Ísafold - 04.11.1885, Blaðsíða 2

Ísafold - 04.11.1885, Blaðsíða 2
190 hvetja hvern þann, er ann vorri fögru móðurtungu, til að eignast þessa bók og kynna sér þar hin dásamlegu lög, er hafa myndað þetta mál. t2t85. Jón porkelsson. Landsyfirrjettardómur. »Hið sunn- lenzka síldveiðafjelag« — sem er rangt að kalla »sálugt«, því það e r ósálað — hefir átt í máli út af viðskiptum sínum við Norðmenn, O. Wathne á Seyðisfirði, og var það dæmt í yfirrjetti 26. f. m., af há- yfirdómaranum með 2 setudómurum (A. Thorsteinsson landfógeta og Jóni Jenssyni landritara), með því að hinir dómararnir eru í stjórn fjelagsins. — Dómurinn er svo látandi. Tildsögin til máls þessa eru þau, er nú skal greina: Með samningi, er gerður var í Bergen 28. marz 1881, var stofnað fjelag til að reka síldarveiðar við Island (hin svo kall- aða Hánefsstaðaútgerð eða Islandsexpedi- tionen No. 2J og áttu helming hluta í fjelaginu eða ^ þrír Islendingar og 1 dansk- ur maður, en hinn helminginn 5 Norð- menn, þar á meðal 0. Wathne og Jens Gran & Sön. I samningnum var svo á- kveðið, að 0. Wathne skyldi ráðinn til að vera »Expeditionens Bestyrer og Dis- ponent paa Island«, en þeir Jens Gran & Sön í Bergen skyldu hafa stjórn fjelagsins þar; til þeirra skyldu hluthafendur greiða tillög sín, og þeir skyldu greiða hluthaf- endum aptur hlutdeild þeirra í ágóða fje- lagsins. Yorið 1882 sendi nú fjelag eitt, er stofnazt hafði í Beykjavík og kallaði sig »Hið sunnlenzka síldveiðafjelag«, þá- verandi formann sinn, Eggert Gunnarsson, til Norvegs, til þess að stuðla að fram- kvæmdum fjelagsins í síldveiðum, og keypti þá Eggert Gunnarsson T*y hluti af þeim helmingi fyrnefnds fjelags, er Norðmenn áttu. þetta fjelag, Hánefsstaðaútgerðin, hafði nokkurn ábata af síldveiðum 1882, og komu í hluta hins sunnlenzka síld- veiðafjelags, sem eiganda T% af því, 2694 kr. 92 a., sem reikningshaldari alls fjelags- ins, Jens Gran & Sön í Bergen, ljetu renna inn til Eggerts Gunnarssonar með skuldajöfnuði. Stjórn hins sunnlenzka síldveiðafjelags hefir eigi álitið þessa borg- unaraðferð lögmæta, og hefir því höfðað mál þetta fyrir aukarjetti Norður-Múla- sýslu gegn O. Wathne fyrir hönd T% hluta Hánefsstaðaútgerðarinnar, og krafizt þess, að hann sem umboðsmaður þessa hluta fjelagsins greiddi hinu sunnlenzka síld- veiðafjelagi umgetnar 2694 kr. 92 a. með 5°/° vöxtum frá sáttakærudegi til borgunar- dags, og málskostnað eptir mati rjettarins, þó eigi minna en 10 kr. Eór mál þetta svo í undirrjettinum, að 0. Wathne, sem umboðsmaður T% hluta Hánefsstaðaútgerð- arinnar, var dæmdur sýkn af kærum og kröfum sækjandans og málskoslnaður lát- inn falla niður. En við þessi úrslit hefir hið sunnlenzka síldarveiðafjelag eigi viljað una, og áfrýjað málinu til yfirrjettarins með stefnu 23. febr. þ. á., og krafizt þess, að undirrjettardóminum væri breytt sam- kvæmt kröfum fjelagsins fyrir undirrjetti, þó með þeim mun, að málskostnaður yrði því til dæmdur fyrir báðum rjettum með 150 kr. eða eptir mati rjettarins. Stefndi hefir aptur á móti krafizt þess, að hinn áfrýjaði dómur yrði staðfestur, og sjer dæmdar í málskostnað 70 kr., eða einhver hæfileg upphæð, sem rjetturinn ákvæði. Aðalástæða stefnda fyrir sýknun sinni er sú, að samkvæmt stofnunarskrá Há- nefsstaðaútgerðarinnar, fyrnefndum samn- ingi frá 28. marz 1881, sjeu sjer fjármál þessa fjelags óviðkomandi og sjerstaklega útborganir á ágóðanum til hluthafenda; þær sjeu aptur í stofnunarskránni berum orðum faldar reikningshaldara fjelagsins, Jens Gran & Sön í Bergen, og með því, að yfirdómurinn verður að leggja sama skilning í optnefnda stofnunarskrá, hvað þetta atriði snertir, og þessi stofnunarskrá, sem sækjandi að vísu eigi segist hafa vit- að af fyr en undir þessu máli, en þó eigi rengt, verður að álítast hafa gilt einnig hvað þá t4c hluti Hánefstaðaútgerðarinnar snertir, er hið sunnlenzka síldveiðafjelag hafði keypt, þar sem eigi er sannað, að nýr samningur hafi verið gerður um fyr- irkomulag alls fjélagsins, stjórn þess og rekstur, þegar hið sunnlenzka síldveiðafje- lag fjekk hlut í því, þá verður yfirdómur- inn að komast að þeirri sömu niðurstöðu og undirdómurinn, að hinum stefnda O. Wathne, þó hann hafi verið ráðsmaður hjer á landi, eigi verði með dómi gert að skyldu að greiða hina kröfðu fjárhæð, gagn- vart þeirri ráðstöfun á greiðslu hennar, sem gerð hefir verið af fjárráðamanni alls fjelagsins í Norvegi, eða bera ábyrgð á henni fyrir hönd Tö hluta Hánefsstaðaút- gerðarinnar, og kemur því eigi til þess hjer, að rannsaka, hvort það ,hefir verið með rjettu, að reikningshaldari alls fje- lagsins, Jens Gran & Sön í Bergen, með skuldajöfnuði hafi látið renna til Eggerts Gunnarssonar hluta hins sunnlenzka síld- veiðafjelags í ágóða útgerðarinnar 1882, í stað þess að standa beinlínis skil á hon- um gegn kvittun af hendi stjórnar hins sunnlenzka síldveiðaíjelags sjálfs. Ber því í öllu að staðfesta hiun áfrýjaða aukarjett- ardóm; en eptir atvikum virðist rjett, að málskostnaður falli niður. því dæmist rjett að vera: Hinn áfrýjaði dómur á óraskaður að standa. Málskostnaður fyrir yfirdómi falli niður. I Landsbankinn. Landshöfðingi hefir 24. f. m. skipað yfirdómara L. E. Svein- björnsson framkvæmdarstjóra við hinn fyr- irhugaða landsbanka með 2000 króna laun- um frá þeim tíma, er bankinn tekur til starfa—í fyrsta lagi 1. júlí 1886—og með hálfs árs uppsagnarfresti. þar með er fullnægt hinum forkostulega utanrjettar-skiptagjörningi landsyfirrjettar- ins frá í sumar, nema hvað launin eru þó ekki talin frá nýjári 1886, og að neðri deild var svo óþjál, að láta ekki 1500 króna veit- inguna til siglingar framkvæmdarstjórans óraskaða standa, heldur færði hana niður í 1000 kr. jþótt framkvæmdarstjóraembættið væri aldrei auglýst, sem auðvitað hefði líka ekki verið nema hjegómi, úr því það var löngu fyrir fram dæmt þessum manni,—þá er nú hjúavistin við bankann, eða bókara- og fjehirðis-sýslanirnar, auglýstar í Stjórnartíð- indunum 28. okt., en með tæpum mánað- ar fyrirvara, eða til 26. nóv., og þar með fyrirgirt, að aðrir geti sótt um þau brauð en Beykvíkingar eða nærsveitamenn við Beykjavík. Enda gerir það raunar hvorki til nje frá, ef það er satt, sem altalað er, að þessar sýslanir sjeu einnig fastlofaðar fyrir fram. Fjehirðir bankans á að setja veð, 4000 kr. í konunglegum skuldabrjefum, eða þá þriðjungi hærra veð með fyrsta forgöngu- rjetti í jarðeignum eða vátryggðum hús- eignum í Beykjavík. Búnaðarskóli vesturamtsing. Landshöfðingi hefir 19. f. m. samþykkt þá tillögu amtsráðsins í vesturamtinu, að búnaðarkennslustofnunin í Olafsdal verði gerð að búnaðarskóla fyrir vesturamtið, og að til hennar megi verja fyrst um sinn, frá byrjun yfirstandandi árs, hinu árlega búnaðarskólagjaldi úr vesturamtinu og á- vöxtunum af búnaðarskólasjóði amtsins. Arferði m. m. Með póstum er að frjetta harðindatíð á vesturlandi og norð- urlandi, einkum í þingeyjarsýslu; þar gerði feikna-kafaldshríð um rjettir og urðu hey úti víða að stórum mun, t. d. 300 hestar á einum bæ (Grenjaðarstað). Eyrir vest- an sömuleiðis mjög snjóasamt. Húnavatnssýslu 85: »Víðast í Húna- vatnssýslu varð mikill töðubrestur í sumar frá £ til i. Engi náði allt að minna meðal- lagi grasvexti, eiukum mýrar, en vallendi brást. Útheysafli varð víða í meðallagi, eptir sláttartímanum. Nýting á heyjum góð, þangað til 20 vikur voru af sumri. En það sem heyjað var eptirþann tíma, hrakt- ist, en náðist víðast inn um rjettir. þó er enn hey úti á stöku bæjum, einkum í Lax- árdal, því úr rjettum spilltist tíðin og gerði talsverðan snjó, en tók um 3 daga upp aptur í lágbyggðum; þá kom aptur snjór og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.