Ísafold - 10.06.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 10.06.1885, Blaðsíða 3
tegund fyrir sig, á heilum torgum er ekkert! selt nema dúkar og ljerept, á öðrum stað blóm og ávextir; utan með kjötmangara torginu eru heilar dagsláttur þaktar leirílát- um, bollapörum, diskum, krúsum o. s. frv. A einu torginu sjást að eins sútuð skinn og svíns-#burstar«, á miðtorgi bæjarins (Au- gustusplatz) eru óteljandi glingurbúðir og kökubúðir, þar eru hlaðar af stórum pipar- kökum, sem eru pálstunga á þykkt og margt annað sælgæti, og sveima barnahópar kring- um búðir þessar eins og mý á vordegi. Mest kveður hjer að grávöruverzluninni á markaðinum, er hún mest á götu þeirri, er heitir Brúhl, þar eru stórkostleg auðæfi samankominn í eintómri grávöru, þar eru skinn af ljónum, tígrísdýrum og pardusdýr- um, safali, oturskinn, bjarnarfeldir, tóu- skinn, ermelíu og óteljandi aðrar tegundir. Yerzlun þessi er mest í höndum Gyðinga; eg beiddi einn kaupmanninn að sýna mjer það, skinn er hann hefði dýrast, og var það dálítið sjaldgæft oturskinn, er kostaði um 1400 krónur. Um þetta leyti eru hjer ótal Gyðingar frá Bússlandi og Póllandi, eru þeir auðþekktir á nefinu, búningnum og öllu látbragði. þeir ganga á skósíðum kápum eða úlpum með svarðreipi um sig miðja, hafa þeir kollhúfu á höfði, langt skegg og láta langan snúinn hárlokk hanga framan við hvort eyra; flestir þeirra eru fjarska óhreinir og sóðalegir jafnvel þótt auðugir sjeu ; hafa þeir það orð á sjer að vera nízk- ir fram úr hófi og huglausir. Tyrkir eru hjer margir og eru þeir auðþekktir á því, að þeir bera allir rauðar skotthúfur (fez); ýmsir eru hjer aðrir langt að austan gulmó- rauðir á hörundslit. 1 birtingu fer að sjást hreyfing á torgunum, kerlingar og karlar breiða út varninginn; innan um búðirnar þyrlast upp bláir reykjarstrókar hjer og hvar, þar er kvennþjóðin undir berum himni að hita sjer kafifi til hressingar, alveg eins og í mógröfunum við Beykjavfk; þegar á líður fjölgar fólkinu og á laugardagskvöld-. um og sunnudögum er mamiamorið eins og síld í »lás« milli búðanna og á miðtorg- unum verður varla þverfótað fyrir krökkum og barnavögnum. A syðsta torginu (kon- ungstorgi) er fullt af trúðum og leikurum, standa sumir fyrir framan búðirnar og hvetja fólk til inngöngu með alls konar fíflalátum, öskri og óhljóðum, gengur ekki á öðru allan daginn, og er því ekki að furða þó margir sjeu hásir eða hlægilega skræk- hljóðaðir, aðrir halda langar ræður eða syngja um kynjalyf og »humbugs«-meðöl eins og brama-lífselixir og þess kouar, og láta sem þeir væru vitstola. Hið íslenzka garðyrkjufjelag. það virðist auðsætt, að efling og aukn- ing garðyrkjunnar hjer á landi geti orðið landsbúum til mikils gagns og framfara, með því að þeir með því móti ættu hægra með að aflasjer heilnæmrar jurtafæðu, sem, eins og kunnugt er, stuðlar næsta mikið að því, að afstýra ýmsum sjúkdómum, t. a. m. skyrbjúg, og sumpart gætu þannig atíað vetr- arfóðurs handa skepnum sínum, með því að ýmsar eru þær fóðurjurtir, er spretta vel í ó- þurkasumrum, þá er mjög er örðugt að bjarga heyi óskemmdu. Vjer, sem hjer ritum nöfn vor undir, höf- um tekið oss saman um að mynda fjelag, er vjer nefnum : »hið íslenzka garðyrkjufje- lag«, og skal mark og mið fjelags þessa vera, að efla og styðja garðyrkju hjer á landi yfir höfuð, en fyrst um sinn mun fje- lagið einkum binda sig við það, að styðja að ræktun venjulegra garðávaxta og nokk- urra fóðurjurta, sem að mestum notum geta komið hjer á landi, svo sem eru : kálrapi, turnips, kartöflur, og fáeinar aðrar. Að þessum tilgangi sínum mun fjelagið styðja, með því 1, að sjá um, að sem auðveldast verði að fá gott og nægilegt fræ til útsæðis ; 2, að afla þekkingar á því fyrir reynsluna, hverjar aðaltegundir og aukategundir bezt þrífist hjer á landi, og hverja aðferð skuli við hafa, til þess að tegundir þessar heppn- ist sem bezt ; og ennfremur sjá um, að þessi þekking breiðist út meðal almenn- ings; 3, að glæða áhuga landsbúa á garðyrkju, og því veita verðlaun fyrir þær jurtir, sem bezt eru ræktaðar, og fyrir gott fræ, sem aflað er hjer á landi. Keykjavík í aprílmánuði 1885. Schierbeck. E. Th. Jónassen. H. Kr. Friðriksson. S. Melsteð. A. Thorsteinsson. Steingr. Thorsteinsson. Magnús Stephensen. Hallgr. Sveinsson. Pjetur Pjetursson. L. E. Sveinbiörnsson. Grímur 'Ihomsen. þórarinn Böðvarsson. G. Zoega. Kristján Jónsson. S. Sveinsson. Björn Jónsson. Bergur Ihorberg. * * * A fundi, sem haldinn var hjer í bænum 26. f. m., var fjelagið stofnað, lög þess sam- þykkt og kosnir embættismenn og fulltrúar. * . * Jafnframt og þannig hefir verið skýrt frá stofnun ohins íslenzka garðyrkjufjelags«, leyf- ir forstöðunefndin sjer að skora á alla, sem hafa áhuga á garðyrkjunni á landi voru, að ganga í fjelagið ; þeir, sem gjörast vilja fje- lagar, snúi sjer í því efni, brjeflega eða munnlega, til formannsins eða skrifarans. Fjelagsgjaldið er annaðhvort 20 kr. í eitt skipti, eða 1 kr. árlega, scm greiðist fyrir ágústmánaðarlok. Með því að stjórn fjelagsins þykir það miklu varða, að fjelagsmenn geti fengið í hendur gott fræ sem fyrirhafnarminnst og á sem tryggilegastan hátt, væri æskilegt, að fjelagsmenn víðsvegar um landið vildu styðja góðfúslega að framkvæmdum fjelagsins, einnig í þessu efni, með því að skýra stjórn- inni frá, hvort þeir væru fúsir til að taka á móti fræi til úthlutunar meðal fjelags- manna, sem heima ættu í grennd við þá. þar eð panta verður fræið frá útlöndum í tækan tíma fyrir fram, getur fjelagið ekki skuldbundið sig til að hafa ávallt nægar byrgðir af fræi til handa þeim mönnutn, sem ekki ganga í fjelagið fyrri en komið er að sáðtíma. Nánari upplýsingar um fjelagið geta menn fengið í lögum þess, sem fá má hjá undirskrifuðum embættismönnum og fulltrúum fjelagsins, og munu verða send þeim, sem brjeflega kunna að æskja þess. Beykjavík 4. júní 1885. Schierbeck Hallgrímur Sveinsson formaður. skrifari. Ar/ii Thorsteinsson H. K. Friðriksson fjehirðir og fulltrúi. fulltrúi. Björn Jónsson Magnús Stephcnsen fulltrúi. fulltrúi. AUGLÝSINGAR í samfeldu máli m.smáletri losla 2 a. (Jiabaráv. 3a.) hvert orí 15 slaia frekast m. ó5ra lelri eía setninj 1 kr. firir jmmlunj dálks-lenjdar. Borjun úl i hönd. Auglýsing fyrir sjófarendur. það kunngjörist hjermeð sjófarendum, að hjereptir verður kveikt á Ijóslierinu yzt á Garðskaga í Gullbringusýslu á tímabilinu frá 1. ágúst til 15. maí. Reykjavík 6. júnímánaðar 1885. Landshöfðinginn yfir íslandi. Bergur Tliorberg Jón Jensson. líér mcð auglýslst, aðpriðjudaginn 14. júlímán. nœstkomandi verðr héraðs- fundr fyrir Kjósar- og Gullbrinusýslu (að undanskilinni Grindavík) og fyrir Reykjaaíkrbœ haldinn í pmghúsinu í Hafnarfirði, og verðr lagt undir álit og atkvccði fundarins: Frumvarp til sampykktar um takmörkun ýsulóðabrúk- unar, er sýslunefndin hefir samið með lögskipaðri hlutdeild af hálfu bœjar- stjórnar Reykjavíkr. Alkvu ðisrctt á jundinum eiga allir íbúar ins nefnda he'raðs, sem hafa kosningarrélt til Al- pingis. Fundrinn verðr settr á luídegi. Skrifstofu Kjósar- og (iullbringus. 1. júní 1885 Kristjúu Júussou.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.