Ísafold - 24.06.1885, Blaðsíða 2

Ísafold - 24.06.1885, Blaðsíða 2
106 að Mosfelli), prestur að Auðkúlu síðan 1856, að hann vígðist þangað frá skrifarastörfum hjá Helga biskup Thordersen, og prófastur í Húnavatnssýslu af öðru hvoru síðan. Fæddur 3. okt. 1826, útskrifaður úr latínu- skólanum 1849, af prestaskólanum 1851. Merkisprestur mikill og valinkunnur sóma- maður, vel látinn og mikils metinn. Ljezt úr lungnabólgu. Hinn 16. maí andaðist cand. phil. Pdll Vigfússon á Hallormsstað, ritstjóri »Austra«, maður á bezta aldri, hálffertugur, ágætur framfaramaður og miklum hæfileikum bú- inn; orðinn einhver hinn helzti hjeraðs- höfðingi á austurlandi; mun hafa verið mestur fjárbóndi á landinu. Hafði verið lasburða lengi af innanmeinum. Hinn 16. þ. m. andaðist hinn fjörgamli valinkunni, atorku- og dugnaðarmaður Jón pórðarson útvegsbóndi í Hlíðarhúsum við Rvík.—Um sama leyti, 16. þ. m., missti alþingismaður J>orlákur Guðmundsson í Hvammkoti einkason sinn, Guðgeir að nafni, á 19. ári, bezta mannsefni, atgervismann til sálar og líkama; hann dó úr lungnabólgu, sem hefir stungið sjer niður hjer og hvar í vor og réynzt mjög skæð. Útlendar frjettir, Khöfn 12. júní 1885. Danmörk. Afmæli grundvallarlaganna haldið, kyrjað og talað um þau og frelsið í báðum fylkingum. Hægrimenn Hafnar fóru inn í Rósinborgargarð og hjetu þar á allar »helgar kindur« Estrúp til fulltingis, en hinir út í skóg og báðu honum engra virkta. »Orðin eru til alls fyrst« segjum við heima, en það hafa vinstrimenn reynt þann dag, að fyrir köllunum: »Estrúp niður! Estrúp niður!«—hvað margar þúsundir sém þau láta óma—stendur hann jafnrjettur uppi, og að meira hlýtur á eptir að koma. það er ef til vill mesta happ fyrir Dani, að þeir eru svo seigir og þola vel þófið, því hins ætl- um vjer bezt að bíða í þolinmæði, að hjer gerist neitt sögulegt út af stjórnlagadeil- unni. England. Hjeðan sæta þau tíðindin mestu, að þeir Gladstone hafa sagt af sjer, og er nú almennt haldið, að Salisbury lá- varður eða Northcote taki við forstöðu nýs ráðaneytis. það kom mörgum á óvart, að fjárhagsmál eða skatta skyldi verða öðrum eins fjármálavitringi og Gladstone er að fótakefii. Hann hafði farið fram á að auka tekjurnar með brennivíns og ölskatti, og þetta var ærið eitt til að reisa menn til upp- náms á móti honum — eptir að hann hefir rekið svo mörg áhlaupin af höndum sjer út af frammistöðunni á Egiptalandi og nú seinast móti Rússum. I deilunhi við'Rússa kölluðu ráðherrarnir flest kurl til grafar komin og friðinum borgið, en nú þykir vant að vita hvort saman gengur. A meginland- inu kemur flestum blöðum og tímaritum saman um, að þeir Gladstone hafi æpt her- óp of snemma, og sumir segja, að þeir hafi að eins ætlað að hræða Rússa. En ópin lækkuðu skjótt, og það má fullyrða, að enska stjórnin hefir hopað á hæl fet af feti. Rekið er þetta: I miðjum marz farið að ganga á landamerki milli Afganalands og Turkestans. 16. s. m. samið, að hvorugir megi fram sækja frá herstöðvum sínum, Rússar og Afganingar. 29. marz sendir Lumsden hershöfðingi, erindsreki Englend- inga, stjórninni skeyti um, að Komaroff hers- höfðingi Rússa hafi sótt fram um 6 mílur að forvörðum Afgana, hann erti þá og ýfi til frumhlaups, og bardagi sje fyrir höndum. Orusta daginn á eptir og ósigur Afgana. »Samningur rofinn!« segja Englendingar, •slíkt verður að vera gert á móti boði keis- arans!« Rússar skelldu við skolleyrunum, keisarinn sendi Komaroff dýrbúið sverð. —»þið verðið að hörfa aptur !« — Rússar svara ekki og halda stöðvum. Herbúnaður- inn ákafur, sendiskeytin fljúga fram og apt- ur, tala þeirra 87, sem fara til Lundúna eða frá þeirri borg. Hermóðurinn sefast og Englendingar gera það til friðar, að lofa Rússum að halda Penje-svæðinu, þó Afgan- ar kalli það sína landeign. Rússar vilja hafa meira, ráða skarði, sem Súlfíkar heitir. »Nú verðum við að hugsa okkur um !« segja Englendingar — og í þessu stóð þegar þeir Gladstone og Granville vildu fara frá.—En samningsrofið? Ekki gaman að taka orð sín aptur, en það loks fundið til úrræðis að leggja ámælissökina í gerð. það er að skilja: gerðarmaðurinn á að rannsaka, hvort það hafi ekki verið gjörlegt að scekja fram dn þess að rjúfa samninginnf! ?). Gerð- in seld Kristjáni 9. í hendur. En nú bágt að vita, hvað af verður. Um hitt verður ekki heldur nær farið, hvað nýtt ráðaneyti tekur af á Egiptalandi, en hjer eru nú flest reipin að dragast heldur úr höndum Eng- lendinga. i rakkland. Fyrir fám dögum sögðu blöðin, að stjórnin í Peking hefði staðfest friðargerðina við Frakka, en daginn á eptir, að þess mætti innan skamms tíma vænta. Listakosningar eru lögleiddar á Frakk- landi. Útför Victors Hugós með stórkostlegasta viðhafnarmóti. Til hennar veitt af ríkinu hálf miljón franka. Austurríki. Hjer er kosið til ríkis- þings. Ætlað, að stjórnin — samveldis- og sjálfsforræðisvinir þjóðflokkanna — beri sig- ur úr býtum. Frá öðrum löndum. Kólera færist út á Spáni; komin til höfuðborgarinnar. —Eldsvoði í Groduo á Rússlandi; f partar bæjarins í eyði.—Annar bruni í Miklagarði. þar brunnu 300 húsa. Húsagerð á sveitabæjum og úttektir jarðarhúsa. I »ísafold« 11. og 18. febr. þ. á. er gréin með þessari yfirskript eptir þ., sem á end- anum kemst til þeirri niðurstöðu, að nauð- synlegt hefði verið að valdbjóða landsdrottn- um að kaupa öll ný hús og húsauka, sem úttektarmenn kynnu að álíta nauðsynlegt. það er ekki ætlun vor að rekja grein þessa alla nje svara óverðskulduðum getsökum þóim, sem þ. hefir fundið nauðsyn á, að koma með okkur til handa. þess konar getsakir hjálpa lítið til, að leiða sannleik- ann í ljós. En málefnisins vegna skulum við svara fáum orðum, að því er til vor kemur, út, af breytingaratkv. okkar á alþingi 1883 við 10. gr. laganna um ábúð og út- tektir jarða. Greinin, eins og hún nu er orðuð, þó breytingin væri af okkur gjörð ásamt 3. manni, er verk þingsins í heild. Neðri d. samþykkti hana mótmælalaust; og er mál- ið kom aptur til efri d., sem mest hafði um það fjallað, ljet hún hana standa, og er það órækur vottur þess, að hún hefir sjeð, að breytingin var á rökum byggð, vilji menn ekki ásaka deildina um áhuga- eða einurðar- leysi. Hefði 10. gr. fengið að standa eins og hún komfrá e. d., þóttumst við ljóslega sjá, að þar af mundi leiða óbærilega landskulda- hækkun um land allt, enda jafnvel hvort nokkur húsauki kom eða enginn. Lands- drottnar hefðu naumast átt undir öðru en að setja upp jarðaafgjöld, með því þeir máttu búast við, að verða við hver leiguliðaskipti að punga út með fje og það ef til vill mikið. það þekkja allir hjer á landi, að flestir leiguliðar hafa fullt í íangi með, að uppfylla allar þær skuldir og skyldur sem nú áþeim, hvíla, og er naumast ábætandi. það er ekki ólíklegt, að þ. hafi eptir lýsingunni að dæma á ástandinu í úttektardæmi hans orðið var við fátækt og þrot hjá mönnum lífs og liðn- um, að ekki næst ofanálag á þau hús, sem eru, stundum jafnvel ekki kúgildi nje sein- asta árs eptirgjald. Er þá hyggilegt að stuðla til óákveðinnar landskuldahækkun- ar um land allt? Enn fremur er það full- kunnugt, að áhöfn á jörðum er mjög breyti- leg; einn notar sína jörð til fulls, þarf því stór hús; annar vinnur hana ekki nærri upp, þarf því lítil hús. Mundu nú ekki ein- att hin keyptu hús og húsaukar hafa fúnað

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.