Ísafold - 30.07.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 30.07.1885, Blaðsíða 3
181 in börn. Jetta hefði kannske getað talazt áð- j ur, en fjárhagur vor var skilinn frá Danmörku, en síðan eiga hvorki Danir nje Færeyingar frekari rjett til að fiska hjer, heldur en hver önnur J*jóð. Nú, þegar vjer í peningalegu til- liti eigum að standa á eigin fótum, þá her oss að verja tekjugreinir vorar fyrir ágangi eins Dana sem annara. J>að er þvi sárgrætilegt að heyra, hvernig menn t. a. m. á Austfjörðum, hafa með mestu ró og spekt horft á, hvernig hæði Fær- eyingar og aðrir eyðileggja hverja gullkistuna fyrir þeim eptir aðra því sannarlegar gullkist- ur voru sumir firðimir eystra áður en yfirgang- ur útlendinga eyddi þeim. Skipstjóri einn, sem jeg þekki, og sem hefir verið í þjónustu Gránu- fjelagsins, hefir sagt mjer, að hann eitt sinn hafi flutt saltfisksfarm af austfjörðum til Liverpool, 600 skpd. Af þeim 600 skpd. voru 200 skpd., sem gat kallast málsfiskur, en 400 skpd. af lófa- stórum smáfiski og þar á horð við. J>etta er nú að eins eitt dæmi, en hvað má ekki læra af því? Meðal annars það, að sje ungviðið þannig dregið upp, þá geta menn ekki búizt við að fiskiveiðar vorar eigi sjer langan aldur. Og hvað er það, sem veldur því, að þetta smælki er dregið upp? J>að er ýsulóöin. En svo koma nú stórmennin í eigináliti; þeir vita raunar vel um skaðræði ýsulóðar og þorska- neta, eins og þessi veiðarfæri nú eru brúkuð. En þeir segja: „Jeg þoli ekkert hapt á mínum atvinnuveg; jeg þoli ekki að neinn fyrirskrifi mjer lög um það, hvernig jeg í því efni eigi að haga mjer“. J>essir menn hljóta þó að muna, að lög og reglur eru settar fyrir þvi sem minna er í varið heldur en fiskveiðar vorar, og þeir mega vita, að í öllum siðuðum löndnm, þar sem fiskiveiði á sjer stað, eru settar reglur fyrir henni, og meira að segja: hinir siðuðu menn í hinum siðuðu löndum láta sjer enga lægingu þykja að hlýða þeim reglum. Hjá oss eru líka sett lög fyrir veiði í ýmsum greinum; þannig eru reglur settar fyrir laxveiði; lög eru um það að ekki megi skjóta fugla vissa mán- uði á áíinu; lög banna að leggja þorskanet fyrri en 14. rnarz, og—nú eru fengin lög um þorskanetalagnir, sem lögleiða vissa línu, er ekki má þorskanet leggja fyrir utan hana. En nú vantar oss lög gegn hinni skaðvænlegu ýsu- lóðarhrúkun. Vjer hljótum nú að fá haldinn auka-sýslu- fund hið allra bráðasta, sem samþykki frum- varp um ýsulóðarhrúkun, samhljóða því, sem samþykkt var 30. maí, að undanskildu því, að hannið sje ekki miðað við Reykjanes, heldur við Garðsskaga. J>að er vonandi, að sýslunefnd vor sjái, hve mjög þarf hjer skjótra aðgjörða við. f>að ætti að vera auðvelt, að halda sýslu- fundinn og svo hjeraðsfund svo fijótt, að mál- ið verði útkljáð að öllu, og umsjónarmenn sett- ir innan loka næsta mánaðar (ágústmánaðar). Hafnarfirði 16. júlí 1885. Skýrslur um súrheysverkun. i. , Eptir áskorun herra Torfa Bjarnasonar ísaf. 7. jan. þ. á. hafa blaðinu verið send- ar nokkrar slikar skýrslur. Setjum vjer hjer hin afyllstu og fullkomustu orðrjetta, frá herra hjeraðslækni Boga Pjeturssyni; og verður rúmsins vegna að láta duga útdrátt úr hinum næst: þegar jeg á síðastliðnu óþerrissumri tók fyrir að gera tilraun að sýra hey, var jeg ekki svo heppinn, að hafa sjeð ritgjörð herra Torfa Bjarnasonar um súrheysverkun, og hafði eiginlega við ekkert annað að styðjast, hvað aðferðina snerti, nema það sem jeg öðru hverju hafði sjeð ritað um það efni í íslenzkum blöðum ; en af því jeg átti talsvert hey úti, sem lá undir skemmd- um, rjeðst jeg samt í að reyna þá heyverk- un, og skal jeg nú eptir áskorun herra Torfa í ísafold 7. janúar þ. á. skýra frá aðferð þeirri, er jeg ljet viðhafa við verkun súrheysins, og hvernig mjer hefir reynzt það til fóðurs. Jeg ljet taka gröf í lítinn hól, þannig, að frá gryfjubrúnunum hallaði á alla vegu; gröfin var 10 álnir á lengd, 4 á breidd og á dýpt, moldin f hliðum og botni gryfj- unnar var föst og þjett. Fyrst voru reiddir í hana 60 kaplar af 4 vikna gömlum mýr- gresishrakningi og stráð jaft yfir allan botn gryfjunnar, þar ofan á voru látnir 100 hest- ar af nokkurnveginn grænu valllendi úr rúmlega vikugömlu dríli og allra síðast 100 hestar af grænu valllendi teknu af ljánum (alls 260 hestar).—Tíminn sem til þess fór var 2J dagur; milli þess sem verið var að reiða heyið að, var þungum vagni sem grjót var borið á ekið fram og aptur eptir gryfj- unni, en borðviður lagður undir hjólin; einn- ig voru heylestirnar þegar að komu teymd- ar fram og aptur eptir endilangri gröfinni; heyreiðslan fór fram dagana 22. og 23. ágúst, en 24. var sunnudagur og stóð heyið þann dag opið; mánudag þann 25. var kominn talsverður hiti í heyið og það sigið að mun, var það þá mænt upp og troðið svo vel sem unnt var, og var mænirinn á að gizka 3—4 álnir yfir gryfjubrún, þá var það tyrft með blautu valllendistorfi og mikilli mold mokað yfir. Meðan verið var að reiða hey- ið í gryfjuna var jafnan stórviðrisrigning og heyið vindandi blautt. Ekki var heyið saltað. Nokkrum dögum eptir að þannig hafði verið gengið frá heyinu, var það talsvert sigið og farið að taka í sig lautir og sprung- ur miklar f moldinni með gryfjubrúnunum; var þá enn mokað mold yfir og troðið, og svo þurfti jafDan að gera með fárra daga bili, að bæta mold á mænirinn, meðan til hennar náðist fyrir frosti og klaka. Seint í októbermánuði var grafið til heys- ins við annan enda gryfjunnar, og tekið upp lítið eitt af því; þar sem fyrst var að því komið var nokkur mygla, álíka og gjörist undir torfi á heyjum; þar undir kom dökkleitt hey, ekki ósvipað sterk-ornuðu heyi að lit; heyið var rennblautt og tals- verður hiti í því, lyktin fjarska-sterk og einkennilega súr, eins og líka bragðið var; það var þegar í stað byrgt aptur og gengið frá því sem áður. Hið litla sýnishorn, sem upp var tekið, var boðið kúm, og átu þær það saman við annað hey.—Við heyinu var síðan ekki hreyft þar til 22. desember, þá var farið í gryfjuna á sama stað og áður, var þá vel nýmjólkurvolgt í heyinu og það hráblautt, með gryfjuveggjunum var tals- verð mygla og rekjur,. innan var heyið dökkleitt, en grænkaði eptir því, sem nær dró álnum, þar sló dökkgrænum lit á það, lykt og smekkur var sem áður sagt. Hey þetta hefi jeg síðan jafnaðar- lega gefið nautgripum og lömbum, og hefir það jetizt vel. Geldum kúm og tudda gaf jeg það saman við töðu og star- gresis-hrakning, og átu þær það vel ; kýrin fjekk 6 pnd af því í mál; mylkar kýr fengu 6 pnd saman við 8—9 pnd af vel verkaðri töðu (taða hjer er ljett fremur og áburðar- frek), en sem optast engan ábæti, og hafa þær gjört í vetur gagn að meðallagi, en holdum hafa þær haldið í góðu meðallagi. Lömbum gaf jeg 4 fyrstu vikurnar gott gamalt hey, en eptir að það þraut, má heita að þau eingöngu hafi lifað á súrheyi og lít- ilfjörlegu heyi, var súrheyið gefið til þriðj- ungs við ljettmetishey, og ætlast til að hvert lamb fengi 2 pnd um sólarhringinn af þeim samhristingi; lömbin hafa þrifizt mætavel. Mykja úr nautgripum, sem fengið hafa súr- hey, hefir verið þynnri en ella og líkari sum- armykju, en ekki hafa mínar kýr samt fengið skotu af því, nema ein, sem fekk 6 pnd í mál, viku eptir burð, en ekki hafði vanizt því að mun áður, og álít jeg að bezt sje að gefa lítið af því í fyrstu, meðan skepn- ur eru þvf óvanar, en smábæta síðan við gjöfina. Folöldum, tryppum og hjúkrunar- hrossum hefi jeg gefið það sem Ijelegast þótti úr því, ómælt, saman við ljettmetishey og hafa hross jetið vel og haft góð þrif. Lömbum varð jeg að gefa súrheyið (sem að mestu var vallendi) saman við smátt þey, því annars vinsuðu þau það úr, en skildu hið stóra hey eptir. Framan af var heyið leyst með heykrók, en stundum síðar stungið með pál, og var jafnan kappkostað að taka setann niður í gólf; frá heyinu í gryfjunni varþannig geng- ið milli þess sem upp var leyst, að við heystálið var lagt lag af þurru heyi, yfir það timburfleki og þegar því varð við kom- ið, var mokað mold yfir flekann og byrgt sem bezt; rnikinn part vetrar hjelzt gaddur í moldinni, sem yfir gryfjunni var og var heyið leyst uudau henni, en skútar brotn- ir niður. A heyinu í gryfjunni var vaua-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.