Ísafold - 18.08.1886, Blaðsíða 2

Ísafold - 18.08.1886, Blaðsíða 2
134 staklega tóvimm. Voru þeir Magnús lög- maður Gíslason og Skúli Magnússon land- fógeti helztir forsprakkar þeirrar viðleitni, Og fengu Friðrik konung V. sjer hlynntan. Fyrsti vísirinn var klæðaverksmiðjan á Leirá hjá Magnúsi Gíslasyni; síðan var ráðizt í meira, og nýju innrjettingarnar komust á stofn í Reykjavík rjett eptir miðja öldina, og var Skúli landfógeti lífið og sálin í þeim. par var unnið að alls konar tó- vinnu, klæðagjörð, skinnasútun, færaspuna o. s. frv. Alls Iagði konungu til fulla 60,000 rd. I »innrjettingunum» unnu flest árin 1753—63 allt að 70 manna. Um sama leyti var unnið að steinhúsa- smíðum á Bessastöðum, í Viðey, og fang- elsið byggt í Eeykjavík. Allt þetta jók mannfjöldann; frá 1752 til 1768 fjölgaði hjer í Reykjavíkursókn um 200 manns. En verzlunin var jafnbág sem áður, lands- menn svo fjeflettir, að verzlunin varð hverjum til tjóns, er hana rak, og það varð mest tilefnið til þess, að hún varð gefin laus við alla þegna Danaveldis 18. dgústl786. Reykjavík fjekk þá kaupstaðarrjettindi á- samt 5 öðrum verzlunarstöðum. Með því var mikið stig stigið til vaxtar og viðgangs bæjarins. Arið 1788 komu 55 skip til landsins, 4000 smálestir að stærð, en árið á undan eigi nema 8 skip, 1641 smálestir að stærð. Ymislegt var þá gert til að hlynna að kaupstaðnum; þannig var jörðin Reykjavík lögð til hans. Arið 1785 var skólinn fluttur frá Skálholti til Reykjavík- ur og næsta ár byggt skólahús. — — Á þessum sögulega aðdraganda til uppruna Reykjavíkurkaupstaðar, sem er tekinn eptir áminnztum fyrirlestri landfó- geta A. Th., má sjá, að það er miklu frem- ur í óyndisúrræðum en af konunglegri náð, að landið fær verzlunarfrelsi (hið minna, við alla þegna Danaveldis). Landinu er raunar eins og fleygt út á klakann, af því að eng- inn treysti sjer til að græða á þvi, þ. e. verzlun þess, og var svo átt undir kasti, hvort það veslaðist algjörlega upp eða lifn- aði við. Reykjavík getur nú miklast af því, að hún hafi átt mjög mikinn þátt í því, að sú tilraun tókst vonum fremur, og jafnframt er vöxtur hennar og viðgangur ávöxtur af þess- ari tilraun,—órækur vottur þess, að frelsið er hin öflugasta, en því miður opt hin síð- asta lækningatilraun við eymd og van- þrifum. f>að er auðsjeð, að Reykjavík hefir dafnað furðuvel þegar fyrstu árin. Ella mundi þeim M. Stephensen og Espólín eigi svo drjúgrætt um »prakt og munað», er þar hafi verið ríkjandi um og eptir aldamótin.' Raunar stafar vitnisburður þeirra meðfram frá þeim ý-mugust og ótrú, sem allur þorri landsmanna hafði frá upphafi á Reykjavík, fyrir útlent apaspil og siðaspilling. Skól- inn var fluttur þaðan aptur og til Bessa- staða 1805, af því að vera hans í Reykjavík •þótti horfa til siðaspillis ungum mönnum», segir Espólín. Líkt var um aðrar stofnanir, sem nú þykir sjálfsagt að hafa í höfuðstaðn - um og hvergi annarstaðar; þær firrðust hann heldur en hitt lengi fram eptir, og varð því framför hans miklu seinni en ella mundi, og »óþjóðernið í þeim krík» miklu lífseigara einmitt fyrir þá skammsýni. Landsyfirrjetturinn hafði að vísu aðsetu í Reykjavík frá upphafi vega sinna (1800), en það var að eins að nafninu til; því dómar- arnir bjuggu allir búi sínu upp í sveit. Læknir (landlæknirinn) og lyfjabúð voru í Nesi. Biskup sat í Laugarnesi síðar meir langa lengi. pað var eigi fyr en lýður undir miðja þessa öld, að betri mönnum þjóðarinnar sjálfrar fer að skiljast, að það er eitt ó- missandi skilyrði fyrir framförum landsins í heild sinni, að höfuðstaður þess eflist sem mest. Er þar fremstan að nefna Jón Sigurðsson, sem annarstaðar. Hann var þar sem víðar langt skeið á undan löndum sínum. Hannbarðist fyrir því, að alþingi væri haldið hjer í Reykjavík, en ekki á pingvelli við Oxará, sem ýmsir ágætis- menn aðrir hjeldu fastlega fram og máttu eigi heyra annað nefnt, svo sem Tómas Sæmundsson, skáldin Jónas og Bjarni o. fl. Stefna Jóns Sigurðssonar varð ofan á, sem betur fór,og|þar með var eins og straum- urinn snerist allur í það horfið. f>á fylgdi hvað öðru. Prentsmiðja landsins þurfti að vera þar sem þingið var haldið og fluttist því frá Viðey til Reykjavíkur 1844. Síðan var skólinn fluttur aptur þangað frá Bessa- stöðum 1846, og árið eptir var stofnaður hjer prestaskólinn. Æðstu embættismenn landsins drógust allir þangað smátt og smátt. Enda hefir vöxtur höfuðstaðarins verið jafn og stöðugur síðan um miðja öldina. Verzlunarfrelsið hið meira, 1854 , örvaði skriðið , og hina síðustu tvo tugi Ara, eða því nær, hefir sparisjóður Reykjavíkur, hin nauðsynlegasta framfara- stofnun fyrir bæinn, átt mjög mikinn þátt í viðgangi hans, að því er byggingar snertir einkanlega. Reykjavík hefir meira en tífaldazt þessa einu öld, sem hún á nú að baki að sjá. Að- al-afmælisóskin verður sú, að þessi önnur öld, sem nú fer í hönd, láti ekki standa lupp á sig, þ. e. að Reykjavík verði orðin bær með 30—40,000 íbúa á næsta 100-ára- afmæli sínu. pað kann að vaxa ýmsum í augum, og vitaskuld er, að hæpið er að ná þeim áfangastað með viðlíka ferðalagi og að undanförnu. Til þess þarf önnur ráð og aðra siði, en nú hafa tíðkazt um hríð. En þar fyrir er eigi víst, að nauðsynlegt sje að kanna allsendis ókunnuga stigu. Ráðið er eitt meðal annars, og það óumflýjanlegt, að yngja upp aptur gömlu »innrjettingarnar«, fyrsta vísirinn til sköpunar höfuðstaðarins, í því sniði, sem samsvarar kröfum tímans. pað er með öðrum orðum, að skilyrðið fyrir því, að Reykjavík verði nokkurn tíma að 8tórri borg, er, auk eflingar hinna núver- andi atvinnuvega landsins yfir höfuð að tala, þar á meðal fyrst og fremst þil- skipa-útvegs, — aðalskilyrðið er, að hjer komizt á fót innlendur iðnaður fyrir helztu landsnytjar vorar. p á er von um, að sú ósk rætist, að Reykjavík tífaldist aptur á næstu hnndrað árum ! Utlendar frjettir. i. Khöfn 27. júlí 1886. Danmöek. Berg úr böndum 24. júlí — eða Fenrir úr fjötrum ! pað hefur kom- izt heldur ys á fylkingarnar beggja vegna. Von, að vinstrimenn vildu láta kempunni sinni birta fyrir augum, þegar hann kom úr myrkrastofunni, og gera þann 25. (sunnudagiun) sjer og Berg að fegins degi. pann dag ferð—skrúðsigling—heitið út að Skodsborg. Lóðin þar partur af »Dyre- haven« og sjerlega á valdi fjármrtlaráðherr- ans; Estrúp bannar þar fundarstað. Nú hjetu vinstrimenn á bræðurna fyrir handan Sundið, á Landskronamenn, og var öllu tekið vel og glaðlega. En hægri menn og stjórnin áttu sjer þar líka bræður að baki og svo var nú árinni fyrir borð komið og að róið, að yfirvöld Skánunga bönnuðu Dönum (vinstrimönnum) Iandgöngu. Sum- ir ætla, að þeim þrumusteini hafi verið hátt úr lopti slöngvað. Allvaldur Svía var þa daga í Sofiero á Skáni. Hjer var vel og bróðurlega undir bagga brugðizt með þeim Estrúp, en ósköpin öll í húfi, sögðu hægri blöðin. Hægt að skilja: Berg dæmd- ur af hæstarjetti fyrir lagabrot, fagnafund- ur vinstri manna einskonar andmæli og vjefenging gagnvart dóminum, en hnefa- stæhng móti stjórninni. petta mátti stjórn Svía ekki þola—sízt eptir Skodsborgar- bannið. Sum blöð hægri manna kölluðu

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.