Ísafold - 30.06.1886, Blaðsíða 1

Ísafold - 30.06.1886, Blaðsíða 1
íeiu*r íl i miJvihdajsmorsna. Teit irjanjsins (55-60 arkal 4kr.: erlendli 5 ki. Borjisl [jrir miðjan júlímánað. ÍSAFOLD. Oppsögr. (skril) imndin vi? áramót, 8 jild nema komin sje lil úlj. fjrir 1. okl. itjreikslnjlola i BamaskólaMsinn. XIII 27. Reykjavík, miðvikudaginn 30. júnímán. 1886. 105- Innlendar frjettir. 106. Útlendar frjettir. 107. Stjórnarþref íslands og Parliament Englands. Fiskiveiðarnar i Faxaflóa. 108. Auglýsingar. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 útlán md„ mvd. og ld. kl. 2 — 3 Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd ogld. kl. 4—5 Söfnunarsjóður Rvikur opinn I. mánud. i hverjum mánuði kl. 4—5 Veðurathuganir í Reykjavík, eptir Dr.J.Jónassen | Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. júní jánóttujumhád. fm. | em. fm. em. M. 23. + 4 +10 29,6 29,5 N h b A h d F. 24. + 4 + 9 29.5 29,5 N h b 0 b F. 2S. + 2 +10 29,6 29,7 N h b 0 b L. 26. + 3 + 8 29,7 29.5 N h b 0 b S. 27. + 3 + 6 29.4 29,6 0 a 0 b M. 28. + 3 + 8 29,8 29,7 V h b Sa h d f*. 29. + 6 + II 29,7 29,7 S h d S h d Framan af vikunni var hægt norðanveður, bjart- ur en kaldur á hverri nóttu; siðustu dagana hefir verið logn og i gær gekk hann til S með dimm- viðri og ákafl. mikilli rigningu aðfaranótt h. 29. í dag 29. dimmur á sunnan með rigningarskúrum. Keykjavik 30. júni 1886. Af kjörfundum. A kjörfundi Bang- œinga, er haldinn var 8. þ. m., mœttu 108 kjósendur. lYmsum málum var hreift á fundinum«, er Isafold skrifað, »og skorað á hin nýju þingmannaefni að láta í ljósi skoðanir sínar. 1. Um stjórnarskrármálið voru svör þingmannaefnanna eindregið á þá leið, að halda fast fram óbreyttu stjórnarskrár- frumvarpinu frá í fyrra, enda var það sam- huga álit kjósenda, að kjósa þá eina til þings, sem vildu fylgja því máli fast fram. 2. Um Fensmarksmálið svöruðu þing- mannaefnin á þá leið, að því máli ætti að halda áfram til þrautar. 3. Brúarmálinu sögðust þingmannaefuin vilja fylgja fastlega fram. 4. Um fátækralöggjöfina færðust þiug- mannaefnin undan að svara öðruvísi en að þeir álíti nauðsynlegt, að þingið tæki það sem fyrst til meðferðar, því það þyrfti stórra umbóta við. 5. Um skattalögin var einkum tekið fram, hvort þeir aðhylltust beina eða ó- beina skatta, og voru andsvör þeirra ein- dregin með óbeinum tollum. 6. Um lagaskólamálið voru þingm.efn- in ekki krafin beinna svara, en sú skoðun kom eindregið fram meðal kjósenda, að lagaskóli væri þarflegur og þarflegri en nokkurn tíma prestaskóli, en sökum kostn- aðarins væri máske áhorfsmál að halda honum fast fram á meðan illa ljeti í ári, ! því efnahagur manna og árferði krefði sem stæði að gæta allrar varúðar með álögur á landssjóð ; því enga skatta mætti auka eða á leggja, heldur væri þvert á móti, að öll þörf væri á að minnka þá sem eru«. Sighvatur Arnason hlaut 104 atkvæði, en þorv. Björnsson ekki helming atkvæða við fyrstu kosningu (44), en 63 við aðra. — Af kjörfundi Árnesinga segir nokkuð í eptirfarandi svargrein síra Stefáns Step- hensen á Mosfelh í Grímsnesi : Herra ritstjóri! í blaði yðar »Isafold« 16. þ. m. stendur grein með yfirskriptinni •Einkennileg atkvæðisgreiðsla*. J>ar eð jeg álít, að greinarhöfundurinn beinist að mjer með ósannsögli og þar af leiðandi röngum um og illfúsum ályktunum, verð jegaðbiðja yður að taka eptirfylgjandi leiðrjettingu í næsta blað, svo almenningur geti fengið að sjá alla rnálavöxtu. f>að barst út af sýslunefndarfundi Ar- nesinga síðastl. vor, að sjera Jens hefði lýst því yfir í nefndinni, að hann ætlaði að bjóða sig fram sem þingmann. þegar jeg heyrði þetta, ljet jeg strax það álit mitt í ljósi við kunningja mína, án þess þó að »agitera« neitt fyrir því, að jeg gæfi honum ekki atkvæði mitt, ef einhver annar nokk- urn veginn hæfilegur byðist.— Astæður fyrir þessu man jeg ekki hvort jeg tók fram, enda varðar engan um þær að svo stöddu. f>egar að kjörfundi leið, heyrðist enn fremur, að ýmsir menn austan Hvítár hefðu huga á Skúla f>orvarðarsyni, og játa jeg, að mjer líkaði hann ekki heldur; og með því nú að jeg ekki vissi völ á fleirum, auk f>orláks Guðmundssonar, sem var sjálf- sagður, hafði mjer komið í hug að sækja ekki kjörfund, þó jeg reyndar myndi eptir málshættinum, »af tvennu illu o. s. frv.«; jeg hafði líka um þær mundir miklar annir. En einum degi fyrir kjörfund, eða 7. þ. m., fjekk jeg brjef frá kunningja mínum, sem skýrði mjer frá, að nú væri komið fjórða þingmannsefnið, Björn kandídat Bjarnarson, og að handa honum væri verið að smala atkvæðum um Eyrarbakka og framanverðan Flóa. f>essi kunningi minn skoraði líka á mig að koma, og fá Grlm- nesinga til að fjölmenna, til þess með ein- hverjum ráðum að varna því, að brögð Bjarnar eða hans manna (líklega helzt föður hans) næðu fram að ganga. Nú fannst mjer nauðsyn á að fara sjálf- ur og fá sem flesta með mjer að auðið var, því flesta vildi jeg fremur en Björn, ekki af því að jeg þekkti manninn að neinu illu (jeg þekkti hann ekkert), en jeg mundi þessi orð: sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. A fundinn komu því rúmir 20 Grímsnesingar, allir með þeim hug, að koma sjer þannig saman við aðra hreppa, að Björn yrði útlokaður, en efi er mjer á að nokkrum þeirra hafi verið kappsmál, hvor kosningu hlyti, sjera Jens eða Skúli. Fylgismönnum Bjarnar hefir að líkindum ekki litizt á blikuna, því svo fór, að hann varð ekki í boði. f>eir buðu sig fram hinir, síra Jens af hvöt hjartans, Skúli fyrir á- skorun. f>egar hjer var komið sögu, talaði jeg fáein orð; fyrst í þá átt, að með f>orláki þyrfti ekki að mæla, hann mundi óefað viss; og svo, aðmjerlitist ráðlegt, að láta síra Jens verða fyrir kosningu. Astæður fyrir þessu taldi jeg, að Skúli væri þekktur að því að vera enginn atkvæðamaður, þó hann mundi góður drengur; síra Jens mundi hafa áhuga á landsmálum, en væri óreyndur; væri því rjett að reyna hann, einkum nú þegar útlit væri fyrir að kjör- tíminn yrði skemmri en venjulega, en sjálf- sagt að kasta honum ef hann reyndist miður vel; en um það dæmdi eða spáði jeg engu eða mjög litlu. Eptir þetta hjelt síra Jens sína löngu tölu; lýsti skoðunum sínum á mörgum málum; og þá kom það f ljós sem mig sízt varði, að hann ekki var með hinni endur- skoðuðu stjórnarskrá,heldur vildi fara góðum mun lengra, þ. e. fylgdi hjer um bil kenning- um Dr. Gríms á Bessastöðum. An þess að dæma um það, hvort nú er sá hentugi tími að hefja nýja stjórnar- baráttu, skal jeg játa það, að jeg vildi þann einn þingmann kjósa, sem fylgdi meiri hluta alþingis 1885 í stjórnarskrármálinu, og jeg álít þá eigi síður hættulega, sem lengra vilja fara, en skemmra. Mjer blandaðist því eigi hugur um, að falla strax frá síra Jens, en fann það þó, að jeg hefði betur aldrei látið mjer detta í hug að kjósa hann, en það kom af því, að jeg ekki vissi betur en að hann væri öflugur stjórnarskrárbreytingarmaður í sömu stefnu og meiri hluti þings 1885, og hinu öðru, að enginn annar, er mjer líkaði vel, var í boði. Af þessu, sem allir er viðstaddir voru

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.