Ísafold - 25.11.1885, Page 2

Ísafold - 25.11.1885, Page 2
202 og láta þá framkvæma vald sitt og hafa ábyrgð á stjórnarstörfum fyrir alþingi, þá myndi Island með þessu móti, eins og Vjer þegar áður höfum tekið fram í auglýsingu Vorri til alþingis 23. maí 1873, er um líka uppástungu frá alþingi var að ræða, í raun og veru verða leyst úr öllu sambandi við ríkið, þar sem æðsta stjórn þess þá yrði fal- in á hendur stjórnarvaldi í landinu sjálfu, er óháð væri bæði hinni annari stjórn Vorri og eins ríkisráði Voru. En slíkt fyrirkomu- lag mundi fara í bága við hina gildandi 8tjórnarskipun ríkisins, og gæti eigi sam- rýmzt stöðu Islands að lögum sem óaðskilj- anlegs hluta Danaveldis, er gerir það að verkum, að æðsta stjórn hinna íslenzku mála, sem og allra mála ríkisins til samans, verður að vera í höfuðstað Vorum, eins og líka er gengið út frá í lögunum 2. jan. 1871, 6. gr. Enn fremur hefir það eigi getað dulizt Oss, að alþiugi hefir tekið upp í fyrstu greinir frumvarps síns ákvarðanir um það, hver sjeu sjerstakleg málefni Islands og hver sje staða þess, er um alrnenn mál ríkisins er að ræða, en hefir þó eigi, eins og stjórnarskráin 5. janúar 1874, sett í frumvarpið nauðsynlega tilvísan til laga 2. janúar 1871 um hina stjórnarlegu stöðu Islands í ríkinu, og þessi lög hefir frum- varp alþingis líka látið ónefnd í 34. gr. sinni sem heimild fyrir tillagi því, er rík- issjóðurinn leggur til sjerstaklegra gjalda islands. f>að er hætt við, að ef frumvarp- ið yrði staðfest í þessu formi, þá mundi það stuðla til þess, að efla þá röngu skoð- un, er hið ráðgefandi alþingi hjelt fram 1871, að lögin 2. janúar 1871 sjeu eigi bindandi fvrir Island; en shk skoðun fer hreint og beint í bága við stjórnarskipun ríkisins, sem byggð er á grundvallarlögun- um, og getum Vjer eigi rjett hjáiparhönd til þess að glæða eða efla hana. I Vorri konunglegu auglýsing til Islend- inga 14. febr. 1874 ljetum Vjer í ljósi, að Vjer álitum, að með stjórnarskránni um hin sjerstaklegu málefni íslands 5. jan. 1874 væristjórnarskip.múlþess að fulluog öllu til lykta leitt, og tókum Vjer einnig fram, að tekið sje með lögum þessum það tillit til þeirra óska, er komið höfðu fram af hálfu Islands, sem frekast má verða, og samrýmzt getur hinni gildandi stjórnar- skipun ríkisins. |>að hefir því glatt Oss, að verðaþess vísir af ávörpum þeim, er Oss hafa verið send, að Vorir kæru og trúu þegnar á lslandi einnig viðurkenna það, að stjórn Vorri og alþingi hafi tekizt í góðri samvinnu að efla töluvert framfarir landsins á hinum fáu árum, er stjórnar- skráin hefir verið í gildi. En fyrst svo er, þá höfum Vjer þá von, að fram komi við kosningar þær, er nú eiga fram að fara, alþingi svo skipað, að þaó kjósi heldur að I halda áfram því verkinu, er farsællega hefir byrjað verið á til blessunar fyrir landið undir þeirri stjórnarskipun, sem nú er,— og skal eigi til þessa skorta hvöt og aðstoð frá Vorri hálfu,—en að eyða tíma, kröptum og fje landsins í árangurslausa stjórnardeilu, og endurnýjaða baráttu til að koma fram kröfum, er gagnstæðar eru eining ríkisins. Gefið á Amalíuborg, 2. nóvember 1885. Undir Vorri konunglegu hendi og innsigli. Christian B. (L. S.) — J. Nellemann. Isafjarðarsýsla Og bæjarfógetaem- bættið á Isafirði er veitt 6. þ. m. settum sýslumanni og bæjarfógeta, cand. juris Skúla Thoroddsen. Prestaskólinn. Forstöðumannsem- bættið er veitt 1. f. m. prestaskólakennara síra Helga Hálfdánarsyní. Brauð veitt. Bergstaðir í Húnavatns- sýslu veittir 19. þ. m. síra Brynjólfi Jóns- syni á Hofi í Alptafirði. Fensmark náðaður. Með konungs- úrskurði 6. þ. m. er hegningu þeirri, er Fensmark var dæmdur í við landsyfir- rjettinn , 8 mánaða betrunarhússvinnu, breytt í 3 mánaða einfalt fangelsi! Mannalát. Dr. med. J»n Constant Finsen, stiptislæknir á Lálandi og Falstri, andaðist 12. f. ra., 58 ára gamall. Hann var sonur Ólafs (Hannesar biskups) Finsens, landsyfirrjettarassesors t 1830, en bróðir þeirra Vilhjálms Finsens hæstarjettardóm- ara, Hannesar Finsens stiptamtmanns í Bípum og 0. Finsens póstmeistara í Bvík. Hann ólst upp hjá Arna biskupi Helgasyni í Görðum, er átti föðursystur hans Sigríði Hannesdóttur, útskrifaðist úr skóla 1848 og sigldi til háskólans. Hann var í þýzka stríðinu um 1850 (settur undirlæknir); enn fremur var hann kólerulæknir bæði í Khöfn og Friðrikshöfn 1853, og þótti ganga prýði- lega fram. Embættispróf í læknisfræði tók hann 1855, og var síðan hjeraðslæknir á Akureyri þangað til 1867, að hann fluttist til Danmerkur og varð hjeraðslæknir í Ör- sted á Jótlandi, en síðan stiptslæknir á Lálandi og Falstri 4. júní 1875. Hann varð doctor í læknisfræði við háskólann (dispúteraði) 6. nóv. 1874. Hann átti danska konu og dó barnlaus. — í gær varð það fáheyrða slys hjer i bæn- ura, að ferðamaður eínn, Gottskálk bóndi Ein- arsson frá Sogni í Ölvesi, hlaut bana með þeim hætti, að haun ætlaði að súpa á brennivíns- tlösku hjá samfylgdarmanni sínum, en sá fjekk honum karbólsyruflösku i misgripum. Hann drakk sem svaraði einu staupi af karbólsýrunni, komst úr búðinni, þar sem þeir fjelagar voru staddir, heim í íbúðarhús eitt við Hlíðarhúsa- stig, fjekk þar vatn að drekka og hnje þar níð- ur örendur, að því er lækuir vottaði. Eigandaskipti „f>jóóólfs“. Að því, er rit- stjóri þjóðólfs hefir skýrt oss frá, þá eru kaup- in eigi /ull-gerð enn. Ferðaáætlun póstskipanna næsta ár kom með þessari póstskipsferð, og er að kalla má alveg samhljóða þ. á. áætlun. Árferði o. s. frv. Nú hefir tíðarfar verið þítt og blítt um hríð, líklega víðar en hjer um suðurland, er hefir haft af góðu hausti að segja að öllu samtöldu, miklu betra en á norður og vesturlandi. Á vesturlandi er mikið látið af matvöruleysi í kaupstöðum, og ráðgera menn jafnvel að reyna að fá póstgufnskipið þangað með matbjörg á helztu hafnir í miðsvetrarferðinni, til að afstýra ber- um voða Aflaleysi við sama enn við ísafjarðardjúp, (nema vænt hlaup snöggvast snemma i þ. m.), og eins víðarávestfjörðum. IJndir Jökli eitthvað að lifna við. Hjer við Faxaflóa sunnanverðan reyt- ingur í soðið öðru hvoru, margt nokkuð, en örsmátt. Verzlunarástandið eitthvert hið bágasta, er meun muna. Meðal annars hafa sjer í lagi fjárkaupmenn beðið stórskaða í haust; þeir Slimon og Coghill t. d. að sögn svo hundruð- um þúsunda kr. skiptir, vegna dæmalausrar verðlækkunar á fje á Skotlandi og Englandi. Hestasala tekizt þar líka mjög illa. Útlendar frjettir. Khöfn 7. nóv. 1885. Danmöbk. Nú tekur að kárna. Síðan 25. sept. hefir orðið meiri ferð á viðburðunum en vandi er til hjá Dönum. Vinstrimenn voru þá í öruggu skapi; nú eru þeir hnípn- ir heldur, sem von er; því svo erjskjótast frá að segja, að þeir eiga ekki annað fyrir að vinna en drepa land sitt úr dróma.— Vjer víkjum nú að röð viðburðanna. Hinn 30. sept. var nefndardómur upp- kveðinn í málinu, sem höfðað var móti þeim Noes og Nielsen,mönnunum, semfærðu lög- reglustjórann niður af ræðupallinum í Hol- stebro, og móti Berg forseta fyrir eggjun- arorð við það tækifæri. Voruþeir allir þrír dæmdir til 6 mánaða varðhalds við band- ingjafæði. þeir skutu alhr máli sínu til hæsta- rjettar,eneptir dóminnvarþeim NoesogNiel- sen hleypt út úr varðhaldi. Tiðindin vöktu ys og fundahöld og mikil drjúgmæli í blöðum vinstrimanna. Berg var þá staddur vest- ur á Jótlandi, en kom til Hafnar aptur 2. október að kveldi. Margar þúsundir manna voru þá fyrir við járnbrautarstöðina til að fagna kappa frelsisins, og þar kom, að lýð- urinn leysti hestana frá vagninu og dró Berg til híbýla sinna. Svo komu veizlugildi, þeim Noes og Niel- sen sjer í lagi haldin, og var Bergur í þeim báðum. Hjer skorti ekki hraustleg um- mæli, og eptir því að kveðið í blöðunum, og í sumum heldur í heitum haft við Estrúp- inga. Oddvitar vinstrimanna munu þá daga hafa heyrt þyt af fylgisbyr þjóðarinnar

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.