Ísafold - 23.06.1886, Side 3

Ísafold - 23.06.1886, Side 3
3 gefið sig fram, verði útveguð næsta ár hin utnrædda kennsla. 14. Nefndin lagði til, að þeim 930 kr., sem eptir tilkynningu amtsins eru í ár ætl- aðar þessari sýslu til eflingar búnaði, verði varið þannig: hr- a, til launa handa búfræðing Gísla Gísla- syni.....................* . , . 400.00 b, til þingvalla- og Grafningshreppa, til að láta rannsaka þingvallavatn á næsta sumri............................ 130.00 e, til Hraungerðishrepps, til að láta gera skurð úr Hjálmholtskeldu yfir þveran hrepp, allt út í ölvesá ...... 200.00 d, til Sandvíkur- og Stokkseyrarhreppa, til að láta gera skurð úr Breiðumýri út í Ölvesá....................... 200.00 930.00 15. Frá búnaðarfjelögum tveimur, í Hrunamanna- og Grímsneshreppum, höfðu nefndinni borizt bónarbrjef um meðmæli hennar, til að fá styrk af því fjé, sem lands- höfðingi hefir til umráða til eflingar búnaði, enn fremur frá Jens presti Pálssyni á þangvelli bæn um meðmæli með, að fá styrk af sama fje, til að koma upp húsi yfir laxaklak, og loks frá ýmsum búendum á Eyrarbakka bæn um meðmæh með, að fá styrk af sama fje, til að gera varnargarð fyrir sjávargangi.—-Nefndin gaf öllum þess- um bænarsskrám eindregin meðmæli sín. 16. Nefndin ákvað, að búfræðingur sýsl- unnar skuli stjórna þeirri jarðabótavinnu, sem styrkur er veittur til undir tölul. 14, c og d, og auk þess ferðast allt að 7 vikna tíma um ýmsa hreppa sýslunnar, sem óskað hafa eptir honum. Nefndin skorar fastlega á þá hreppa, sem hinn umgetni styrkur er veittur, að útvega 4 unglinga, til að fylgja búfræðingnum að störfum hans í sumar og njóta tilsagnar hans.bóklegrar og verklegrar, eptir föngum. 17. Nefndarmaður Gnúpverjahrepps bar upp þá uppástungu, að nefndin styðji að því, að efnilegir ungir menn, allt að 7 að tölu, verði sendir til norðurlands, til að vera þar í vist um 2 ára tfma á góðum bæj- um með vanalegum vinnuhjúakjörum, til að læra þar meðferð á sauðfjenaði, og hverfa svo aptur til suðurlands, til að efla þar kunnáttu í því efni.—Nefndin leggur það til, að nefndarmenn, hver 1 sinni sveit, aug- lýsi, að kostur sje á þessu, og að þeir, sem sinna vilja því, skulu hafa gefið sig fram við Asmund bónda Benidiktsson í Haga fyrir næstu septembermán.lok. 18. Ábúendur Hóla í Stokkseyrarhreppi báðu nefndina enn á ný, að útvega annan áfangastað í staðinn fyrir svonefndan »Hóla- völl«, eða skaðabætur fyrir usla af ferða- fólki. Nefndin vísaði þessu máli frá sjer, sem fyrra ár, og vonar, að það verði ekki borið undir hana frainar. 19. Ábúendur Óseyrarness höfðu beðið nefndina að sjá um, að skemmdir á hög- um þeirra, leiðandi af, að grjót hafi verið tekið þar upp til íburðar 1 »Melabrúna«, verði annaðhvort lagfærðar, eða bættar með fé úr sýslusjóði,—Nefndin fann sjer ekki skylt, samkvæmt vegalögunum, að verða við þessari beiðni, sem henni auk þess virt- ist stórlega hneikslanleg, þar sem jörðinni Óseyrarnesi or með Melabrúnni unnin mjög veruleg jarðabót, bæði hvað veg og vörn snertir. 20. Hreppareikningarnir fyrir 1884—85, sem fram höfðu verið lagðir fyrsta fundar- dag, voru samþykktir með þeim athuga- semdum, sem við þá höfðu verið gjörðar.— En þar sem enn vantaði nokkrar upplýs- ingar með reikningnum fyrir Selvogshrepp, var oddvita með nefndarmanni Olves- hrepps falið, að úrskurða þann reikning, þegar þær væru komnar. Til endurskoðanda var endurkosinn nefndarmaður Olveshrepps. 21. f>á kom til umræðu reikningur yfir tekjur og gjöld vegasjóðs Árnessýslu árið 1885, sem fram hafði verið lagður í byrjun fundar, með athugasemdum endurskoðanda og svörum reikningshaldara. Var hann eptir nokkrar umræður samþykktur með flestum þeim athugasemdum, sem við hann höfðu verið gjörðar. 22. Reikningur yfir tekjur og gjöld sýslu- sjóðs Árness. árið 1885 hafði einnig legið fyr- ir nefndinni frá fundarbyrjun með athuga- semdum endurskoðanda og svörum reikn- ingshaldara, og var hann nú ræddurog sam- þykktur með tíestum þeim athugasemdum, sem við hann höfðu verið gjörðar. Til endurskoðanda var endurkosinn nefndannaður þingvallahrepps. 23. Lagðar voru fram 3 bænarskrár frá »bræðrafjelögunum« á Eyrarbakka, Stokks- eyri og Gaulverjabæ um stofnun alþýðuskóla á Eyrarbakka. Samþykkt, að fresta þess- ari stofnun, bæði sökum hins harða árferð- is, og af því enn væri ekki útkljáð um, hvaða aðalstefnu alþingi muni taka um mennta- mál landsins. 24. Oddvita var falið, að sækja um til landshöfðingja, að hann hlutist til um, að fiskifræðinguriun dvelji sem lengst í þess- ari sýslu á komandi sumri, til að rannsaka og ráðleggja um veiðar í veiðiám og vötn- um sýslunnar. 25. Tveir menn, Guðmundur Ingimunds- son á Bergstöðum í Biskupstungnahreppi og Eiríkur Jónsson á Sólheimum í Hruna- mannahreppi, höfðu beðizt meðmæla nefnd- arinnar með beiðni um verðlaun af »styrkt- arsjóði Kristjáns IX«.—Nefndin mælti með bænarskrá hins fyrrnefnda, en treystist ekki til að gefa hinum síðarnefnda með- mæh. 26. Oddviti hafði í fundarboðuninni tal- ið málið um brúargerð á þjórsá og Ölves- á meðal þeirra, er koma mundu til umræðu; tók því nefndin það fyrir, og lýsti því yfir, að þetta mál væri sjer sama áhugamál og fyr; en af því alþingi í sumar hefði sjer- stakan starfa, en fengist ekki við sjerstök fjárhagsmál, væri þýðingarlaust að leggja þetta mál fyrir það að þessu sinni. 27. |>á var rætt um sýsluvegi sýslunnar. Nefndinni höfðu ekki borizt neinar uppá- stungur um nýja sýsluvegi, eða breytingar á hinum ákveðnu sýsluvegum. þá er rannsakaðar voru skýrslur um verkfæra menn, fundust nokkrir misbrestir á, aðákvörðun nefndarinnar hefði verið fylgt í Grafnings-Biskupstungna- og Hrunamanna hreppum. — Nefndin heldur því fram, að þeirri ákvörðun hennar sje rækilega fylgt, að hreppstjórar láti skýrslur prestanna fylgja listum sínum sem fylgiskjöl, og sendi sýslu- manni hvorttveggja að minnsta kosti á vorfund sýslunefndarinnar. Umsjónarnefnd yfir »Melabrúnni« hafði eptir ákvörðun nefndarinnar á haustfundi falað 2000 kr. lán, af þeim 150,000 kr., sem í enda fjárlaganna fyrir 1886—87 var ætlað til lána að veita mönnum atvinnu, og fengið munnlegt loforð landshöfðingja fyrir þessu, ef atvinnuláuið yrði staðfest, og í því trausti ráðið verkstjóra og látið byrja að taka upp og draga að grjót til íburðar í brúna. En meðan sem hæst stóð á verkinu, kom út ráðgjafabrjef það, sem neitar um samþykki á atvinnuláninu. Umsjónarnefndin ljet samt halda verkinu áfram, og var unnið fyrir nál. 1750 kr. — Sýslunefndin viðurkennir, að umsjónar- nefndin hafi í fyllsta máta rekið það er- indi, sem henni var falið, og að þar sem búið sje að vinna fyrir meiri hluta hins um- beðna láns, ályktar hún, að sjálfsagt sje, að taka lánið á annan hátt með sem væg- ustum kjörum. Nefndin komst á fundin- um í samning um þetta lán, með 4f vöxt- um, og 15 ára afborgun. En þar sem verk- ið er enn eigi hálfgert, grjótið ómulið og ólagt í brúna, telur nefndin óumflýjanlegt, að taka að auki 1500 kr. lán fyrir vega- sjóðinn, og var oddvita með nefndarmönn- urn Stokkseyrar- og Ólveshrepps, þeim sem nú eru, falið að útvega þetta lán með sem vægustum kjörum, og gefið umboð til þess af nefndinni. Oddvita var falið, að útvega leyfi amtsráðsins til þessarar láutöku hvorr- artveggja. kr. Sýsluvegabótagjald sýslunnar pcttaárer 1839.75 og í vörzlum oddvita frá fyrri tíð 14.00 Í8Ö3.76 Auk l>ess sótti ueiudin um úr landssjóði til póstvega....................... 1000.00 {•essum samtals 2853.75 samþykkti ncfndin aö verja þannig, ef liinu umbeðni styrkur fæst:

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.