Ísafold - 27.01.1886, Blaðsíða 3

Ísafold - 27.01.1886, Blaðsíða 3
15 Bogö, sem er í góðu gengi, og útskrifar marga árlega. Jpar er það gert að skilyrði fyrir, að mega ganga undir fyrsta próf, að hafa verið í förum 15 mánaði eptir 15. aldursár. Af því, sem jeg hefi tekið hjer fram, vona jeg að allir sjái, hve gagnslítil og ó- nóg þessi fjárveiting er, og að hún getur alls ekk náð tilgangi sinum, heldur þarf að stofna reglulegan sjómannaskóla, og það sem fyrst. |>á fyrst er þetta mál komið í rjett horf. Væri stofnaður reglulegur skóli, er ekkert efamál, að hann mundi með tímanum geta áunnið sjer rjettindi á við sams konar skóla erlendis, að svo miklu leyti, sem þörfin og tíminn krefðist. |>á fengjust skipstjórar, sem væru teknir gildir til að fara með vátryggð skip. því það er eða verður ávallt að vera aðal- trygging úbyrgðarfjelaganna gagnvart skipa- eigendum, að skipstjórar sjeu áreiðanlegir og hafi lært sjómannafræði. Og sjómanna- skóli er einmitt eitt hið fyrsta aðalskilyrði fyrir öflugu innlendu ábyrgðarfjelagi. Einn kostur, sem sjómannaskóli, er all- ir gætu átt aðgang að, hefir í sjer fólginn, er sá, að sjómenn víðsvegar af landinu, eiga kost á, að kynnast hvorir öðrum, og sje nokkrum áríðandi að kynnast hvorir öðrum, þá eru það sjómenn hjer á landi. f>eir geta gefið hvorir öðrum svo góðar upp- lýsingar á þeim og þeim stöðum umhverfis landið og sem geta komið að ómetanlegu gagni fyrir sjómanninn. Eins og eg hef áður tekið fram, er jeg sannfærður uin, að þingið hefir sjeð fulla nauðsyn á, að stofnaður yrði reglulegur sjómannaskóli. |>ví lýsir þessi litla fjár- veiting, hvað hún mætti góðum byr við umræðurnar, en þó einkum álit fjárlaga- nefndarinnar, þar sem hún lýsir því skýlaust yfir, að nauðsyn beri til að stofna sjó- mannaskóla sem fyrst eða svo fljótt sem efni landssjóðs leyfi (Alþt. c 251). En þetta, hvort efni landssjóðs leyfi það eða það, er jafnan komið undir álitum, þ. e. skoðunarmun á því, hvað meta skuli öðru meira af hinu marga og mikla, er landið þarfnast sjer til hagsbóta og framfara. Jeg trúi nú ekki öðru en að menn verði fyrir næsta reglulegt alþingi búnir að koma sjer niður á því, að regluleg sjómanna- skólastofnun eigi að sitja í fyrirrúmi fyrir flestum öðrum framfarafyrirtækjum lands- sjóðs. Að sjávarútvegur sje og hafi verið önnur aðalatvinna landsbúa frá fyrstu tíð, veit jeg allir játa. Sagan sýnir það skýrt og greinilega, og gerist engin þörf að rekja það. En eg skal þó geta þess, að þegar konungseinveldi ríkti hjer hvað mest, var það álit stjórnarinnar, að mesta þörf væri að gera eitthvað sjávarútvegnum tíl styrkt- ar, og skal jeg t. d. geta þess, að þegar Friðrik V. var konungur Danaveldis, hjet hann verðlaunum fyrir hvert það skip, sem smíðað væri hjer og haft til fiskiveiða, og Guðmundur bóndi Ingimundsson á Breiðholti, sem einna fyrstur manna átti þilskip hjer, fjekk 135 rd. verðlaun á ári fyrir fiskiveiðar. þ>á var og leyft, að sá fiskur, sem aflaðist á þilskip eða í þorska- net, skyldi undanskilinn vöruskrárverði; og ennfremur var verðlaunum heitið bæði af konungi og hinu danska búnaðarfjelagi hverjum þeim, er sýndu framtaksemi og dugnað í sjávarútvegi. þetta og margt fleira var gert af hálfu stjórnarinnar, og það einmitt á einræðis- og einokunartíman- um, til að efla sjávarútveg landsbúa. En skoðum nú, hvað gert hefir verið á seinni tímum eða síðan landið fjekk frjáls- ari stjórn, þessum atvinnuveg til umbóta. J>að hef jeg áður tekið fram að er sárlítið En aptur á móti hefir annað verið gert og ekkert eptirskilið. En það er að leggja drjúga tolla á útveginn. |>ótt spítalagjald- inu þækti ekki gott undir að búa, þá tók ekki betra við þegar útflutningsgjaldið kom í þess stað. |>að er fyrst og fremst allhátt í sjálfu sjer, og svo má heita að það sje þrefalt eða fjórfalt í roðinu, t.d. á fiski, þar sem það er fyrst af fiskinum sjálfum, svo af lýsi, sundmaga og hrognum. þ>að kem- ur og ójafnt niður á hina einstöku lands- parta, t. d. er er hvergi flutt út að mun sundmagi og hrogn nema á suðurlandi. En margir bændur sem þetta gjald greiða borga líka ábúðar- og lausafjárskatt. Og þó að útflutningsgjaldið komi ekki beinlínis niður á þeirri vöru, sem það er miðað við þá leggur kaupmaðurinn það samt einmitt á þœr vörur, sem sjávarbóndinn þarfnast mest. f>essum álögum hefir nú verið varp- að á í seinni tíð, eða síðan þingið fjekk- löggjafarvald. En þrátt fyrir þetta út- flutningsgjald, sem nú er áætlað 72,000 kr. á fjárhagstímabilinu, sjer þingið nú ekki fært að stofna reglulegan sjómannaskóla, sem fullnægi þörfum vorum. Ur því jeg minnist á útflutningsgjaldið á annað borð, skal jeg leyfa mjer að láta þá skoðun mína í ljósi, að hið eina rjetta sje að leggja útflutningstoll á landvarning líka. |>á leggst skattgjaldið á allar afurðir lands- ins. Og þá mætti afnerna hinn óvinsæla ábúðar- og lausafjárskatt. Um búreikninga. Eptir Olaf Ólafsson búfræðing III. 4. Reikningur yfir mjólkina. Mjólkin er vegin öll í einu lagi, er hún kemur inn. Mjólkurreikninginn má rita í töflu, er einn- ig má hafa til að skrifa í, til hvers mjólk- in er notuð. Nr. 3 Tafla yfir mjólk og til hvers mjólkin er hagnýtt. Mánaðar- daga. innkom- nýmjólk Mjólkin hagnytt ■o ~ 8 r~ &o _ os Ostur) vikt Mysa höfð 5 JS c T3 .1 4 5 6 7 Úr þessari töflu færir maður svo hvað fyrir sig inn í tilheyrandi reikning. Tafla þessi getur verið langtum fullkomnari; en jeg ætla að þetta sje nóg til að byrja með. Jeg hefi engan dálk sett fyrir skyr, af því jeg ímynda mjer, að óvíða sje búið til raeir en til heimilisþarfa, eða óvíst hvort það mundi svara kostnaði, að gera úr því verzl- unarvöru. Með því, að það er allt haft 3; e <u rt v) ■ a T3 i T3 o- a Hagnýting rjómans -O T3 CL C- Athugas. til fæðis á heimilinu, lendir sú mjólk, ei fer í það, í þeim dálki. 5. Heyreikningur. Hvað mikið haf heyjast (í fjórðungum). Hvað mikið ei gefið af heyi, töðu og útheyi hvoru fyrii sig, kúm, sauðfje og hestum. 6. Jarðabætur; a., sljettun; b., gras rækt; c., framræsla ; b., garðyrkja o. s. frv 7. Til heimilisins.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.