Ísafold - 03.06.1885, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.06.1885, Blaðsíða 2
94 J>á er hinn aðalatvinnuvegur landsins, fiskiveiðarnar, sem auðsjáanlega er mjög á- bótavant og er þó sömuleiðis mjög mikils- verður fyrir landið. Til fiskiveiða þekki jeg ekki neitt, en þó kemur mjer svo fyrir sjón- ir yfir höfuð að tala, sem fiskiveiðarnar á opnum skipum muni vera harla lítill gróða- vegur fyrir landið; það lítur út fyrir, að mögru árin gleypi allt af hin feitu og verði þó eigi feit. Youin um gott aflaár, er bæti úr því, sem brugðizt hefir svo hraparlega ár eptir ár, tælir svo marga til að vanrækja landbúnaðinn og koma sjer að sjónum til þess að græða þar fje á skömmu bragði. En því miður bregzt sú von helzt til opt: fiskur- inn kemur eigi, heldur í bans stað vinnu- leysið, með öllum þess slæmu afleiðingum, þar sem svo margir sjómenn hrúgast sam- an. fað verður auðvitað ekki á móti því borið, að stundum gefur sjórinn mjög mik- ið af sjer í aðra hönd; þetta elur þá von hjá sjómanninum (eins og í spilum!), að honum muni þá og þá bera eitthvert það happ að höndum af sjónum, er bæti hon- um alla bið og allan skaða, og virðist það aptur hafa þau áhrif á ýmsa, að þeir virða að vettugi það sem þeir geta unnið sjer inn daglega með stöðugri vinnu, gætandi eigi þess, að það er drjúgt sem drýpur, þótt, smátt sje, og að það er víst, að það verður miklu affarabetra og notasælla til fram- búðar heldur en þessi spilamennska við sjó- inn, sem fiskiróðrarnir eru að jafnaði. |>ar að auki bíður landið stórtjón á ári hverju fyrir það, að fjöldi manna fer í sjóinn í fiskiróðrum á hinum opnu skipum. |>ann- ig drukknuðu á árunum 1878—81, það er á einum fjórum árum, 281 karlmaður hjer á landi, og er það 5. hver dáinna karl- manna á því tímabili á aldrinum frá lð til 65 ára. |>að getur verið, að af því að mjer er svo hugarhaldið um framfarir landsins í land- búnaði, þá líti jeg nokkuð óbilgjörnum aug- um á fiskiveiðarnar. En mjer getur ekki skilizt, að það geti verið rjett, að yfirgefa landbúnaðinn til þess að stunda fiskiveiðar á opnum skipum. Eigi fiskiveiðar að verða landinu arðsamar, virðist mjer mega til að stunda þær á annan hátt en nú gerist al- mennt hjer á landi. Jeg geri þá ekki ráð fyrir, að nokkur maður muni bera á móti því, að atvinnu- vegirnir sjeu mjög skammt á veg komnir hjer á landi, nje hinu, að þeir geti tekið mjög miklum framförum. En um það, hvað helzt standi fyrir þessum framförum, geta verið nokkuð skiptar skoðanir. Margir bera mest fyrir fjeleysi og kunnáttuleysi. J>að er nú vitaskuld, að nokkurt fjármagn er nauðsynlegt til allra fyrirtækja, og væri mjög æskilegt, að landið fengi einhverja þá j peningastofnun, er veitti greiða aðgöngu að I lánum gegn fullri tryggingu. Að kunuátta sje nauðsynleg, er líka sjálfsagt. Til þess að bætt verði úr kunnáttuleysinu er fyrsta skilyrðið það, að landslýðurinn sje sjer þess meðvitandi og finni sáran til þess, og kosti því kapps um að bæta úr því. En auk fjár og kunnáttu er enn eitt atriði, sem framfarir hvers lands eru mjög svo undir komnar, og það er atorkusemi almennings, sönn lyst og vilji alþýðu manna til að vinna. þ>egar slík lyst og vilji til að vinna er orðinn al- mennur meðal alþýðu manna, þá kemur líka von bráðar bæði fje og kunnátta; þá munum vjer geta að líta hvern túnblett- inn sljettaðan eptir annan; grjóti rutt úr túnum og slæjublettum; þang notað til á- burðar í stórum mæli, sem er ágætt til þeirra hluta, með því að það hefir inni að halda bæði holdgjafa, kalí og fósforsýru, og gæti orðið að auðsuppsprettu, þar sem nóg er af því; hesta notaða við jarðyrkjustörf o. s. frv. |>á mundi og spretta upp ýmis konar iðn- aður, er menn gætu haft fyrir stafni hinn langa vetrartíma, t. d. alls konar tóvinna, kaðlavinna, jafnvel tóbaksspuni o. fl., er ekki getur þrifizt hjer nú sem stendur vegna þess, hvað vinnulaunin eru há og það fyrir ljelega vinnu, og er þó almennt haldið svo fjarskalega óspart á tímanum hjer á landi meiri part ársins að minnsta kosti. Time is money (tíminn er peningar) segja Eng- lendingar aptur á móti. Að vekja og örfa elju og atorku almennings er það sem mest ríður á hjer á landi nú sem stendur; því það verður þó það, sem drjúgast verður landinu til viðreisnar og framfara, þegar öllu er á botninn hvolft; það er það, að bjarga sjer sjálfur, sem vjer verðum að byggja á framtíð landsins. |>að stoðar eigi að bíða eptir því, að land- sjóður endurreisi landið; því það getur landsjóður ekki, þótt hann jafnvel ljeti allt sem hann á »til eflingar búnaðin. Landsjóð- ur getur ekki hreint út í bláinn látið fram- kvæma hin og þessi stórkostleg fyrirtæki búnaðinum til framfara, ef hann hefir alls enga trygging fyrir því, að almenningur hafi elju og atorku til að hagnýta þess konar fyrirtæki sjer og landinu til ávaxtar. Ef þar á móti elja og atorka alþýðu manna lifnaði svo, að þess sæist órækur vottur; ef segja mætti við landsjóð: »Hjer eru nú þessir iðju- og dugnaðarmenn, sem hafa aukið og bætt tún sín svo og svo mikið, sem hafa nú svo miklu fleiri kýr en áður o. s. frv., þeir standa nú með verkfærin í hönd- unum viðbúnir að halda áfram frekari jarða- bótum m. m., en sá eða sá farartálmi er þeim ofurefli að yfirstíga af eigin rammleik« — þá er ólíklégt, að nokkurt þing mundi syuja til lengdar fjárstyrks til slíkra fyrir- tækja, með því líka landsjóður nýtur þess sjálfur með ríflegri tekjum, er eitthvert arð- samt framfarafyrirtæki, sem nokkuð kveð- ur að, er komið í verk. Að alþýða manna er að jafnaði ekki svo atorkusöm sem skyldi, er vissulega að nokkru leyti því að kenna, hvernig fátækra- málum er stjórnað. Að lögum er það eng- in skylda að annast hvern þann af almanna- fje, er segir sig til sveitar, af hvaða ástæðu sem er; en í framkvæmdinni mun sá rek- spölur kominn á, að það er eins og það væri skylda sveitarstjórnarinnar að standa straum af velvinnandi fátæklingum, undir eins og þeir knýjaá; en slíkt er hinn versti þröskuldur fyrir viðreisn landsins hvað efnahag þess snertir, og kemur þar að auki í bága við alla sanna mannúð ; því það er gagngjört mannúðarleysi, að taka frá fá- tækum iðjumönnum og gefa letingjunum, og gera þar með að engu allan greinarmun á lífskjörum iðjumannsins og letingjans, þar sem letinginn á margsinnis eins góða daga eða betri á sveitarinnar kostnað held- ur en iðjumaðurinn, sem neytir síns brauðs í sveita síns andlitis. En það er ekki nóg með það, að það er engin skylda fyrir sveitarsjóðina, að standa straum af velvinn- andi þurfamönnum, heldur er mjög skað- legt að gjöra það, með því að þar af leið- ir, að hinn velvinnandi þurfamaður fær eigi nægilegt tækifæri eða aðhald til að leita sjer atvinnu, en það er aptur til niðurdreps öllum framförum og getur með tímanum orðið til þess að öll kynslóðin úrættist. það sem mannúðar vegna má ætlast til af þjóð- fjelaginu með sanngirni, er, að ala önn fyrir öllum þeim, sem einhverra hluta vegna eru ekki færir um að vinna fyrir sjer, svo sem einkum þeir er veikir eru (sjer í lagi geð- veikir), munaðarlaus börn, uppgéfin gam- almenni o. s. frv.; þess konar þnrfamönn- um á þjóðfjelagið að ala önn fyrir svo vel sem hægt er, og væri æskilegt, að þeir nytu þess að einhverju leyti, sem spara mætti frá letingjunum með góðri stjórn. Að þess konar fólk, að minnsta kosti börn og heið- arleg gamalmenni, er látið vera saman við letingja og óþokkaskríl í fátækrahúsum í öðrum löndum, á auðvitað mjög illa við, og og er fjarri því að vera mannúðlegt. það ber auðvitað við, að velvinnandi fólk, sem líka er iðju- og atorkusamt, kemst í svo mikil bágindi, án þess að hafa til þess unnið, að það er eigi sjálfbjarga. þegar svo stendur á, á bezt við að hjálpað sje með gjöfum og samskotum, og það er líka optast nær hægt að hjálpa þess konar fólki, með

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.