Ísafold - 30.06.1886, Blaðsíða 3

Ísafold - 30.06.1886, Blaðsíða 3
erindi höfðu á hans fund, hvort sem ráð- herrar voru eða aðrir. Bróðir hans Ottó er líka brjálaður, en sá frændi hans heitir Luitpold (f. 1821), sem við stjóminni hefur tekið. Látnir eru tveir ágætustu sagnaritarar f>jóðverja, Georg Waitz (f. 1813), og Leo- pold v. Rancke, sem varð 91 árs að aldri. Fhakkland. |>ingið situr nú yfir prinsa- málinu, og menn þykjast vita, að lyktirn- ar verði þær, sem seinast var á vikið, eða að tignarkrefjendur verði landrækir gerðir, en stjórninni Iátið heimilt að vísa hinum á burt, þegar henni þykir svo bezt hlýða. Um fjárupptekt ekkert ráðið að svo stöddu. Italía. Eldgosið úr Etnu nú rjenað til muna, og þeim bæ svo borgið, sem Nico- losi heitir, og helzt var í voða. í Feneyjum hefir kólera gengið í nokk- urn tíma, en tala þeirra, sem sýktust á sólarhring eða dóu, ekki farið fram úr 32 og 14. Ghikkland. Nú er allt komið í samt lag; herbramlinu lokið, og hafnleiðabann stórveldanna á enda. Noeðuh-amehíka. Nú er dómur upp kveðinn á máli þriggja byltingamanna (frá þýzkalandi), sem hafa haldið út byltinga- blöðum og ritum þar vestra, ög æst verk- mannalýðinn til illverka og morða. þeir heita Most, Schenck og Braunschweig. M. dæmdur í eins árs fangelsi og 500 dollara bætur; hinir í 9 og 3 mánaða varðhald, auk bótagjalds. Dómarinn kallaði Most »allra bófa verstan og níðinglegastan«, og kvað illa farið, er lögin ljetu slíka ekki harðara niður koma. þó verkaföllin sjeu að miklu leyti á enda, eru enn margar þúsundir manna atvinnu- lausir. Annars hafa vinnuveitendur fallizt á víðast hvar, aðstytta vinnutímann (til 8 stunda eða 9). Cleveland, forseti Bandaríkjanna, giptist fyrir skömmu dóttur vinar síns, málfærslu- manns, sem Folsom hjet, en nú er látinn. Cleveland er fimmtugur að aldri, kona hans 22 ára. Brúðkaupið viðhafnarlaust og ekki fjölsetið —25 eða 28 í veizlunni— en var haldið í »Hvítahúsinu«, aðseturshöll forseta. Brúðurin kvenna fegurst, en gim- steinn eða perla sást ekki á búningi hennar. Stjórnþref Islands og Parliament Englands. 17. maí hélt James Bbyce, undir-stjórn- arherra Breta í utanríkismálum, mikla varnarræðu fyrir sjálfstjórnar-lögum Glad- stones handa Irum, og vék orðum til ís- lands á þessa leið:—»Eg vil gefa yðr ann- I að dæmi, sem er nokkuð eftirtektar-vert. það er ekki stórvaxið, því að fólkstala eyj- arinnar er lítil, enn það snertir land, sem oss ætti að vera ant um—eg á við dæmi íslands. (Mótflokks-köll: »Ó !«, og lófa-lof). Heiðarlegum mótflokksmönnum virðist vera einkum um það hugað, að fá enga fræðslu um þetta efni. Eg sé þeir myndu heldur kjósa, að eg færi að staulast aftr um hinn leiðinlega veg útþvældra röksemda, sem menn hafa hlustað á frá bekkjum þeirra, heldr enn að eg skyldi reyna að bregða nýrri birtu á málið með nýjum upplýsandi dæmum. (Heyr, heyr !). í 30 ár héldu Is- lendingar uppi sinni löngu baráttu gegn ofrvaldi hins danska ríkis. þeir heimtuðu löggjafarfrelsi, og afsögðu, að eiga atkvæði og sæti í Ríkisdeginum, vegna þess, að þeir myndu verða þar í minni hluta, og vegna þess, að þeir töldu, að Ríkisdagrinn hirti ekkert og vissi ekkert um hagi Islands. Stjórn Dana lét loks undan 1874, og veitti þingi íslendinga það, sem kalla mætti lög- gjafarfrelsi. Siðan hefir allt gengið nokk- urn veginn liðugt. Islendingar eru ekki alveg ánægðir enn, því að þeir óska, að stjórnarsetrið, sem Danir halda í Kaup- mannahöfn, verði fluttt til höfuðstaðar ís- lands; svo þeir hafa að eins fengið hdlfgjörða heima-stjórn«. Ldvarðr R. Chubchill.—»Hvað er langt milli íslands og Danmerkr?« Beyce.—»Hinn göfugi lávarðr finnr það með því að líta á landabréfið. það er hér um bil 1000 eða réttara 1100 mílur, enn það sé eg ekki að hafi neina þýðingu fyrir þessa röksemdafærslu. (Nei, nei! lófa-lof). það var lafhægt alt eins fyrir Dani að segja, að þeir vissu miklu betr enn íslendingar sjálfir, hvað þeirn væri fyrir beztu, og þeir gátu sagt með enn betri rökum, að Island væri fátækt land og gæti ekki bjargast, nema undir verndarvæng Danmerkr. (Lófa- lof). Eg vil lesa upp fyrir þinginu fáeinar línur, sem eg hefi fengið frá merkum (eminent) Islendingi um þetta mál. Hann segir:—»Samband beggja landa er nú langt um friðsamlegra enn fyrir 1874; af pví, að stjórnarskráin viðkennir að Islendingar sé þjóð, sem annast geti sjálfa sig; af því, að það spekir menn, að vita, að þeir eiga bak- hjarl í viðrkendum þjóðréttindum; af þvi, að áhugi þjóðarinnar hefir leiðzt frá æsing- um, er hún hafði eigi annað að gjöra enn að iðka íþróttir hatrsins, að hinu margkynj- aða efni,sem felst í yrkingu auðs-uppspretta landsins, og í starfsemi að þjóðlegum fram- förum. Héðan af er alveg ómögulegt, að hin sama megna óánægja gagntaki þjóðina, sem átti sér stað fyrir 1874«. (Lófa-lof). Hinn 25. maí vék Tkevelyan, fyrverandi írlands-ráðgjafi í ráðaneyti Gladstones (sem gekk út úr ráðaneytinu, af því að honum leizt ekki á hin írsku heimastjórnarlög Glad- stones) máli að þeim kafla í ræðu Bryce, sem laut að íslandi, og sagði meðal annars: —»íslands dæmi var óheppilegt, því dag- inn eptir að hinn hávelborni herra hólt ræðu sína, hegðaði þetta land sér svo upp- hlaupslega andspænis ríkinu, sem það er í sambandi við, að konungr varð að taka af því Alþing þess«. Landi vor, Eiríkr Magnússon, svaraði þessu jafnharðan í »Daily Néws«:—»Ekki að tala um það, að hinn hávelborni herra gat með engu hugs- anlegu móti haft alla þessa vitneskju í Englandi 25. maí um viðburði sem orðið hefðu á íslandi og Danmörku 18. maí, skal eg að éins láta þess getið, að orð hans hafa ekki einu sinni hinn daufasta skugga nokkurrar tilhæfu að styðjastvið; fyrirþeim er enginn flugufótr*. Herra Bryce er Íslands vídt mikill, og dáist að þeim dug og samheldni, sem þjóð- flokkr þeirra sýndi í stjórnbótarmálinu. Ræða hans hefir vakið mikla eftirtekt á Englandi. * Fiskiveiðarnar í Faxaílóa. Eptir Jon Jónsson prentara. í þessa árs ísafold nr. 22 og 23 er löng grein um fiskiveiðar eða netalagnir i Faxa- flóa á síðastliðinni vertíð, eptir Jón söðla- smið Rangæing, og er margt í henni fróð- legt og sögulegt, sem kemur þó lítið við aðalmálinu. Aðalmálið er eiginlega það, hvaða nytsemi varð að samþykktinni, sem náði gildi 14. marz síðastl., með takmarka- línunni um netalagnir; þar er höfuðatriðið innifalið í. Allir viðurkenna það, að það varð þó mikið almennari afli nú en hin síðustu undanfarin ár, og það mega þó allir þakka línunni. Annað hitt: missir á netum mjög lítill móti þvf, sem hefir ver- ið undanfarin ár, skemmdir máske nokkur- ar, og þær líkast til meiri af manna völdum en náttúrunnar, eins og við er að búast, þar sem allir, sem net brúka, vilja í lengstu lög endilega vera á þeim yztu takmörk- um, því allir vilja verða fyrstir til að ná í fiskinn, og sumir svo ósvífnir, að leggja fyrir þann lögboðna dag, í forboðinn sjó. J>að er nú að sönnu galli á samþykktinni, og hann óþægilegur, að það stendur ekki

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.