Ísafold - 24.11.1886, Qupperneq 2
190
til Timófu. Sögnum Kaulbars og annara
Kússa munar mjög frá því, sem aðrir bera
frá Bolgaralandi. Hann segir, að hjer
gangi allt á trjefótum, og kallar því bezt
að fresta höfðingjakosningunni þangað til
haun sje búinn að koma öllu í lag og
spekja fólkið. Bolgarar — sjálfsforræðis-
fiokkurinn — og fleiri segja, að það sje
einmitt erindsreki Rússa sjálfur, sem hræri
í fólkinu til flokkadráttar og ófriðar, að
Kússum gefist svo átylla til atfara. Vera
má, að hjer sje nokkuð ýkt á háðar hend-
ur, en nú eru tvö herskip Rússa á höfn
fyrir utan Vama, og kallað að þau eigi
að tryggja rússneskum þegnum grið þar
syðra.
Atfarir og hernám — og hvað tekur þá
við? Hjer þykir öllum vant að svara, og
flest stórveldin tala hjer heldur á huldu,
vilja sem flest á mútur mæla. það er
sem hver vilji metast við annan, ef Rvissar
fara með her inn á Bolgaraland. Ríkin
á meginlandinu hafa lengi sagt við Eng-
land: »ætlarðu að þola Rússum þáóhæfu?»
—»En hvað gerir þú?», segir Éngland, og
víkur svarinu að Austurríki. Fyrirnokkru
svarf stórmennið á þingi Ungverja að Tirzu,
og bað hann segja, hvað stjórnin hefði í
hyggju viðvíkjandi Balkansmálinu. Hann
stillti varlega orðunum — og vísaði til Kal-
nokys kansellera—en gaf í skyn, að þar gæti
komið, að Austurríki Ijeti til sín taka, og
talaði um leið heldur borginmannlega um
sambandið við jþýzkaland. En hjer er sá
hængur við, að Bismarck hefir sagt, að
Bolgaramálið væri svo fjarstætt högum
þýzkalands, að fyrir það skyldi aldrei ein-
um hermanni þaðan hætta. Bismarck vill
allt til friðarins vinna, og blöð hans láta
ekki af að tjá mönnum, að uppihald griða
og friðar í Evrópu sje aðalhlutverk þýzka-
lands, og því sjálfu allra hluta hallkvæm-
ast. 011 ummæli enskra ráðherra og flestra
enskra blaða út af sama texta. Churchill
lávarður hefir nýlega sagt svo í ræðu, að
vinirnir á meginlandinu skyldu eiga þar
vísar fylgistillögur Englendinga, sem þeir
styddu að sjálfsforræði landsmanna á Bal-
kansskaga, en bætti við, að hjer væri að
eins um friðsemisfylgi að tala. því er nú
líka opt slegið við í enskum blöðum, að
öðrum sje þörfin brýnni en Englendingum,
að stía Rússum frá Miklagarði, og að þeim
sje aðrar stöðvar hentari til að verja ráð
sín í Miðjarðarhafi og tryggja sjer leiðina
til Indlands. Frakkar leggja minnst allra
til þessa máls, og lengi hefir sá grunur
leikið á, að þeir hygðu til samvinnu með
Rússum, ef til stórræðanna kæmi. Af því
hafa sum blöðin sagt, að Bismarck hafi
hliðrað til við Rússa, því honum hafi þótt
tvísýnt að etja við hvoratveggja, þó banda-
lags nyti við (af hálfu Austurríkis og Italíu).
Nú er hinn nýi sendiboði Frakka — Jules
Herbette — kominn til Berlínar, og var
mesti vinsemdarblær á kveðju hans til
keisarans, og á svarinu engu síður. þetta
þykir sumum boða nýjan samdrátt með
hvorum tveggju, og það er ekki ólíklegt.
En reynist svo, þá getur verið, að Bis-
marek ráði Austurríki til að banda fastlegar
móti Rússum, og enn er ekki fyrir endann
sjeð, til hvers draga vill þar eystra.
Fbá Spáni. Drottning hefir látið hers-
höfðingjann Villacampa og þá fyrirliða, sem
honum fylgdu til uppreisnar, og til dauða
voru dæmdir, halda lífinu, og sent þá í
útlegðarvist (varðhald). Ráðherrarnir vildu
segja af sjer, en hún fjekk Sagasta til að
halda forstöðunni, og skipti að eins um
nokkra, meðal þeirra ráðherra hermála og
sjóvarna.
Fbá Nobðue-Amebíku. þann 28. októ-
ber stóð hátíðarhald í New-York, sem að
mikilfengi til og fleiru þó vart hefir átt og
vart fær sjer líka utan í »hinum nýja heimi«.
Hjer var afhjúpaður líkneskjuvarði—kven-
líkan: »frelsið berandi birtu út yfir heim-
inn«—sem stendur á Bedloe-eyju fyrir
framan skipaleiðina inn að höfninni.
Líkneskjan er sú stærsta, sem til hefir ver-
ið í heimi, og, að því sagt er, tvöfalt stærri
en jötuninn, sem á að hafa staðið yfir
Rhódushöfn í fornöld. Hún er hjer vita-
varði og nær 350 fet upp frá sjávarmáli, en
stallinn ákaflega mikill. Hún rjettir upp
hægri hönd, haldandi á rafurljósakyndli,
sem ber birtu frá sjer 5 mílur. Hún ber
djásn á höfði, og þar rafurlog í steina stað.
Höfundur myndarinnar er franskur maður,
Bartholdi að nafni, en repúblíkin franska
hefir kostað smíðið og gefið líkneskjuna
systur sinni fyrir handan hafið. Til hátíð-
haldsins komu stórmenni frá Frakklandi
—þar á meðal Lesseps gamli, og mynda-
smiðurinn.—Forseti Bandaríkjanna, Cleve-
land, og annað stórmenni þeirra nam fyrst
staðar á stórtorgi borgarinnar, sem Madis-
ons-torg heitir. Fremstir í prósessíunni
voru 30 þús. hermanna frá uppreisnar-
stríðinu, og sendinefndagrúi frá öllum ríkj-
unum. Svo er sagt, að í henni hafi fánum
fylgt miljón manna. A palli forsetans var
Bartholdi, og þegar hann kenndist, gullu
við fagnaðaróp frá 100 þúsundum manna.
Síðan hjelt forsetinn, höfðingjar og gestir á
gufuskipi út til eyjarinnar, og fylgdu því
137 skip skrautbúin í tveim röðum. Ept-
ir stutt bænahald tók Lesseps fyrstur til
orða, flutti hann kveðju frá Frakklandi og
skilaði í þess nafni gjöfinni Bandaríkjun-
um í hendur. Eptir þakkarræðuna var
hjúpnum svipt burt, og nú druudu skotin,
10,000 skot, úr 500 fallbyssum, allar klukk-
ur borgarinnar ómuðu, en undir þetta tek*
ið af þyt gufulúðra og fagnaðarópi fólksins.
þegar hljóð fjekksb, flutti Cleveland ræðu
og kvaðst þiggja varðann fyrir hönd Banda-
ríkjanna. Eptir hann taladi erindreki
Frakka. Síðan var þjóðsöngurinn sunginn
og fylgdu til lykta nýjar skotdrunur. Að
kveldi mikið um veizluhöld og uppljóman
borgarinnar.
Látnie menn. Tvo skal nefna: Rot-
hehild fríherra í Frakkafurðu, forustumann
auðkýfinganna með því nafni, og Beust
greifa, fyrrum örðugasta mótstöðumann
Prússa og Bismarcks. Sem kunnugt er,
bar hann hjer lægra hlut, en meðan hann
var kanzlari Jósefs keisara, kom hann al-
ríkinu—Austurríki og Ungverjalandi—í þá
skipun, sem enn nýtur við.
Viðbætib. Daginn, sem póstskipið lagði
af stað hingað frá Skotlandi, barst sú
hraðfregn þangað frá Bolgaralandi, að
þingið þar hefði kosið Valdimar prinz frd
DanmörJcu fyrir höfðingja yfir sig. Hvort
stórveldin samþykkjast því eða faðir hans
lætur það eptir, það frjettist ekki fyr en
næst.
Nokkrar
athugasemdir um gjaldamál.
Eptir
alþingismann Jakob Guðmundsson.
I.
það hafa nokkrir mótstöðumenn stjórn-
arskrárbreytinganna brugðið meira hluta
þingmanna um, að þeir beindu öllum eða
mestum áhuga sínum að stjórnarskrármál-
inu og vanræktu þess vegna önnur nauð-
synjamál þjóðarinnar; og af ummælum
sumra þeirra má ráða, að þeir álíti, að
þetta óskabarn þjóðarinnar—stjórnarskrá-
in—sem virðist vera sannkölluð leiðinda-
grýla stjórnarinnar og hennar sinna, dragi
allan áhuga og kjark úr landsmönnum til
að leita sjer bjargar og þjóðlegra framfara
innanlands, sem þeim sje þó alhægt með
þeirri stjórnarskrá, sem nú gildir.
Við umræðurnar í hinu margrædda
stjórnarskrármáli er það sýnt og sannað
með ljósum og nægum rökum, að Islend-
ingar nái aldrei verulegri sjálfsmenningu
og þjóðþrifum, meðan Island hefir útlenda
ókunnuga yfirstjórn, fædda og uppalda og
búsetta í öðru landi í 300 mílna fjarlægð.
En þó að flestir þingmenn og mestur hluti