Ísafold - 11.11.1885, Blaðsíða 4

Ísafold - 11.11.1885, Blaðsíða 4
196 ur; þá er svo heitt að menn eigi geta unn- ið; sólskinið er svo bjart, þegar það kast- ast frá götusteinunum, að jeg get að eins haft hálfopin augun, þegar jeg geng ylir götu, þar sem ekki er forsæla; því fá sjer margir miðdegislúr, en vinna þess betur þegar hafgolan kælir loptið undir kvöldið. Eptir sólarlag fer allt heldra fólkið að koma á kreik og fjörið á götunum, í sölu- búðunum og á veitingastöðunum er þá langmest; fegurstu göturnar, t. d. Toledó- gatan, eru þá troðfullar af fólki og skraut- legum vögnum; eru þá flestir velbúnir, en minna ber á skrílnum; umferðin er jafn- mikil þangað til kl. 1 á nóttunni. Fyrir framan kaffistofur og veitingastaði er fullt af fólki við smáborð; þegar maður neytir einhvers, safnast þar opt að hópar af smákrökkum til að sníkja, biðja um skildinga, að mega sleikja innan diskana og bollana o. s. frv.; en ef maður aumkast yfir einhvern af krakkagreyjunum, verður enginn friður fyrir hinum. þar er fremur sjaldgæft, að sjá menn neyta áfengra drykkja; jeg hefi eigi sjeð enn einn mann ölvaðan á Italíu; margir drekka sæta eða súra svaladrykki, kaffi og þess konar, en langflestir eta ís; Napolimenn hafa orð fyrir að krydda ýmsar ístegundir betur en nokkrir aðrir. A morgnana drekka fæstir kaffi, heldur borða frosið kaffi með skeið. Vin drekka menn sjaldan nema með mat; öl er fjarska dýrt alstaðar á Italiu og optast varla drekkandi. Ekkert er eins leiðinlegt í Neapel eins og allur sá betlara-skríll, sem hvergi læt- ar mann í friði; alstaðar eru dónsar í hælunum á manni, er bjóða manni ýmsa smáhluti, myndir og slíkt; þeir safnast kringum hvem útlending, eins og flugur að hræi, og ætla að æra mann, og eru svo þráir, að varla er nokkurt undanfæri. Betl- arar þessir eru eptirkomendur »lazzarón- anna« nafnfrægu, sem nú eru því nær horfnir í sinni upprunalegu mynd. það er hinn versti galli á Neapel, að nærri hver maður reynir að pretta og svíkja útlend- inga; hver útlendingur, sem eitthvað kaup- ir, verður að »prútta«, og fæst þá hlutur- inn opt tvisvar eða þrisvar sinnum ódýr- ari er upp var sett í fyrstu. Alþýða í Neapel er fjarska-hjátrúarfull og fylgispök við klerkana, enda er að bú- ast við að lýðurinn í Neapel sje skrítinn, því þar er sambland af allskonar þjóðum, því þetta fagra hjerað hefir verið þrætu- epli milli margra þjóða; Italir, Serkir, þjóð- verjar, Norðmenn, Frakkar og Spánverjar hafa blandað þar blóði og barizt um landið. Ibúarnir hafa um langan aldur orð- ið að þola myrkravald spánskra og ítalskra klerka og búið á víxl undir viðbjóðslegri harðstjórn og óstjórn. Ef klerkum dettur einhver skrípaleg hjátrú í hug eða helgi- siðir, þá er undir eins hægt að fá alþýðu til að fallast á það. AUGLÝSINGAR í samfeidu máli m. smálelri iosta 2 a. (þakkaráv. 3a.) hvert orð 15 staia frekast in. S5ru letri eía setning 1 kr. tjrir jmminnj dálks-lengdar. Borgun úti hönd Forníslenzk málmyndalýsing eptir Dr. L. F. A. Wiinmer háskólakennara. þýtt hefir Valtýr (íuðiuuiidsson. Er ný-útkomin á mitt forlag og kostar 1 kr. 95 a. Kr. Ó. þorgrimsson. I Lækjargötu fást til leigu góð stofa og svefn- herbergi með eður án húsbúnaðar (meubla). Reykjavík 10 nóv. 1885. Kristín Bjarnadóttir. Með niðursettu verði fæst karla- og kvenna skófatnaður hjá undirskrifuðum til 99. þ. m. mút borgun út í hönd. Rvík 10/n—85 Raýn Sigurðsson par eð kaupmaður Finnur Finnsson í Borgarnesi hinn 30. f. m. hefir framselt hú sitt sem gjaldþrota til skiptameðferðar, þd er hjer með samkvœmt lögum 12. apríl 1878,22. gr., og opmo brjefi 4. jan. 1861 skorað áalla skuldheimtumenn í tjeðu þrotabúi, að lýsa skuldakröfum sínum dður en 12 mánuðir sjeu liðnir frd síðustu birtingu þessarar aug- lýsingar og sanna þcer fyrir skiptardðanda hjer í sýslu. Kröfum þeim, er seinna er lýst en nú var getið, verður eigi gaumur gefinn. Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðars. 9. nóv 1885. Guðm. Pálsson. Skip til sölu. Enskt fiskiskip „Slup“ ágætt siglingarskip, vel lagað til fisk- og hákarlaveiða 48, tons, byggt eingöngu úr eik. Skipið er 23 ára gamalt, en endurbætt fyrir fimm árum; kostaði sú aðgjörð um 7 þúsund krónur. Allur útbúnaður skipsins er í bezta lagi; það hefir verið nokkur ár við fiskiveiðar við Island og aflað ágætlega. Lyst- hafendur snúi sjer til skipstjóra Debes Marten- sen Trangisvog Færeyjum er semur um kaupin. það hefir dregizt allt of lengi fyrir mjer op-1 inberlega að láta í ljósi þakklæti mitt við minn fyrsta og mesta velgjörðamann af öllum vanda- lausum mönnum, herra hjeraðslækni porvald Jónsson á ísafirði. Nú loksins, eptir liðin full 20 ár, vil jeg með þessum fáu línum sýna lít- inn vott um viðurkenningu margþeginna vel- gjörða lians og hans góðfrægu húsvina. Á kirkjustað mínum, Stað í Grrunnavík, sá hann mig á 1. embættisferð sinni þangaö ; þá var jeg á 14. ári, nðkominn dauða af sjúkdómi (o: offylli) ; þá aumkvaðist hanu strax yfir mig, þar eð hann, sem læknir, sá, hvað mjer leið ;* 1 Ijeg var orðinn fjarskalega gildur. jafnvel tvö- falt gildari en ;eg átti að mjer að vera áður; samt hafði þykktin eigi eptirtakanlega farið vax- andi nema 3 síðustu mánuðina. Eptir að lælcu- irinn hafði spurt prest minn, sira Einar Vern- harðsson, hvort jeg ætti enga aðstoðarmenn, er gæti leitað mjer læknishjálpar, en hann neitaði þvi, tók hann mig með sjer vestur á ísafjörð, keypti þar handa mjer húsnæði, þar eð hann, sem þá var ógiptur og eiuhleypur maður, leigði annarstaðar herbergi handa sjálfum sjer, emnig fæði og alla þá miklu aðhjúkrun, sem mjer var ómissandi, og auk þess vitjaði mín iðuíega og vakti yfir mjer opt og tíðum sólarhring í bili. I sambandi við þetta get jeg þess, mínum vel- gjörðamanni til verðugs heiðurs, að á meðan á sjúkdómslegu minni stóð, kom á ísafjörð efna- bezti og nákomnasti ættiugi minn, og spurði þorv. læknir hann að (til að reyna bróðurkær- leik hans, en ekki til að krefjast borgunar fyr- ir hinn mikla kostnað á mjer), hvort hann vildi hjálpa mjer nokkuð til að borga læknishjálp og þar að lútandi, og svaraði hann nei við ; þar á móti sagöi hann bezt væri að láta kostnaðinn koma á sveitina. þegarjegvar búinn að njóta tjeðrar læknishjálpar og bjúkrunar í fulía 3 mánuði, var jeg orðinn svo hress, að jeg gat komizt heim tíi mín. Síðanhefijeg árlega þeg- ið margfaldar velgjörðir af hendi þessa iæknis og hans heiðruðu konu, sem jafnan hafa tekið mig sem foreldrar bezta barn sitt, og ofan á allt annað tekið af mjer son minn nú í 2 ár til náms á barnaskólann og allrar umönnunar og forsorgunar án nokkurs reiknings. Allar þessar velgjörðir bið jeg af hjarta góðan Guð að meta og endurgjalda þessum heiðurs hjónum og niðjum þeirra ríkulega af náð sinni og mildi á þeim tíma og á þann hátt, sem hans speki sjer bezt henta. Maröareyri, í oktbr. 1885. Benjamín Einarsson. Til atliugunar. Vjer undirskrifaðir álitum það skyldu vora að biðja almenning gjalda varhuga við hinum mörgu og vondu eptirlíkingum á Brama-lífs- elixír hra. Mansfeld-Búllner & Lassens, sem fjöldi fjárhuga kaupmanna hefir á boðstólum; þykir oss því meiri ástæða til þessarar aðvörunar, sem margir af eptirhermum þessum gera sjer allt far um að likja eptir einkennismiðanum á egta glösunum, en efnið í glösum þeirra er elcki Brama-lífs-elixír. Vjer höfum um langan tíma reynt Brama-lífs-ciixír, og reynzt hann vel, til þess að greiða fyrir meltingunni, og til þess að lækna margskonar magaveikindi, og getum því mælt með houum sem sannarlega heilsusömum bitter. Oss þykir það uggsamt, að þessar óegta eptiriíkingar eigi iof það skilið, sem frumsemjendurnir veita þeim, úr því að þeir verða að prýða þær með nafni og einkenn- ismiða alþekktrar vöru til þess að þær gangi út. Harboöre ved Lemvig. Jens Christian Knopper. Thomus Stausholm. C. P. Sandsgaard. Laust Bruun. Niels Chr. Jensen. Ove Henrik Bruun. Kr. Smed Rönland. 1. S. Jensen. Oregers Kirk. L. Dahlgaard Kokkensberg. N. C. Bruun. 1. P. Emtkjer. K. S. Kirk. Mads Sógaard. I. C. Paulsen. L. Lassen. I Laust Chr. Christensen. Chr. Sörensen. 93r.] N. B. Nielsen. N. E. Nörby. Nærsveitamenn eru beðnir að vitja ísafoldar á afgreiðslustofu hennar, sem er í ísafoldarprentsmiðju, við Bakarastíginn, 1. sal; — nema Seltirningar í búð N. Zim- sens (Knudtzons verzlun), og Kjósarmenn og Kjalnesingar í búð S. Johnsens. Ritstjóri Björn Jónason, cand. phil. 1 Rrentsmiðja Isafoldar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.