Ísafold - 09.09.1885, Blaðsíða 3

Ísafold - 09.09.1885, Blaðsíða 3
159 Jeg skal ennfremur leiða athygli íbúa annara hjeraða lands vors að því, hvort þeim ekki þyki tími til kominn að a.huga, hvort ekki muni þurfa að gjalda varhuga við veiðiaðferð þeirri, sem farin er að tíðk- ast víða, og hvort ekki sje athugandi, hvort yfirgangur útlendra fiskimanna ekki sje farinn að sýna sín skaðlegu áhrif. Sagt er t. a. m., að lóðabrúkun á Eyjafirði og Seyðisfirði sje búin að sýna sínar afleiðing- ar; ekki munu hvalaveiðar Norðmanna færa ísfirðinga í álnirnar; Ameríkumenn eru farnir að senda skip upp hingað ein- göngu til flyðruveiða, og er haft eptir þeim, að þeir veröi búnir á þremur árum með það, sem til sje af þeirri fiskitegund hjer við land. En ef vjer af ofurgræðgi, þrá- kelkni, og ef til vill sumstaðar af lagaleysi eyðileggjum sjálfir fyrir oss fiskiveiðarnar, er þá furða, þótt útlendingar leyfi sjer hið sama ? Að endingu skal jeg leyfa mjer að láta í ljósi þá skoðun mína, að það sje of snemmt, að leyfa að leggja þorskanetin 14. marz ár hvert; það ætti að hkindum fremur að vera bundið við lok marzmánaðar. Hafnarfirði 11. júlí 1885. Þ. Egilsson. Steinolía sem varnarmeðal gegn bráðapest á sauðfle. Veturgömlum og eldri kindum skal gefa inn fulla matskeið, en lömbum helmingi minna. |>etta ætti að gjöra um fyrstu rjettir á haustin, og bezt væri að ítreka það, að hjer um bil mánuði liðnum. þetta ráð til að varna bráðapest hefir um nokkur undanfarin ár verið reynt af ýmsum bændum hjer í Bangárvallasýslu, og hefir það, að því jeg hefi heyrt, gefizt vel. Sjálfur hefi jeg þessa reynslu fyrir því, sem nii skal greina. Haustið og veturinn 1881 missti jeg milli 20 og 30 lömb og veturgamlar kindur úr bráðapest; haustið 1882 gaf jeg fyrst lömbum og veturgömlum kindum inn stein- olíu; næsta vetur varð ekki vart við bráða- pest í mínu fje ; haustið 1883 hjelt jeg sama sið; en þá missti jeg um liaustið ogveturinn 4 tvævetra sauði; þess vegna gaf jeg síðast- liðið haust einnig tvævetrum kindum inn steinolíu; síðastliðinn vetur missti jeg ekkert lamb, enga veturgamla og enga tvævetra kind úr bráðapest, og þakka jeg það steinolí- unni. Ekki hefir það dugað, það jeg veit, að gefa kindum inn steinolíu, sem sjúkar hafa verið orðnar af bráðapestinni. Steinolía sú, sem gefin er inn, ætti að vera tær og hrein, því jeg hefi heyrt dæini til, að kindur hafa sýkzt og jafnvel drepizt, sem gefið hefir verið iun ólirein og gruggug steinoha. Hvernig þvf cr varið, að steinolía verkar sem meðal gegn bráðapest, þori jeg ekki að leggja neinn dóm á; en ekki þykir mjer ólíklegt, að hún verki sem sóttvarnarmeðal. Dýralæknar telja bráðapestina með þeirri sjúkdómsgrein, er Danir nefna nMiltbrand- Apoplexi«, en alhr miltisbrunasjúkdómar eru næmir; í blóði þeirra dýra, sem sýkzt hafa af miltisbruna, hafa menn fundið smá- kvikindi, »Bacteria«, og hafa sumir viljað kenna þessum smákvikindum um sjúkdóm- inn ; steinolían er í lyfjafræðinni talin með þeim meðölum, er nefnast »antiparasitica«, en þau meðul drepa smákvikindi þau, er lifa annaðhvort í eða á líkömum annara sjer stærri dýra ; það er því ekki óhugsandi, að ef bráðapestarsóttnæmið er smákvikindi, að steinolían verji þeim að taka sjer ból- festu í líkama sauðkindarinnar; en hvern- ig svo sem þessu er varið, þá álít jeg, að reynsla annara og mfn í þessu efni ætti að hvetja þá, sem árlega missa sauðkind- ur úr bráðapest, til að reyna steinolíuna og gefa kindum sínum hana inn þá þegar um rjettir að haustinu til. Kirkjubæ á Rangárvöllum 20. júní 1885. Bogi P. Pjetubsson. f Bjarni Skúlason Thórarensen. Diukknaði í Markarfljóti 16. f. m„ eins og áði r er frá skýrt hjer í blaðinu. Lík hans var flutt til Odda og jarðað þar við hlið föður hans 23. f. tn., í viðurvist helzta fólks í hjeraðinu. Við leiði hans voru þessi vers sungin, eptir sira Mattli. Jochumsson: Allt hold er líkast hjómi, sem heilagt skáldið kvað, í dupti deyr þess blómi, ef drottinn blæs á það. En sárt er þig að syrgja, þú sveina göfug rós, og böl er þjer að byrgja hið blíða himinljÓ8. Hvað dró þig, hetjan hrausta, í heljar-strauminn blá? hvi hætti hjartað trausta svo hastarlega’ að slá ? A burt með blinda hending! Hjer birtist guðlegt svar: frá náðarbrunni bending oss breyzkum gefin var. Vjer sjaldan glöggt þess gáðum, hvar gatan rjetta lá, og herrans helgu ráðum vjer hurfum opt í frá. Vjer gleymdum þeim, sem gefur eins gleðibros og tár. Vjer þegjum. Hönd guðs hefur oss höggvið þetta sár. Ver sterk, þú mædda móðir, og mýki guð þitt sár. En sof þú blítt, ó, bróðir, þó brennheit falli tár. þótt hyrfi líkast hjómi þitt hold á eyðistað, það rís í dýrðardómi, þá drottinn lífgar það. Lát ógna eyði-sali með ís og flaum og grjót; lát þruma dimma dali við dauðans merkurfljót: því sjá, á svölurn tindurn guðs sól með krapti rís; þar skfn af lífsins lindum, þar leiptrar paradís. M. J. Alþingi. Eun er eptir lítilsháttar til frásagnar af þinginu, þótt sleppt sje algjörlcga rúmsins vegna að gera grein fyrir ýmsum máluin, er ýmist sofnuðu út af eða dagaði uppi á þinginu. »Gjöf Jóns Sigurðssonar«. í regl- um um gjöf Jóns Sigurðssonar, staðfestum af konungi 27. apríl 1882, er svo fyrir mælt, að alþingi skuh, í hvert skipti og það kemur saman, velja 3 menn, er kveði á um, hver njóta skuli verðlaunanna af sjóðn- um, þ. e. vöxturn hans, fyrir »vel samin vísindaleg rit viðvíkjandi sögu landsins og bókmenntum, lögum þess, stjóm og fram- förum«. Eptir skýrslu landshöfðingja 3. júlí'þ. á. var sjóðurinn, sem stofnsettur var með erfðaskrá ekkju Jóns heit. Sigurðssonar, frú Ingibjargar Einarsdóttur 12. des 1879, orð- inn 11. júní í sumar samtals 8571 kr. 48 a. Eptirfarandi erindisbrjef fyrir verðlauna- nefnd þá, er alþingi velur í hvert skipti, samið af nefnd í sameinuðu þingi (M. Steph., Tr. Gunnarssyni og Einari Ás- mundssyni), var samþykkt í sameinuðu þingi: 1. gr. Nefndin skal auglýsa hið fyrsta eptir þing tilboð um að senda henni vel samin vísindaleg rit, viðvíkjandi sögu lands- ins og bókmenntuin, lögum þess, stjóm og framföram, innan ákveðins tíma, svo nefnd- in geti gert að álitum, hvort höfundar rit- anna sjeu verðlauna verðir fyrir þau sam- kvæmt tilgangi gjafar Jóns Sigurðssonar. 2. gr. Ritgerðir þær, sem sendar verða í því skyni að vinna verðlaun, skulu vera nafnlausar, en auðkenndar með einhverri einkunn. Nafn liöfundarins skal íylgja í

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.