Ísafold - 27.01.1886, Blaðsíða 2

Ísafold - 27.01.1886, Blaðsíða 2
14 1 Reykjavik aö.janúar. 1886. Tíðarfar. Enn er sama hellan yfir allt af snjókyngi og klaka; fær varla fugl í nef sitt, hvað þá heldur nokkur ferfætt skepna. Er sömu tíð að frjetta að norðan með vermönnum. En staðviðri hafa verið nií vikutíma. Aflabrögð. Suður í Garðsjó og Leiru er enn góður afli í flestum róðrum, þótt misskipt sje nokkuð. Sömuleiðis hákarls- afli nokkur á Akranesi. En austanfjalls aflalaust. Með austanpósti frjettist af miklum síld- arafla á Austfjörðum, einkum á Reyðar- firði. Er Isafold skrifað þaðan 30. nóv.: xSildarafli varð eigi mikill hjer í sumar, þó nokkur í Reyðarfirði. En allan þennan mánuð hefir verið ágætur síldarafli í Reyð- arfirði innanverðum. Hafa tvö norsk gufu- skip þegar fengið í sig fullan farm, og gátu þó eigi tekið helming af því, sem veiðzt hefir. Yon er á þeim báðum hingað aptur, öðru strax um hæl, en hinu 1 desember- mánaðarlok. Bændur hjer hafa aflað tals- vert af síld í lagnet, sumir 50—100 tunnur, sumir meira. Verð á síldinni er hjer nú: 6 kr. tunnan án íláts og salts, en 12 kr. með ílátinu og saltinu.* Drukknan. Bátur fórst með 4 mönn- um á leið úr Stykkishólmi út undir Jökul á þrettánda (6. janúar). Formaður Hannes nokkur úr Elhðaey. Landsbókasafnið. Á árinu 1885 hafa verið ljeð út 2911 bindi og voru lán- takendur 1397. Á lestrarsalnum hafa ver- ið notuð 3925 bindi, og voru lesendur 1682. Safninu hafa þetta ár bæzt 460 bindi; þar af eru 300 að gjöf; flest bindi (145) hefir hra geheime-etazráð Krieger gefið, þá Mr. Shore, er áður var hjer í Krísivík (55). Af handritum hefir safnið á árinu keypt 23, en fengið eitt að gjöf frá hra stud. theol- Birni Jónssyni frá Broddanesi. Reykjavík ^—’86. Jún Arnason. Veðurathuganir í Reykjavík, eptir Dr. J. Jónassen jan. | Hiti (Cels.) | Lþmælir Veðurátt. lnöttu|umhád.| fm. | em. fm. | em. M. 20. - q - 5 30,2 30,2 A h b A h b F. 21. 4 - 4 30,2 3°,1 A h b 0 b F. 22. - 3 - 2 30,1 30,1 U b 0 b L. 23- - 5 - 5 3°,i 3°,' 0 b A h b S. 24. - 1 - 4 30,3 30,2 0 b A h b M. 25- -II - 7 30,2 30,1 0 b A h b í>- 26. 1 - - 7 - 4 30.1 30.1 A h b A h b Umliðna viku hefir verið mesta stiiling á veðri, optast bjart veður og sólskin, og má heita að logn hafi verið daglega, ofurlítill kaldi af austri að kveldi. í dag 26. bjart veður, hægur austankaldi, (norðankæla til djúpanna?). Loptþyngdarrnælir hefir varla haggazt alla vik- una og stendur kyrr enn þá. Fáein orð enn um sjómannaskóla, eptir Edilon Grímsson. Jeg ritaði um þetta leyti í fyrra í Isa- fold (XII 3) greinarkorn um sjómannaskóla- stofnun, og leitaðist við að sýna fram á, hve nauðsynlegt væri að stofnaður væri reglulegur sjómannaskóli í Reykjavík; og vonaðist jeg jafnframt eptir, að alþingi í sumar sem leið tæki þessar tillögur mínar til íhugunar. þetta gjörði það líka að nokkru leyti, með því að það veitti loksins nokkurt fje til sjófræðisnáms um næsta fjárhagstímabil 1886—87. Svo langt hefir aldrei fyr komizt. Bæði þessi litla fjár- veiting til sjófræðisnáms og eins lánveit- ingin til þilskipakaupa ber þess ljósan vott, að þingið hefir sjeð þess fulla þörf, að gera eitthvað til umbóta í þessu efni. Að vísu hefir að undanförnu, eða sfðan þingið fjekk fjárforræði, talsvert fje verið veitt til efling- ar búnaði, en sjávarútvegurinn hefir optast orðið út undan eða verið afskiptur. — það hafa að eins hrotið smábitlingar til ein- stöku manna, sem bezt hafa borið sig ept- ir björginni; að hvað miklum notum þessir smáskammtar hafa komið, ætla jeg ekki að dæma í þetta skipti; en það er sjaldnast, að slíkar fjárveitingar ná tilgangi sínum. Að jeg nefni þetta smáskammta, vona jeg mjer fyrirgefist; því fjárlaganefnd neðri deildar á síðasta þingi játaði, að þetta fje sem ætlað hefir verið til eflingar búnaði hefði mest gengið til landbúnaðarins (Alþt. C 251). Úr þessu vill líka fjárlaganefndin bæta, með því að taka inn í fjárlögin á- kveðna upphæð til sjófræðiskennslu, þ. e. 1200 kr. fyrra árið, og 1000 hið síðara á fjárhagstímabilinu, og að þingið hafi sjeð fulla nauðsyn á þessu, má meðal annars sjá á því, að þessi útgjaldaliður mætti rjett engri mótspyruu við umræðurnar, heldur mátti kalla að hann væri sam- þykktur orðalaust. Lengra en þetta sá þingið sjer með engu móti fært að fara. 2200 kr. eru veittar til kennslu í stýri- mannsfræði á fjárhagstímabilinu. Reglu- legan sjómannaskóla var ómögulegt að stofna; svo að enn má heita, að sama smá- skamta aðferðin sje við höfð sem áður, að öðru en því, að þetta er sjerstök fjárveiting á fjárlögunum, en alveg ónóg, borin saman við þá brýnu þörf, sem yfirstandandi tími heimtar. Að öll þörf sje á, að stofna reglulegan sjómannaskóla, þarf ekki mörgum orðuin um að fara. Reynsla yfirstandandi tíma bendir bezt til þess, þar sem það má heita lífsspursmál, að minnsta kosti á suður- og vesturlandi, að fjölga sem mest þilskipum til fiskiveiða. Og fyrsta skilyrði fyrir, að þilskipaútvegur geti þrifizt, játa allir sje það, að hafa æfða og menntaða sjómenn bæði bóklega og verklega. Og hvar skal þá taka, meðan enginn reglulegur sjó- mannaskóli er til í landinu sjálfu ? þörfina á þilskipaeign eru menn að sjá betur og betur; því þeim fjölgar árlega að góð- um mun, þrátt fyrir erfiðleikana og pen- ingaekluna, sem verið hefir ; og geta menn gengið að því vísu, að þeim fjölgi stórum, þegar úr peningaeklunni bætist. þörfin að hafa skipstjóra, sem lært hafa sjófræði, lýs- ir sjer bezt í því, hve margir stunda nú sjófræðisnám. það má heita góður vottur um áhuga í þessu efni, að í Reykjavík og Gullbringusýslu er 27 piltar, sem stunda sjófræðisnám í vetur, þ. e. 10 í Reykjavík, 11 í Hafnarfirði, og 6 á Seltjarnarnesi. En þá kemur nú til álita sú áminnsta fjárveit- ing til sjófræðisnáms og hvernig henni er niðurskipt. það er fyrst til kennara 600 kr. hvort árið, til áhaldakaupa 200 kr. fyrra árið, til húsaleigu og eldiviðar 200 kr., og til styrkt- ar fátækum piltum 200 kr. hvort árið. Kaupið til kennarans íná að vísu heita gott um 5 mánaða tíma, ef einná að njóta þess, enda þótt af því sjeu ætlaðar 100 kr. til tímakennslu. En húsaleigu- og ölmusu- styrkur er hvorttveggja mjög svo ónógt, þó styrkurinn sje eingöngu ætlaður til nkennslu í stýrimannsfræði í Beykjavik«. Og hvað er svo þessi kennsla í Reykjavík kostulegri en hver önnur prívatkennsla ? Alls ekkert; því þó þeir, sem þar læra, nái einhverju prófi, þá hefir það ekkert verulegt gildi; þvf þessi kennslustofnun er ekki annað en prívatkénnsla, en enginn skóli. Eini kost- uriun er, að kennslan er ókeypis fyrir þá, sem komast að henni; en hversu fáir eru þeir ekki af öllum, sem vilja læra sjómanna- fræði ? þeir munu ekki mega vera fleiri en svo sem 10—12 fyrir þessa fjárveiting, eins og stendur. Engum var gefin kostur á, að sækja um þenna kennslustarfa, heldur var hann rjett- ur einum manni upp í hendurnar, án þess nokkur annar vissi. Svo er allt á valdi þess eina kennara, hvað marga hann tek- ur; hann getur sagt: þetta og ekki meira. Engin trygging heimtuð frá fjárveitingar- valdinu fyrir því, að það sjeu æfðir eða álitlegir sjómenn, sem inn eru teknir og styrksins njóta, heldur hver tekinn, sem vill, þar til rúmið og aðrar kringumstæður leyfa ekki meira. Víst er þó almennt skilyrði við sjómanna- skóla erlendis, að sá, sem gengur undir próf, skuli vera æfður sjómaður, og skal jeg tilnefna því til sönnunar skólann á

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.