Ísafold - 23.06.1886, Page 2
2
fá þetta endurgoldið úr landsjóði. Oddvita
falið, að sækja um það fje.
15. Lagðir fram 2 reikningar um auka-
viðgerð á Melabrúnni, að upphæð c. 90 kr.;
samþykkt, að greiða þær iir sýsluvega-
sjóði.
16. Skýrt var frá, að »Melabrúin« hefði í
sumar verið endurbætt á þann hátt, að
nægilega stórir skurðir hefðu verið gjörðir
beggja megin og brúin víða hlaðin að ut-
an, svo að nú vantaði helzt íburð. Akveðið,
að gera ráðstafanir fyrir að fá 2000 kr. lán
af þeiml50,000 kr., sem f enda fjárlaganna
fyrir 1886—87 eru ætlaðar til að veita
mönnum atvinnu, panta nvi þegar verkstjóra
og láta taka upp og flytja grjót að brúnni
til íburðar.
Spurt var um, hvort ákvörðun nefndar-
innar á síðasta fundi áhrærandi skemmdir
á Melabrúnni hefði verið fullnægt (sjá 34.
tölul. síðustu prentuðu fundargerða). Nefnd-
armaður Sandvíkurhrepps skýrði frá, að all-
ir hlutaðeigendur hefðu neitað að inna
verkið (25 dagsverk) af hendi. Samþykkt,
að oddviti og nefndarmaður Sandvíkur-
hrepps taki á sig full ábyrgð á, að 50 dags-
verk sjeu unnin að Melabrúnni fyrir næstu
fardaga, og lýsi yfir í blaðinu »ísafold«, að
þau sjeu unnin sem bætur af hálfu þeirra,
sem gerðu spjöll á Melabrúnni næstl. ár,
með því að teppa aðalvatnsrúm hennar.
17. Lesið upp brjef suðuramtsins (24.
júlí), sem tilkynnir úrskurð amtsráðsins um
sýslusjóð Arnessýslu fyrir árið 1884.
18. Lesið upp brjef frá Kolbeini bónda
Eiríkssyni á Mástungum (26. sept.) viðvíkj-
andi landamerkjum milli heimalanda Gnúp-
verjahrepps og afrjettar Flóa- og Skeiða-
manua. Til að annast um þetta af hálfu
hlutaðeigandi hreppa voru kosnir nefndar-
menn Sandvíkur- og Skeiðahrepps og Páll
bóndi Jónsson á Seli,á kostnað sömu hreppa.
19. Leitað var upplýsingar um, hvort odd-
viti hefði fullnægt ákvörðun nefndarinnar
á síðasta fundi (sjá 35. tölul. í hinum prent-
uðu fundargjörðum) út af verkfærakaupum
til sýslunnar árið 1883. Oddviti lagði fram
brjef frá Sveini búfræðing, sem ber með sjer,
að hann hefir ekki verið við riðinn kaupin,
nema méð ráðleggingu, sem ekki hefir verið
fylgt,—en skýrði frá, að reikningur frá
seljanda væri enn ekki kominn. Málinu
þess vegna frestað til næsta fundar.
Fundi shtið eptir 1J dags samvinnu.
b. Á aðalfundi 13.—17. april 1886.
A þessum fundi, sem haldinn var á sama
stað og áður, voru, auk oddvita, mættir
allir nefndarmenn, uema frá Grafnings-
hreppi, þar sem nefndarmaðurinn var dá-
inn. Til skrifara var kosinn nefndarmaður
Olveshrepps.
1. Nefndarmaður Sandvíkurhrepps beidd-
ist leyfis til, að vera burtu af fundi, þegar
ræði væri, og var það veitt með því skil-
yrði, að hann væri á fundi í hvert skipti,
sem nefndin krefðist þess.
2. Kosnir voru í yfir-skattanefnd Sæmund-
ur prófastur Jónsson í Hraungerði og ís-
leifur prestur Gíslason á Amarbæli.
3. Leitað var upplýsinga um, hverjir
hreppar ættu að kjósa á næstu manntals-
þingum sýslunefndarmenn til næstu 6 ára,
og er það í þessum hreppum : Grímsnes-
Biskupstungna- Gnúpverja- Villingaholts-
Gaulverjabæjar- Sandvíkur- og Stokkseyr-
ar-hreppum, og til 3 ára (af því nefndar-
maðurinn var dáinn) í Grafningshrepp.—
Voru kosnir menn úr öllum þessum hrepp-
um í kjörstjórn með sýslumanni.
4. Lagðir voru fram sýslureikningar og
hreppareikningar, svo að nefndarmenn gætu
kynnt sér þá og athugasemdir endurskoð-
enda við þá.
5. Til að yfirskoða og breyta frumvörp-
um þeim til fiskiveiðasamþykkta í 3 veiði-
stöðum sýslunnar, er ekki höfðu náð sam-
þykki amtmanns fyrra ár, voru kosnir
nefndarmennirnir fyrir Olves- Stokkseyrar-
og Sandvíkurhreppa. Lagði nefnd þessi
síðar á fundinum frumvörpin fram, og voru
þau nú orðin 2, annað fyrir veiðistöðurnar
í Stokkseyrarhreppi, en hitt fyrir jporláks-
höfn; hafði nefndin gert ýmsar breytingar
á þeim; voru frumvörpin siðan, þannig
breytt, samþykkt í einu hljóði. A meðan
á sýslufundinum stóð, var frumvarpið fyrir
veiðistöðurnar í Stokkseyrarhreppi lagt fyr-
ir almennan hjeraðsfund, sem gerði á því
eina breytingu. Var svo frumvarpið aptur
lagt fyrir sýslunefndina, samþykkt í einu
hljóði með áorðinni breytingu og afgreitt til
amtmanns.
6. Lagt var fram álitsskjal hreppsnefndar
Biskupstungnahrepps um tilhögun á »göng-
um« Biskupstungnamanna og upprekstrar-
fjelags Auðkúluheiðar. Sýslunefndin rjeð
til, að hreppsnefndin sendi skjal þetta með
fylgiskjölum hlutaðeigandi hreppsnefnd í
Húnavatnssýslu, sem fyrsta stig til sam-
komulags.
7. Nefndarmenn Biskupstungna- og
Hrunamannahreppa skýrðu frá, að þeir
eptir fyrirmælum nefndarinnar á síðasta
haustfundi (sjá 5. tölul. í þeim fundar-
gerðum hjer á undan) hefðu skrifazt á við
flesta hreppa sýslunnar, og væru menn alls
ófúsir til að breyta fjármörkum sínum,
nema í Biskupstungnahreppi. Nefndin sjer
sjer því ekki fært, að sinna þessu máli sjer-
staklega, en þykist gera byrjun til að greiöa
fyrir því með þeirri uppástungu, sem getur
um í næsta tölul. hjer á eptir.
8. Nefndarmaður þingvallahrepps bar
upp uppástungu 8Ína um nýtt marka-»#ystem«
ýfir land allt. Aðhylltist nefndin hana,
og ályktaði, að senda hana amtsráðinu, með
þeim tilmælum, að það greiði fyrir málefni
þessu á sem fljótastan og hagfeldastan
hátt.
9. Nefndin veitti fyrir þetta ár 50 kr.
styrk af sýslusjóði til sæluhúshalds á Kol-
viðarhóli eptir beiðni hreppsnefndar Ölves-
hrepps.
Nefndin fól oddvita, að fara þess á leit
við amtsráðið, að það sjái sæluhúsinu á
Kolviðarhóli, sem eign suðuramtsins, fyrir
tryggingu gegn eldsvoða.
10. Yfirsetukonu Stokkseyrarhrepps var
neitað um launaviðbót.
11. Eptir brjeflegri áskorun frá nefnd-
armönnum þiugvalla- Grlmsness- og Bisk-
upstungna-hreppa fól nefndin oddvita, að
leita með beztu meðmælum hennar styrks
hjá landshöfðingja, til að endurbæta veginn
yfir Mosfellsheiði nú í sumar.
12. þá var tekið fyrir fjallskilamálið,
og frumvörp þau, er amtsráðið hafði neitað
um samþykki sitt á f. á., með fylgiskjölum
fengið í hendur 3 manna nefnd, nefndar-
mönnum Hraungerðis-, Guúpverja- og
Sandvíkur-hreppa.—Síðar á fundinum skil-
aði nefnd þessi erindi sínu, og lagði til, að
ýmsar breytingar yrði gerðar á frumvörp-
unum, bæði fyrir eystri og vestri hluta sýsl-
unnar. Voru síðan frumvörpin rædd grein
fyrir grein og’ að lyktum bæði samþykkt
með þeim breytingum, sem nefndin stakk
upp á, og verða nú aptur send amtsráðinu
til staðfe8tingar.
Nefudin álítur, að brennimarka- og
hrossamarkaskrár þær, er síðast voru prent-
aðar aptan við fjallskilafrumvörpin, eigi
ekki að prentast þar, heldur á markaskrána
á sínum tíma.
13. Suðuramtið hafði með brjefi, dags.
14. desbr. f. á., óskað álits nefndarinnar
um tilboð búnaðarfjelagsins í Danmörku
um, að koma unglingum hjer á landi fyrir
hjá bændum í Noregi, til að læra búnaðar-
háttu, og spurt um, hvort hún mundi fús
til, að leggja fram nokkurt fje til styrktar
fátækum bændasonum af því fje, sem sýsl-
unni er veitt til eflingar búnaði.—Nefndin
álítur þetta boð mjög viðurkenningarvert,
og að slík verkleg kennsla sje mjög affara-
sæl; en sjer sjer eigi fært, að verja að
þessu sinni neinu af hinum áðurnefnda
styrk úr landssjóði í þessu augnamiði, en
gefur hin beztu meðmæli síu með, að hin-
um eina námspilti (syni Stefáns sýslu-
manns Bjarnarsonar), sem hiugað til hefir