Ísafold - 30.06.1886, Blaðsíða 2

Ísafold - 30.06.1886, Blaðsíða 2
106 hljóta að játa, að satt er, sjest það ljós- lega, að það er hrein og bein ósannsögli að jeg hafi mælt með síra Jens »eptir að hann lýsti skoðunum sínum«, og eins hitt, að jeg hafi gjört það »fastlega«. Jeg játa yfirsjón mína: að mæla nokkuð eða nokkurn tíma með honum, og segi eins og börnin : »Jeg skal aldrei gjöra það optar«. Dómum sínum um ályktanirnar, »siðferðis- legt afbrot« o. s. frv. læt jeg hvern einn ráða, en er mjer þess meðvitandi, að hafa á kjörfundi þes3um fylgt sannfæringu minni, og henni rökstuddri. Mosfelli 22. júní 1886. — St. Stephensen. Athugas. Höfundur greinarinnar „Ein- kennileg atkvæðisgreiðsla“ hefir þegar gert við- vart um, að hann hafi misminnt það, að með- mæli síra St. hafi komið fram eptir aðalræðu síra J., en hins vegar hafi þó síra St. ekki lát- ið annað í Ijósi en samþykki sitt á skoðunum síra J. Bitstj. —Af þeim 511, er á kjörskrá stóðu í Grullbringu- og Kjósarsýslu, sóttu 239 kjör- fund. Hjer er ýtarleg skýrsla um hlutfall- ið milli þeirra, er á kjörskrá stóðu og kosn- ingarrjettar neyttu þar í hverjum hreppi 1 sig: Á kjörskrá: Iiusu: Kjósarhreppur 49 32 Kjalarneshreppur 40 20 Mosfellssveit 39 24 Seltjarnarneshreppur 33 >9 Bessastaðahreppur 40 32 Garðahreppur 91 67 Vatnsleysustrandarhreppur 83 21 Rosmhvalaneshreppur 95 >7 Hafnahreppur II 5 Grindavikurhreppur 30 2 5>i 239 það er aðgætandi, að ýmsir af þeim, er á kjörskrá standa, voru dauðir fyrir kjör- fund eða fatlaðir. Má því kjörfundur heita prýðilega sóttur úr mörgum hreppum þess- arar sýslu, þótt nokkuð væri það orðum aukið fyrst eptir fundinn. Svo má að orði kveða, að kjördæmið kubbaðist um þvert milli prestanna, sem kjöri voru, síra þórarins prófasts og síra þorkels, eptir hin- um fornu sýslumótum. Síra þórarinn hafði sárfá atkvæði úr Kjósarsýslu, en síra þor- kell 72 þaðan (úr 3 hreppum) af sínum 82, og alls ekkert úr syðstu hreppunum þremur. það var missögn, að á kjörfund- inum hefði komið fram meðmælingarskjal frá Dr. Gr. Thomsen með þeim síra þorkeli og þórði á Hálsi; hann var að eins nefnd- ur 1 framboði þeirra sem væntanlegur með- mælandi, en þeir höfðu fleiri meðmælendur. Islenzkir fyrirlestrar- »Fyrirlestrar -um Island, einkum þess bókmentir«, sem síra Matth. Jochumsson sigldi í fyrra til að halda í Lundúnum, eru nú að koma út í hinu enska kirkjulega tímariti »The Christi- an Life«. Prestaskólinn. þessir 13 stúdentar tóku próf í forspjallsvfsindum á prestaskólanum 27. og 28. þ. m.: Jón Steingrímsson (ágætl. -+); Árni Bjarnar- son, Einar Friðgeirsson og Ólafur Petersen (dável -f); Jón Arason, Gísli Einarsson, Guðlaugur Guð- mundsson og ÓlafurMagnússon (dável); Mjörn Blön- dal og Magnús Bjarnarson (dável -+-); porsteinn Bergsson (vel +); Ólafur Stephensen og þórður Ól- afsson (vel). F.inn gekk eigi undir próf sakir veikinda (Jón B. Straumfjörð). Xveir stóðust eigi prófið. Póstskipið Romny kom hjer 24. þ. m., og fór aptur f gærmorgun. Fátt manna með, nema margt af vesturförum út. Útlendar frjettir. Khöfn 12. júní 1886. Danmörk. Afmæli grundvallarlaganna búið. Hafnarbúar hjer þrídeildir, sem til stóð. Maríus grjet á Kartagórústum — Danir gerðust víðast kátir og glaumfrekir 5. júní á rústum grundvallarlaganna. Hægrimenn Hafnar höfðu sína glaumtröð í Rósenborgargarði. þar voru 41,000 manna, —þar á meðal 15,000 kvenna. Hjer var mest um fögnuðinn og sigurópin, og hjer ómuðu hljóðfærin lystilegast til dansa og annarar gleði. Frelsismenn (»de liberale«) fundust á flöt út frá Tívólí; segjast hafa verið 9—10 þús. síns liðs. Við ljóð og ræður mátti sæma, en menn stóðu þar eins og í logndrífu, og allt var fremur áhrifa- og stæhngarlítið. Viðkvæðið sama sem fyr: að bíða og seiglast. í veizlugildinu hreifilegar látið, og þar ljeku ræðuskörung- arnir á kostum, þegar þeir tóku að drekka hver annars skálir. »Já, miklir menn er- um við, þorvarður minn !« sagði hornfirzk- ur hreppstjóri við meðhjálpara; þeirkomu góðglaðir frá kirkju og ljetu gæðingana renna á einum árbakkanum.—Verkmanna- fjelögin, eða sósíalistar, fundust á Nörre- fælled. í prósessíu þeirra voru eitthvað um 50 þús. manna, og eptir áætlun á vellin- um var því 100,000. Ræðurnar ekki marg- ar, en borginmannlegar, og með meiri táp- brag en tölur frelsismanna. I upphafi höfuðræðunnar (Hördums) sagt, að hjer væri ekki komið til að æpa: »lifi grund- vallarlögin«, því þau væru dauð, en til að kanna lið sitt, það lið, sem vildi berjast til betri laga, laga með jafnaðarins merki. Við þorstanum sæmilega gert á vellinum; þar tæmdar 270 tunnur af öli. Annars fóru nefndir frá hvorum um sig til hinna með kveðjur, frelsismönnum og 8Ósíalistum, og þar talað um bróðerni og bandalög. Fyrir fám dögum fór konungur vor til baða í Wiesbaden. Noregub. Bjömstjerne Björnson er nú ikominn heim eptir langa dvöl erlendis (í Paría). Hann hefir verið nokkra stund í Fristjaníu, og voru þar viðtökurnar stór- kostlegar og fagnaðarríkar. í hátíðarveizlu, sem honum var haldin 5. júní, flutti hann eina af þeim snilldarræðum, sem öllum verða minnisstæðar. Ummæli hans um afstöðuna til Svíaríkis komu þar niður sem fyr, að Noregur ætti að hafa fullt sjálf- stæði, og hjer um ætti hreint norskt fána- merki vott að bera. Hann kallaði það góðs merki, að hægri menn í Noregi væru farnir að hneigjast að álitum hinna í þessu máh. Hann minntist á sundurleitni vinstri- manna, og varaði alla við laumi og refj- um, því einurð og hreinskilni ætti öllu þingfylgi að ráða. Hann talaði um Joh. Sverdrúp og afrek hans fyrir hina norsku þjóð, og kallaði hann jafningja stórskör- unga í öðrum löndum. þetta ættu allir við hann að virða, og þeir engu síður, sem drægju það í efa, hvort hann stæði svo hér fyrir stjórn og þingi, sem þyrfti. B. kvað það stórmerkilegast við vora öld, er menn væru faruir að gaumgæfa á ný hagi og kvaðir lítilmagnans, og vildu sjá hon- um betur borgið. það væri »pólitík hjartn- anna«, sem kveddi sjer hljóðs. Dæmið staklegasta og fagrasta sæju menn nú á Englandi, og það væri einmitt Gladstone, sem væri á vorri öld einstaklegasti og hezti forustuskörungur fyrir liði rjettlætisins og mannúðarinnar. England. Stjórnarlög Gladstones (fyrir Irland) tókst að fella 7. júní, fyrir hið ó- náttúrlega atfylgi Torýmanna og þeirra flokka, sem fylgja þeim Chamberlain og Hartington. Og þó munaði ekki meiru en 30 atkvæðum (341 móti 311). Nú er skammt til þingloka, því Gladstone lætur málinu skotið til þjóðarúrskurðar, þ. e. nýrra kosninga. Nú er í allra liði við hörðum hríðum búizt. í Ulster, norðurparti írlands, eða í Bel- fast, höfuðborg þess fylkis, hafa orðið nýlega miklar óspektir, áhlaup og atvígi með kaþólskum mönnum og prótestöntum. Hjer höfðu 12 menn bana, og rnargir særðir. Látins er að geta hins fræga augnalækn- is, Williams White Coopers. Fyrir skömmu hafði drottningin hafið hann í stjett tig- inna manna. þÝZKALAND. Hjeðan þau nýnæmistíðindi, að Baiverjar hafa tekið völdin af konungi sfnum, Loðvík öðrum. Hann hefir lengst- um lítt stjórnarinnar gætt, og verið með óráði talinn, sóað svo fje til hallargarða og annara skrautkynstra, sjónarleika og svo frv., að engu hófi hefur gegnt. Hann fór líka einförum og vildi sem fæsta sjá, eða rak þá út frá sjer harðri hendi, sem

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.