Ísafold - 02.09.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 02.09.1885, Blaðsíða 3
151 Fiskiklakið á Fingvelli við Öxará. I Frjettum trá lslandi 1884 eptir Jónaa prest Jónasson segir svo bls. 25 : »Snemma í októbermánuði fór Johnsen (svo hjet hinn sænski laxamaður) austur að þingvöllum að koma þar á fót urriðaklaki; tókst þar að frjóvga um 18000 urriðahrogn ; ekki hafa fregnir komið af því, hvernig því hafi reitt af«. Hinn háttvirti frjettarit aii hefir með þessum ummælum gefið mjer tilefni til að láta eigi lengur dragast, að óska rúms í ísafold fyrir eptirfarandi- skýrslu um, hversu fiskiklakstilraun mín á síðastliðnum vetri heppnaðist, enda mun almenningi þykja fróðlegt að vita, hvernig hinum fyrstu fiskiklakstilraun- um hjer á landi reiðir af. Að n'ðuin hins þjóðkunna fiskifræðings A. Feddersens var tilraun þessi gerð, en Johnsen, hiun sænski laxaklaksmaður, sagði fyrir um útbúnað allan og aðferð, samkvæmt fyrirlagi Feddersens. — Ljet hann fyrst smíða rimlakassa einn allmikinn, og koma honum svo fyrir á hentugum stað í Oxar- á, að lokið eitt var ofanvatns, en liðug ur straumur ljek gegn um kassann. I kláf þessum urðu hængar og hrygnur, er nota skyldi, að geymast, unz hrygnur urðu gotfærar og hængar hæfilegir. F.ins og á stóð, var ekki uin atinað að gjöra, en að hafa klakkassana sjálfa útbúna til þoss, að vera á floti 1 straumvatni; eru þeir gjörðir úr trje (lengd 36 þuml., breidd 16 þ., dýpt 11 þ.), á báðum endum eru allstór op og eru þjettgataðar blikkplötur negldar fyrir þau ; (betra væri sjálfsagt að hafa vírnet til þess); fellur um götin líðandi straumur gegnum kassana endilanga. þeir eru ræki- lega brenndir innan og afvatnaðir; vatns- þvegin smámöl er lögð á botn þeirra; malarlagið nær 2 þ. þykkt; eru svo hin frjóvguðu hrogu lögð á inöl þessa, og verður að sjá um, að vatnið fljóti ætíð vel yfir þau. Hinn 25. október frjóvgaði Johnsen nær 10,000 urriða’nrogn, og lagði þau í klak- kassa (sem jeg nefni »Nr. 1«), er búið hafði verið um í mynni straumgjár einnar, er liggur í vatn út, suðaustau við þingvallar- túnið. — Hinn 28. s. m. frjóvgaði jeg nær- fellt jafnmörg hrogn og lagði í klakkassa (Nr. 2), er búið hafði verið um i hinni nyrðri hinna tærti linda, er renna vestur í Oxa-rá norðanvert við túnið (sumir kalla þær »Lögbergislindir«) ; hafði jeg nákvæm- lega sömu aðferð sem Johnsen. það sýndi sig brátt, að frjóvgunin hafði heppnazt vel; dóu tiltölulega fá hrogn í kassanum Nr. 1, og að eins 8 hrogn í kassanum Nr. 2, þang- að til í miðjum nóvbr. |>á gerði ofsahláku með afspyrnu-sunnanroki og gekk þing- vallavatnið mjög á land upp ; löðrandi hol- skeflur fjellu við ströndina, gengn ótrúlega hátt, og soguðu með sjer aptur allt, er lauslegt var. Hið kyrra vatn hafði fengið á sig svip brimsollins haffjarðar; svo var veðrið hart. Flóðið náði kassanum Nr. 1, og bylti honuin úr skorðum ; og þegar að varð komizt, sást, að mölin hafði kastast til og frá um kassann, og sært og marið hrognin, svo að mestur hluti þeirra glat- aði lífi. — En til allrar hamingju tókst ekki eins óhappalega til með kassann Nr. 2, sem í lindina var látinn. Að vísu varð hann í sama veðrinu fyrir miklum óskunda af Oxará, sem gekk yfir hólma sína, flæddi inn í lindina yfir kassanu, og spýtti kolmórauðu vatni inn í Lögbergis- gjárnar, urðu hrognin þá óhrein, og komu þá fram töluverð vanhöld á þeim, og varð að gæta þeirra daglega með mestu alúð og vandvirkui allt fram um miðjau janú- ar, en þá rjenaði förgunin, og eptir það döfnuðu þau dávél. Hinn 24. desbr. þóttist jeg fyrst sjá til augna í einstökum hrognum. 1 miðjum febrúar tók hýðið að springa utan af einstökum ungum, en þeir er sein- astir urðu á sjer losnuðu eigi við hýði sitt fyr en mánuði síðar. Eptir að ungarnir tóku að skríða úr hýðinu, fórust sárfáir. Johnsen áleit urriða-unga þá, er lifðu fram, um 7,000 að tölu. Hinn 29. apríl var þessum hóp hleypt út. Hinn 1. marz flutti hinn ótrauði og ár- vakri Johnsen hingað 3,400 laxahrogn frá stofnuninni á Eeynivöllum ; hafði Fedder- sen lagt svo fyrir. |>rátt fyrir grimmdar- frost (16° E) hafði Johnsen svo vel um búið, að ein sex hrogn dóu á leiðinni, (hrognin voru flutt í votum dýjamosa); lagði hann nú hrognin þegar um kveldið niður í sjerstakan kassa í hina syðri af lindum þeim, er jeg gat um að framan ; þá nótt dóu önnur 6 hrogn, og 5 dóu síð- ar smátt og smátt. Hinn 25. marz skriðu hinir fyrstu fjórir laxaungar úr hýði, og að hálfum mánuði liðnum synti allur þorri laxaunganna fjörlega í kassanum með kvið- poka sína. Fimm eða sex dóu eptir þetta. Löxunum var sleppt út 30. maí; fyr hafa laxar ekki synt í Oxará, svo menn viti. Eeynslan hefir þannig sýnt, að takast má að klekja út hrognum með þessum einföldu og ódýru verkfærum, sem jeg hef lýst, ef vatnið er hæfilegt, staðurinn hent- ugur, og öll alúð lögð á hirðinguna. En svo er það óþægilegt verk og hart aðgöngu, að hirða um hrognin skýlislaust í vetrar- kuldutn og illviðrum, að jeg álít frágangs- sök að klekja hrognum ár eptir ár, nema skýli sje byggt yfir hrognakassana. |>ess skyldu og allir gæta, er reyna vilja klak í straumkössum þessum, að svo sje frá þeim gengið, að eigi komizt mikil óhrein- indi að hrognunum. Sje svo um búið, og sje vatnið mátulega kalt, þá tel jeg v st að straumkassar úr trje megi víða að góðu gagni koma, sjeu þeir rjettilega smíðaðir, og hæfilega sviðnir og afvatnaðir. Jeg hef komizt að raun um, að í lindunum, sem notaðar voru hjer í þetta skipti, er ákjós- anlegt vatn til fiskiklaks; það er svo tært að eigi þarf að sía það og hiti þess er 2£°— 3þ E. Ef skýli væri byggt yfir kassana og vatnagangi Oxarár bægt frá með stíflugarði, mætti klekja hjer f slíkum kössum miljón- um hrogna vanhaldalítið. |>að er hvorttveggja, að jeg býst við, að jeg eigi geti komið þvf við, að fullnægja þessum skilyrðum í haust, þar eð stýflu- garðurinn hlýtur að kosta talsvert fje, eigi hann að vera vandaður og varanlegur, enda þykir mjer bezt á því fara, að bíða til næsta sumars, úr því von er um, að hr. A. Feddersen fáist þá hingað, því mjer þykir miklu skipta, að hann segi nákvæm- lega fyrir um allan útbúnaðinn, og sje hann að öllu leyti gerður að hans ráði. Samt hef jeg í hyggju að gjöra næsta vetur svip- aða tilraun, sem í vetur er leið, til að klekja urriðahrognum, en einkum þó laxa- hrognum, með því að Feddersen hefir fast- lega ráðið til þess, að reyna að koma upp laxi í þingvallavatni og hyggur að hann muni geta náð þar viðgangi, en úr þessari spurningu væri æskilegt, að reynslan fengi sern fyrst að leysa. — En af þessu leiðir, að jeg verð að biðja þá heiðruðu menn, sem óskað hafa að fá hjá mjer frjóvguð hrogn bleikjutegundanna í þúngvallavatni til flutn- ings í tjarnir og stöðuvötn, að hafa biðlund eitt ár, og virða mjer til vorkunnar, að jeg eigi get snúizt við því að verða við þessum óskum þeirra í þetta skipti. En fús er jeg til þess, að sýna mönnum aðferðina að frjóvga hrogn, og segja mönnum til um út- búnað og fyrirkomulag strauniklakskassa, svo vel sem mjer er auðið, og þótt þekking mín á þessu sje takinörkuð og reynsla mín stutt, mundi aðgætnum og ástundunarsöm- mönnum, sem fengju hina nauðsynlegustu leiðbeiningu, vel geta tekizt að klekja út hrognum í straumkössum, ef þeir fylgja nákvæmlega hinum áreiðanlegu og glöggu leiðbeiningum um hirðingu klaksins, sem landfógeti A. Thorsteinson hefir gefið um þetta efni í sinni ágætu ritgjörð hjer að lútandi í Tírnariti Bókmenntafjelagsins. þingvelli við Oxará 11. ágúst 1885. Jens Pálsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.