Ísafold


Ísafold - 25.11.1885, Qupperneq 1

Ísafold - 25.11.1885, Qupperneq 1
(eiLir ól á miívikudajsmorjna. íerí árjanjsins (55-GQ arka^ 4kr.; erlendis 5 kr. Borgist fyrir miðjan jðlímánnð. ISAFOLD. Gppsógn (sknfL) bandm við áramót. á- gild nema kemin sje til útj. fjrir L okL Afjreiísluslofa i Isafoldarprentsm. 1. sal. XII 51. Reykjavík, miðvikudaginn 25. nóvembermán. 1885. 201. Innlendar frjettir (alþingi le>st upp, aul<a- þing, konungleg auglýsing til íslendinga m. fl.) 202. Útlendar frjettir. 202. Hitt og þetta. Auglýsingar. Brauð laust : Hof í Álptafirði 20/n. . 1484. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I 2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12 —2 útlán md., mvd. og Id. kl. 2—3 Póstar fara frá Rvík 2., 3. og 4. des. (v., n., a.) Póstskip fer frá Rvík 29. nóv. Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd og ld. 4—5 Veðurathuganir í Reykjavík, eptir Dr. J. Jónassen nóv. | Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. inóttu|umhád. fm. | em. fm. em. M. 18. 2 0 3° 30 A h d A hv d F. 19. + 2 + 5 29,9 29.9 Sa h d 0 d F. 20. + 2 + 3 29,8 29,8 Sa h d A h d L. 21. + 3 -+ 4 29.8 29,8 A h d A h d S. 22. 0 + 1 29,8 29.7 A h b A h b M. 2.5. -7- 1 + 1 29,6 29,6 A h d A hv d Þ- 24. + 1 + 5 29,5 29,5 Sa h d Sa h d Umliðna viku hefir verið mesta veðurhægð, ein- lægt við austanátt, hægur og optast dimmur. Að- faranótt h. 23. fjell hjer litið föl, sem hvarf fljóttj því 23. var hjer talsverð rigning seinni hluta dags» í dag 24. hægur á austan landsunnan, dimmur, með vætu. Hjer er alauð jörð og víða enginn klaki í jörðu. Reykjavík 25. nóv. 1885. Póstskipið, Laura, kom hjer sunnu- dag 22. þ. m. Farþegjar fáir sem engir. Ný lög. Konungur hefir enn fremur staðfest þessi lög frá síðasta alþingi, og eru þau öll dagsett 2. nóvbr.: 3. Fjárlög fyrir árin 1886 og 1887. 4. Fjáraukalög fyrir árin 1882 og 1883. 5. Fjaraukalög fyrir árin 1884 og 1885. 6. Lög um samþykkt á landsreikningnum fyrir 1880 og 1881. 7. Lög um samþykkt á landsreikningnum fyrir 1882 og 1883. 8. Lög um linun i skatti á ábúð og afnotum jarða og á lausafje. 9. Lög um breytingu á 1. gr. í lögum 27. febr. 1880 um skipun prestakalla (ísaf. XII 35). 10. Lög um sjerstaka dómþinghá í Grafn- ingshreppi. Alþingi leyst upp. Konungur hefir 2. þ. m. gefið út svo látandi opið brjef. Vjer Chr. hinn níundi o. s. frv. gjörum kunnugt: þar eð alþingi hefir fallizt á frv. til stjórnarskipunarlaga um 'nin sjer- staklegu málefni íslands, sem fer fram á breyting á stjórnarskrá 5. janúar 1874 um þessi málefni, þá verður samkvæmt 61. í lögum þessum að-ieysa upp alþingi það, sem nú er. Fyrir því bjóðum vjer og skip- um fyrir á þessa leið: Alþingi, sem nú er, er leyst upp. Eptir þessu eiga allir hlutaðeigendur sjer þegnlega að hegða. Gefið á Amalíuborg, 2. nóvember 1885.— Undír vorri konunglegu hendi og innsigli. Christian B. (L. S.). — J. Nellemann. Nýjar alþingiskosningar. Sama dag hefir konungur í öðru opnu brjefi fyr- irskipað nýjar alþingiskosningar á tímabil- inu frá 1. til 10. jútií 1886. Aukaþing 28. júlí 1886. í hinu sama opnu brjefi hefir konungur stefnt alþingi saman til aukafundar 28. júlí 1886, er standa skuli eigi lengur en' 1 mánuð. Brjef þetta er svo látandi. Vjer Chr. hinn níundi o. s. frv., gjörum kunnugt: Með því að vjer höfum með opnu brjefi, dagsettu í dag, leyst upp al- þingi, sém nú er, þá er það allramildast- ur vilji Vor, að nýjar kosningar til alþing- is fyrir næstu 6 ár skuli fara fram á tíma- bilinu frá 1. til 10 júní 1886, að báðum dögum meðtöldum. Fyrir því bjóðum Vjer og skipum fyrir allramildilegast, að almenttar kosningar til alþingis fari fram á nefndu tímabili sam- kvæmt ákvæðum laga 14. septbr. 1877 um kosningar til alþingis, og viljum Vjer sam- kvæmt 26. gr. nefndra laga allramildileg- ast ákveða, að kjörtíminn fyrir allar kosn- ingar skuli talinn frá 1. júlí 1886. Vjer höfum enn fremur allramildilegast ákveðið, að alþingi skuli koma saman til aukafundar 28. júlí 1886, og viljum Vjer um þingtímann allramildilegast kveða svo á, að alþingi þetta megi eigi setu eiga lengur en einn mánuð. Bjóðum Vjer því hjer með öllum þeim, er setu eiga á þessu þingi, að koma nefndan dag til Reykja- víkur kaupstaðar, og verður alþingi þá sett þar, eptir að guðsþjónustugerð hefir farið fram í dómkirkjunni. Eptir þessu eiga allir hlutaðéigendur sjer þegnlega að hegða. Gefið á Amalíuborg 2. nóvember 1885. Undir Vorri konunglegu hendi og innsigli. Christian B. (L. S.) — J. Nellemann. Konungleg auglýsing til Islend- inga. Loks hefir konungur sama dag gefið út svolátandi auglýsingu þessu máli viðvíkjandi. Vjer Chr. hinn níundi o. s. frv. gjörum kunnugt : Stjórnarráðherra Vor fyrir ís- land hefir fyrir Oss lagt frumvarp til end- urskoðaðra stjórnarskipunarlaga um hin sjerstaklegu málefni íslands, er borið hefir verið upp af þingmanna hálfu og samþykkt á alþingi því, er haldið var á síðast liðnu sumri, og enn fremur tvenn þegnleg ávörp til Vor frá efri og néðri deild alþingis, er meðal annars fara fram á að mæla fram með breyttu fyrirkomulagi á hinni æðstu stjórn þessara málefna, eins og alþingi hef- ir farið því fram. Samkvæmt fyrirmælum 61. gr. í stjórn- arskránni höfum Vjer því með opnu brjefi Voru 2. nóvbr. þ. á. leyst upp alþingi, er nú er, og um leið skipað fyrir, að nýjar al- mennar kosningar til alþingis skuli fara fram í byrjun júnímánaðar n. á., og höfum enn fremur samkvæmt 6. og 8. gr. stjórnar- skrárinnar ákveðið, að hið nýkosna alþingi skuli koma saman í Reykjavík 28. dag júlímánaðar næsta þar á eptir. Um leið og Vjer birtum þetta vorum trúu og kæru þegnum á íslandi, viljum Vjer hjer með gera það kunnugt, svo að eigi verði byggðar þær vonir á ráðstöfunum þessum, er stjórnarskráin mælir fyrir um, sem eigi munu rætast á síðan, að Vjer mun- um með engu móti geta staðfest stjórnar- skipunarlagafrumvarp það, er alþingi hefir fallizt á, enda þótt svo fari, að það verði samþykkt af nýju á hinu nýkosna al- þingi. Vjer kunnum rjett að meta hugarfar það, er sprottið er af óskin um breytingar á stjórnarskránni, og Vjér virðum mjög mik- ils þann hinn hlýja vott um hollustu til Vor, er kemur fram í ávörpum þeim, er báð- ar deildir alþingis hafa seut Oss; en er ræðir um að staðfesta frumvarp það til breytÍDgar á stjórnarskipuninni, sem sam- þykkt hefir verið, þá getum Vjer eigi látið þetta halda Oss frá að koma svo fram í því máli, sem skylda Vor gagnvart ríkinu í heild sinni býður Oss. Ef æðsta stjóm Islands yrði, eins og á- kveðið er í hinu samþykkta frumvarpi, feng- in í hendur ábyrgðarlausum landstjóra, skipuðum af Oss og með aðsetur í landinu sjálfu, er skyldi hafa vald til að ráða þeim málum til lykta í umboði Voru, er konung- legs samþykkis þurfa — með þeim einum undantekningum, að hann gæti eigi stað- fest breytingar á stjórnarskipunarlögunum, eigi náðað menn nje veitt almenna uppgjöf á sökum — og sem skyldi taka sjer ráðgjafa

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.