Ísafold - 10.06.1885, Blaðsíða 2

Ísafold - 10.06.1885, Blaðsíða 2
98 Iukkans bændunum, blindingunum, fyrir að þakka. Og við sem ættum að geta varið I þeim sem vildum bæði Sundið okkar og Belt- in bæði!« J>ess þarf vart að geta, hvorurn hægri- menn vilja banna siglingar um sundin, eða hvorum þeir unna sigurs, ef til ófriðar kem- ur. Auðvitað, að rjetturinn er Bússa meg- in, og að Englendingum á að hefnast fyrir flotaránið 1808; hins er ekki gætt, að það var Frökkum og Riissum að kenna. Já, þau orð eru jafnvel höfð eptir foringjum í sjóliði Dana : »Ó, að við mættum leggja í þá !« Frd Svípjóð. Svíar eru nú ný- gengnir af þinginu, og höfuðafrek þess mun vera kallað lögin um hina nýju herskipun, eða almenna þjónustuskyldu og hermennsku- nám, eptir fyrirmynd annara ríkja. Hjer hefir lengi verið á móti stappað, einkum af Suður-Svíum og helztu fulltrúum þeirra á þinginu (t. d. Carl Ifvarson). Mótmælendur laganna hafa sagt eins og satt er, að breyt- ingin ljetti þeirri kostnaðarbyrði af hinum efnuðu, sem hlyti að koma þyngst niður á herðum fátækra mauna, því það væru þeir, sem fyndu mest til, er þeir yrðu að sakna sona sinna á þjónustuárunum. I einu suð- ursænsku blaði hefir nýlega staðið grein, sem tók hart á nýmælunum, og kvað um leið Suður-Svíum (»Gautum«) mál til komið að hefja handa, og láta ekki Upp-Svíana fara með hin syðri hjeruð (Skán, Halland og Bleking) eins og lönd með vopnum unnin. þetta er því meiri nýlunda í blöðum Svía, sem beinlínis er talað um, að Suðúr-Svíum sje rjett að sækja til sjálfforræðisstöðu inn- an sænskra ríkislaga. pýzkaland. Hjeðan engin markverð tíðindi, en þess að geta, að uin ríkiserfðir í Brúnsvík mun fara sem ætla mátti. Bis- marck hefir lagt þá uppástungu af háifu Prússaveldis fyrir sambandsráðið, að her- toginn af Cumberlandi skuli verða af völdum í Brúnsvík, beint fyrir þá sök, að hann sje Prússaveldi óvinveittur, og hljóti því að vera voðagripur fyrir alríki J>jóð- verja, eða ríkjasambandið, sem tryggi með lögum sínum rjett Prússaveldis og allra rík- anna samt. »Welfaflokkurinn« eða vinir Hannoverskonungs og forræðisheimtendur þess ríkis sje fjölskipaður einmitt í þeiin hjeruðum, er liggi Brúnsvík næst, og því mégi búast við nýjum samdrætti og brögðum gegn sambandinu af þeirra hálfu, ef hertog- inn nái þar ríki. Engir efast lengur um, hvernig því máli muni af reiða í sambands- ráðinu. Fj n g l and . »Hvað líður deilunni við Rússa?«. Svo er von að flestir spyrji, en því er enn afarerfitt að svara. »Viö semjum með okkur«, segja hvorirtveggja, en þeir Gladstone bæta opt við, að þeir megi ekki allt uppskátt gera að sinni, þó málið sje á sáttaleið komið. Óhætt mun að fullyrða, að þeir Gladstone og Granville hafi slegið heldur undan, og að þeir muni hopa lengra ef þeir mega ráða. Indland vilja allir verja »En hvar skal þær varuir hefja?« »Sjálf- sagt við norðurtakmörk Afganalands«. Svo hafa | lengi allir sagt. Viggar líka, og því hafa þeirgert Abdurrhaman aðsínum skjólstæðingi. En nú er gömul spurning upptekin : »Væri ekki bezt og hentast að tryggja norðurtak- mörk Indlands á þeirn sjálfum, og þar með fram, með köstulum og vígjum?« Gert nú að álitum í blöðum á Englandi, eptir að uppþotið Eyrsta hefir hjaðnað. Skyldi þeim Gladstone búa innanrifja að hopa suður yfir Afganaland ? Bágt að vita, en hitt virðist auðsætt sem fyr í egipzka málinu, að ráð þeirra er á reiki. Allt um það herbúast Englendingar af kappi, og Rússar ekki síð- ur. Talað um, að samningarnir kunni að dragast til útgöngu næsta mánaðar. Jeg nefndi egipzka máhð. Af því þau tíðindi að segja, sem fæstir munu hafa við búizt. Englendingar kveðja heim eða á burt lið sitt frá Egiptalandi, gefa það allt upp, sem áformað hefir verið um sókn suð- ur að Kartum eða vestur að Berber frá Suakin og strönd Rauðahafs. Hjer þykir flestum lítilmannlega viðskilið, eptir allt, sem í sölurnar er lagt—og rjett á eptir, að þeir Gladstone hafa með ákefð og málfimi haft út á þinginu framlög á 11 miljónir p. sterl. og sagt, að ð eða 6 væru ætlaðar til hersins á Egiptalandi. Nokkrar sveitir skilja þeir þó eptir í Súakin, en ósýnt hvernig Englendingum tekst að halda þeirri stöð, nema soldán í Miklagarði verði við beiðni þeirra og sendi þangað her sinn. Annars er það í frjettum borið frá Sudau, að vald falsspámannsins standi þar nú á völtum fótum, og að margir höfðingjar hafi risið á móti honum, þó bágt sje að vita, hvað hjer má fyrir satt hafa. — Sumir geta svo góðs til, að þeir Gladstone vilji eiga allt til taks móti Rússum, ef til stórræða dregur. Uppreisninni í Canada er nú lokið, flokk- unum stökkt á dreif eptir harðan bardaga, og foringinn (Niel) tekinn höndum. Frakkland. Seinustu fregnir segja, að friðarsamningarnir við Sínlendinga sje við það á enda kljáðir, og að þeir gangi að þeim kostum, sem Frakkar hafa boðið. Nú eru nýmælin um listakosningar sain- þykkt af báðum þingdeildum, og verður þeirra svo neytt við kosningarnar, sem nú fara í hönd. þann 24. þ. m., lokadag uppreisnarinnar í París 187.1, gerðust þær ópektir, sem herinn hlaut að stilla. Flokkar af frekjuliði Par- ísarlýðsins gengu með rauða fána út á kirkjugarðinn mikla, Pére Lachaise, og vildu blómskreyta leiði uppreistarhetjanna. Yið atgöngu liðsins er sagt að særzt hafi 40—50 manna, en 2 eða þrír hafi hlotið bana, og margir höndlaðir. Látinn er Victor Hugo (22. maí), kominn á níræðisaldur. Mörgum mun nokkuð um þenna mann kunnugt, og hitt með, að hann var konungur franskra skálda, og vart of sagt, að hann sje skálda frægastur og mestur á þessari öld. Spdnn. Hjer er nú kólera aptur á gangi, og hjer hefir læknir einn tekið það til úrræðis, að setja mönnum kóleruefni, og er sagt það gefist vel móti banvæni pestarinnar. Vi ðb œ tir. Meðan póstskipið var í Skot- landi, komu loks þau skeyti frá stjórninni í Pjeturshorg, að hún gengi að þeim sátta- boðum, er enska stjórnin hafði látið uppi síðast um landaþrætuna eystra. Er mál- ið þar með á enda kljáð,svo að báðum máls- pörtum mun allvel hlýða, og þannig afstýrt voðalegum ófriði með stillingu og vitúrleik, en það mun mega mest þakka Gladstone gamla. Ferðapistlar eptir tpozvaid cFhozoddoon. 111. Leipzig 20. apríl 1885. Hjer ernú óvanalegur hiti, svo menn ekki muna slíkt um þetta leyti; skógarnir eru skrúðgrænir, trén þakin blómum, hvítum, gulum og rauðum, svo mjög fagurt er yfir að líta. Hjer í Leipzig er margt um mann- inn þessa daga, því nú stendur vormarkað- urinn sem hæst. A hverju torgi og mörg- um hinum breiðari götum hafa verið reist- ar smá trjebúðir og í þeim er verzlað með alls konar nauðsynjavörur og glingur. Stór- ir markaðir voru mjög tíðir á miðöldunum; þá söfnuðust menn saman úr öllum áttum í borgunum á vissum tímum til þess að kaupa sjer nauðsynjar sínar fyrir marga mánuði; nú eru markaðir þessir miklu þýð- ingarminni en fyrr; járnbrautirnar og frjetta- þræðirnir gera allar samgöngur svo greiðar, að menn geta á hve'rri stundu fengið allt, er þeim dettur í hug, ef þeir hafa eitthvað fyrir að láta. Markaðirnir hjer í Leipzig og Nischni-Novgorod á Rússlandi eru hinir einu, sem nokkurs er um vert, þó þeir sjeu miklu minni en áður. A markaðinum hjer í Leipzig er öllu skipað niður eptir vissri reglu, ög hver vöru-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.