Ísafold - 03.11.1886, Side 1

Ísafold - 03.11.1886, Side 1
5eiu 5t á miBTriiudajsmorgna. Iei5 árjanjjins (55-60 uia5 4kr.; eriendia 5 tr. Borgist íyrir miöjan júl'inánnJ. ISAFOLD. önpjöp (skr.il) imdin vií inmöt, 5 Jild nema komin sje til ötg. tjrir L okt. Upttsliistota í Isatoiíarpnrtanidjn. XIII 45. Reykjavik, miðvikudaginn 3. nóv. 1886. 177. Innlendar frjettir. Banka-stælan. 178. Langlíli. 179. Sýnishorn af vísnakveðskap Islendinga á síð- ari timum. 180. Auglýsingar. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—2 Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2 útlán md., mvd. og ld. kl. 2—3 Póstar fara 9., 10. og II. þ. m. Sparisjóður Rvíkur opinn hvern mvd ogld. kl. 4—5 Söfnunarsjóður Rvíkur opinn I. mánud. í hverjum mánuði kl. 4—5 Veðurathuganir í Reykjavik, eptir Dr.J. Jónassen okt. | Hiti (Cels.) Lþmælir Veðurátt. nóv. |ánóttu|umhád. fm. | em. fm. | em. M. 27. + 4 + 7 29,4 |29 4(Sahv d |Sa hv d F. 28. +- 3 + 5 29,8 29,7 S h b IS h b F. 29. O + 5 29,7 29,6 A h b 0 b L. 30. -f- I + 4 29,5 29, Na hv d A hv d S. 30. + 3 + 7 28,5 28,7 Nahv d'Svhv d M. 1. O + 2 29,9 28,9 Sv h b 0 b Þ. 2. 0 + 3 28,8 28,7 |A h b |A h d J>essa vikuna hefur optast verið sunnan eða aust- anátt og fremur óstöðugt veður, h. 27. f. m. var hjer ofsaveður af landnorðri með húðarigningu allt fram að kveldi; þá lygndi. Stöku sinnum hefur verið logn og bjart veður opt; 31. var landnorðan, hvass að morgni en komið logn um kl. 3. e. m.; en skömmu eptir rauk hana allt i einu á suðvestan með ákaflegri rigningu og brimróti til sjáfarins, en veðrið stóð aðeins c. 6. klukkutima hjer. í dag 2. hægur á austan, bjartur fyrri partinn en dimmur seinni partinn. Talsverður snjór faliið til fjalla að sjá hjeðan. Hjer alauð jörð. Reykjavik 3. nóv. 1886. Gufuskipið „Wergeland“ kom hjer í fyrra dag norðan um land frá Newcastle eptir fje og hestum fyrir þá Lauritzen & Co. og með ýmsar nauðsynjavörur. Fer aptur eptir fáa daga. Tíðarfar segja póstar gott í haust norðan- lands og austan, eins og hjer syðra. Aflabrögð. Aflalaust fyrir norðan og aust- an, bæði af síld og þorski. En hjer syðra á- vallt heldur góður afli, þegar á sjó gefur. Hallærislán, að upphæð 1500 kr., hefir landshöfðingi veitt i gær sýslunefnd Gullbringu- og Kjósarsýslu til handa Vatnsleysustrandar- hreppi. J>ar reyndust við skoðunargjörð í haust um 100 heimili að kalla mátti bjargar- laus að öðru en því, er úr sjónum fæst jafnóðum, og meðan það stendur; en gjörsamlega tekið fyrir lán í kaupstöðum, jafnvel við efnamenn. Skiptapi varð á Akranesi laugardag 30. f. m. Fórst skip með 7 mönnum-, er allir drukkn- uðu, í uppsiglingu úr fiskiróðri, sökk við boða nálægt Flösum, sem kallaðar eru, skammt und- an landi við Skipaskaga. Formaður var Hall- dór Erlendsson frá Teigi á Akranesi, ungur maður og • mikið efnilegur, en hásetar Jón nokkur Helgason, þurrabúðarmaður á Akranesi, upprunninn frá Neðranesi í Borgarfirði, Ólafur Magnússon, vinnumaður frá Efra-Skarði í Hval- tjarðarstrandarhreppi, og loks fjórir brœður: Sœmundur, Vilmundur, Guðmundur og Sigurð- ur Guðmundarsynir Oddssonar frá Litla-Sandi, en bræður Odds barnakennara á Skipaskaga, ungir menn og efnilegir, sumir lausamenn og sumir vinuumenn. Banka-stælan. Bankastjórnin hefir auðsjáanlega ein- sett sjer, að taka öllu aðkasti með himn- eskri þolinmæði, eins og lamb til slátrunar leitt. Hún ber hvergi hönd fyrir höfuð sjer, utan lítils háttar á þingi í sumar, er þar var rædd fyrirspurnin um landsbank- ann. þetta er mikið fögur kristileg dyggð. En hver ábyrgist, að hún eða bankinn hennar dafni svo vel á eintómum kristi- legum dyggðum ? Gróðastofnanir munu jafnaðarlega þurfa á fleiru að halda sjer til vaxtar og viðgangs, þar á meðal því sem kallað er álit og traust almennings. En getur bankinn átt þess nokkra von, ef ekki heyrist annað um hann talað en illt eitt, — ekki annað en einhliða áfellisdómar um hvað eina, sem bankastjórnin gerir ? Eða viðurkennir hún allar þessar syndir, sem henni eru bornar á brýn, og hugsar sjer að bæta ráð sitt umtalslaust svona smátt og smátt, eptir því sem færi býðst? Hver veit hvað henni býr í skapi. En það er vonandi, að hún fari samt ekki að uppræta hveitið með illgresinu, bara fyrir það, að kunningi hennar E. M. eða einhver annar hinna skriptlærðu segir, að hveitið sje illgresi. Henni er líklega óhætt að uppræta það sem stendur í 13. gr. bankareglugjörð- arinnar, um að lána eigi fje gegn sjálf- skuldarábyrgð nema ábyrgðarmennirnir sjeu búsettir í Beykjavík eða í nágrenni við hana. Viðbáran um ókunnugleika hennar á boðlegum ábyrgðarmönnum út um land er naumast takandi trúanlegt, í svo fá- mennu þjóðfjelagi, þar sem allir, sem veru- legt mannsmót er að, eru meira eða minna þjóðkunnir, og jafnan virðist vera innan handar að heimta ábyrgðarmennina því fleiri sem þeir eru fjarlægari eða banka- stjórninni miður kunnir. Hitt getur miklu heldur verið skoðunar- mál, hvort það er svo vítavert, að vilja ekki lána gegn veði í húsum anuarsstað- ar en í Beykjavík. Auðvitað má vátryggja hús annarstaðar, þótt eigi sje það lögboðið nema þar; en hitt er víst, að verð á húsum er langt um stopulla í flestum öðrum kaup- túnum landsins, hvað þá heldur upp til sveita, svo að bankinn mætti nauðsynlegrar varúðar vegna eigi lána nema ef til vill út á l—J virðingarverðs þeirra sumstaðar; en svo takmarkað lán væri hlutaðeigend- um jafnaðarlega hefndargjöf. það eru dæmi til, að ný hús í uppgangs-kauptúni í grennd við Beykjavík hafa ekki komizt í ý virðingarverðs á uppboði. þá er þessi nafnfrægi gróðahnykkur, að skila ekki aptur ofborguðum vöxtum. Hann er ljótur afspurnar og því óhyggilegur, þótt hann kunni að vera til í reglugjörð »Na- tionab-bankans í Khöfn. Bankastjórnin ætti því fremur að hætta við þann gróða- hnykk, sem sjá má í hendi sjer, að hann mundi ekki draga bankann mikið í reynd- inni. Að minnsta kosti ætti bankanum að vera útlátalaust, að greiða þeim, sem skil- ar aptur láni fyrir gjalddaga, sömu vexti til þess tíma og hann greiðir annars af innlánum. Að vilja ekki svara lánbænum öðruvísi en munnlega, er óneitanlega hálfkátleg fyrirtekt, sem eigi stoðar að ætla sjer að verja með því, að lánbeiðandi þurfi hvort sem er að hafa umboðsmann í Beykjavík til að annast um viðskipti hatis við bank- ann, eða að öðrum kosti að gera sjer ferð þangað sjálfur. því það er þá fyrst, er loforð er fengið fyrir láninu frá bankanum, að til slíkra viðskipta kemur. Svarið af eða á ætti lánbeiðandi að geta fengið skrif- legt frá bankastjórninni með pósti heim til sín hvar á land sem er. Sje það t. d. nei, er þar með búið, og hefði sannarlega vérið hart að neyða manninn til að takast ferð á hendur til Beykjavíkur utan af landsenda til þess að sækja þetta nei munnlegt til bankaskjómarinnar. Hvað snertir ástæður fyrir synjuninni, þá er líka hart, ef bankastjórnin skyldi eigi vilja láta þær uppi, sjeu þær að eins einhverjir formgallar, sem úr má bæta,

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.