Ísafold - 09.09.1885, Blaðsíða 4

Ísafold - 09.09.1885, Blaðsíða 4
160 lokuðu brjefi með sömu einkunn sem ritgerð- in hefir. 3. gr. Nefndin er sjálfráð um það, hversu há eða lág verðlaun hún veitir fyrir rit- gjörðir þær, sem henni eru sendar, og sem hún álítur verðlauna verðar. þannig getur hún dæmt einum höfundi að verðlaunum allt það fje, sem ætlað er til verðlauna á tímabilinu alþinga í milli, eður skipt því milli fleiri, eptir því sem henni þykir haga og maklegt vera. Berist nefndinni engar eða fáar ritgjörðir, sem henni þykir verð- launa verðar, skal verðlaunafjeð allt eða sumt geymt til næsta tímabils. þó hefir nefndin, þegar svo ber undir, heimild til aðveita allt aðhelmingi þessa fjár sem verð- laun fyrir eina ritgjörð, er komið hefur út á prent, síðan alþing var síðast haldið, þótt höfundurinn hafi eigi ætlazt til verðlauna, ef ritgjörðin er um eitthvert það efni, sem talið er í 1. gr. 4. gr. Bitgjörð sú, er verðlaun vinnur, er eptir sem áður fullkomin eign höfundar- ins, og skal send honum aptur, þá er hún hefur verið dæmd af nefndinni, og nafn hans er henni kunnugt orðið. Aðrar ritgjörðir, sem eigi er veitt verðlaun fyrir, skal geyma, til þess er þeirra verður vitjað. 5. gr. Nefndin skal hafa lokið starfa sín- um fyrir útgöngu maímánaðar það ár, sem alþingi á að koma saman. Skal hún þá jafnskjótt tilkynna landshöfðingja, hverjum höfundum hún hefur dæmt verðlaun og hversu há hverjum þeirra; en landshöfðingi ávísar fjenu. Svo skal og nefndin senda næsta alþingi skýrslu um gjörðir sínar. — þessir voru síðan kosnir í verðlaunanefnd til næsta þings: Magnús Stephensen yfir- dórnari, Eiríkur Briern prestaskólakennari, og Björn Jónsson ritstjóri. Umboðsleg störf yfirdómenda. þess er áður getið lauslega (XII 37), að neðri deild samþykkti nálega í einu hljóði áskorun til landsstjórnarinnar um, að fela eigi dómendum landsyfirrjettarins neina um- boðslega sýslan eða embætti á hendur, nema brýna nauðsyn beri til. það var á undan gengið, að felldar höfðu verið í deildinni tvær eða þó öllu heldur þrjár ályktanir, er fóru í sömu átt. Hin fyrsta, frá þorvarði Kjerulf og Jóni Ólafssyni, stóð í sambandi við áskor- unina um amtmannaembættin, var hnýtt aptan í hana, og var þess efnis, að þangað til frumvarp um að leggja niður amtmanna- embættin gæti orðið löggilt, skyldi setja sjerstakan mann í amtmannsembætti það, sem laust er, og eigi láta það vera í sömu höndum og yfirdómaraembættið, »þar eð slíkt bæði er óviðkvæmilegt og ósamkvæmt anda stjórnarskrárinnan«. En þessi tillaga yar felld með 13 atkv. gegn 8. þá komu hinir sömu tveir þingmenn með aðra tillögu um, »að skora á ráðgjafann að fylgja því sem fastri reglu samkvæmt anda stjórncU'skrárinnar, að fela eigi neinum af dómurum landsyfirrjettarins á hendur neina umboðslega sýslun eða embætti jafnframt dómaraembættinu, aðra en dómskrifarastörf- in við rjettinn«. En hún fjell sömuleiðis (24. ágúst) með 11 atkv. gegn 8. þá var það, að Jón Ólafsson sagði af sjer ^ pingmennsku, af því hann áliti, að méiri hluti deildarinnar hefði með þessari at- kvæðagreiðslu sýnt af sjer þann pólitiskan barnaskap, að sjer þætti blygðun að sitja í svona skipaðri þingdeild. Hin þriðja tillagan, frá þorvarði Kjerulf, var lítið eitt öðru vísi orðuð en sú, sem samþykkt var á endanum. AUGLÝSINGAR í samfeldu máli m. smáletri kosla 2 a. (þakkaráv. 3a.) hvert orí 15 stala frekast m. ööra letri eía setning 1 kr. tjrir þuinlung dálks-lengdar. Borgun úl i hönd. Uppboðsauglýsing. Hjermeð auglýsist, að hinn 26. þessa mán- aðar verður eptir beiðni herra verzlunarstjóra G. Emil Unbehagen uppboð haldið að Gufu- nesi, til þess að selja hæstbjóðanda þilbát- inn »Hannei, er þar liggur. Skilmálar verða auglýstir á uppboðsstaðn- um á undan uppboðinu, en það byrjar kl. 12 á hádegi. Skrifstofu Kjósar-ogGullbringusýslu2.sept. 1885. Kristján Jónsson. Uppboðsauglýsing. Mánudaginn hinn 21. þ. m. verður opin- bert uppboð haldið í sölubúð W. Tierney hjer í bœnum (gamla sjukrahúsinu), og þar selt hœstbjóðendum ýmislegur karlmanns- og kvennmanns fatnaður, allskonar stígvjel, hnappar, leðurbuxur, olíufatnaður, sjól og margt annað fieira. HLutirnir, sem selja á, eru til sýnis á uppboðsstaðnum tveim dögum fyrir uppboðið. Uppboðið byrjar kl. 11 fyrir hádegi og verða þá skilmálar birtir kaupendun. Bœjarfógetinn í Beykjavik,8. septembr. 1886. E. Th. Jónassen. A Vegamótabrú hjer í bœnum er vœnt timburhús til sölu eða leigu. Frekari upp- lýsingar fást hjá Franz Sieinsen. Fundió í gœrmorgun við Bústaðaveginn lyrir innan Háaleiti úr með festi við. Eigandi má vitja til Eyjólfs í Skildinganesi gegn fundarlaunum og auglýsingargjaldi. Til þess að toema sem fljótast það sem jcg hef eptir til sölu af við fyrir aðra, sel jeg borð, planka, trje og gerikti — allt með enn meira niðursettu verði en áður, fyrir peninga út í hönd. Beykjavik 8. sept. 1885. M. Johannessen. -j- 1 gær andaðist eptir 6 daga sjúkdómslegu að Miðdal í Mosfellssveit, göfug ekkj a pórunn Siguröardóttir, 84 ára gömul, kona Jóns sál. | Hjartarsonar, fyrverandi á Hvaleyri. þetta til- kynnist hjermeð vandamönnum, vinum og við- skiptamönnum hennar. Miðdal 8. septbr. 1885. Guömundur Einarsson. Til athugunar. Yjer undirskrifaðir álítum það skyldu vora að biðja atmenning gjalda varbuga við hinum mörgu og vondu eptirlíkingum á Brama-lífs- elixír hra. Mansfeld-Búllner & Lassens, sem fjöldi fjárhuga kaupmanna hefir á boðstólum; þykir oss því meiri ástæða til þessarar aðvörunar, sem margir af eptirhermum þessum gera sjer alit far um að líkja eptir einkennismiðanum á eata glösunum, en efnið í glösum þeirra er ekki Brama-lífs-elixír. Vjer höfum um langan tíma reynt Brama-lífs-elixír, og reynzt hann vel, til þess að greiða fyrir meltingunni, og til þess að lækna margskonar magaveikindi, og getum því mælt ineð houum sem sannarlega heilsusömum bitter. Oss þykir það uggsamt, að þessar óegta eptirlíkingar eigi lof það skilið, sem frumsemjendurnir veita þeim, úr því að þeir verða að prýða þær með nafni og einkenn- ismiða alþekktrar vöru til þess að þær gangi út. Harboöre ved Lemvig. Jens Christian Knopper. Thomas Stausholm. C. P. Sandsgaard. Laust Bruun. Niels Chr. Jensen. Ove Benrik Bruun. Kr. Smed Hönland. I. S. Jensen. Gregcrs Iiirk. L. Dahlgaard Kokkensberg. N. C. Bruun. 1. P. Emtkjer. K. S. liirk. Mads Sögaard. 1. C. Paulsen. L. Lassen. Laust Chr. Christensen. Chr. Sörensen. 93r.] N. B. Nielsen. N. E. Nörby. PeSr’ Nærsveitamenn eru beðnir að vitja ísafoldar á afgreiðslustofu hennar, sem er í ísafoldarprentsmiðju, við Bakarastíginn, 1. sal; — nema Seltirningar í búð N. Zim- sens (Knudtzons verzlun), og Kjósarmenn og Kjalnesingar í búð S. Johnsens. TIL SÖLU á afgreiðslustofu ísafoldar: Gröndals Dýrafræði...................2,25 Gröndals Steinafræði.................1,80 íslandssaga þorkels Bjarnasonar . . 1,00 Ljóðmæli Gríms Thomsens .... 1,00 Um sauðfjenað, eptir Guðm. Einarss. 0,90 Undirstöðuatriði búfjárræktarinnar, eptir sama........................0,50 Erslevs landafræði, önnur útgáfa . . 1,25 Dönsk lesbók handa byrjöndum (S. H.) 1,00 Páls Melsteðs mannkynssögu-ágrip, 2. útg............................2,50 Bænakver og -sálma, eptir Ólaf Ind- riðason, bundið ................. . 0,25 Hættulegur vinur.....................0,25 Landamerkjalögin.....................0,12 Almanak þjóðvinafjelagsins 1886 . . 0,45 Um uppeldi barna og unglinga eptir Herbert Spencer....................1,00 Sparsemi, eptir Samuel Smiles . . . 1,50 Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil. Freutsmiðja Isafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.