Ísafold - 29.08.1885, Blaðsíða 2

Ísafold - 29.08.1885, Blaðsíða 2
146 þigmál alls 100 99 112 Lagafrv. borin upp alls 76 71 85 frá stjórninni 15 16 18 frá þingmönnum 61 55 67 þingsályktunaruppást. 21 23 24 Fyrirspurnir 3 5 3 Samþykkt lagafrumv. 29 33 25 Lög frá alþingi. Fjórtán eru áður talin. Tólfeptir, er hjer skulu talin , þótt biða verði seinni tíma rúmsins vegna að tilgreina efnið úr sumum þeirra. 15. Um þjóðjarðasölu. f>essar þjóðjarð- ir má selja ábúendum: Böggverstaði fyrir 6500 kr. minnst, Asgerðarstaðasel 900, Hrísa í Húnavatnssýslu 2500, Brekku í sömu sýslu '3800, Akur i sömu sýslu 3000, Skinnaetaði í s. s. 2250, Húnstaði í s. s. 2000, Hæli í s. s. 1950, Hafragil í Skaga- fjarðarsýslu 2500, Skíðastaði í s. s. með hjáleigunni Herjólfsstöðum 5000, Haf. steinsstaði í s. s. 2400, Veðramót í s. s. 5000 Svínadal í Leiðvallarhreppi 1350, Gröf í sama hreppi 1200, Brekku í Rosmhvala- neshreppi 1400, Efriströnd í Rangárvalla- sýslu 350, Vík í Dyrhólahreppi 6000, og loks Reykjavíkurkaupstað Rauðará með afbýlinu Lækjarbakka fyrir 2400 kr. 16. Lög um linun í skatti á ábúð og afnotum jarða og á lausafje : #1 skatt á ábúð og afnotum jarða og á lausafje sam- kvæmt lögum 14. desember 1877 skal á manntalsþingum árin 1886 og 1887 að eins greiða i álnar á landsvísu af jarðarhundraði hverju, og að eins J alin á landsvísu af lausafjárhundraði hverju«. 17. Lög um lán úr viðlagasjóði til handa sýslufjelögum til œðarvarpsrœktar. 1. gr. Sýslunefndunum í Snæfellsness, Dala, Barðastrandar og Stranda sýslum, sem og Mýra og ísafjarðar sýslum, ef þær beiðast þess, veitist samtals allt að 10,000 kr. lán úr viðlagasjóði til eflingar æðar- varpsræktar. Lánið geta sýslufjelög þessi tekið smátt og smátt eptir þörfum. Lánið ávaxtast og endurgelzt á 28 árum með 6 af hundraði ár hvert. 2. gr. Hver ábúandi á æðarvarpsjörð í sýslum þeim, sem taldar eru í 1. gr., er skyldur fram að telja á hreppskilaþingum haust hvert, hvérsu mörg pund af hreins- uðum æðardún fengizt hafi það sumar af ábýli hans, og skal hreppstjóri hver semja greinilega og ýtarlega skýrslu um framtal æðardúnstekju í sínum hrepp; skal hann tilgreina nöfn allra ábúenda á hverri æðar- varpsjörðu, hve mikinn hluta jarðar hver hafi til ábúðar eða afnota, og hversu mikla dúntekju hver fram telur, og senda sýslu- manni skýrslu sína fyrir útgöngu desember- mán. ár hvert. Síðan jafnar sýslumaður árgjaldi sýslunnar af láninu niður samkvæmt j skýrslum hreppstjóra á allar æðarvarpsjarð- ir í sýslunni, jafnt á hvert æðardúnspund, og tilkynnir hverjum ábúanda gjaldhæð hans innan marzmánaðarloka. Abúandi skal lokið hafa árgjaldi sínu til sýslumanns fyrir aprílmánaðarlok, en sýslumaður við- lagasjóði fyrir 11. júní ár hvert. 3. gr. þá er ábúandi greitt hefir árgjald- ið, á hann rjett á fullu endurgjaldi þess hjá landeiganda. Greiði ábúandi eigi ár- gjaldið á rjettum eindaga, er rjett að taka það lögtaki sem annað almannagjald. 4. gr. Nú er ábúandi gjaldskyldrar jarð- ar kærður um rangt framtal, og raá harm vinna eið að framtali sínu fyrir sýslumanni. Treystist hann eigi að vinna eiðinn, eða sannist það, að hann hafi talið rangt fram, greiði hann umfram árgjald sitt í sekt til laudssjóðs 20—-50 kr. 18. Lög um utanþjóðkirkjumenn. 19. Lög um friðun á laxi. 20. Lög er banna niðurskurð hákarls í sjó milli Geirólfsgnúps í Strandasýslu og Skagatár í Húnavatnssýslu á tímvbilinu frá 1. nóvember til 14. april. 21. Lög um breyting á 46. gr. í tilskip- un um sveitarstjórn á íslandi 4. maí 1872 (afnumið ; að amtmaður semji kjörskrá um kjörsagna menn í amtinu og sendi sýslu- nefndum). 22. Reikningssamþykktarlög 1882 og 1883. 23. Fjáraukalög 1882 og 1883. 24. Fjáraukalög 1884 og 1885. 25. Fjárlög 1886 og 1887. 26. Stjómarskipunarlög um hin sjerstak- legu málefni íslands. þingsályktunartillögur. þessar eru áður ótaldar. 10. Um geymslu fornra skjala í lands- bokasafninu : »Alþingi skorar á landshöfð- ingja að annast mn, að öll fornbrjef, mál- dagabækur og vísitazíubækur hinna fyrri biskupa, sem snerta rjettindi opinberra eigna eða stofnana eða sögu þeirra, og nú eru geymd í skjalasöfnum embættismanna, einkum í skjalasafni biskupsdæmisins, og við kirkjur víðsvegar um land, verði fram- vegis geymt í landsbókasafninu*. 11. Um lán til þilskipakaupa : »Alþingi skorar á landsstjórnina, að hún láti þá, sem kaupa vilja þilskip til fiskiveiða, sitja fyrir öðrum að fá lán úr landsjóði til slíkra fiskiskipakaupa, allt að 100,000 kr., með venjulegum kjörum, þó svo, að eigi sje lán- að til kaupa hvers skips meira en 4500 kr., og að selt verði það, sem með þarf til að fullnægja þessu, af innskriptar, skírteina- upphæð viðlagasjóðsins«. 12. Um amtmannaembættin: »Neðri deild alþingis ályktar, að skora á ráðgjaf- ann, að veita eigi amtmannaembættin fyrst um sinn, en leggja fyrir næsta alþingi frum- varp um tilhögun á hinni æðri stjórn inn- aulands, þar sem tekiö sje tillit til þráfald- lega ítrekaðrar óskar þingsins um amt- mannaembættin«. 13. Um umboðsleg störf yfirdómenda: »Neðri deild alþingis skorar á landsstjórn- ina, að fela eigi dómendum landsyfirrjett- arins neina umboðslega sýslan eða embætti á hendur, nema brýna nauðsyn beri til«. 14. Um ullarvinnuvjelar: »Efri deild ályktar, að skora á landsstjórnina, að veita Magnúsi þórarinssyni á Halldórsstöðum í þingeyjarsýslu 2500 kr. lán úr landssjóði gegn fullu veði og vöxtum og afborgun í 10 ár, til að fullkomna ullarvinnuvjelar sínar. 15. Um nefnd til að rannsaka reikninga Reykjavíkurkirkju (áður getið). 16. Um framkvœmd á reglum um »Gjöf Jóns Sigurðssonarn. 17. —18. Um nefnd til að semja ávarp til konungs, sín í hvorri deild. 19.—20. Um að senda konungi ávarp, sitt frá hvorri deild. Ávörpin eru þannig hljóðandi: Allraþegnsamlegast ávarp frá neðri deild alþingis til Hans Hátignar konungsins. Mildasti herra konungur! Nú er alþingi íslendinga lýkur störfum sínum í síðasta skipti, áður en nýjar kosn- ingar fara fram, finnur neðri deild alþingis ríka og hjartanlega hvöt til að ávarpa Yðar konunglegu Hátign allraþegnsamlegast. Aldrei mun sú lotning fyrir Yðar Hátign, sú hollusta og það traust fyrnast, sem Yðar Hátign hefur gróðursett djúpt í hjörtum vorum með svo mörgum konunglegum vel- gjörningum, með svo mikilli landsföðurlegri ást og umhyggju. Aldrei gleymum vjerþví, að Yðar Hátign, fyrstur allra konunga vorra, sóttuð oss og land vort heim á 1000 ára afmælis hátíð lands vors, aldrei afmæl- isgjöf þeirri, stjórnarskránni 5. jan. 1874, er veitti þjóðþingi voru, alþingi Islendinga, þýðingarmeira og frjálsara verksvið en ver- ið hafði, aldrei þeirri konunglegu hjálpar- hendi, er þjer rjettuð landi voru og þjóð á tíma báginda og harðæris, er við borð lá, að óblíða náttúrunnar eyddi land vort. Allt þetta og mörg fleiri landsföðurleg ástar- og umhyggju merki Yðar Hátignar hefur gefið oss þá huggunarriku sannfæringu og það ó- bifanlega traust, að ’nin alvísa forsjón hafi kvatt Yðar Hátign og kallað til þess, að framkvæma það konunglega heityrði, er þjer gáfuð oss Islendingum þegar í byrjun ríkisstjórnar yðar í brjefi 8. júlí 1864, er Yðar Hátign í því lýsti yfir því, að heill íslands lægi yður rikt á hjarta og að Yðar Hátign skyldi leitast við að sjá og fram-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.