan kosningu. Skrifari var endurkosinn Pálmi Pálsson og bókavörður Dr. Finnur Jónsson. Prestvígður sunnud. 19. þ. m. prestaskóla- kand. Stef'án Jónsson til aðstoðarprests hjá próf. síra Stefáni þorvaldssyni í Stafholti. Sviksamlegar veðsetningar m. m. I fyrra dag var Jónkaupmaður Guðnason í Reykjavík, sem varð gjaldþrota í fyrra vetur, dæmdur fyrir aukarjetti Reykjavíkur í eins árs betrun- arhúsvinnu lyrir sviksamlegar veðsetningar og aðrar sviksamlegar athafuir og stór- kostlega óreglu í því, hvernig hann hefir hald- ið verzlunarbækur sínar. — Hann hefir meðal annars tvíveðsett sviksamlega á sama missirinu 883 hús sitt á Akranesi og jörðina Efrahrepp í Borgarfirði, er þar að auki var áður veðsett svo hann vissi, er hanu eignaðist hana, og enn fremur tekin af honum með fjárnámi þremur árum áður til lúkningar skuld við kaupmann einn í Khöfn. Sömuleiðis tvíveðsett sama árið, 1883, búshluti sína (eða allt innbú sitt) ogvör- ur í Rvík.í fyrra skiptið Löwe kaupmanni í Liv- erpool, hinum sama sem hann veðsetti nefnda jörð og húsið á Akranesi í síðara sinnið; en í síðara skiptið Finnboga bónda Arnasyni á Reykjum. Enn fremur hefir hann veðsett Löwe þessum í febr. 1882 „eign sína skipið Elliða", er hann var þá búinn að selja þórði bónda þorsteinssyni á Leirá samkvæmt löngu þinglesnu kaupbrjefi. Enn fremur hetir hann tekið á móti heimildarlaust og ekki skiJað apt- ur að fullu peningum til verzlunar-hlutafjelags, er hann þóttist vera forstöðumaður fyrir, og hann nefndi „bændafjelagið í Glasgow", en' sem hann játar að aldrei hafi verið samin nein lög fyrir og engar bækur verið haldnar fyrir. þá hefir hann enn lýst því yfir í sviksamlegum tilgangi, í skjali, dags. 1. maí 1882, að hann hafi búið til leigu í „Glasgow" síðau hann kom þar, en aldrei verið eigandi að neinu í húsinu, en hafði þá bæði 4 árum áður selt öðrum manni aktiu í húseigninni og tveim árum áður fram- selt „eign sína í Glasgow" til fjárnáms fyrir skuld við kaupmann í Khöfn. Loks hafa vcrzl- unarbækur hans, eptir áliti tilkvaddra verzlun- arfróðra manna, verið óreglulega og mjög svo hirðulauslega færðar, og það svo, að ekki verð- ur hægt að gera upp reikning sumra viðskipta- manna hans; aldrei haldið neina kassabók nje hirt um að hafa verzlunarbækur sínar lóggiltar. Aflabrögð. Nú um helgina sem leið voru komnir nokkuð á 4. hundraðs hlutir hæst í Garði og Lc'ru, hjá Inn-nesjamönnum ; meðal- hlutur á að gizka um 200 hjá þeim, en tals- minna hjá innlendum, og sumum varla neitt, svo sem 5 — 10 fiska hlutur alla vertíðina. Dag- ana fyrir helgina fór að verða nokkuð vart í net hjer á Inn-nesjum, á dýpstu fiskimiðum. Og eitt skip fjekk í fyrra dag 30 fiska hlut vestur í Rennum „við rek", af' vænum þorski, Á Akranesi byrjaður mikið góður afli í net, sem þar er fremur lítið um. þilskipin, þau 5—6, sem úti voru við fiski- veiðar hjeðan úr plássi, Faxaflóa sunnanverð- um, komu iim nú fyrir helgina með ágætan afla, 8—6*/i þúsund frá því á páskum. Meðal frakk- neskra fiskiskipa, er hingað hafa skroppið inn nýlega, var eitt, sem hafði fengið 24.000, og sagði formaðurinn, að hann hefði aldrei hitt fyrir jafnmikinn fisk sem nú öll þau 30 ár, sem hann hefði stundað fiskiveiðar hjer við land. Hákarlaskip G. Zoé'ga komu líka inn í vik- unni sem leið, eptir 10—12 daga útivist, með um 140 tunnur hvort. Sigling frá útlöndum. Til Rvíkur ,6/4 Imma- Dtiel, 98 smál., formaður Mogensen, frá Khöfn til Thomsens-verzlunar.— 19/4 Agdanæs, 227, gufuskip með timbur frá Mandal, eptir 6 daga lerð. Með þvf kom útgerðarmaðurinn, Herm. Wathne kaup- maður. Skipið fer uptur á morgun, til Austfjarða. — "/1 Sömanden, 99, Olsen, frá Khöfn til Brydes- verzlunar. Meðalalin verðlagsskrár 1885—86 cr skökk i sumum sýslunum í verðlagstöflunni í siðasta blaði. Hún á að vera: í Austur-Skaptafellssýshi 49 aurar, í Vesiur-Skaptafellssýslu 46, i Rangárvallasýslu 50 i Vestmannaeyjasýslu 52, i Árnessýslu 58, i Gull- br. og Kjósarsýslu og í Reykjavik 61, í Borgar- fjarðarsýslu fio, í Mýrasýslu 60, í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu 63, í Dalasýslu 63, i Barðastrand- arsýslu 60, í Isafjarðarsýslu- og kaupstað 63, i Strandasýslu 60, í Húnavatnssýslu 57, í Skagafjarð- arsýslu 52, í Eyjaíjarðarsýslu og -kaupstað 56, i pingeyjarsýslu 54, ' Norður-Múlasýslu 55, í Suður- Múlasýslu 56. — Annars fylgir þessu blaði verð- lagstafian rjett prentuð á lausu blaði, handhæg til geymslu. Hafishroði fyrir Vestfjörðum, alla leið frá Horni að Bjargtöngum,—frjettist í dag með hvalveiðaskip- inu Isafold. Mannslát. Aðfaranótt hins 20. þ. m. and- aðist merkisbóndinn Níels tr.icsmiður Eyjólfsson á Grímsstöðuni á M^rum, rúmlega sextugur; ættaður af Austfjörðum. Hann var mikill at- orku- og ráðdeildarmaður, og búhöldur góður, í fremstu bænda röð, og mesta sveitarstoð. Utlendar frjettir. Með gufuskipinu frá Mandal og seglskipum frá Khöfn hafa borizt hingað útlendar frjettir til marzloka. Ofriðarviðbúnaður talsverður með Rússum og Engleudingum, út úr landaþrætu |í Miðasíu. Englendingar höfðu herskipatiota sinn ferðbú- inn til Eystrasalts og Svartahafs, og ekki hægt að sjá síðast, hvort snúast mundi til friðar eða styrjaldar. Frakkar höfðu beðið ósigur fyrir Kínverjum austur í Tonkin tvisvar síðustu vikuna af marz, í smábardögum, og misst kastalann Langson, er þeir voru nýlega húnir að ná á sitt vald. I Danmörku útlit hið ískyggilegasta, að því er kemur til stjórnarbaráttunnar. Fólksþingið ritaði konungi ávarp 19. marz um að skipta um ráðaneyti, og gaf |i skyn, að draga kynni að óðrum kosti til borgarastríðs. Landsþiugið andæpti þessu í öðru ávarpi daginn eptir, og konungur svaraði hátíðlega næsta dag, 21., að hann mundi halda ráðaneytinu jafnt sem áður, enda væri það engin gild fyrirstaða fyrir sam- komulagi milli þingdeildanna um fjárlögin o.s.frv. Fjárlögin voru óbúin að morgni hins 31. marz, síðasta dag fjárhagsársins, og engin millibíls- fjárlög til. Muu því hafa dregið til þess, sem við hefir veriö búizt: bráðabirgðafjárlaga o. s. frv., hvað sem þá vcrður tíðinda úr því. Dáinn prófess. Höedt, leikarinn ágæti í Khöfn,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.