Ísafold - 03.06.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 03.06.1885, Blaðsíða 3
95 því að það verður meira að segja að jafnaði; nauðsynlegt, — sje það ekki gjört af miklu fegnara að fá vinnu heldur en gjafir. j stjórninni, — að þingið segi fyrir um, Jeg hefi nú í fám orðum leitazt við að hvernig að skuli fara, þegar enginn sýna fram á, hversu nauðsynlegt það er, að miklu meira sje unnið hjer á landi en nú gerist, og að þeim hluta fátækrastyrksins, sem veittur er vel vinnandi fólki, sje snúið upp í vinnu, með því að sveitarþyngslin leggjast nú svo þungt á iðjumennina, að það stendur landinu stórum fyrir þrifum. jpessu virðist mega framgengt verða með tvennu móti, sem verður að styðja hvað annað. Annað er það, að sveitarstjórnir og aðrir hlutaðeigendur fylgi betur fram orðum og anda fátækralöggjafarinnar en nú gerist; en til þess að þeir geti það, þarf að veita þeim siðferðislega stoð með því að taka í sama streng í blöðunum allt af við og við, svo að þessir forvígismenn vorir í þessu máli viti, að margir góðir menn láti sjer annt um það, til þess að sú meðvitund geti vegið upp á móti óþægindum þeim og óhróðri, sem hver dugleg sveitarstjórn má búast við af hálfu letingjanna, er hún vill eigi framar halda verndarhendi yfir leti og ómennsku, eða sæma slíka mannkosti verðlaunum, heldur halda sjer fast við laganna fyrirmæli. f>að eru ljelegustu sveitarstjórnirnar, sem letingj- arnir lofa.—Annað ráðið er það, að sveitar- stjórnirnar kosti jafnan kapps um að hafa til vinnu í stað sveitarstyrks handa þeim, sem til þess eru færir, annaðhvort fyrir sveitina sjálfa eða einstaka menn. J>að mun víðast vera nóg til af þess kon- ar vinnu. En hvernig bezt verður að koma sjer við með þetta, það þarf ítarlegrar íhug- unar, og væri æskilegt, að greindir og reynd- ir hreppstjórar og hreppsnefndarmenn vildu ræða um það og rita; þeim er málið kunn- ugast, og er jeg sannfærður, um að þá muni eigi vanta viljann til að styðja það og efla. Mundi mjer sjálfum þykja mjög vænt um, ef það gæti borið ávöxt, og skal jeg ekki láta mitt eptir liggja að taka þátt í þeim umræðum, ef það gæti orðið að einhverju liði landinu til framfara. Prestakosningar og prestaskortur, f>að er mælt, að eitt af þeim laga- frumvörpum, sem stjórnin í þetta sinn ætlar að leggja fyrir alþingi, veiti hlut- aðeigandi söfnuðum fullkominn atkvæð- isrjett í kosningu presta, þegar fleiri kandídatar en einn sækja um eitthvert bauð, þar sem söfnuðirnir nú að eins hafa meðmælingarrjett. þ>etta er nú frjálslegt og eðlilegt, og veruleg rjettarbót. Enjafnframt virðist það vera öldungis prestur eða kandidat með lögboðnum hæfilegleikum sækir um eitthvert brauð. sem opt ber við, einkum þegar fátæk útkjálkabrauð eiga hlut að máli, og verður ekki betur sjeð en að það sje hrein og bein skylda löggjafarvaldsins að gera kirkjustjórninni mögulegt að bæta úr slíkum vandræðum og útvega hlutaðeigandi söfnuðum nokkurn veg- inn fullnægjandi prestsþjónustu. Virð- ist meiga gera þetta með ýmsu móti ; en þó mun það liggja beinast við, að alþingi veiti landshöfðingja heimild til með vissum takmörkum að hækka svo þá uppbót, sem brauðinu nú eru lögð, að það verði aðgengilegt, og að það sje tekið skýlaust fram, að þar sem þvi verður viðkomið.að prestlausu brauði má þjóna af nágrannaprestum, megi verja uppbót þess til að borga millbils- prestsþjónustuna að svo miklu leyti sem tekjur þess ekki hrökkva til þess eptir sanngjörnum reikningi, er liggi undir úrskurð biskups. Hinir fámennu og fátæku söfnuðir eiga heimting á þvf eins og hinir, að landstjórnin láti sjer annt um andlega hagsmuni þeirra og hlynni að þeim eins og verður; annars bregzt hún skyldu sinni. Enda er engin ástæða til annars en að bera hið bezta traust til þingsins í þessu efni og skal þvf ekki fjölyrða um það að sinni. Safnaðarfulltrúi. Um ýsulóðarbrúkun i Árnessýslu.— Grein minni með þessari yfirskrift , sem ný- lega stóð í ísafold (XIT, 12.) hefir bóndi í Strandarhreypi þózt þurfa að svara (ísaf. XII, 16.). Hann virðist halda, að jeg vilji blanda mjer í fiskiveiðamálið við Faxaflóa. En því fer fjarri. j>ar er jeg ókunnugur, og get vel trúað, að þar hagi talsvert öðruvísi til en hjer. Jeg skrifaði grein mína af því jeg álít ómiss- andi að blöðin fái, sem víðast að, skýrslur um atvínnuvegina. En játa skal jeg, að greinarn- ar að sunnan komu því til vegar, að mjer hug- kvæmdist að skrifa um lóðina. Grein bóndans ber þess vott, að hann er ekki kunnugri hjer eystra, en jeg er syðra ; þar af leiðir það, að jeg þarf að leiðrjetta sumt sem í henni stendur. Höf. ber „sjómenn, sem róið hafa á Stokks- eyri og Eyrarbakka margar vertíðiru fyrir því: aö ,.optastnœr uni sumarmál, og stundum fyrri, sje þar öll aflavon á enda“; aö þar fáist svo að segja enginn fiskur allt áriö um kring nema þenna stutta vetrarvertíðartíma, og aö þetta „auðkenni þessar veiðistöður síðan farið var að viðhafa þar ýsulóðina á vetrarvertíöinniu. Og hann sveigir því að mjer, að jeg „minnist ekk- | ei t á“ þetta. j>að var ekki von jeg minntist á það: mjer datt ekki í hug, að neinn, er satt vildi segja, segði svo ónákvæmlega frá, að ann- að eins og þetta yrði út úr því leitt; en rang- hermi er ekki hægt að svara fyrirfram. Jeg skal nú skýra þessi atriði. það er lielzt til satt, að „optastnær um sumarmál, og stund- um fyrri, er öll aflavon (af þorski) á enda“ í 'óllum veiöistööum hjer austanfjalls, eins i Sel- vogi og Grindavík, þar sem lóð hefir aldrei verið viðhöfð um vetrarvertíð, nema ef það er nú um fáein síðustu árin. j>etta er því alls ekki lóðinni að konna; það stendur í engu sambandi við notkuu hennar. j>essi breyting varð á aflabrögðunum þá, er liinn mikli fjöldi útlendra fiskiskipa fór að halda sig á djúpmið- um hjer austanfjalls, og gora þar niðurburð, er fiskurinn dregst að, og leggst því eigi um kyrt á grunnmiðunum, eins og hann gerði áð- ur. j>etta er öllum fulltíða sjómönnum hér austanfjalls kunnugt. Til sönnunar því, að ýsulóð spilli ekki aflabrögðum eptir sumarmál, skal jeg færa eitt dæmi af mörgum. Vorið 1873 tók einn af þorlákshafnar formönnum sig burt þaðan viku fyrir lok—því þar var þá fislci- laust. -- Hann flutti skip sitt austur á Eyrar- bakka og reri þaðan vikuna sem eftir var. Hann hafði að eins lítinn lóðarstubb; en á þann stubb fiskaði liann á vikunni 1 */2 hundrað, og voru 30 þar af þorskur. Og optastnœr fæst þó nokkur afli eptir sumarmálin; en ekki nema á lóðina. Raunar er það mestmegnis ýsa; en hjer þykir hún nú betri enn ekkert; enda munu ekki dæmi til þess hjer, að 30 fiska hlutur kom- ist í einn sjóvetling. Eins ástæðulaust er að kenna lóðinni um aflaleysi utan vetrarvertíðar. Aður en hún var tekinn upp, þóttu hvorki Stokkseyri nje Eyrarbakki sjerlegar aflaveiði- stöður, ekki einusinni um vetrarvertíð, því síð- ur utan liennar. Um haustvertíð er hjer sjald- an að ræða: það er ekki nema stöku sinnum, að þá gefur hjer á sjó ; þó er heldur nokkur haustafli síðan farið var að nota lóðina. Á vorvertíðum fæst nú optast all góðar ýsuafli á lóðina ; en áður, meðan haldfærin voru stund- uð, fjekkst hún svo að segja engin, og þorsk- reytingurinn, sem þá fjekkst, var mjög lítill og alls ekki til að leggja hann á móti ýsu-aflanum nú á tímum. Til sönnunar þessu framansagða skal jeg geta tveggja dæma: Guðmundur J>or- gilsson, föðurbróður minn, sannorður maður, sem nú er dáinn fyrir fáum árum, sagði mjer að hann hefði róið 15 ár hjá föður mínum— það var fyrir mitt ininni—en faðir minn var lengi heppnastur formaður á Stokkseyri. En á þessum 15 árum náði vetrarvertíðarhluturinn hjá honum samt aldrei 2 hundruðum; eitt árið, 1845, var það aðeins 40 fiska hlutur, sem hann fjekk. Annar hepnastur formaður á Stokkseyri um sama leyti var Jón J>orsteinsson í Roðgúl. Hann stundaði sjó haust og vor, auk vetrar- vertíða. Maður, sem lengi reri hjá honum, sagðist eitt árið aðeins hafa fengíð 17 fiska á öllu timabilinu frá vetrarvertíðarlokum til vetr- arvertíðarbyrjunar næst á eptir. |>að kann nú að hafa verið eitthvert bágasta ár; en ekki var það lóðínui að kenna: hún var þá ckki þekkt hjer. J>ar á móti fjekk jeg, vorið 1868, 6 hundraða blut á Stokkseyri. frá vertíðarlok-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.