Ísafold - 25.11.1885, Side 4
204
Kassala. Bardaginn hinn grimmasti, og í
honum fjell Osman Digma, flestir foringj-
ar hans, og að auki 3000 manna; aðrar
sögur segja 6000. Mikið mannfall varð
og í liði Abessiníumanua.
Feá Noiíðuh- Amf,kíku. jpess kennir nú,
að skörungur situr við stjórnina. Cleve-
land lætur þá alla sæta lögsóknum, sem
með ýmsu móti hafa haft fje af öðrum eða
af ríkinu í forstöðu embætta, banka o. s.
frv. Hann hefir líka brugðið af gamalli
venju, að skipa embættin nýjum mönnum,
nú sjerveldisliðum, eða láta þá sitja í fyr-
irrúmi við embættaveitingar, sem þann
flokk hafa fyllt. Menn segja, að þetta
sje þarflega ráðið, og að því muni fylgja
betra aldarfar þar vestra. það er annað,
að hann lætur beita þeim lögum hlífðar-
laust móti fjölkvæni Mormóna, sem sett
hafa verið á alríkisþinginu. þrír yfirbisk-
upar í Utah og fleiri klerkar hafa leitað
fylgsna eða strokið á burt, en 20 eru sett-
ir í varðhald, og sakir höfðaðar móti mörg-
um fyrir fjölkvæni.
Klöpp eða klapparey, að flatarmáli 12
dagsláttur, hefir óhægt innsiglingar með
straumföllum beggja vegna 1 fljótinu mikla
East Biver til hafnar við New-York. þar
hefir verið kallar Heljarport (Hell Gate),
sem eyjan var. I 10 ár hafa borgarbúar
klappað göng í gegnum bergið á allar hlið-
ar, en þegar búið var, báru þeir miklar
tundurbyrgðir til sprengingar niður í göng-
in. það voru 283 þús. punda sprengitund-
urs. Sprengingin fór fram 10. októbermán.,
og tókst með öllu svo, sem til var ætlazt.
Klapparbergið nú allt í stykkjum og mol-
um, og er hjer mikið upp að færa, en það
telja Ameríkumenn htilræði á móti undir-
búning sprengingarinnar. Fyrir honum
stóð Newton hershöfðingi, hugvitsvjela-
meistari Bandaríkjanna.
Látinn er Mac Clellan hershöfðingi, 29.
okt., sem á undan Grant hafði aðalforustu
fyrir her Norðurríkjanna, og vann góða
sigra á Suðurríkjahernum um haustið 1862.
Hitt og þetta.
— Prestur tekinn höndum í stólnum. það bar
til í sumar í ríkinu Missouri í Norður-Ameríku,
að prestur var tekinn höudum um hámessu og
dreginn ofan af stólnum og í varðkald fyrir
hestaþjófnað, er hann hafði framið ári áður í
öðru ríki, Kausas. þegar lögreglumennirnir
komu að kirkjunni, heyrðu þeir prest áminna
söfnuðinn með þrumandi í’öddu, að hverfa af
braut lastanna og sjer í lagi að varast hrossa-
þjófnað. Lögregluþjónarnir skipuðu sjer fyrir
kirkjudyrnar, en lögreglustjórinn gekk inn ept-
ir kirkjunni og upp að prjedikunarstólnum, og
segist vera kominn til til að taka prest fastan
fyrir hrossaþjófnað hans í Lavrence. Tekur
síðan i hönd presti og leiðir hanu út úr kirkj-
unni, og lætur hann setjast í vagn, er beið
hans þar, til aö færa hann í varðhald.
AUGLÝSINGAR
í samfeldc máli m. smáletri kosta 2 a. (þamráv, 3a.) hvert orá 15 stala frekast
m. öcra letri eía selniaj 1 kr. fjrir jramlunj dáiks-lenjdar. Borjun út i hönd.
þegar „Laura“ i ágúst kom hjer norðan fyrir
land, vantaði poka. er með skipinu átti að vera.
í pokanum var ull, bæði hvít og míslit, 10 al.
vaðmáls, smjör o. fl. Pokinn var merktur „S.
S. ísafjörð11.
Hver sá, er nefndann poka kann að hafa tek-
ið í misgripum, eða til hirðingar, er beðinn að
snúa sjer til undirskrifaðs eða úrsmiðs £. þor-
kelBSonar í Reykjavík.
ísafirði 9. nóvembr. 1885. Jón porkelsson.
þjoðvinafjeíagsbækur 1885.
fást á afgreiðslustofu Isafoldar.
Andvari XI. ár ..................2kr. 25a.
Almanak þvflagsins 1886 með
myndum .......................»— 45-
Sparsemi, eptir Samúel Smiles ...1— 50-
Dýravinurinn, með myndum ........»— 65 -
4kr. 85 a.
Fjelagsmenn fá þessar bækur fyrir tillag
sitt, tvær krdnur.
Akureyri 7. janúar 1885.
S. T.
Herra kaupmaður C-lausen i Ólafsvík.
þar eð jeg er orðin gamall maður, á þriðja ári
yfir áttrætl, þá er mjer mjög farið að förlast með
minni, og jeg rita næstum ekkert sjállur; mjer
verður því stundmn á, að vera ekki nógu aðgætinn
með það, sem jeg tek í blaðið. Nú hefir mjer
orðið það, að taka óvirðandi orð í Nf. nr. 41—42
um þingmann Snæfellinga, og bið jeg yður að
fyrirgefa mjer óhapp þetta; jeg kalla það óhapp,
þvi það er svo langt frá, að jeg vilji eða finni
ástæða til að ófrægja yður á nokkurn hátt.
Virðinðarfyllst
Björn Jdnsson,
[ritstjóri „Norðanfara"].
Til alinenniDgs.
Maður þarf ekki að vera efnafræðingur til
þess, að skilja það þegar, að það er meö óllu
ómögulegt að leysa svo í sundur seyði af plöntu-
efnum, að maður geti með vissu sagt: þessi
plöntuefni og ekki önnur, og svona og svona
mikið af þeim. það er hægt að sýna og sanna
hver J'rumefni eru í einhverjum „Bitter“, t. d.
súrefni, köfnunarefni, kolefni o. s. l'rv., en hverj-
ar urtir hafi verið notaðar og hve mikið úr
þeim, mundu mestu efnafræðingar heimsins
kynoka sjer við að fullyrða.
þessvegna verður hver „Bitter11, sem kallar
sig „Brama“,eptirlíking, sem er ætlað að blekkja
almenning. Nú getur sá, sem býr til ,,Brama“
ekki sagt hvað er í Bramalífs-elixir; hann bragð-
ar á honum, og eptir bragðinu býr hann til
eitthvert samsull, má vera af einhverjum urtum,
og kallar það svo „Brama“, til þess, að almenn-
ingur haldi að það eigi eitthvað skylt við vorn
heimsfræga Brama-Iífs-elixír. það er gamla sag-
an um asnann, sem fór í ljónshúðina; það sjer
alltaf á eyrun.
það sannast enn í dag. Oss hefir verið sent
frá íslandi, með gremjuorðum, sem vjer skul-
um ekki tilfæra, þetta, sem kallað er „Brama“.
Á miðanum stendur, að það sje búið til úr
sömu efnum og „Brama-lífs-elixír“—búið til á
apótekinu í Reykjavik. Nú geta menn dæmt
um kunnustu apótekarans og virði eptirlíkingar
hans. Bæði litur og bragð „Bittersins" lætur
hvern mann ganga úr skugga um, að hann er
ekki eins og Brama-lijs-elixír, og þar sem vesl-
ings-apótekarinn ætlar að telja mönnum trú
um, að hann sje öllum efnal'ræðingum fróðari,
sannar hann í sömu andránni með eptirlíkingu
sinni, að hann trúir hvorki sjer, nje því, sem
hann hefir búið til, úr því hann verður að skreyta
sinn „Bitter“, með nafninu á vorum „Bitter“
til þess, að reyna að selja hann.
fCins og þetta er undarlegt, eins er kynlegt
vottorðið, sem þessi kunuáttu-maður vefur um
glösin sín. það eru Schierbeck, „landlæknir11
og T. Hallgrímsson, „Dócent við læknaskólann11,
sem segja, að þetta, sem hann kallar „Brama“
hafi „aö öllu líkar verkanir“ og hinn egtaBrama-
líj's-elixír. Hvaðan vita þessir menu þetta ?
því segja þeir þá ekki, hvað er í Brama-lífs-elixír,
og hvernig hann er samsettur? Eptirlíkingin,
„Brama“ hefir annaö bragó en „Bitter“, þar
verða því að vera: önnur efni, önnur samsetn-
ing og þar af leiðandi aörar verkanir. þetta
sjer hver maður. Vjer skulum ekki neita því,
að vjer kunnum fullkomlega að meta það hrós,
sem oss er veitt, með því, að líkja eptir vorum
Brama-lífs-elixír af svonamönnum; en ætli það
sje ekki öfund? Ætli það sje ekki til þess að
teygja fje aftrúgjörnum mönnum? Að „almenn-
ingur sjái sjer hag við“, að kaupa samsull fyr-.
ir lágt verð, auðvitaö, heldur en „Bittera“, sem
menn hafa reynt um 15 ár, og æ þekkjast betur
og betur, því trúir enginn. Eins og mönnum
mun kunnugt, var „Bitter“ vor sæmdur verð-
launum á Álþjóðasýningunni í Lundúnum á
matefnum og heilsubótarmeðölum ; nú var hann
aptur, eður rjettar enn einu sinni sæmdur
verðlaunum á lieirnssýningunni i Antwerpen.
Allir vargar vilja æti, og hundar allir hnútu
væna.
Kaupmannahöfn í nóvembermánuði 1885.
Mansfetd-Búllner dt Lassen
sem einir búa til hinn
verölaunaöa Brama-lífs-elixír.
Vinnustofa í Kaupmannahöfn, Nörregade 6.
Takið eptir ! þar sem vjer ekki höfum útsölu-
menn, þurfa þeir er vilja gerast þaö þegar, ekki
annað, en senda oss fje það, er þeir vilja kaupa
fyrir, og fá þeir þá mikil sölulaun, ef keypt er
ekki mínna en 25 glös (*/4 úr kassa).
Einkenni á vorum eina egta Brama-lifs-
elixír eru firmamerki vort á glasinu, og á
merki-skildinum á miðanum sjest blátt l.jón og
gullhani, og innsigli vort MB. & L. í grænu
lakki er á tappanum.
Til atliugnnar.
Vjer undirskrifaðir álítum það skyldu vora
að biðja almenning gjalda varhuga við hinum
mörgu og vondu eptirlíkingum á Brama-lífs-
elixír hra. Mansjeld-Búllner <b Lassens, sem fjöldi
fjárhuga kaupmanna hefir á boðstólum; þykir
oss því meiri ástæða til þessarar aðvörunar,
sem margir af eptirhermum þessum gera sjer
allt far um að líkja eptir einkennismiðanum á
egta glösunum, en efnið í glösum þeirra er
ekki Brama-Ufs-elixír. Vjer höfum um langan
tíma reynt Brama-líjs-elixír, og reynzt hann
vel, til þess að greiða fyrir meltingunni, og til
þess að lækna margskonar magaveikindi, og
etum því mælt með honum sem sannarlega
eilsusömum bitter. Oss þykir það uggsamt, að
þessar óegta eptirlíkingar eigi lof það skilið,
sem frumsemjendurnir veita þeim, úr því að
þeir verða að prýða þær með nafni og einkenn-
ismiða alþekktrar vöru til þess að þær gangi út.
Harboöre ved Lemvig.
Jens Christian Knopper. Thomas Stausholm.
C. P. Sandsgaard. Laust Bruun.
Niels Chr. Jensen. Ove Henrik Bruun.
Rr. Smed Bönland. I. S. Jensen.
Gtregers Iíirk. L. Dahlgaard Iiokkensberg.
N. C. Bruun. 1. P. Emtkjer.
K. S. Kirk. Mads Sögaard.
1. C. Paulsen. L. Lassen.
Laust Chr. Christenscn. Chr. Sörensen.
03r.| N. B. Nielsen. N. E. Nörby.
Ritstjóri Björn Jónsson, cand. phil.
Ereutsmiðja Ísaloldar.